Morgunblaðið - 20.04.1985, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 20.04.1985, Blaðsíða 54
M--------------------------------------------MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. APRÍL 1985 íþróttir helgarinnar ísiandsmót fatlaðra islandsmót jþróttasambands fatlaöra veröur haldiö í íþróttahöll- inni á Akureyri í dag, laugardag, og sunnudag. Þátttaka í mótinu er mjög mikil eöa um 160 keppendur. I tengslum viö mótiö fer fram 5 km götuhlaup á morgun, sunnu- dag, í Þórunnarstræti. Þátttakend- ur veröa bæöi fatlaöir og ófatlaöir og mega þeir feröast þessa vega- lengd í hjólastólum eöa á þann hátt sem þeim hentar. Vélknúin ökutæki og hestar veröa ekki leyfö. Borðtennis Islandsmótiö í borötennis fer fram í Laugardalshöll í dag, laugar- dag, og sunnudag. Keppni hefst báöa dagana kl. 13:30. Keppni lýk- ur meö úrslitaleik í einliöaleik kl. 20:30 á sunnudagskvöld. Skíði Unglingameistaramót íslands á skíöum fer fram í Bláfjöllum um helgina. Keppt veröur bæði í alpa- og norrænum greinum skíöa- íþrótta. Keppendur eru 170 frá hinum ýmsu stööum á landinu. Knattspyrna Bikarkeppni KRA hefst um helg- ina. Fjögur félög taka þátt í mót- inu, Þór, KA, Vaskur og Leiftur. i dag, laugardag, leika KA og Vask- ur kl. 16:00 á Sanavellinum. Á morgun leika siöan KA og Leiftur á sama staö kl. 14:00. Valur og Víkingur leika í dag kl. 15:00 i meistaraflokki karla í Reykjavíkurmótinu í knattspyrnu og fer leikurinn fram á gervigras- inu í Laugardal. Sömu félög mæt- ast í meistaraflokki kvenna á morgun, sunnudag, kl. 19:00. Litla bikarkeppnin hefst í dag, þá leika FH og Haukar kl. 14:00 á Kaplakrika í Hafnarfiröi i meistara- flokki karla. Tekst B-liði Valsmanna að sigra Víkinga? Á sunnudaginn, kl. 14.00, leika í Seljaskóla hið frækna B-liö Vals í handknattleík og bikarmeistarar Víkings í átta liöa úrslitum bik- arkeppni HSÍ. Liö Vals hefur vak- iö mikla athygli í vetur fyrir góöa frammistööu en í liöinu eru gaml- ir landsliösmenn og kappar sem geröu garöinn frægan hór á árum áöur. I liöi Vals eru Jón Breiöfjörö, Sævar Magnússon, Hermann Gunnarsson, Gísli Blöndal, Bjarni Jónsson, Gunnsteinn Skúlason, Ágúst Ögmundsson, Jón Karlsson, Höröur Hilmarsson, Ólafur H. Jónsson, Stefán Gunnarsson og feögarnir Bergur Guðnason og Guöni Bergsson. Eins og sjá má á þessari upptalningu er þetta hörkuliö og aö sögn þeirra ætla þeir sér ekkert aö gefa eftir því aö takmarkiö hjá þeim er aö komast í úrslitin. frá Ólafsfirði eftir aö þeir höfðu sett heimsmet í aö rekja bolta. Leikurinn sem stóð yfir frá kl. 17.30 á föstudegi til kl. 12 á sunnudegi. Heimsmet á Olafsf irði • Félagar úr 2. deildar liöi Leifturs fór fram á flugvellinum á Ólafsfiröi, Félagar í annarri deild knatt- spyrnufélagsins „Leiftur" í Ólafs- firði hafa sett heimsmet í aö rekja bolta. Vegalengdin sem boltinn fór var 466 km, en þaö er jafn langt og til Reykjavíkur. Leikurinn stóö frá kl. 17:30 á föstudegi til kl. 12 á sunnudegi þ.e. í fjörutíu klukkustundir samfellt. Þetta var gert í fjáröflunarskyni vegna keppnisferöa félagsins, sem farnar veröa næsta sumar. Á meö- upp fyrir ökkla. Skipt var um leikmann á hálftíma fresti. Ekki er flogiö til Ólafsfjaröar um helgar og því var boltinn rakinn á flugveliinum, sem er einn km aö lengd. Báöar næturnar sem leikur- inn stóö yfir, óku bifreiðir á eftir leikmönnum og lýstu þeim veginn. Ekki er vitaö til aö bolti hafi ver- iö rakinn svona áöur, en þátttak- endur líta svo á aö þau hafi sett heimsmet, sem á eftir aö skrá. an á „maraþonknattleiknum“ stóö var gengiö í hús meö lista og safn- aö áheitum til styrktar félaginu. Aö sögn fréttaritara Mbl. var slæmt veöur á Ólafsfiröi aöfara- nótt laugardagsins, skafrenningur og snjókoma, svo aö varla sást á milli húsa. Þátttakendurnir, sem voru nítján, þar af þrjár stúlkur, létu veöriö ekki á sig fá og röktu boltann áfram þó aö snjórinn næöi UMFNá fjárhags- áætlun NÝLEGA hélt bæjarstjórn Njarö- víkur sigurhóf í Sjálfstæöishús- inu í Njarðvík fyrir íslandsmeist- ara Njarövíkur í körfuknattleik. Viö þaö tækifæri afhenti Áki Granz, fyrir hönd bæjarstjórnar, körfuknattleiksdeildinni 50 þúsund krónur fyrir frábæran árangur í vetur. í hófinu bar einn bæjarfulltrúa Njarðvíkur, Eövald Bóasson, upp nokkuö merkilega tillögu. Hún var þannig aö í staö þess aö vera aö afhenda liöinu peningagjafir viö hvern sigur, sem væri orðinn ár- legur viöburöur, þá yröi UMFN sett inn í fjárhagsáætlun bæjarins ár hvert. Var þessari tillögu vel tekiö en aö vísu ekki samþykkt, þar sem hér var ekki um bæjarstjórnarfund aö ræða, en hver veit nema svo veröi næsta ár? Staðan STAÐAN í 1. deild karla í hand- knattleik eftir þrjár umferöir af fjórum. FH-ingar eru nú þegar orðnir íslandsmeistarar. FH 15 11 3 1 386—344 25 Valur 15 7 4 4 313—301 18 Víking. 15 6 1 8 323—337 13 KR 15 1 2 12 303—348 4 Valur skoraði 28 stig gegn Svíum „ÞETTA var toppleikur hjá ís- lenska liöinu," sagöi Einar Bolla- son, þjálfari í samtali viö Morgun- blaðið í gær, eftir að liðið hafði tapaö naumlega fyrir Svíum 69—74, í Polar Cup í körfuknatt- leik sem fram fer í Finnlandi. Staöan í hálfleik var 33—39 fyrir Svía. Leikurinn var mjög jafn frá byrj- un og komust Svíar í 2—8, en síö- an jöfnuöu íslendingar 8—8. Svíar voru svo meö frumkvæöiö í leikn- um og höföu þá 4—6 stiga forystu. islendingarnir létu þá ekkert fara lengra framúr og tókst þeim að jafna rétt fyrir háfleik, en Svíarnir skoruðu síðan þrjár körfur í röö og höföu því 6 stiga forystu í leikhléi 33—39. Síöari hálfleikurinn var mjög skemmtilegur og jafn, áttu Svíar í miklum erfiöleikum meö íslend- ingana, sem þeir höföu greinilega ekki átt von á svona sterkum. Áhorfendur í Iþróttahöllinni voru allir á bandi Islendinga og hvöttu pá óspart. Þegar 3 mínútur voru til leiksloka og staöan 62—64, var stærsti maöur liösins, Ivar Webst- er, rekin af leikvelli meö fimm villur og var þaö mjög bagalegt fyrir ís- lendingana, því hann er mjög drjúgur í fráköstunum. En leikmenn gáfust ekki upp, allt var á suöupunktl, þegar tæp mínúta var tii leiksloka og staðan 69—71, munurinn aðeins ein karfa. Svíar skoruöu síðan þriggja stiga körfu og geröu þar meö út um leikinn og sigruöu eins og áöur segir 69—74. íslendingar komust því mjög vel frá þessum leik, þetta eru bestu úrslit sem náöst hafa gegn Svíum frá upphafi. Til gaman má geta þess, aö Islendlngar unnu sföari hálfleikinn meö einu stigi. Bestir í liöi Islands í þessum leik, voru þeir Valur Ingimundarson, sem skoruöu 28 stig, Tómas Holt- on og Pálmar Sigurösson, sem geröi 9 stig. — VJ. Páll Björg- vinsson lék fingurbrotinn PÁLL Björgvinsson, þjálfari og leikmaöur meö KR, lék fing- urbrotinn í leiknum gegn Vík- ingum í gærkvöldi. Þaö á ekki af honum aö ganga. Þetta er í fimmta sinn sem Páll fingur- brotnar. Þaö er ekki langt síöan hann nefbrotnaöi í fimmta sinn og oft hefur hann fótbrotnaö og hand- leggsbrotnaö. En Páll lætur sér ekki segjast og heldur áfram eins og ekkert hafi í skorist. Haröur leikmaöur Páll. • Valur Ingimundarson stóö sig mjög vel f leiknum gegn Svíum og skoraöi 28 stig. Valur var einnig stigahæstur í úrvalsdeildinni í körfu- knattleik sem nýlega er lokið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.