Morgunblaðið - 03.05.1985, Síða 12

Morgunblaðið - 03.05.1985, Síða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. MAÍ 1985 Appelsínuguli gærupelsinn aflaöi fjölda hönnunartilboða (.slen.sk i hönnuðurinn Dóra Kinarsdóttir notaði m.a. appelsínu- gular gærur í síðdegisklæðnað þann er hún sýndi í hátíðarveislu í veit- ingahúsinu Le Pré Catelan í Boul- ogne-skógi í París þriðjudaginn 23. apríl sl. Var mikið lagt í þessa 60 ára afmælisveislu Intercoiffure og allt heldra fólk Parísar mætt ásamt 50 völdum blaðamönnum. Greifynjan af París var heiðursgestur og meðal viðstaddra voru bandaríski leikarinn Gene Kelly, Ira Fiirstenberg o.fl.. Um réttina sáu frægir kokkar í heimsborginni, Roiger Vergé, Paul Bocuse og Gaston Lenetre. Og hönn- uðum frá ýmsum löndum var boðið að sýna eina flík. Dóru Einarsdóttur frá íslandi var sent boð um að hanna síðdegisklæðnað og senda teikningar til dómnefndar á undan. Vakti klæðnaður hennar, sem sýn- ingarstúlkan Tanía (Ágústa Daní- elsdóttir) bar, mikla athygli. En Tanía stóð með henni í eldrauninni, eins og Dóra orðar það. Dóra hafði fyrst verið beðin um að sýna kvöldklæðnað, en bréf þar sem breytt var í síðdegisfatnað kom ekki fyrr en tveimur dögum fyrir brottför, svo að hún þurfti að ljúka við hann eftir að komið var til Parísar. Klæðnaður hennar samanstóð af kjól úr appelsínu- gulu fallhlífarsilki, en kraginn á kjólnum byggður upp sem höfuð- fat og ofan á gæruhattur í sama lit. Vann Bára Kemp hárgreiðsl- una þannig að gærulokkar voru greiddir í hárið og löng flétta. Belti var úr mislitu efni og appel- sínugular gæruskóhlífar. Þannig að sýningarstúlkan kemur til veislunnar í hlýjum gærupelsi, sem hún tekur af sér ásamt hatti og gæruskóhlífum. En kjóllinn er þannig hannaður að breyta má honum á þrjá vegu auk þess sem bæði má hafa hann síðan og stutt- an. þ.e. með belti, með sjalkraga eða nota hann sem húfukjól. —Ég held að það sé rangt að vera að hlaupa á eftir silki og demöntum í stórborginni eins og Lesefni í stórum skömmtum! LEGUKOPAR Legukopar og fóöringar- efni í hólkum og heilum stöngum. Vestur-þýzkt úrvals efni. Atlas hf Borgartúni 24 — Sími 26755. Pósthólf 493, Reykjavík. fólk frá flestum smáþjóðunum gerir, segir Dóra. Við erum miklu betur sett með okkar hráa, grófa, íslenska „sjarma". Á hvaða sviði sem er eigum við að koma fram eins og eðli okkar býður fremur en að vera að elta aðra. Við eigum heldur ekki alltaf að vera að bíða eftir því hvað Island geti gert fyrir okkur. heldur hvað við getum gert fyrir ísland. Við vorum öll á eigin vegum og án þess að fá nokk- urn styrk úr rollusjóði eða ein- hverjum fiskisjóðum tókst okkur að auglýsa tsland meira í París núna en heilar sendinefndir. Sama gilti á hárgreiðslusýningunni í Río de Janeiro fyrir tveimur árum. Með sýningarfötum sínum náði Dóra að vekja athygli þrátt fyrir gífurlega samkeppni. Myndbanda- framleiðandinn Michel Itoba frá Bruxelles vill að hún hanni bún- inga fyrir myndbandasýningu af einhverju tagi þegar I sumar. Lionel Magal framleiðandi sjón- varpsþátta fyrir franska sjón- varpið mun i vor eða í haust gera dans- og söngvaþátt, sem hann vill fá Dóru til að hanna búningana í. Kvikmyndaframleiðandinn Davis Dugas hefur beðið hana um að koma utan í haust til að vinna búninga á leikara i aðalhlutverk- um í kvikmynd sem ætlunin er að fara af stað með. Kvaðst Dóra ánægð með að þeir skyldu allir hafa ítrekað þessi tilboð og bíður nú eftir bréflegri staðfestingu á samtölunum, en hún er önnum kafin hér heima í vinnu við aug- lýsingar o.fl. Fastmælum bundið er að hún vinni með tískuljós- myndaranum kunna Gunnari Larsson að búningum fyrir sýn- ingu hans sem fer til Þýskalands og Danmerkur í nóvember eða desember. Gunnar lét taka myndir af búningi hennar til birtingar í tískublaði sínu, ásamt myndum af klakabúningum og hárgreiðslu ís- lendinganna á hárgreiðslusýning- unni. Einnig tóku ljósmyndarar tískublaðsins Avantgarde Inter- national myndir til birtingar af gærubúningi hennar. Þá voru ís- Iendingarnir meðal fimm þjóða sem valdir voru úr á hárgreiðslu- sýningunni og verður íslenski Þessa mynd tók tískuljósmyndarinn Gunnar Larsen í París af Dóru Einars- dóttur með íslensku sýningarstúlkunni Tanfu sem sýndi tískufatnað hennar í París. Utan yfír kjól úr fallhlífarsilki ber hún appelsínugulan pels, gæruhatt og gæruskóhlífar í sama liL ' . " V iALajM' pjT' u t. ’feðíí'f « ^ asfc Veitingahúsið Le Pré Catelan í Boulogne-skógi. þátturinn hluti af sjónvarpsþætti með söngvaranum fræga Serge Ginsburg, sem verið er að undir- búa fyrir veturinn. Ég er ákaflega ánægð með árangurinn, sagði Dóra sem kom heim á sunnudagskvöld og hafði ekki haft tima vegna fyrrnefndra viðtala til að fara með hópnum til Mónakó. — Gaman að þeir sem við mig töluðu skyldu ítreka tilboð sín. En nú er bara að sjá hvernig vinnst úr þessu. - E-Pá. Bfldudalur: Megn aflans grálúða og karfi Kíldudal. S0. aprfl. SÖLVI Bjarnason landaði hér um helg- ina 100 tonnum af grálúðu og karfa og hafa þær fisktegundir aðallega verið bér undanfarnar veiðiferðir. Næg vinna hefur veríð í frystihúsinu. Rækjuveiði hefur verið þokkaleg. Þeim átti að ljúka núna um mánaða- mótin en hefur verið framlengt til 15. maí. Þrjú skip komu hér að bryggju í gær, þar af tvö frystiskip. Bæði heita þau Jökulfell, það munu vera Jökulfellið nýja og hið gamla og tóku þau um 160 tonn af freðfiski. Fer hann að stærstum hluta á Am- eríkumarkað. Þriðja skipið var svo Kyndill í sínum venjulegum ferðum. Kirkjukór Patreksfjarðar kom í heimsókn hingað í síðustu viku með fjölbreytta skemmtidagskrá. Kórinn fékk góðar undirtektir og var gerður góður rómur að. Hafi þau þökk fyrir komuna. Árshátíð barnaskólans var haldin hér sl. laugardag fyrir troðfullu húsi. Þar var að venju fjölbreytt dagskrá, leikþættir, hljóðfæraleikur á vegum Tónskólans, söngur o.fl. Kvikmyndin Skammdegi, sem tek- in var að mestu leyti hér í Arnar- firði, var sýnd hér þrisvar um helg- ina við mjög góða aðsókn, og eðlilega góðar undirtektir. Hér eru allir vegir orðnir færir og geta menn skotist til Reykjavíkur þegar þeim hentar. Veðráttan leikur við menn og er lundin létt í sam- ræmi við það. Hannes. Rangæinga- félagið 50 ára RANGÆINGAFÉLAGIÐ var stofn- að 12. desember 1935 og er því rétt að verða 50 ára. Af því tilefni efnir félagið til afmælishátíðar hinn 4. maí að Heimalandi í Vestur-Eyja- fjöllum. Þá fagnar og Kór Rang- æingafélagsins 10. starfsári sínu, svo og kvennadeild félagsins, segir í frétt frá félaginu. Til skemmtunar að Heimalandi verður m.a., að Kór Rangæingafé- lagsins syngur undir stjórn Onnu Ingólfsdóttur við undirleik Bjarg- eyjar Þrúðar Ingólfsdóttur. Ávörp flytja Katrín Sigurjónsdóttir, formaður Kórs Rangæingafélags- ins, og Sigríður Ingimundardóttir, formaður kvennadeildar félagsins. Ingibjörg Marteinsdóttir syngur einsöng við undirleik Bjargeyjar Þrúðar Ingólfsdóttur og ræður flytja Dóra Ingvarsdóttir, formað- ur félagsins, Ámi Böðvarsson, fyrrverandi formaður þess, og Þórður Tómasson, safnvörður að Skógum. Að lokum verður stiginn dans við undirleik hljómsveitar- innar Hróka til klukkan 3 um nóttina. Austurleið annast ferðir frá Umferðarmiðstöðinni klukkan 18.30 og til baka að lokinni skemmtuninni. Blómasala Fjallkvennanna KVENFÉLAGIÐ Fjallkonurnar verður með blómasölu um næstu helgi til ágóða fyrír kirkjubygging- una í Fella- og Hólasókn. Sala blómanna fer fram við verzlanir í hverfinu, en einnig verður gengið í hús og blóm boðin til sölu. Síðasti fundur Kvenfélagsins Fjallkonurnar á þessum vetri verður haldinn mánudaginn 6. maí klukkan 20.30 í kirkjunni. Á dagskrá þar verður tízkusýning og rætt verður um fíkniefnamál. Þá er fyrirhugað að félagsmenn fari í ferð til Vestmannaeyja helgina 10. til 12. maí. Upplýs- ingar um ferðina veitir Brynhild- ur í síma 73240. Kirkjur á landsbyggðinni Messur á sunnudag BLÖNDUÓSKIRKJA: Ferming- arguðsþjónustur sunnudaginn 5. maí kl. 10.30 og kl. 13.30. Sr. Árni Sigurðsson. HALLGRÍMSKIRKJA í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd: Ferming- arguðsþjónusta kl. 11 á sunnu- daginn. Sr. Jón Einarsson. VÍKURPRESTAKALL: Vorferð kirkjuskólans verður farin á morgun, laugardag. Brottför verður frá Víkurskóla kl. 9.30. Kirkjuskólanum verður síðan slitið við fjölskylduguðsþjón- ustu á sunnudaginn kemur kl. 14. Sóknarprestur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.