Morgunblaðið - 20.04.1985, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 20.04.1985, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. APRÍL 1985 19 75 ára: Jónas Pétursson fyrrv. alþingismaður Þótt við stöldrum af og til við og lítum í kringum okkur er ekki sama að segja um tímann, því hann heldur sínum hraða og markaðri braut og þýðir lítið að biðja hann um að stöðva eða hægja á hraðanum. Og nú er ég minntur á að vinur minn, Jónas Pétursson, fyrrum þingmaður Austfirðinga, á Lagarfelli er 75 ára í dag. Þykir mér því hlýða í fáum orð- um að færa honum þakir fyrir al- veg sérstaka samfylgd seinustu ára og eins fyrir öll skrif hans til mannbóta og veglegra lífs. Þar hefir hann verið ötull forystumað- ur. Gæfa hans hefir verið mikii. Hann hefir fengið tækifæri til margra góðra verka og nýtt sér þau. Hann hefir aldrei misst áttir í þeim málum sem hann vissi landi og þjóð til gagns. Og þótt stundum hafi honum fundist hann vera hrópandans rödd í eyðimörk- inni, hefir það alltaf skeð að þau fræ er hann hefir sáð hafa náð þroska og stundum með óskiljan- legum hætti. Og enn heldur hann áfram. Nú er það ný vernd. Stórt og mikið verkefni þjóðfélagsþegna í upp- byggingu landsins. Sýn, ef til vill ekki í augsýn, en leið hans í þess- um efnum þannig vörðuð að ósjálfrátt fá menn trú á þessu og slást í hópinn. Og veglegri afmælisgjöf er ekki hægt að færa Jónasi á þessum merku tímamótum í lífi hans, en að ljá þessu kalli hans til fegurra mannlífs eyra og koma með og verða hlekkur i keðju þessara mannbóta. Hringvegurinn um landið var fyrst hugarburður Jónasar, fjar- lægur þá eins og aidamótasýn Hannesar Hafstein. Þessi hugsýn og framsýn hans er nú veruleiki. Og ný vernd verður að veruleika. Undirstöður allar af hálfu Jónasar lofa þar góðu. Hamingjan hefir gefið Jónasi að sjá marga drauma rætast. Hann hefir ætíð orðið að berjast fyrir hugsjónunum. Vit hans og áræði hafa oft fært honum drjúg úrslit. Jónas er félagsmálamaður. Snemma hafði ungmennafélags- hreyfingin áhrif á hann og hann gat fljótt tileinkað sér tslandsvís- ur Jóns Trausta: Ég vil elska mitt land. Þetta er hans lán. Ég vil fagna með Jónasi á þess- um degi, fagna unnum sigrum og óska nýrra. Þakka honum sér- staka vinsemd í minn garð sem hefir orðið mér til aukinnar trúar á gróandi þjóðlíf lands og lýðs, hvatningarorð hans og hlýju radd- ar. Kæri vinur. Innilegar þakkir fyrir allt. Guð gefi þér enn þrek til átaka góðum málum! Árni Helgason Ert þú umsjónarmaður sparibauksins á vinnustaðnum, fjárhaldsmaður, fjármálastjóri, sparifjáreigandi, eða þarft þú að varðveita fé á góðan og öruggan hátt? Vttgerum þérsérstakt tflboO Reynist meðalinnstæða á Bónusreikningi, á árinu 1985, 500.000 kr. eða hærri verður 2% Vaxtabónus lagður við þann Bónusreikning. Vaxtabónus reiknast af samanlögðum áunnum verðbótum og vöxtum á árinu 1985 og verður lagður við þá Bónusreikninga, sem uppfylla ofangreind skilyrði, þann 20. jan. 1986. Tilboðið gildir fyrir alla þá sem eiga nú fé á Bónusreikningi eða stofna Bónusreikning fyrir 15. maí nk. Ársávöxtun á Bónusreikningi jan. - mars 1985 var = Með Vaxtabónus hefði hún orðið = 50,11% 1,01% 51,71% Iðnaðarbankinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.