Morgunblaðið - 03.05.1985, Side 17

Morgunblaðið - 03.05.1985, Side 17
MORGÚfrBLAÐlÐ, FðSTUDAGÚR 3. MAÍ 19fe 17 Vestmannaeyjar: Hátíðarsýning á 75 ára afmæli leikfélagsins Vestmannaeyjum, 29. aprfL LEIKFÉLAG Vestmannaeyja frum- sýndi sl. sunnudag í Bæjarleikhús- inu Saumastofuna eftir Kjartan Ragnarsson við geysigóðar undir- teknir leikhúsgesta. Þetta er 114. verkefni LV og var þetta jafnframt sérstök afmælissýning því á þessu ári eru liðín 75 ár frá stofnun Leikfé- lags Vestmannaeyja. Höfundur Saumastofunnar, Kjartan Ragnars- son, var heiðursgestur LV á frum- sýningunni á sunnudaginn en það eru einmitt 10 ár frá því hann samdi verkið. Það var því tvíheilög afmæl- ishátíð í Bæjarleikhúsinu í Eyjum og stemmningin í samræmi við tilefnin. Uppfærsla LV á Saumastofunni er viðamikið verkefni fyrir lítið áhugamannaleikhús en hér hefur vel til tekist. Leikendur eru 14 og þar af margir nýliðar í stórum hlutverkum. Var frammistaða allra leikaranna með miklum ágætum og gekk sýningin hnökra- laust fram. Var greinilegt að allir lögðu metnað í að skila frá sér góðu verki og tókst það með sóma. Leikarar sem fram komu í sýning- unni voru: ólöf Waage, Guðbjörg Þorláksdóttir, Vigdís Rafnsdóttir, Inga Jóhannsdóttir, Jóna S. Guð- mundsdóttir, Ásta G. Ólafsdóttir, Einar Steingrímsson, Magnús S. Magnússon, Ösvaldur Guðjónsson, Hrafn Hauksson, Hjálmar Brynj- ólfsson, Jóhannes Ágúst Stefáns- son, Magnús Gíslason og Erla Gyða Hermannsdóttir. Leikstjóri er Emil Gunnar Guðmundsson frá Reykjavík og hefur greinilega skilað góðu starfi, en þetta mun vera þriðja leikstjórnarverkefni hans. Leikmynd gerði Magnús S. Magnússon, ljósameistari en Lár- us Björnsson og sýningarstjóri Auðberg Óli Valtýsson, en hann er formaður Leikfélags Vestmanna- eyja. Fimm manna hljómsveit leikur undir í sönglögum, sem eru mðrg í þessu vinsæla leikhúsverki Kjartans Ragnarssonar. Eins og fyrr er getið hlaut leik- listarfólkið mjög góðar undirtekt- ir hjá frumsýningargestum og í leikslok risu gestir úr sætum sín- um og hylltu höfundinn, leik- stjóra, leikara og aðra aðstand- endur þessarar velheppnuðu og skemmtilegu sýningar með lang- varandi lófaklappi. Kjartan Ragn- arsson, Auðberg óli Valtýsson og Sigurður Jónsson, forseti bæjar- stjórnar, fluttu stutt ávörp á svið- inu og afhenti Siguður LV pen- ingagjöf frá bæjarstjórn Vest- mannaeyja. (iestir kunnu vel að meta framtak leikfélagsmanna að þessu sinni sem áður. Morgunblaðið/SigurKeir Sigurður Jónsson, forseti bæjarstjórnar, afhendir formanni Leikfélags Vest- mannaeyja gjöf að sýningu lokinni. Leikfélag Vestmannaeyja held- ur á þessu ári hátíðlegt 75 ára af- mæli félagsins, en það var stofnað 22. ágúst 1910. Félagið hefur á þessu árabili starfað af miklum þrótti og er Saumastofan 114. verkefni félagsins, en þess má geta að vitað er um leiksýningar í Eyjum fyrir daga LV. I dagbókum gömlu Tangaverslunarinnar er t.d. getið um leiksýningar árið 1860. Fyrstu árin voru leiksýningar LV í gömlu „Gúttó", síðar í Samkomu- húsinu, en árið 1971 var Bæjar- leikhúsið í Félagsheimilinu tekið í notkun og gjörbreytti það allri að- stöðu félagsins og hleypti auknum krafti í allt starf þess. Á þeim 14 árum sem liðin eru frá vígslu Bæj- arleikhússins hefur félagið sett upp 38 sýningar, tvö til þrjú verk farið á fjalirnar hvern vetur. Á þessum merku tímamótum er við hæfi að senda Leikfélagi Vest- mannaeyja hinar bestu afmæl- iskveðjur og óskir um áframhald- andi öflugt starf að menningar- málum byggðarlagsins. Bæjarbú- ar eru í þakkarskuld við félagið og allt það fólk sem hefur í gegnum árin lagt fram ómetanlegt starf af áhuganum einum saman til þess að skemmta fólki með uppfærslum á hinum margvíslegustu leikverk- um. Þakkir sínar sýna bæjarbúar með því að sækja sýningar leikfé- lagsins. — hkj. I I ' _ a" i Kjartan Ragnarsson, höfundur Saumastofunnar. var heiðursgestur á hátíð- arsýningunni. SALÍ-dagan Starfsemi listaskólanna kynnt Nemendur listaskólanna hafa ákveðið að hefja samstarf um kynn- ingu á starfsemi skólanna undir skammstöfuninni SALÍ, samstarf listskólanema á fslandi, og efla með því skilning á starfsemi þeirra. Skól- arnir, sem taka þátt í kynningunni, eru Myndlista- og handíðaskóli fs- lands, Tónlistarskólinn í Reykjavík, Leiklistarskóli fslands, Listdans- skóli Þjóðleikhússins og Söngskól- inn í Reykjavík. Að sögn forsvarsmanna kynn- ingarinnar eru flestir þessara skóla í Bandalagi íslenskra sér- skóla, en það eru fimm ára gömul samtök. Eitt af meginmarkmiðum samtakanna er að kynna starf- semi og aðbúnað sérskólanna og því var það ákveðið á síðasta ári að listaskólarnir tækju sig saman um kynningu á starfseminni. í þessari kynningu er lögð áhersla á að brúa bil milli list- greina og gefa nemendum ólíkra listgreina tækifæri til að vinna saman að listsköpun. Þeir sem koma fram á kynningunni eru flestir nemendur, sem eru að ljúka námi eða eru Iangt komnir. Vonir standa til að þessi kynning skapi grundvöll að áframhaldandi sam- starfi milli skólanna. Dagskráin verður sem hér segir: 4. maí Raftónlist frá Tónlistarskólan- um í Reykjavík og nýtt dansverk eftir nemendur Listdansskóla Þjóðleikhússins, flutt í Norræna húsinu kl. 17—19. 4. maí Söngskólinn í Reykjavík — fs- lensk sönglist, flutt í Gamla bíói kl. 16-18. 4. maí SALf-ball. OXMÁ, Abdou og kompaní leika fyrir dansi í Fé- lagsstofnun stúdenta — (laugar- dagskvöld).- 5. maí Tónlistarskólinn í Reykjavík. Tónleikar með blönduðu efni í Gamla bíói kl. 17. 6. maí Tónlistarskólinn í Reykjavík. Vor- tónleikar í Austurbæjarbiói kl. 19. 7. maí Leiklistarskóli fslands flytur ljóðaprógramm um sjóinn og haf- ið — „Heill sé þér þorskur", leik- stjóri er Guðrún Ásmundsdóttir. Norræna húsið kl. 16—18. 7. maí SALÍ-„Kokkteill“. Óvænt uppá- koma listaskólanna. Norræna hús- ið kl. 20:30-23. 8. og 9. maí Leiklistarskóli fslands flytur ljóðaprógramm um sjóinn og haf- ið — „Heill sér þér þorskur”, leik- stjóri er Guðrún Ásmundsdóttir. Norræna húsið kl. 21—23 báða dagana. 12. mí til 17. júní Sýning Myndlista- og handíða- skóla fslands í Gerðubergi kl. 16—22 daglega. BORGARNESDAGAR I LAUCARDALSHÖLL 2.-5. MAÍ í kvöld: Kl. 18:45: Söngvar úr Ingiríöi Óskarsdóttur, eftir Trausta veðurfræöing. Kl. 21:00 Tískusýning Lukkugesturinn fær verölaun. Vörusýning, matvælasýning, listsýning, leikir. Bragöiö gómsæta rétti, skoöiö listaverk 20 þekktustu listmálara landsins og spáiö í silfur Egils — 10.000 króna verö- laun. Borgarnes er komiö í bæinn. OPIÐ KL. 13-22. TIL SUNNUDAGSKVOLDS

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.