Morgunblaðið - 03.05.1985, Qupperneq 2
2:
MORGUNBLAÐIÐ, F0STUDAOUR 3. MAÍ 1986
Vefengjum lög-
mæti ítölunnar
— segir Þórir Magnússon oddviti Sveinsstaðahrepps
„NEI, þad gerum við ekki, þar sem við vefengjum lögmæti þessarar
ítölugerðar. Við munum ekki gefa neitt eftir af þeim rétti sem við
teljum okkur hafa og erum tiibúnir til að verja hann með öllum
ráðum,“ sagði Þórir Magnússon, bóndi á Syðri-Brekku, oddviti
Sveinsstaðahrepps, í samtali við blm. Morgunblaðsins þegar hann
var spurður að því hvort hreppsnefnd Sveinsstaðahrepps færi eftir
ítölugerðinni fyrir Grímstungu- og Haukagilsheiðar. Eins og fram
hefur komið í Mbl. hefur hreppsnefndin ítrekað neitað því að taka
við birtingu ítölugerðarinnar úr hendi sýslumanns Húnvetninga.
Fjórir af fimm hreppsnefndar-
mönnum í Sveinsstaðahreppi
skrifuðu sýslumanni bréf á dögun-
um þar sem þeir tilkynntu honum
um að þeir tækju ekki við birtingu
ítölugerðarinnar. í bréfinu mót-
mælti hreppsnefndin eindregið
þeirri málsmeðferð sem viðhöfð
hefur verið við ítölugerðina og
minnir á fyrri mótmæli hrepps-
nefndarinnar. Vísað er til forræð-
isréttar bænda (fjallskilastjórna)
yfir afréttarmálum sínum og beit-
armálefnum samkvæmt Iögum um
afréttarmálefni þar sem einnig
komi fram að „sé um ofbeit að
ræða er ítala síðasti hlekkurinn í
þeirri úrræðakeðju sem þar er vís-
að til“.
í bréfinu segir hreppsnefndin að
þar sem hreppsnefnd hafi enn
ekki fengið þær gróðurrannsóknir
frá Rannsóknastofnun landbúnað-
arins sem hún bað um í fyrra, sé
málsmeðferð ólokið heima I sveit
sem lög mæli fyrir um við meðferð
beitarmálefna. „Hér með tilkynn-
ist að hreppsnefnd Sveinsstaða-
hrepps mætir ekki á boðuðum
fundi 29. apríl 1985 og veitir ekki
móttöku niðurstöðu ítölunefndar
né tekur við skjölum þar að lút-
andi sem framkvæmdaraðili fyrr
en hreppsnefnd hefur fengið I
hendur frá RALA umbeðnar gróð-
urrannsóknir og beitarmálefni
hafa fengið lögboðna meðferð
heima í sveit,“ segir að lokum í
bréfi hreppsnefndarinnar.
Sex skákir í biö
NTAÐAN í alþjóðlega skákmótinu,
sem nú fer fram í Borgarnesi, var
mjög óljós eftir 9. umferöina, sem
tefld var í gær. Aöeins einni skák
lauk og þar geröi Karl Þorsteins
jafntefli viö Jansa. Vantar Karl þá
aðeins Vi vinning I tveim næstu
skákum til að veröa alþjóðlegur
meistari. Aðrar skákir í gær fóru f
biö og var gert ráö fyrir aö aö
minnsta kosti þrjár þeirra yrðu tefld-
ar til enda í gærkvöld.
Jansa var efstur í gærkvöld með
6Vi vinning, næstur var Curt Han-
sen með 6 vinninga og biðskák,
sem hann virtist hafa sterkari
stöðu í, að sögn Guðmundar Arn-
laugssonar dómara á mótinu.
Biðskákirnar, sem átti að tefla í
gærkvöld, voru skákir Magnúsar
og Leins, Lombardys og Sævars og
Hauks og Mokrys.
Dularfullt hvarf 27 ára Garðbæings:
Skipulögð
BJÖRGUNARSVEITIR munu f dag
hefja skipulagða leit að 27 ára göml-
um Garðbæing, Reyni Smára Friö-
geirssyni, sem hvarf aö heiman frá
sér laugardagskvöldiö 13. aprfl sl. og
befur ekki til spurst síðan. Bfll hans
fannst utan vegar, niöur undir fjöru-
borði, viö Hlaöhamra f Hvalfjaröar-
botni daginn eftir, sunnudaginn 14.
apríl. Haföi bfllinn farið út af vegin-
um en var óskemmdur, aö því er
Sveinn Björnsson, rannsóknarlög-
reglumaöur í Hafnarfirði, sagöi í
samtali viö blaöamann Mbl. í gær.
Lögreglumenn meö sporhund leit-
uöu í fjörunni neöan við Hlaðhamra
á miövikudaginn en án árangurs.
Reynir Smári býr með eldri
bróður sínum að Hrísmóum 4 f
Garðabæ. Það var bróðirinn, sem
tilkynnti hvarf hans til lögregl-
unnar í Hafnarfirði sl. þriðju-
dagskvöld. Ekki mun ótftt að þeir
bræður sjáist ekki svo dögum
skipti og taldi eldri bróðirinn þvi
ekki fyrr ástæðu til að óttast um
Reyni Smára.
Reynir Smári Friðgeirsson er
starfsmaður hjá Ármannsfelli.
Hann hefur ekki sótt laun sin til
fyrirtækisins síðan hann hvarf.
Þegar síðast sást til hans var
leit hafin
Reynir Smári Friögeirsson. Hann er
nú meö sneggra hár en á þessari
mynd.
hann klæddur i svarta peysu, blá-
ar gallabuxur og svarta skó. Hann
er 175 sentimetrar á hæð, grann-
ur, svarthærður og stuttklipptur.
Þeir sem kynnu að hafa orðið
hans varir eru beðnir að láta
rannsóknarlögregluna i Hafnar-
firði vita.
Alþingi kaupir Skólabrú 2
ALÞINGI er þessa dagana aö ganga
frá kaupum á húseigninni Skólabrú 2
í Reykjavík. Húsiö er um 120 fm. að
grunnfleti, 2 hæöir og kjallari. Kaup-
verö þess er 6,3 milljónir króna.
Friðrik Ólafsson skrifstofustjóri
Alþingis sagði í samtali við Morg-
unblaðið að þessi kaup væru gerð
vegna mikilla þrengsla f húsakynn-
um Alþingis. Þarna verða herbergi
og skrifstofuaðstaða fyrir þing-
menn auk skrifstofureksturs og út-
gáfustarfsemi og afgreiðslu Al-
þingistíðinda.
Auk Alþingishússins sjálfs á Al-
þingi nú Skólabrú 2, Þórshamar,
Vonarstræti 8 og 12 og Skjaldbreið.
Friðrik sagði að það hafi verið
bráðnauðsynlegt að auka við hús-
næðið nú, en sennilega yrði aldrei
ráðin bót á húsnæðisvandanum,
nema með byggingu húss sem hent-
ar starfsemi Alþingis.
Morgunbladid/Fridþjófur
Skrúöganga lagöi upp frá Hlemmtorgi I Reykjavfk laust eftir hádegi f gær og hélt niöur Laugaveginn.
Fjölmenni á 1. maí-samkomum:
Tryggingar skipta meira
máli en krónutölur
— sagði Ásmundur Stefánsson forseti ASÍ m.a. í 1. maí-ræðu sinni í Stykkishólmi
HÁTÍÐARHÖLD í tilefni af 1.
maí, frfdegi verkaiýösins, voni vel
sótt víöast hvar á landinu, enda
veöur gott um allt land. í Reykja-
vfk fóru hátíðarhöldin fram meö
hefðbundnum hætti. Gengiö var
frá Hlemmtorgi niöur á Lækjar-
torg, en í miðbænum fóru fram
tvær samkomur. 1. maí-nefndin
gekkst fyrir samkomu á Lækjar-
torgi en Samtök kvenna á vinnu-
markaðinum á Hótel íslands-
planinu.
Ásmundur Stefánsson forseti
Alþýðusambands íslands var
ræðumaður á 1. maí-samkomu i
Stykkishólmi. Hann sagði m.a.
að verkalýðshreyfingin myndi
láta á það reyna að ná fram
kauphækkunum strax f vor.
Hann sagði ennfremur að verka-
fólk þyrfti að vera viðbúið hörð-
um átökum í haust, ef ekki næð-
ist árangur í viðræðum. „Keppi-
keflið er ekki kaup heldur kaup-
máttur og kauptrygging," sagði
hann ennfremur.
Forseti ASÍ gerði ennfremur
að umræðuefni samningavið-
ræður á liðnu hausti og umræð-
una um skattalækkunarleið, sem
hann útskýrði í nokkrum orðum
og sagði síðan: „í stuttu máli var
verið að ræða um samning um
lífskjör, ekki aðeins samning um
kaup. Það er rétt að kauphækk-
anir í þeirri umræðu voru lægri
en endanlega var um samið, en
með þvf er ekki sagt að kaup-
mátturinn væri lægri en er í dag,
ef sú leið hefði verið valin.
Reynslan sýnir, að tryggingar
skipta meira máli en krónutöl-
ur.“
Suðurvör í Þorlákshöfn:
Tekur yfir reksturinn á
frystihúsi Eyrbekkinga
SUÐURVÖR í Þorlákshöfn er nú að
taka yfir rekstur Hraðfrystihúss Eyr-
arbakka og er um þessar mundir
veriö að ganga frá kaupleigusamn-
ingi vegna þess. Rekstur hraöfrysti-
bússins hefur verið erflöur undan-
rariö, aðallega vegna hráefnisskorts.
Eigendur Suöurvarar hafa lengi haft
bug á byggingu frystihúss, en reka
enn sem komið er aöeins saltfisk-
vinnslu og sfldarsöltun.
Hallgrfmur Sigurðsson, fram-
kvæmdastjóri Suðurvarar, sagði f
samtali við Morgunblaðið, að lengi
hefði staðið til að fara út í fryst-
ingu. Þegar Hraðfrystihús Eyrar-
bakka hefði boðizt hefði verið
ákveðið að reyna leigu til eins árs
meðan kannað væri hvort og
hvernig af kaupum gæti orðið. Nú
væri verið að flýta þessum málum
eins og unnt væri til þess að hægt
verði að hefja humarfrystingu við
upphaf vertíðar í maf. Ánnar fisk-
ur yrði að sjálfsögðu frystur jöfn-
um höndum. Suðurvör ætti tvo
humarbáta og væri að auki með
þann þriðja f viðskiptum. Hrað-
frystihúsið hefði einnig verið með
humarbáta i viðskiptum, þannig
að framundan væri mikil humar-
frysting, ef allt fari að vonum.
Hallgrímur sagði, að Suðurvör
hefði að undanförnu sent talsvert
utan af fiski, ísuðum f gámum, en
með leigu frystihússins yrði hann
unninn heima og kæmi þá sem
viðbót á báðum stöðum, bæði í
frystingu og söltun, sem áfram
yrði í Þorlákshöfn. Þá yrði vænt-
anlega eitthvað fryst af síld á Eyr-
arbakka á næstu vertfð og saltað f
Þorlákshöfn.
Hallgrímur sagði, að ætlunin
væri að reyna að halda öllu starfs-
fólki Hraðfrystihússins. 12 starfs-
mönnum með þriggja mánaða
uppsagnarfrest eða lengri hefði
verið sagt upp, en reynt yrði að
ráða þá að nýju. Þó yrðu þær
breytingar á yfirstjórn að sameig-
inlegur framkvæmdastjóri yrði
fyrir bæði fyrirtækin, en sérstak-
ur framleiðslustjóri yrði í frysti-
húsinu. Hann vonaðist til þess, að
hægt væri að byrja sem allra fyrst
á vinnu f frystihúsinu og að sam-
vinna við Eyrbekkinga yrði góð.
Bygging nýrra ratsjár-
stöðva hefst í sumar
Sameinaö þing kolfelldi í gær tillögu um aö falla frá þvf aö reisa
ratajárstöövar á Vestfjörðum og Noröausturlandi. Tillagan, sem fékk
aöeins 15 meðatkvæði en 42 mótatkvæöi, var flutt af Steingrími J.
Sigfússyni (Abl.) og Kolbrúnu Jónsdóttur (BJ). Þingflokkar Framsóknar-
flokks og Bandalags jafnaðarmanna klofnuðu í afstööu til tillögunnar.
Tillaga Haraldar Olafssonar (F) um að vísa tillögu Steingríms og Kol-
brúnar til ríkisstjórnarinnar var felld með 43:13 atkvæöum.
Frávísunartillagan fékk að- sonar) og eins þingmanns
eins 13 atkvæði viðstaddra fram-
sóknarþingmanna. Allir aðrir
viðstaddir þingmenn, 43 talsins,
greiddu henni mótatkvæði.
Tillagan um að stöðva bygg-
ingu ratsjárstöðva fékk atkvæði
viðstaddra þingmanna Alþýðu-
bandalags og Kvennalista,
þriggja framsóknarþingmanna
(Páls Péturssonar, Guðmundar
Bjarnasonar og Ingvars Gísla-
Bandalags jafnaðarmanna (Kol-
brúnar Jónsdóttur). Haraldur
ólafsson (F) sat hjá. Mótatkvæði
greiddu allir viðstaddir þing-
menn Sjálfstæðisflokks og Al-
þýðuflokks, tíu þingmenn Fram-
sóknarflokks og þrír þingmenn
Bandalags jafnaðarmanna.
Sjá nánar á þingfréttasíðu,
bls. 36.