Morgunblaðið - 20.04.1985, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 20.04.1985, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. APRlL 1985 17 MorgunbliðiA/Arnir Ragnarason Jón Baldursson og Hðröur Blöndal fagna sigri í íslandsmótinu í tvímenningi í fyrravor. Björn Theódórsson forseti BSÍ, stendur hjá. um alla burði til þess að ná upp mjög góðu liði í framtíðinni. Við eigum orðið nokkuð álitlegan hóp spilara sem eru tilbúnir tl þess að leggja á sig þá vinnu sem þarf. — í lokin, Jón, hvaða ráð gefur þú ungum spilurum sem ætla sér að taka íþróttina alvarlega? — Það er nauðsynlegt að spila töluvert mikið til að byrja með að minnsta kosti, en það er hins veg- ar alls ekki nóg. Það verður að leggja vinnu í spilið líka — stúd- era, lesa bækur, ráðfæra sig við sér eldri og reyndari menn. Eg er til dæmis sannfærður um að það hjálpaði okkur mikið þegar við vorum að byrja að spila, að kom- ast í kynni við spilara með langa reynslu að baki, eins og Guðmund Pétursson, Ásmund Pálsson og Jakob R. Möller, svo nokkrir séu nefndir. Við græddum mikið á því að ræða við þessa menn. En hvað sem öllu þessu líður verða menn að gera sér grein fyrir því að það verður enginn útlærður í bridge — það er endalaust hægt að bæta sig. - O - Við skiljum ekki svo við Jón að fá ekki hjá honum eitt eða tvö minnisstæð spil. Lítum fyrst á spil sem réð úrslitum í Reykjavíkur- mótinu í sveitakeppni 1976, en það mót vann sveit Jóns Baldurssonar og var það fyrsti meiriháttar titill Jóns. Spilið kom fyrir undir lok úrslitaleiks mótsins, sem var við sveit Jóns Hjaltasonar. Vestur ♦ K10832 V72 ♦ Á8 ♦ K732 Norður ♦ Á ♦ ÁKD9865 ♦ 96543 ♦ - Austur ♦ DG54 V- ♦ 1072 ♦ Á109854 Suður ♦ 976 VG10432 ♦ KDG ♦ DG6 Jón hélt á suðurspilunum, en í norður var Guðm. Páll Arnarson. í A-V voru tveir aðrir Jónar, Ás- björnsson og Hjaltason. Með eng- an á hættu gengu sagnir þannig: Vestur Norður Austur SuAur íá. G.P.A. J.H. J.B. — 1 hjarU Pass 2 hjörtu 2 spaðar 4 lauf Dobl 4 tígUr 4 hjörtu 4 spaðar Dobl 6 hjortu Pa«H Pass Pass Undarlegar sagnir. Stökk norð- urs í fjögur lauf sýndi einspil eða eyðu og slemmuáhuga. Einhver hefði nú sleppt því að segja frá tígulfyrirstöðunni að svo komnu máli, en Jón lét sig hafa það að segja fjóra tígla. Jón Ásbjörnsson kom laufstuðningnum að undir fjórum spöðum með þvi að melda í lit andstæðinganna, segja fjögur hjörtu. Þá fékk norður svigrúm til að segja frá spaðafyrirstöðunni og það var allt sem Jón Baldursson þurfti, að hans mati, til að segja sex hjörtu! Hann sá að veikleikinn í tígli olli makker vandræðum og ákvað að taka sjálfur af skarið. Sem er honum mjög líkt. Á hinu borðinu varð niðurstað- an sú að norður spilaði fjögur hjörtu, og þessi sveifla dugði til að vinna úrslitaleikinn með nákvæm- lega einum IMPa! Skoðum loks spil frá íslands- mótinu í tvímenningi 1983, sem Jón vann með Sævari Þorbjörns- syni. Jón og Sævar voru með spil N-S, en A-V voru þeir Þorgeir Eyjólfsson og Guðmundur Sveinsson. Vestur ♦ D5 ▼ G109 ♦ DG964 ♦ KG4 Norður ♦ Á7 V72 ♦ Á832 ♦ ÁD862 Austur ♦ G109632 VD8543 ♦ - ♦ 95 Suður ♦ K84 ▼ ÁK6 ♦ K1075 ♦ 1073 Vestur Nortur Austur Sudur GJ9. aÞ. Þ.E. J.B. — — — 1 tigull Pass 2 lauf 2 spaðar 3 Uuf Pass 3 tfgtar 3 hjörtu 3 grond Pass Paos Pmm Guðmundur Sveinsson spilaði út hjartagosa, sem Jón drap strax á ásinn og lét út lauftíuna. Guð- mundur setti lítið, sem er í sjálfu sér eðlilegt, því ef Jón á fjórlit í laufi, sem er ekki ólíklegt eftir hækkun hans i þrjú lauf, getur hann þurft að hitta á hvort hann svínar drottningunni eða lætur tí- una rúlla. Jón lét tíuna rúlla og þar með hafi hann fengið einn slag auka- lega. Hann hélt áfram með laufið og þegar i ljós kom að austur átti tvö slfk, var ljóst að hann ætti 6—5 í hálitunum og þvi engan tig- ul. Guðmundur henti spaða og tígli i fjórða og fimmta laufið. Þá tók Jón ás og kóng í spaða og þvingaði Guðmund til að kasta hjarta. Hjartakóngurinn hreins- aði síðan síðasta hjartað af Guð- mundi og nú var sviðið sett fyrir endaspilun i tigli. Jón spilaði litl- um tígli á borðið og þegar Guð- mundur setti upp níuna fékk hann að eiga slaginn. Hann þurfti svo að hreyfa tígulinn aftur og 12 slagir voru í húsi. — GPA. Bridge_____________ Arnór Ragnarsson íslandsmót í tvímenningi íslandsmótið i tvímenningi. Undanrásir verða spilaðar nú um helgina í Tónabæ í Reykja- vík. Til leiks eru skráð 110 pör (220 manns). Er þetta því stærsta bridgekeppni sem hér hefur far- ið fram til þessa, hér á landi. Að likindum er þetta einnig meðal stærstu tvímenningsmóta sem hafa verið haldin á Norðurlönd- um til þessa. Spilað verður í sjö sextán para riðlum, með tveimur spilum milli para, 30 spil í hverri um- ferð, alls 90 spil í þremur um- ferðum. Slönguraðað verður eft- ir árangri í 2. umferð og 3. um- ferð mótsins. 24 efstu pörin ávinna sér síðan rétt til þátttöku í úrslitakeppninni, sem spiluð verður helgina 4.-5. maí á Hótel Loftleiðum. Fjölmargir utanbæjarspilarar eru skráðir til leiks að þessu sinni og verður fróðlegt að fylgj- ast með baráttu þeirra við reykvísku spilarana, sem einok- að hafa öll Islandsmót til þessa. Góð aðstaða er fyrir hendi fyrir áhorfendur í Tónabæ á meðan á undankeppninni stend- ur. Mótið hefst kl. 13 á laugar- dag, 2. umferð verður spiluð á laugardagskvöldi og 3. umferð hefst kl. 13 á sunnudag. Keppnisstjóri er Agnar Jörg- ensson. Framhaldsskóla- mótið í bridge Um síðustu helgi var háð í Flensborgarskóla hið árlega Framhaldsskólamót í bridge. Að þessu sinni mættu aðeins 9 sveit- ir til leiks. Eflaust hefur afleit tímasetning þessa móts sett strik í reikninginn hjá mörgum skólum. ótvíræðir sigurvegarar (eins og oftast siðustu árin) varð sveit Menntaskólans að Laugarvatni. Hana skipuðu að þessu sinni: Hermann Þ. Erlingsson, Júlíus Sigurjónsson, Agnar Örn Ara- son, Sigurjón Helgi Björnsson, Ingólfur Haraldsson og Gunn- laugur Karlsson. Efnilegir piltar þar á ferð. Raunar hafa þeir Hermann og Júlíus þegar getið sér gott orð við græna borðið. Röð sveitanna varð þessi: Menntaskólinn á Laugarv. 198 Flensborg A-sveit 177 Menntaskólinn í Reykjavík 162 Flensborg B-sveit 153 Menntaskólinn við Sund 136 Fjölbraut, Suðurn. A-sveit 106 Fjölbraut, Suðurl. (Selfoss) 104 Fjölbraut, Ármúla 98 Fjölbraut, Suðurn. B-sveit 84 Ákveðið var að Ármúlaskóli í Reykjavík héldi næsta Fram- haldsskólamót sem verður i byrjun febrúar 1986. Bridgesamband Islands stóð að skipulagningu mótsins. Keppnisstjóri var Hermann Lár- usson. Bridgedeild Rangæingafélagsins Síðasta keppni vetrarins var 22 para barometertvímenningur sem stóð yfir í 4 kvöld. Sigurveg- arar urðu Björn Kristjánsson og Hjörtur Elíasson með 188 stig en þeir háðu harða keppni við Kristin Sölvason og Stefán Gunnarsson, sem hlutu 184 stig, og Braga Björnsson og Þórð Sig- fússon, sem hlutu 169 stig. Jón Viðar Jónmundsson og Óskar Guðjónsson urðu í fjórða sæti með 136 stig og Gunnar Al- exandersson og Katrín Óskars- dóttir fimmtu með 112 stig. Þá er keppni iokið á þessum vetri. Blaðafulltrúi þakkar sam- starfið á liðnum vetri. Umsjón- armaður þáttarins sendir gagn- kvæmar þakkir. Bridgefélag Hafnarfjarðar Hafinn er þriggja kvölda vortvímenningur með þátttöku 16 para. Spilað er í einum riðli og er staða efstu para þessi: Ólafur Ingimundarson — Sverrir Jónsson 234 Björn Eysteinsson — Kristófer Magnússon 233 Dröfn Guðmundsdóttir — Erla Sigurjónsdóttir 230 Jón Sigurðsson — Sigurður Aðalsteinsson 226 Sigurbjörn — Helgi 223 Kristján Hauksson — Ingvar Ingvarsson 220 Meðalskor 210. Næsta spilakvöld verður á mánudaginn kemur kl. 19.30 í íþróttahúsinu við Strandgötu. Bridgefélag Breiðholts Að 6 umferðum loknum i Board a match sveitakeppni er röð efstu sveita þessi: Sveit: Helga Skúlasonar 74 Baldurs Bjartmarssonar 73 Ragnars Ragnarssonar 68 Bergs Ingimundarsonar 66 Eiðs Guðjohnsen 61 Næsta þriðjudag lýkur þessari keppni en þriðjudaginn 30. april verður spilað eins kvölds tví- menningur. Spilað er i Gerðu- bergi kl. 19.30 stundvislega. lauka- útsala 20-50% afsláttur af öllum vorlaukum og rósastilkum. Ungplöntumarkaöur Hedera í keramikpotti 150 kr. Heimilisfriöur í keramikpotti 150 kr. Blómaúrvaliö er hjá okkur Allar skreytingar unnar af fagmönnum VIÐ MIKLATORG *BU)M©AVEmR Hafnarstræti 3.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.