Morgunblaðið - 03.05.1985, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 03.05.1985, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÓSTUDAGUR 3. MAÍ 1985 ................. ■ " ' ... 13 Samningur Járnblendifélagsins og Raunvísindastofnunar HÍ: Rannsóknum í efnisfræði fleygir fram um 5—6 ár - segir dr. Þorsteinn I. Sigfússon eðlisfrœðingur Járnblendifélagið á GrundarUnga og Háskóli íslands, raunvísinda- deild, hafa gert með sér samning til tveggja ára um rannsóknir á járn- blendi. Um helmingur samnings- upphsðarinnar rennur til varanlegra tækjakaupa, sem nýtast munu til ýmissa rannsókna í efnisfræði. Yfir- umsjón með rannsókninni fyrir Járnblendifélagið og stjórnun henn- ar hefur dr. Þorsteinn I. Sigfússon eðlisfræðingur, sérfræðingur við Raunvísindastofnun Háskóla ís- lands. Morgunblaðið ræddi við dr. Þorstein um samninginn við Járn- blendifélagið og þýðingu hans fyrir rannsóknir. „Samningurinn kemur að al- hliða gagni fyrir rannsóknir í efn- isfræði. Samningurinn hljóðar upp á hálfa þriðju milljón króna og verður rúmri milljón varið til tækjakaupa. Stærsta tækið verður ofn sem bræðir málma með hátíðnibylgjum. Tækjakaupin þýða að okkur fleygir fram um 5—6 ár í efnis- fræðinni. Rannsóknum í efnis- fræði hefur verið flýtt um hálfan áratug með samningnum, þvi ella hefðum við þurft að sækja í opin- bera sjóði vegna tækjakaupanna. Að því er ekki hlaupið. Skilningur ráðamanna járn- blendiverksmiðjunnar á rann- sóknum er mjög mikill og til fyrir- myndar. Samningurinn er líkur samningi, sem stofnunin gerði við Lýsi hf. í vetur, og ég held að við séum að vinna hluti sem virkilega geta komið að gagni fyrir járn- blendiverksmiðjuna. Járnblendifélagið er að auka rannsóknir og umsvif sín meir og meir. í verksmiðjunni er við ýms vandamál að stríða, sem við telj- um okkur geta leyst hér heima. Eitt af vandamálunum er stýring á storknunarferlinu, sem haft get- ur veruleg áhrif á gæði framleiðsl- unnar. Rannsóknirnar munu bein- ast að storknunarferlinu í verk- smiðjunni. Við erum búnir að smíða tölvustýrða hitamæla til að mæla hitann við storknunina og að hanna frekari búnað til gæða- eftirlits. Erum því við gagnasöfn- un í verksmiðjunni. Fyrri hluti rannsóknanna fer fram í verksmiðjunni en sá seinni í tilraunastofu, þar sem búnaður, sem járnblendiverksmiðjan leggur til, nýtist. Tengjast þær og grunnrannsóknum á þessu eðlis- fræðilega áhugaverða kerfi, þ.e. járnblendinu. Það má segja að samningurinn sé handtak iðnaðarins og Háskól- ans. Við leggjum til þekkingu og aðstöðu og verksmiðjan leggur til búnað, sem getur komið að varan- legu gagni. Eg held að mikil þekk- ing sé hér í skólanum sem ekki er nógu vel virkjuð. Sökin er ekki endilega iðnaðarins, Háskólinn þarf líka að hafa frumkvæði og leggja fram vel mótaðar hug- myndir. Ég er sannfærður um að við eigum eftir að sjá aukningu i þessu. Samvinna Járnblendifé- Íagsins og Háskólans er eins og best verður á kosið. Járnblendifé- lagið sýnir viljann í verki í því sem allir eru að tala um, að það þurfi að auka rannsóknir. Þeir sem velta framtíð iðnaðar fyrir sér horfa gjarnan framhjá Dr. Þoreteinn I. Sigfússon eólisfræóingur, sérfræðingur við Raunvísinda- stofnun Háskóla íslands. Hann hefur yfirutnsjón með og stjórnar rannsókn- um, sem stofnunin vinnur fyrir járnblendiverksmiðjuna á Grundartanga. fiskeldi og fiskirækt. Einn mögu- leikinn er ýmiss konar efnistækni, t.d. keramik, sem talin er eiga mikla framtíð fyrir sér. En áður þarf rannsóknir i efnisfræði og og má segja að samningurinn við járnlendiverksmiðjuna sé grund- völlur að þeim,“ sagði dr. Þor- steinn. Auk dr. Þorsteins vinna að rannsóknunum ungur nýmenntað- ur eðlisfræðingur, Birgir Jó- hannesson, og Sveinn Olafsson verkfræðingur. Stórhappdrætti Hjálparsveita skáta: Ágóðanum varið til tækjakaupa Birgir Jóhannesson eðlisfræðingur. HJÁLPARSVEITIR skáta efna um þessar mundir til stórhappdrættis undir yfirskriftinni Vel búnar hjálp- arsveitir veita öryggi og hafa happ- drættismiðar með viðfestum gíró- seðlum verið sendir landsmönnum. í frétt frá Landssambandi hjálparsveita skáta segir að í meira en 50 ár hafi hjálparsveit- imar unnið sjálfboðastarf. Hundruð félaga í hjálparsveitum víðsvegar um landið eru ávallt viðbúnir til leitar- og björgunar- starfa hvenær sem er sólarhrings- ins, allan ársins hring og hafa þúsundir landsmanna notið þjón- ustu og aðstoðar þeirra. Þótt félagar sveitanna vinni störf sín í sjálfboðavinnu kostar reksturinn stórfé árlega og er þess að mestu aflað af félögunum sjálf- um, en aðeins lítill hluti er fram- lag opinberra aðila. Þess vegna hefur Landssamband hjálpar- sveita skáta efnt til þessa happ- drættis. I boði eru 95 vinningar að verð- mæti samtals kr. 6.700.000. Um er að ræða 15 Fiat Uno 45 S bifreiðir, hver að verðmæti 280.000 kr., 40 Sharp VC 481 myndbandstæki, hvert að verðmæti 44.900 kr og 40 Sharp R-6200 örbylgjuofnar, hver að verðmæti 17.600 kr. Dregið verður þann 9. maí nk. og verður hagnaði af happdrætt- inu varið til að búa hjálparsveit- irnar betri tækjum og útbúnaði. Frekarl upplyslngar um FLUG & HJÓL f SKOTLANDI velta söluskrltstofur Fluglelða, umboðsmenn og ferðaskrlfstotur ODYR OG BRADSKEMMTILEGU m mm rn■■■ Það er vart hægt að hugsa sér skemmtilegra eða SL m M ódýrara sumarleyfi fyrir ungt og hresst fólk en ■ ■lllrjfllvlHI M að fljúga með Flugleiðum til Glasgow og hjóla um Skotland. „ Við lögðum upp frá Inverness snemma morguns, héldum inn fjörðinn, norður eftir og svo inn í land, upp milda dali og mjúkar hæðir, bleikar fyrir lyngi. Það var fljótlegt að komast að þeirri niðurstöðu, að það væri lygi- lega djöfull gaman að hjóla." Arni Bergmann ritstjóri. Hressandi ferðum skoskar sveitir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.