Morgunblaðið - 03.05.1985, Síða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. MAÍ 1985
inn verslunarhús af Kaupfélagi
Suðurnesja á Grundarvegi 23, sem
var að flytja verslun sína. Það var
byggt ofan á húsnæðið hæð og ris
og er húsnæðið samtals um 600
m'. Það voru Reynir Adamsson
arkitekt, Gunnar Magnússon inn-
anhússarkitekt og Guðmundur
Björnsson verkfræðingur sem
hönnuðu og sáu um eftirlit með
breytingum á húsnæðinu, sem var
tekið í notkun um 6 máuðum
seinna en gert var ráð fyrir í byrj-
un. Húsnæðið er bjart, íburður
enginn, bjart yfir innréttingum og
allt snyrtilegt. Allar innréttingar
eru frá Kristjáni Siggeirssyni,
stólar, borð o.s.frv.
Húsnæðið er m.a. hannað fyrir
þarfir fatlaðra.
Auk aðstöðu fyrir útibúið er í
risi rúmgóð og björt aðstaða fyrir
starfsfólk, t.d. til smærri funda-
halda og námskeiða.
Sparisjóðurinn í Njarðvík
flytur í nýtt húsnæði
Yogum 29. aprfl.
SPARISJÓÐURINN í Njarðvík opn-
aði á nýjum stað að Grundarvegi 23
í dag. Auk þess að sparisjóðurinn
flytji f nýtt og rúmbetra húsnæði hef-
ur þjónusta verið aukin. Það eru
gjaldeyrisviðskipti, VISA-þjónusta,
næturhólf og mjög góð bankahólf.
Sparisjóðurinn Njarðvík opnaði
á sjötíu ára afmæli Sparisjóðsins í
Keflavík, árið 1977, á Hólagötu 15,
en það var fyrsta útibú sparisjóðs
sem opnað var i landinu. Var
Ljóamynd/V fkurfréttir
Starfsfólk Sparisjóðsins í Njarðvík ásamt sparisjóðsstjóninum Tómasi Tómassyni og Páli Jónssyni. Á miðri myndinni
er Margrét Jakobsdóttir deildarstjóri.
Ljóamynd/Víkurfréttir
Fyrsti viðskiptavinur afgreiddur f nýjum húsakynnum, Áki Gráns forseti
bæjarstjórnar í Njarðvfk.
sparisjóðurinn í húsnæði er keypt
var af sjálfstæðisfélaginu i Njarð-
vfk, neðri hæðinni á Hólagötu 15,
um 130 m2, og var starfsmanna-
fjöldi í byrjun 3. Nú eru starfs-
menn sparisjóðsins 9, og innlán
þann 31. des. 1984 voru 137,6 millj-
Snir kr. og er sparisjóðurinn
Njarðvík (útibúið) einn sér sjötti
stærsti sparisjóður landsins.
1 mars 1983 keypti sparisjóður-
Útibúið verður áfram rekið með
sama sniði og verið hefur. Spari-
sjóðsstjórar verða til viðtals á
hverjum morgni. Þegar útibúið
var opnað 1977 hlaut það góðar
viðtökur, og hefur hlutfallsleg
aukning ávallt verið heldur meiri
þar en heildaraukning Sparisjóðs-
ins í Keflavík.
Sparisjóðurinn í Njarðvík er bú-
inn fullkomnu öryggiskerfi.— E.G.
„Undanþágurnar skottulækning
sem engan rétt getur átt sér“
Rætt við þrjá „undanþáguskipstjóra“ um menntun skipstjórnarmanna
MorgunbUóið/Bjarni
Fyrrum „undanþáguskipstjórar" nýútskrifaðir með réttindi til stjórnar skipum allt að 200 lestum að stærð. Frá
vinstri: Gylfi Helgason, Guðjón Jóhannsson, Kristinn Guðjónsson og Smári Thorarensen.
„VITl menn ekki möguleikana á
námi og námslánum, segja þeir
bara sömu vitleysuna: Ég bef ekki
efni á því; og verður ekki neitt úr
neinu. Okkar reynsla er sú, að fjár-
hagshliðin sé yfirstíganleg og
námskröfurnar líka, svo ekki sé
talað um það hve nauðsynlegt
námið er okkur. Það er ekki eðli-
legt að menn fái undanþágur á
undanþágur ofan í sjómannastétt-
inni frekar en einhverjum öðrum.
Undanþágurnar eru skottulækn-
ing, sem á engan rétt á sér.“
Þetta sögðu þrír fyrrum „und-
anþáguskipstjórar" í samtali við
Morgunblaðið, er þeir höfðu lok-
ið prófi af fyrsta stigi Stýri-
mannaskólans í Reykjavík síð-
astliðinn mánudag. Þeir eru
Guðjón Jóhannsson, Smári
Thorarensen og Kristinn Guð-
jónsson, sem allir hafa verið
skipstjórar á undanþágum síð-
astliðin 4 til 7 ár og hafa nú hlot-
ið réttindi til skipstjórnar á
skipum 200 lestir og minni.
Þeir sögðu ástæður þess að
þeir hefðu farið út í námið
margar. Þeim hefðu verið ljósir
lánamöguleikarnir og að farið
væri að herða talsvert að undan-
þáguveitingum. Því liefði staðan
virzt sú, að þeir yrðu að fara í
nám eða hreinlega hætta skip-
stjórn að þeirri staðreynd
slepptri að öllum væri þeim
nauð3yn á námi. Þeir sögðu það
talsvert átak að rífa sig upp frá
starfi og fjölskyldu og setjast á
skólabekk eftir um tveggja ára-
tuga hlé. Þeir hefðu jafnvel
þurft að læra að læra, byrja á
öllu upp á nýtt.
Fjárhagslegu hliðina sögðu
þeir eiga stóran þátt í því hvort
menn drifu sig til náms eða ekki.
Hún væri hins vegar enginn
Þrándur í Götu þeirra, sem vildu
læra. Algengt hefði verið, að
þeir, sem hófu nám á fyrsta stig-
inu í haust, hefðu verið komnir
með 400.000 til 700.000 krónur f
tekjur á árinu. Að auki fengju
menn umtalsverð námslán, sem
að nokkru miðuðust við skatt-
byrði þeirra. Það gætu því allir
klofið það fjárhagslega að taka
fyrsta stigið.
„Þegar menn bera féleysi fyrir
sig er það bara fyrirsláttur, en
það er nauðsynlegt að kynna
mönnum þá möguleika, sem þeir
hafa á námi og námskeiðum.
Námslán fást ekki vegna nám-
skeiða „undanþágumanna", að-
eins vegna náms í skólanum. Þvf
þurfa menn að átta sig á áður en
þeir taka ákvarðanir. Námskeið,
sem veitir 200 tonna réttindi,
stendur frá hausti og fram f
marz. Fyrsta stigið stendur að-
eins um mánuði lengur, en að
báðum loknum eru öll pláss á
vetrarvertíð upptekin svo það
má einu gilda hvað tfma varðar
hvort menn fara í skóla eða á
námskeið. Athugi menn gang
mála vandlega munu líklega fáir
skila sér á námskeiðin en fleiri í
skólann. Bn þeir, sem ekki hafa
kynnt sér málið, vita ekkert
hvað þeir eru að tala um, heldur
gefa ógrundaðar yfirlýsingar,
sem allt of margir taka mark á.
Við höfum lært mikið hagnýtt
á þessum vetri og námið er öll-
um starfandi skipstjórnar-
mönnum nauðsyn. Þeir eiga það
líka inni hjá þjóðfélaginu að
hvíla sig frá sjómennskunni einn
vetur til að afla sér þekkingar,
sem öllum kemur til góða. Það er
bara verst að kvótinn er að verða
búinn svo maður fær ekkert að
gera fyrr en á næsta ári,“ sögðu
þeir félagar.