Morgunblaðið - 20.04.1985, Side 50

Morgunblaðið - 20.04.1985, Side 50
50 MORGUNBLAEHÐ, LAUGARBAGUR 20. APRlL 1985 ffl&nmn © 1984 Unlversal Press Syndicate t/ &CU\kA6-tjórirm þinn sea'ir a% kvw matU ekJci me& uppckur&i. C& óvo gtoddu-" Ast er... að koma klukkutíma of snemma á stefnu- mótið. TM Rag U.S. Pat Oft.—aH rtghts raaarved c W81 Loa Angatas Ttmas Syrxttcate nJxja. fxi-, nú þú koma aftur inn." Um fríðindi og bílastyrki Böðvar Guðlaugsson, Borgar- holtsbraut 37, skrifar: Mikil umræða hefur farið fram að undanförnu um bílastyrki eða fríðindi til handa bankastjórum ríkisbankanna. Fólki blöskrar að vonum að gert skuli ráð fyrir 450.000 krónum á ári í bílastyrk þeim til handa og að upphæðin skuli meira að segja vera verð- tryggð. Hér er ekki hægt að segja að um sé að ræða illa launaðan láglaunahóp. Bankastjórarnir hafa 70—80 þúsund krónur í mán- aðarlaun. Því hlýtur fólki að finn- ast fríðindi upp á 450.000 krónur að auki ansi ríflega útilátið á sama tíma og stjórnvöld (og bankastjórarnir líka) eru síkvart- andi um erfiða afkomu þjóðarbús- ins. Til samanburðar getum við tek- ið annað dæmi úr þjóðfélaginu: Nú um páskana fengu öryrkjar, sem sótt höfðu um bifreiðar á vegum Öryrkjabandalagsins, svör við umsóknum sínum. Öryrkjar eiga rétt á niðurfellingu á tollum af bifreiðum á fjögurra ára fresti og er mér kunnugt um að sú upphæð nemi 100.000 krónum (það eru því 25.000 krónur á ári miðað við fjög- ur ár á móti 450.000 krónum hjá bankastjórum). Nú er ekki vitað til að banka- stjórar séu yfirleitt hreyfihamlað fólk eða líkamlega illa á sig komn- ir þannig að þeim sé brýn þörf á bifreið atvinnu sinnar vegna nema þá kannski í laxveiðitúra á sumr- in. Hins vegar hefur áreiðanlega allur þorri öryrkja sem sækir um bifreið á vegum öryrkja- bandalagsins fulla þörf fyrir hana. Ég veit ekki hve mörgum leyfum Öryrkjabandalagið hefur yfir að ráða árlega, en hitt veit ég þó að ýmsir, sem sóttu um fríðindin í ár, hafa þegar fengið afsvar. Þetta umrædda fólk er þannig statt að það á erfitt með að komast leiðar sinnar öðruvísi en í bíl. Það hvarflar óneitanlega að manni að hér sé um að ræða enn eitt dæmið um það ástand, sem margir telja að sé að skapast í þjóðfélaginu: Gegndarlaust bruðl og meiri breikkun milli hálaun- aðra embættismanna annars veg- ar og þeirra sem minna mega sín hins vegar. Aldrei á tali hjá Guði Einar Ingvi Magnússon skrifar: Kæri Velvakandi. Þessi fallega mynd sem ég sendi þér var tekin austur í Sovétríkjun- um þó ótrúlegt megi virðast. Éins og mönnum er kannski kunnugt um eru börn þar austur frá ekki alin upp í trú og tilbeiðslu á Guð. Þeir eiga sér annan Guð, guðinn sem brást, kommúnismann. Þó er stór hópur fólks í Sovétríkjunum sem er kristinn og elur börn sín upp í trú á Guð föður og son hans Jesú Krist. Þess eru dæmi að trúuð börn séu barin í skólanum af skóla- systkinum sínum vegna þess að skólinn kennir guðleysi og góður kommúnisti er heiðingi. En sem fyrr segir er mynd þessi frá Sov- étríkjunum. Þar er sjón þessi fá- séð. í staðinn er ungdómnum kennt að ganga um með rauðan fána og krepta hnefa og heiðra Lenín sem Guð og flokkinn sem samfélag heilagra. En það er ekki bara austur í Sovét sem sjaldgæft er að sjá börn krjúpandi á bæn. Svo er einnig hér á landi. Mynd þessi minnti mig á barnaskólaár min í Hvassaleit- isskólanum í Reykjavík. Þaðan eru mér ávallt minnisstæðar morg- unstundirnar þegar skólastjórinn, Kristján Sigtryggsson, byrjaði daginn með stuttri bæn. Það er ekki vanþðrf á að taka upp slíkan sið í skólum landsins. Páll postuli segir svo í öðru Þessalóníkubréfi: „Biðjið án afláts" (5:17) og í Fil- ippibréfinu segir hann: „ ... gjörið í öllum hlutum óskir yðar kunnar Guði með bæn og beiðni ásamt þakkargjörð". (4:6). Biblían talar mikið um bænina. Hún var og er nokkurs konar símasamband við Guð sem sannkristnir menn notfæra sér um heim allan. í gegnum bænina berum við fram óskir okkar við Guð og fáum tækifæri til að þakka honum veittar óskir og óvæntar gleðistundir, í Jesú nafni. Kennum börnum þessa lands að biðja til Guðs og þakka honum allsnægtir þessa lands. Það mun verða þeim til mikillar blessunar. Guð er aldrei á tali, Guð er ávallt við, hjá Guði er ekkert skrefagjald og hann borgar meira að segja símtalið. Myndin er tekin í Sovétríkjunum og er af börnum að biðjast fyrir. Bréf- ritari segir að stór hluti fólksins þar sé kristinn og ali börn sín upp í kristinni trú, þó svo að skólar þar í landi kenni guðleysi. HÖGNI HREKKVÍSI „ HANN Er. SVO MIKlP FytZlK VOKÆFINöAZhlAR." Þessir hringdu . . . Seljahverfið Móðir úr Seljahverfínu hringdi: Ég vil taka undir grein sem birtist í Velvakanda 13. apríl sl., sem tvær úr Seljahverfinu hringdu inn. Bent var á að hvorki væri sundlaug né félags- miðstöð í Seljahverfinu. Mikið neyðarástand er búið að ríkja í sundlaugar- og félagsmiðstöðv- armálum. Margoft hafa æsku- lýðsmál verið rædd á fundum í hverfinu, en aftur á móti hefur minna komist í framkvæmd. Ég vildi gjarnan að þessu yrði svarað af viðkomandi yfirvöld- um, bæði í sambandi við sund- laugar- og æskulýðsmálin. Kollgátan Ingibjörg hringdi: í þættinum „Kollgátan" sem var á dagskrá sjónvarps laug- ardaginn 13. þ.m. var farið rangt með í einni spurningunni. Stjórnendur sögðu að rétt svar við því hvenær jarðskjálftarnir í San Fransisco voru; hvenær Ibsen lést og hvenær „símamál- ið“ var, hafi verið árið 1905. Hið rétta er að jarðskjálftarn- ir og andlátsár Ibsens var 1906 en hins vegar var „símamálið" árið 1905. Leiðinlegt er að slík mistök skuli eiga sér stað í spurninga- þætti sem á að heita vel undir- búinn. Barnaefni llaflvarður hringdi: Mér finnst vanta meira barna- efni í sjónvarpið, eins og fyrir aldurshópinn 10 til 13 ára. Svo mættu helgarmyndirnar vera betri og má ég biðja um eitthvað annað en svissneskar og fransk- ar myndir. Misskilningur Töskueigandi hringdi: Viðvíkjandi grein sem „mað- ur“ hringi inn í Velvakanda und- ir heitinu „Vanþakklæti" og birt- ist f blaðinu 10. apríl sl., hafði eigandi töskunnar samband við Velvakanda og vildi biðja „manninn“ að hafa samband við hann vegna misskilnings. Eig- andi töskunnar heitir Pálmar Þorgeirsson og á heima að Vest- urbrún 15, Flúðum. Símanúmer hans er 99-6685. „Top of the Pops“ Þreyttur skonrokkari hringdi: Heyrt hef ég að til tals hafi komið að ' íslenska sjónvarpið ætli að taka til sýninga bresku skemmtiþættina „Top of the Pops“ sem hafa hlotið gífurlegar vinsældir þar í landi. Þættirnir eru í líkingu við skonrokks- þættina, en ég vildi gjarnan vita hvort það sé á döfinni hjá sjón- varpinu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.