Morgunblaðið - 20.04.1985, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 20.04.1985, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐID, LAUGARDAGUR 20. APRlL 1985 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 14-15 FRÁ MÁNUDEGI mFöerruDAGS BréfriUri mælir með að þingmenn fari frekar í leikhús heldur en í kirkju við þingsetningu. Öllum þeim mörgu, skyldum og vandalausum, sem með heimsóknum, góðum gjöfum, heilla- skeytum og mergð blóma, minntust mín í hlý- hug á 75 ára afmæli mínu 9. apríl sl. þakka ég af alhug. Allt þetta yljaði mér um hjarta- rætur. Ég stend því í mikilli þakkarskuld og bið Guð að launa. Hann blessi ykkur öll um ókomin ár, „hvort lánað lif oss ber langt eða skammtu. Lifið heil! Baldvin Þ. Kristjánsson. Nýr heimurklnverskra kræsinga ÁShanghai framreiðum við fleira en steikt hrisgrjón og vorrúllur. Shanghai veitingastaðurinn í kjallaranum á Laugavegi 28. Kirkjan, leikhúsið og þingmennirnir Jóhann Þórólfsson skrifar: Mér hefur stundum dottið í hug, hvort ekki væri nær fyrir hina kjörnu fulltrúa þjóðarinnar — 60 að tölu — að skreppa heldur í leik- hús við þingsetningu en guðshús, og skal ég nú reyna að gera grein fyrir ástæðunni fyrir þessari hugsun minni. Þegar maður hugsar út í störf þessara manna í áraraðir hlýtur að vakna sú spurning, hvort þessi hópur sé starfi sínu vaxinn. Ég verð fyrir mitt leyti að svara þess- ari spurningu neitandi. Þó skal það tekið fram, að sem betur fer eru innan um traustir og góðir fulltrúar, en eins og máltækið seg- ir: Það er misjafn sauður í mörgu fé — og eins mun það eiga við i sölum Alþingis. Ég held að það vilji gleymast hjá þessu fríða föruneyti, þegar það gengur beint úr kirkju út í þinghúsið, að breyta eftir því sem fulltrúi kirkjunnar ber á borð fyrir þá, a.m.k. gæti maður dregið þá ályktun þegar maður les og hlustar á ræður er koma frá al- þingismönnum. Þess vegna vil ég benda þeim á að fara heldur í leikhús og sjá gott leikrit heldur en í guðshús, enda vill nú líka svo vel til, að þeir eiga sjálfir leikrita- höfunda. Ég er sammála þeim sem halda því fram, að þingræðið hér á landi sé ákaflega veikt og jafnvel í hættu og kemur þar margt til, sem of langt yrði upp að telja. Það eru t.d. ekki þjóðhollir alþingismenn sem fella hverja einustu tillögu frá andstæðingunum, hversu góð sem hún er. Þar er engin sann- girni á ferð, heldur einstefna og þröngsýni. Mér finnst eftirtektarvert hversu ríkisstjórnin er dugleg við að skipa alls konar nefndir til að sinna því sem ríkisstjórnin ein á að sinna. Þetta nefndafargan kostar þjóðina stórfé og allir vita hvaðan það fé er tekið — auðvitað af skattborgurum. Fyrir það fé sem sparast gæti ef hagur þeirra lægst launuðu vænkast, til dæmis ef ríkisstjórnin drægi úr öllum nefndarskipunum. Einnig hefðu ráðherrar og þingmenn sjálfsagt ráð á því að minnka við sig kaupið. Þeir eru jú alltaf að brýna fyrir fólki að spara, en eru sjálfir með 4—5 sinnum meira kaup en al- menningur. Draga verður verulega úr fram- kvæmdum a.m.k. næstu tvö árin ef lækka á skattana og koma á efna- hagsmálum þjóðarinnar í betra horf. Að brynna manni í gallabuxum Guðrún og Jónas á Kópareykjum höfðu samband við Velvakanda og báðu fyrir orðsendingu til góð- kunningja síns, Einars Olgeirs- sonar, hótelstjóra á Hótel Esju. Hér eru staddir sjónvarpsmenn frá sænska sjónvarpinu, sem hingað komu til þess að gera kvikmynd um íslenzka leikstarf- semi. Okkur veittist sú ánægja að þau heimsóttu okkur á Kópareyki og sl. fimmtudag voru við svo með þeim í Reykjavík vegna vissra tengsla við leikhús og leikritun. Við ætluðum að kveðja þau á fimmtudagskvöld með því að bjóða þeim hressingu á barnum á Hótel Esju, þ.e. Skálafelli. Við komumst í lyftunni upp á 8. hæð og áttum þá aðeins eftir stig- ann upp á þá 9. Þar varð fyrir okkur ungur maður, sem vildi fá að athuga samkvæmið, áður en það færi ofar. Renndi hann augun- um eftir býfunum á okkur. í hópn- um var ein kona en henni brá nú ekkert meira en okkur hinum við þessar kúnstir. Er hann hafði þetta gert benti hann á einn Sví- ann sem var í gallabuxum og til- kynnti að hann fengi ekki að fara upp þennan stiga. Þá var gripið til þess ráðs að Jónas færi upp stig- ann til þess að sækja glösin og það sem í þeim átti að vera, en það var leyfilegt að brynna gallabuxna- manninum einni hæð fyrir neðan sjálfan „brunninn". Við brunninn var þá heldur betur þröng á þingi. Fólk var þar að glápa á ungar kon- ur og nýjustu tízku. Jónas komst þó að skeinknum og þegar hann ætlaði að fara að panta það sem þarna átti að kaupa varð hann var við það, að það var komin óeðlieg hreyfing á tvo Svíana, sem áttu að aðstoöa hann við að koma niður á næstu hæð glösunum. Ástæðan fyrir þessu var sú, að einhver þjónanna var stjakandi þeim til og frá til þess að tízkudömurnar ættu sem greiðastan gang inn um dyrn- ar í salinn. Eftir þann viðbótar- dónaskap ákváð Jónas að hætta við þetta og við kvöddum þar með þetta hótel þitt. Okkur finnst að þú, sem orð- lagður sjentiimaður og ágætur hótelstjóri, ættir að koma afsök- unarbeiðni til þessa fólks, sem verður á Hótel Sögu fram á sunnudagsmorgun 21. apríl, en ef þú nærð ekki til þess áður en það hverfur aftur heim þá eru hér nöfnin og heimilisföngin: Ernst Ödegaard, Sven Rin- mansg., 1 n.b., 11237 Stockholm. Benny Wilhelmson, Kungs- holms Stand 25, S-11226 Stock- holm. Carl Torell, Tomtebog 13, 11339 Stockholm. Annika Levin, Götgatan 44, S-11621 Stockholm. Skrifið eða hringið til Velvakanda Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvaðeina, sem hugur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 14 og 15, mánudaga til fðstudaga, ef þeir koma þvf ekki við að skrifa. Meðal efnis, sem vel er þegið, eru ábendingar og orða- skipti, fyrirspurnir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn, nafnnúmer og heimilisföng verða að fylgja ðllu efni til þáttarins, þó að höfundar óski nafnleyndar. Sérstaklega þykir ástæða til að beina því til lesenda blaðsins utan höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja hér 1 dálkunum. Aðal- fundur Iðju, félags verksmiðjufólks, verður haldinn í Domus Medica miövikudaginn 24. apríl kl. 5 síödegis. Dagskrá: 1. Venjuleg aöalfundarstörf. 2. Reglugerð sjúkrasjóös Iðju. 3. Önnur mál. Endurskoöaöir reikningar félagsins fyrir áriö 1984 liggja frammi á skrifstofunni. Stjórn löju. Ert þú að leita að hillum í stofuna, barnaherbergið, geymsluna, lagerinn eða verslunina? Þetta er lausnin. Cl ipi IL4H I IID rUnUniLLUn MYNDIN Dalshrauni 13 S. 54171 OPIÐ MÁN.-FIM. 9-18 FÖSTUDAGA 9-19 LAUGARDAGA 10-17 SUNNUDAGA 13-17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.