Morgunblaðið - 20.04.1985, Blaðsíða 32
32 .
MORGUNBLAÐID, LAUGARDAGUR 20. APRÍL1985
Þau boð „fá að jafnaði þeir
einir sem sakaðir eru um al-
varleg eða refsiverð lögbrot“
Svar Hjartar Pálssonar við fréttatilkynningu
stjórnar Norðurlandahússins í Þórshöfn
Miðvikudaginn 27. mars birti
stjórn Norðurlandahússins í Fær-
eyjum fréttatilkynningu vegna
uppsagnar minnar, eftir að hafa
tilkynnt mér formlega um morg-
uninn að hún yrði tekin til greina
og beðið mig að láta tafarlaust af
störfum. í fréttatilkynningunni
koma fram ásakanir af hálfu
stjórnarinnar sem ég get ekki lát-
ið ósvarað undir núverandi kring-
umstæðum.
Ég sagði upp stöðu minni 6.
mars með 3 mánaða fyrirvara eins
og ég hafði rétt til samkvæmt
ráðningarsamningi. Bréfið sendi
ég stjórnarformanninum, Jan
Stiernstedt, og öðrum stjórnar-
mönnum eftirrit þess. Það var að
mínu áliti ofur venjulegt uppsagn-
arbréf, þar sem ég áskildi mér að
lokum allan rétt til þess að gera
stjórninni grein fyrir ákvörðun
minni siðar. Ég nefndi engan
ákveðinn tíma, en mér fannst ég
verða að gera það í síðasta lagi á
næsta stjórnarfundi í Þórshöfn 3.
maí eða rétt áður.
I tilkynningu sinni segir stjórn-
in að þess í stað hafi ég kosið að
fara þá leið að bera fram ásakanir
t fjölmiðlum á hendur starfsfólki
og stjórn hússins sem hún telur
sig tilneydda að svara.
Um þetta mái hef ég aldrei haft
samband við fjölmiðla að fyrra
bragði og ætlaði mér ekki i fyrstu
að veita þeim upplýsingar um það
sem að baki bjó fyrr en stjórnin
hefði fengið um það meiri vitn-
eskju. Þetta kemur m.a. fram í
„Dagblaðinu" 8. mars sem segir að
ég hafi ekki viljað gera neina at-
hugasemd um ástæðurnar. Á hinn
bóginn vakti uppsögn mín eftir
svo skamman tíma meiri athygli
en ég hafði búist við, og ég vildi
ekki neita með öllu að svara
ákveðnum spurningum sem fyrir
mig voru lagðar um sumar af
þessum ástæðum, allra síst eftir
að varaformaður stjórnarinnar
þóttist ekkert um þær vita í við-
tali við „Sosialin" 9. mars. Tæpri
viku áður höfðu þó einmitt hann
og tveir aðrir stjórnarmenn úr
Færeyjum átt fund(i) með mér og
öðru starfsfólki að ósk stjórn-
arformannsins, þar sem nokkrar
af ástæðunum voru ræddar, og
þegar um miðjan nóvember talaði
ég um þær við formanninn og
varaformanninn hér í Þórshöfn.
Þau samtöl hafa bersýnilega ekki
verið tekin alvarlega. Að því leyti
sem ég hef yfirsýn yfir það virðist
mér annars að ég geti staðið við
þau blaðaummæli, þar sem bein-
línis er vitnað til minna eigin
orða, en þar með er ekki sagt að ég
taki ábyrgð á öllu, sem staðið hef-
ur í blöðunum eða málsmeðferð
fjölmiðla yfirleitt. Bæði 19. og 25.
mars spurði stjórnarformaðurinn,
hvort ég hefði hugsað mér eða
væri fús til þess að bera til baka
eitthvað af því sem staðið hefði í
blöðunum. Því neitaði ég, af því að
það sem ég hafði sagt fannst mér
rétt og gat ekki skilið, hvernig ég
ætti að bera mín eigin ummæli til
baka, en taka þau svo efnislega
upp aftur í greinargerð minni til
stjórnarinnar og færa þau fram
sem ástæðu uppsagnar. Ég hélt
því í fyrstu að skýringin á því sem
gerðist um morguninn 27. mars
væri sú að stjórnin hefði talið um-
mæli mín ótímabær, en ekki bein-
iínis röng án frekari skýringa. En
mér var ekki ljóst, hvers vegna
hún hefur farið leið sem fyrirfram
var vitað að hlaut að vekja meira
umtal um mál sem hún hefur
bersýnilega viljað að sem minnst
yrði sagt um.
Stjórnarformaðurinn vakti mig
27. mars og tilkynnti mér í símtali
frá Stokkhólmi að stjórnin hefði
fallist á uppsögn mína, en óskaði
þess að ég léti af starfi mínu þegar
í stað og mundi síðdegis sama dag
senda frá sér fréttatilkynningu.
„Telefax“-bréfið sem hann las
fyrir mig hafði hann beðið vara-
formanninn að afhenda mér
seinna um morguninn, enda gerði
hann það. Það var ekki fyrr en
seinnipartinn sem afgreiðslu-
stúlka í Norðurlandahúsinu færði
mér fréttatilkynninguna, eftir að
færeyska útvarpið hafði vitnað til
hennar í fréttatíma sínum. Um
morguninn gerðu bæði formaður-
inn og varaformaðurinn svipaðar
munnlegar athugasemdir um að
vitaskuld yrði ég að fá hæfilegan
tíma til þess að ganga frá, og í því
sambandi gat hinn síðarnefndi
þess að gott gæti verið að fá ein-
hvers konar dagskráryfirlit. Ég
spurði, hvað hann áliti hæfilegan
tíma til þess að ganga frá, eftir að
ég hefði fengið skilaboð um að
hverfa tafarlaust úr starfi —
hvort það væru 2—3 dagar eða t.d.
tíminn fram til 1. apríl? Það taldi
hann í lagi. Það var ekki fyrr en
kl. 16.30 daginn eftir að ég gat
leitað álits hjá lögmanni sem ráð-
lagði mér að senda formanninum
boð um það án tafar að mér hefði
borist tilkynning um ákvörðun
stjórnarinnar og myndi beygja
mig fyrir henni og fara úr húsinu,
en óska jafnframt svars um það,
hverjum ég ætti að afhenda lykl-
ana. Áður en ég ræddi við lög-
manninn hafði varaformaðurinn
hringt vegna ummæla í „Sosialn-
um“ sama dag og skýrt fyrir mér
að ákvörðun stjórnarinnar bæri
mér að skilja svo að ég ætti ekki
að taka neitt frumkvæði fyrir
hönd hússins. Það gerði ég heldur
ekki, en fór að ráðum lögmannsins
síðdegis daginn eftir, 29. mars,
þegar mér fannst ég hafa „gengið"
frá eins vel og ég gat miðað við
aðstæður. Óhugsandi var hins
vegar að ég gæti gengið sæmilega
frá, m.a. dagskráráætlunum,
nema á lengri tíma. Það hafði ég
vonast til að geta gert á tímabil-
inu fram til 6. júní, en ákvörðun
stjórnarinnar hindraði mig í því,
og þar með tekur hún ábyrgð á
því, í hvaða ástandi Norðurlanda-
húsið er þegar ég fer þaðan. í
stuttri athugasemd til varamanns
míns tjáði ég mig annars fúsan til
þess að veita upplýsingar um
næstu verkefni og dagskráráætl-
anir, ef starfsfólkið æskti þess,
eftir að ég væri farinn úr húsinu,
en rétt áður hafði varaformaður-
inn litið inn, hafði talað við for-
manninn, spurt hvenær ég hefði
hugsað mér að fara til íslands og
frætt mig á því að óþarft væri
fyrir mig að fara eftir ósk sinni
um dagskráryfirlit.
Eftir því sem ég veit best er það
næsta óvenjulegt að maður sem af
frjálsum vilja hefur sagt upp
stöðu sinni með lögmætum fyrir-
vara fái svipuð boð og mér hafa nú
borist frá stjórn Norðurlanda-
hússins í Færeyjum. Þau fá að
jafnaði þeir einir sem sakaðir eru
um mjög alvarleg eða refsiverð
lögbrot. Af þeim sökum áskil ég
mér allan rétt til þess að ráðgast
um það við sérfróða menn, til
hvaða aðgerða ég kann að grípa
samkvæmt eðli málsins.
Fréttatilkynning stjórnarinnar
barst mér ekki í hendur fyrr en
eftir að hún hafði verið birt. Ég sé
þess vegna enga ástæðu til þess að
fara öðruvísi að þegar um svar
mitt er að ræða. Mér er ókunnugt
um, hve víða um Norðurlönd
fréttatilkynningin hefur verið
send, en svarið verður af þeim
ástæðum einungis sent fjölmiðlum
í Færeyjum og á íslandi sem eru
hinir einu sem hafa haft samband
við mig og mér vitanlega fjallað
eitthvað um þetta mál.
Við fyrrnefnda fréttatilkynn-
ingu vil ég að sinni gera þessar
athugasemdir:
1. Frá mínum bæjardyrum séð
er það rangt þegar látið er í veðri
vaka að ágreiningurinn sem um er
að ræða jafngildi deilu af minni
hálfu við stjónina alla og starfs-
liðið. Hingað til hefur ágreining-
urinn einkum staðið milli mín
annars vegar og stjórnarfor-
manns, varaformanns, fyrrver-
andi forstjóra sem varð danskur
fulltrúi í stjórninni í september
1984, og þess fulltrúa sem að hans
frumkvæði var gerður að varafor-
stjóra hins vegar. Milli mín og
Hjörtur Pálsson
einhverra annarra hafa ef til vill
orðið minni háttar árekstrar, en
samstarf annars verið gott og í
sumum tilvikum ágætt.
Meðan það er ekki nánar skýrt
er mér ókunnugt um, hvaða leið-
beiningareglur um rekstur hús-
sins og starfsmanna- og ráðgjaf-
arskipan það eru sem stjórnin
heldur fram að hafi verið sam-
þykktar af ráðherranefndinni og
landstjórninni og ég ekki viljað
hlíta. Eftir því sem mér er kunn-
ugt hafa ráðherranefndin og
landstjórnin einungis samþykkt
reglugerð stofnunarinnar og haft
nokkur afskipti af launa- og ráðn-
ingarkjörum. En ef stjórnin á í
athugasemd sinni um þetta við
þær starfslýsingar og reglur um
ráðgjöf og lausn tiltekinna verk-
efna á tæknisviðinu sem hún sam-
þykkti mér vitanlega í fyrsta sinn
á fundi sínum í september 1984,
hef ég aldrei heyrt þess getið að
þær hafi verið lagðar eða átt að
leggjast fyrir ráðherranefndina og
landstjórnina til samþykktar. Ég
viðurkenni ekki án gleggri skýr-
inga að ég hafi brotið eða hunsað
þessar reglur eða öll stjórnin hafi
hvað eftir annað skýrt þær fyrir
mér og hvatt mig til samvinnu um
þær við starfsfólk og tæknimenn
án árangurs. Ég veit, hvers vegna
stjórnin segir þær hafa verið sett-
ar, en ég hef bæði beint og óbeint
látið í ljós að mér þættu þær ekki
alls kostar heppilegar og áliti
setningu þeirra, grundvöllinn sem
þær voru reistar á og stranga
túlkun þeirra eina af ástæðunum
til þeirra samstarfsörðugleika
sem hrjá húsið. Að minni hyggju
hefur þetta m.a. valdið því að hus-
vörðurinn, sem er eini fastráðni
tæknimaður hússins sem vinnur
þar fullan vinnudag, hefur sætt
óréttlátri meðferð, og gallar þessa
kerfis komu glöggt í ljós í sam-
bandi við fyrirhugaðar kvik-
myndasýningar á þessum vetri og
íslenskan gestaleik fyrir
skemmstu. Eigi að síður var þetta
tæknimanna- og ráðgjafakefi gert
enn flóknara en áður með nýjum
viðbótum sem fyrrverandi for-
stjóri hafði samið án nokkurs
samráðs við mig og lagði allt í
einu fram á stjórnarfundinum í
febrúar. Þrátt fyrir athugasemdir
mínar voru reglurnar samþykktar
eins og þær lágu þá fyrir eftir 2—3
mínútna lestrarhlé. En ég þóttist
verða þess var að allir stjórnar-
mennirnir væru ekki jafn sann-
færðir um að reglurnar dygðu
þegar til lengdar léti.
Þótt stjórn, ráðherranefnd eða
landstjórn samnþykki reglur,
verður að vera unnt að endurskoða
þær og breyta þeim. Án þess að ég
hafi lagt fram nokkra beina til-
lögu um það hef ég leyft mér að
gagnrýna fyrrgreindar reglur og
látið á mér heyra að ég vildi
gjarnan að þeim yrði breytt eða ég
fengi frjálsari hendur um túlkun
þeirra en gert virðist ráð fyrir.
Mér fannst nýr forstjóri hljóta að
hafa rétt til þess, en hingað til
hefur tregðulögmálið sigrað.
2. Það eru alls ekki mín orð án
fyrirvara að starfsfólkið allt eða
stjórnin hafi viljandi farið á bak
við mig. Ef orðalag í fjölmiðlum
eða ónákvæmar alhæfingar hafa
leitt til þess skilnings, er tími til
kominn að leiðrétta. Stjórnin seg-
ir líka að þær ásakanir séu alrang-
ar. En hvernig getur hún fullyrt
að aldrei hafi neitt slíkt gerst? Og
hvernig getur hún verið þess full-
viss að „starfsfólkið" og fyrrver-
andi forstjóri hafi aðeins haft
samband sín í milli um mál sem
undir hann heyrðu meðan hann
var forstjóri? Einungis með því að
trúa orðum annars aðilans og gera
hinn tortryggilegan um leið með
því að meta hvorki né rannsaka
athugasemdir hans að neinu leyti.
Mér vitanlega hefur stjórnin ekki
verið í húsinu á hverjum degi.
Hún hefur einungis haft einhvers
konar símasamband, eftir að ég
sagði upp, og lesið ummæli mín og
það sem yfirleitt hefur staðið í
blöðum í þýðingum sem ég hef
hvorki séð né veit, hver ber ábyrgð
á. Vitaskuld er ekki alltaf hægur-
inn hjá að sanna að farið hafi ver-
ið á bak við einhvern eða framhjá
honum; það liggur í hlutarins eðli.
Auk þess getur þetta verið skil-
greiningaratriði; það kalla ekki
allir hlutina sömu nöfnun eða
leggja í þá sama skilning. En
reynsla mín bendir til þess að
„ákærur" mínar séu ekki jafn frá-
leitar og stjórnin telur. Ég hlera
ekki annarra manna símtöl, en ég
er heldur ekki með öllu sam-
bandslaus við aðra. Þar að auki
var það skilningur minn fyrirfram
að eftir ráðningu nýs forstjóra
heyrðu öll málefni hússins, gömul
og ný, undir hann og væru á
ábyrgð hans gagnvart stjórninni
sem ætti hinsvegar ekki að taka
að sér dagleg störf. Þess vegna hef
ég stundum undrast það þegar ég
hef án nokkurra athugasemda
fengið eftirrit bréfa úr danska
menntamálaráðinu um málefni
hússins sem ég hafði ekki hug-
mynd um að aðrir væru að sinna
eða með hvaða heimildum. Því
finnst mér að mér hafi verið hald-
ið utan við eða ég hafi að minnsta
kosti ekki verið fræddur nógu
mikið um tiltekin atriði, ekki síst í
sambandi við bygginga- og fjár-
mál. Þau hafa verið flókin í Norð-
urlandahúsinu í Færeyjum, og ég
hef ekki til þessa haft mikil af-
skipti af slíkum málefnum, en
þessar aðstæður hafa síst gert
mér auðveldara fyrir um að átta
mig á þeim. Stjórnarformaðurinn
hefur beðið fyrirrennara minn að
Ijúka tveimur erindum sem eiga
rætur að rekja til þess tíma þegar
hann var verkefnisstjóri á bygg-
ingarskeiði hússins. Hann hefur
eflaust gert það í umboði stjórnar-
innar allrar, og annað erindið hef-
ur að líkindum verið tolluppgjör
við landstjórnina sem ekki var
fullfrágengið í febrúar. Af flestu
má ráða að byggingarskeiði hús-
sins sé varla lokið, og ég helt að
innsýn í byggingamálin og fjár-
málin sem þeim eru tengd væru
mér þess vegna ekki með öllu óvið-
komandi, meðan ég bæri hina
formlegu forstjóraábyrgð. En það
hefði getað komið í veg fyrir hugs-
anlegan misskilning af minni
hálfu, ef betur hefði verið skýrt
fyrir mér en gert var, hvar marka-
línan lá milli þess sem mér var
ætlað að sinna og þess sem ég átti
ekki að skipta mér af.
Stjórnin segist aldrei hafa
blandað sér í verkefni og dagskrá
hússins, en látið í ljós áhyggjur
sínar af því á síðasta fundi að
næstum allar áætlanir um sjálf-
stæða dagskrá vorið og sumarið
1985 hafi vantað. Stjórnin segir
sig hafa lýst eftir dagskráráætl-
unum fyrir haustið 1985.
Svo virðist sem stjórnin leggi
allt annan skilning en undirritað-
ur í það, hvað séu afskipti af
starfseminni. Eftir stjórnarfund-
inn í febrúar var mér ljóst að fram
að því hafði ég gert mér rangar
hugmyndir um að það væri á valdi
forstjórans, hve miklu hann ráð-
stafaði til hvers verkefnis og
hvernig hann ákvæði aðgöngu-
miðaverð eftir eðli máls, svo fram-
arlega sem ekki væri farið fram úr
ársáætlun. í fyrstu hafði ég haldið
að það yrði hlutverk mitt að
skipuleggja starfsemi grafísku
vinnustofunnar sem þátt í annarri
starfsemi hússins, en það er stað-
reynd að ég vissi ekki fyrr en ég
las Berlinske Tidende 25. febrúar
að opna ætti vinnustofuna í apríl.
Nú á að opna hana í maí. En 14.
febrúar, eftir að aðrir erlendir
stjórnarmenn en formaðurinn og
Steen Cold voru farnir heim, sagði
formaðurinn mér — án þess að
minnast nokkuð á opnunina — að
Ivan Edeling ætti að sjá um skipu-
lagninguna og kenna færeyskum
myndlistarmönnum og Ivan Edel-
ing og Steen Cold hefðu undirbúið
útgáfu veggspjalds með mynd eft-
ir tiltekinn færeyskan listamann í
tilefni af tveggja ára afmæli húss-
ins í maí. Þá voru ég og fleiri sem
ásamt mér voru að undirbúa
ákveðið dagskráratriði í húsinu
með hugmyndir um að gefa út
minna veggspjald með mynd eftir
sama listamann, en formaðurinn
tilkynnti mér þetta sem sagt eins
og gerðan hlut, að því er virtist án
þess að hugleiða að ég kynni sjálf-
ur að vilja ráða því, hvaða myndir
ég veldi og hvaða listamenn ég
óskaði samvinnu við um vegg-
spjöld sem gefin yrðu út í minni
forstjóratíð, og vita hverjir gætu
skuldbundið húsið fjárhagslega
meðan ég bæri ábyrgð á því. Ég á
bágt með að skilja, hvers vegna
formaðurinn og fyrirrennari minn
lögðu að mér á stjórnarfundinum
að halda í apríl leiklistarnámskeið
sem ekki var mín hugmynd, en ég
hafði samt sem áður tekið upp, þó
að ég væri kominn að þeirri niður-
stöðu eftir samtöl við færeyska
leikara að það hentaði bæði þeim
og húsinu betur á hausti komanda.
Skilaboð formannsins um tiltekna
sýningu í apríl-maí og fyrirhugað
samstarf við Listaskálann i því
sambandi sem ég minntist á við
hann, eftir að ég fékk vitneskju
um það frá Kaupmannahöfn að
það væri ráð fyrirrennara míns að
ég talaði við formanninn, gerðu
mér að mínum dómi ekki léttara
fyrir að koma þessu í kring.
Nokkrum sinnum hefur varafor-
maðurinn reynt að hjálpa mér að
greina milli réttlátra og órétt-
látra. Fyrir hvorugan okkar er þó
auðvelt að dæma fyrirfram um
leikhandrit sem við höfum ekki
séð. Verst þykir mér samt að finna
af tilviljun bréf frá fyrrverandi
forstjóra fimm mánuðum eftir að
hann fór, þar sem hann án sam-
ráðs við mig leggur til við
hljómsveit eina að tiltekin tónlist-
arsamkoma verði sett á dagskrá
ákveðinn dag í maí. Bréfið hlýtur
að vera frá þessu ári og á því er