Morgunblaðið - 20.04.1985, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 20.04.1985, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAEHÐ, LAUGARBAGUR 20. APRlL 1985 ffl&nmn © 1984 Unlversal Press Syndicate t/ &CU\kA6-tjórirm þinn sea'ir a% kvw matU ekJci me& uppckur&i. C& óvo gtoddu-" Ast er... að koma klukkutíma of snemma á stefnu- mótið. TM Rag U.S. Pat Oft.—aH rtghts raaarved c W81 Loa Angatas Ttmas Syrxttcate nJxja. fxi-, nú þú koma aftur inn." Um fríðindi og bílastyrki Böðvar Guðlaugsson, Borgar- holtsbraut 37, skrifar: Mikil umræða hefur farið fram að undanförnu um bílastyrki eða fríðindi til handa bankastjórum ríkisbankanna. Fólki blöskrar að vonum að gert skuli ráð fyrir 450.000 krónum á ári í bílastyrk þeim til handa og að upphæðin skuli meira að segja vera verð- tryggð. Hér er ekki hægt að segja að um sé að ræða illa launaðan láglaunahóp. Bankastjórarnir hafa 70—80 þúsund krónur í mán- aðarlaun. Því hlýtur fólki að finn- ast fríðindi upp á 450.000 krónur að auki ansi ríflega útilátið á sama tíma og stjórnvöld (og bankastjórarnir líka) eru síkvart- andi um erfiða afkomu þjóðarbús- ins. Til samanburðar getum við tek- ið annað dæmi úr þjóðfélaginu: Nú um páskana fengu öryrkjar, sem sótt höfðu um bifreiðar á vegum Öryrkjabandalagsins, svör við umsóknum sínum. Öryrkjar eiga rétt á niðurfellingu á tollum af bifreiðum á fjögurra ára fresti og er mér kunnugt um að sú upphæð nemi 100.000 krónum (það eru því 25.000 krónur á ári miðað við fjög- ur ár á móti 450.000 krónum hjá bankastjórum). Nú er ekki vitað til að banka- stjórar séu yfirleitt hreyfihamlað fólk eða líkamlega illa á sig komn- ir þannig að þeim sé brýn þörf á bifreið atvinnu sinnar vegna nema þá kannski í laxveiðitúra á sumr- in. Hins vegar hefur áreiðanlega allur þorri öryrkja sem sækir um bifreið á vegum öryrkja- bandalagsins fulla þörf fyrir hana. Ég veit ekki hve mörgum leyfum Öryrkjabandalagið hefur yfir að ráða árlega, en hitt veit ég þó að ýmsir, sem sóttu um fríðindin í ár, hafa þegar fengið afsvar. Þetta umrædda fólk er þannig statt að það á erfitt með að komast leiðar sinnar öðruvísi en í bíl. Það hvarflar óneitanlega að manni að hér sé um að ræða enn eitt dæmið um það ástand, sem margir telja að sé að skapast í þjóðfélaginu: Gegndarlaust bruðl og meiri breikkun milli hálaun- aðra embættismanna annars veg- ar og þeirra sem minna mega sín hins vegar. Aldrei á tali hjá Guði Einar Ingvi Magnússon skrifar: Kæri Velvakandi. Þessi fallega mynd sem ég sendi þér var tekin austur í Sovétríkjun- um þó ótrúlegt megi virðast. Éins og mönnum er kannski kunnugt um eru börn þar austur frá ekki alin upp í trú og tilbeiðslu á Guð. Þeir eiga sér annan Guð, guðinn sem brást, kommúnismann. Þó er stór hópur fólks í Sovétríkjunum sem er kristinn og elur börn sín upp í trú á Guð föður og son hans Jesú Krist. Þess eru dæmi að trúuð börn séu barin í skólanum af skóla- systkinum sínum vegna þess að skólinn kennir guðleysi og góður kommúnisti er heiðingi. En sem fyrr segir er mynd þessi frá Sov- étríkjunum. Þar er sjón þessi fá- séð. í staðinn er ungdómnum kennt að ganga um með rauðan fána og krepta hnefa og heiðra Lenín sem Guð og flokkinn sem samfélag heilagra. En það er ekki bara austur í Sovét sem sjaldgæft er að sjá börn krjúpandi á bæn. Svo er einnig hér á landi. Mynd þessi minnti mig á barnaskólaár min í Hvassaleit- isskólanum í Reykjavík. Þaðan eru mér ávallt minnisstæðar morg- unstundirnar þegar skólastjórinn, Kristján Sigtryggsson, byrjaði daginn með stuttri bæn. Það er ekki vanþðrf á að taka upp slíkan sið í skólum landsins. Páll postuli segir svo í öðru Þessalóníkubréfi: „Biðjið án afláts" (5:17) og í Fil- ippibréfinu segir hann: „ ... gjörið í öllum hlutum óskir yðar kunnar Guði með bæn og beiðni ásamt þakkargjörð". (4:6). Biblían talar mikið um bænina. Hún var og er nokkurs konar símasamband við Guð sem sannkristnir menn notfæra sér um heim allan. í gegnum bænina berum við fram óskir okkar við Guð og fáum tækifæri til að þakka honum veittar óskir og óvæntar gleðistundir, í Jesú nafni. Kennum börnum þessa lands að biðja til Guðs og þakka honum allsnægtir þessa lands. Það mun verða þeim til mikillar blessunar. Guð er aldrei á tali, Guð er ávallt við, hjá Guði er ekkert skrefagjald og hann borgar meira að segja símtalið. Myndin er tekin í Sovétríkjunum og er af börnum að biðjast fyrir. Bréf- ritari segir að stór hluti fólksins þar sé kristinn og ali börn sín upp í kristinni trú, þó svo að skólar þar í landi kenni guðleysi. HÖGNI HREKKVÍSI „ HANN Er. SVO MIKlP FytZlK VOKÆFINöAZhlAR." Þessir hringdu . . . Seljahverfið Móðir úr Seljahverfínu hringdi: Ég vil taka undir grein sem birtist í Velvakanda 13. apríl sl., sem tvær úr Seljahverfinu hringdu inn. Bent var á að hvorki væri sundlaug né félags- miðstöð í Seljahverfinu. Mikið neyðarástand er búið að ríkja í sundlaugar- og félagsmiðstöðv- armálum. Margoft hafa æsku- lýðsmál verið rædd á fundum í hverfinu, en aftur á móti hefur minna komist í framkvæmd. Ég vildi gjarnan að þessu yrði svarað af viðkomandi yfirvöld- um, bæði í sambandi við sund- laugar- og æskulýðsmálin. Kollgátan Ingibjörg hringdi: í þættinum „Kollgátan" sem var á dagskrá sjónvarps laug- ardaginn 13. þ.m. var farið rangt með í einni spurningunni. Stjórnendur sögðu að rétt svar við því hvenær jarðskjálftarnir í San Fransisco voru; hvenær Ibsen lést og hvenær „símamál- ið“ var, hafi verið árið 1905. Hið rétta er að jarðskjálftarn- ir og andlátsár Ibsens var 1906 en hins vegar var „símamálið" árið 1905. Leiðinlegt er að slík mistök skuli eiga sér stað í spurninga- þætti sem á að heita vel undir- búinn. Barnaefni llaflvarður hringdi: Mér finnst vanta meira barna- efni í sjónvarpið, eins og fyrir aldurshópinn 10 til 13 ára. Svo mættu helgarmyndirnar vera betri og má ég biðja um eitthvað annað en svissneskar og fransk- ar myndir. Misskilningur Töskueigandi hringdi: Viðvíkjandi grein sem „mað- ur“ hringi inn í Velvakanda und- ir heitinu „Vanþakklæti" og birt- ist f blaðinu 10. apríl sl., hafði eigandi töskunnar samband við Velvakanda og vildi biðja „manninn“ að hafa samband við hann vegna misskilnings. Eig- andi töskunnar heitir Pálmar Þorgeirsson og á heima að Vest- urbrún 15, Flúðum. Símanúmer hans er 99-6685. „Top of the Pops“ Þreyttur skonrokkari hringdi: Heyrt hef ég að til tals hafi komið að ' íslenska sjónvarpið ætli að taka til sýninga bresku skemmtiþættina „Top of the Pops“ sem hafa hlotið gífurlegar vinsældir þar í landi. Þættirnir eru í líkingu við skonrokks- þættina, en ég vildi gjarnan vita hvort það sé á döfinni hjá sjón- varpinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.