Morgunblaðið - 03.05.1985, Síða 23
MOKGUNBLAÐIÐ, FÖSTTJDAGUR 3. MAÍ 1985
23
—
Árni vitjar um netin í vatninu þar sem silungurinn vnr. Við Garósvog. Hér voru góðar hrygningastöðvar. Á sídasta vetri sást ekki silungur við hrygningu hér.
Lífríki Mývatns er hrunið
— eftir Árna
Halldórsson
„Lífríki Mývatns er hrunið."
Þetta er mikið sagt, en frá sjón-
arhóli sumra þeirra, sem eru
fæddir hér og uppaldir, virðist svo
mikil breyting á lífríkinu við vatn-
ið, og svo allt öðruvísi en þær
sveiflur, sem hér hafa áður verið,
að kunnugum dylst það ekki.
Skulu hér tilgreind nokkur atriði
þessu til stuðnings og glöggvunar.
Við sem höfum stundað veiði i
Mývatni frá því fyrsta minni kom
til, höfum orðið vitni að ýmsum
sveiflum í veiði, en alltaf hefur
ræst úr þeim þar til nú.
Frá 1972 hefur aldrei komið upp
veiði í vatninu eins og átt hefði að
vera. Nú er það alþekkt að veiði í
sjó og vötnum fer eftir framboði á
æti, og það er það sem hér spilar
eflaust inn í, því stofn rykmýsins
hrynur jafnóðum og hann virðist
ætla að glæðast að nýju, og svo
mun einnig um aðra átu.
En það er fleira en silungur,
sem geldur átuleysis. Þar á ég við
fuglinn sem lifir á botnátu vatns-
ins.
Árið 1982 var allgott að ytri
skilyrðum og hvað átu varðaði, og
komst mikið upp af ungum. Þá
bregður svo við, að sumarið 1983
er allt hrunið, ekkert mý og engin
áta. Fuglinn verpti en ungarnir
dóu 2—3ja daga gamlir og svo
rammt kvað að þessu að ég sá eng-
an unga undan duggönd, skúfönd,
hávellu eða hrafnsönd, en gráönd,
sem lifir á grasi og toppönd sem
lifir á hornsíli, döfnuðu aftur á
móti vel. Silungurinn, sem hér var
ævinlega talinn bezti vatnasilung-
ur landsins og víðfrægur fyrir
gæði, var horaður og óx ekkert,
sem sagt óætur.
Nú getur alltaf gerst það sem
ekki hefur gerst áður, en fyrr má
nú rota en dauðrota, því sumarið
1984 var enn verra, þrátt fyrir ein-
stök ytri skilyrði. Því vaknar sú
spurning; Hvað þolir lífríkið lengi
þetta ástand, erum við kannski
komin að endapunktinum?
Hér i Garði eru einar mestu og
bestu hrygningarstöðvar silungs
við vatnið. Hrygning hefur farið
minnkandi undanfarin ár, og svo
var komið í vetur að hér sást varla
silungur að hrygna. Kom mér það
ekki á óvart, því fiskifræðingur
sem skoðaði hér silunginn í
sumar, sagði að það myndi engin
hrygning verða, silungurinn væri
svo illa á sig kominn fyrir hor og
átuleysi, að það þroskuðust hvorki
hrogn né svil 1 honum. Þetta
ástand í vatninu hefur aldrei kom-
ið upp áður siðustu aldir, það er ég
viss um, því slíkt hefði geymst 1
munnmælum, svo háðir voru
menn hér björginni, silung og
eggjum.
Það sem vekur mesta furðu er,
að í hverju vatni og tjörn kringum
vatnið er silungur feitur og lífrík-
ið virðist þar í því standi, sem best
getur verið, bara ef ekki kemst
vatn úr Mývatni yfir bárugarð til
mengunar.
Það er ekki óeðlilegt að menn
taki að velta því fyrir sér hvað
valdi þessum breytingum, og kem-
ur manni þá helst í hug Kísiliðjan
með sinn rekstur, sem hefst með
því að dælt er setlögum af botni
vatnsins með þar til gerðum, olíu-
knúðum dælubáti. Við dælinguna
gruggast upp forn setlög, sem að
stórum hluta eru áburðarefni, er
fljóta út í vatnið. Síðan er því sem
næst af setinu dælt í þró uppi við
verksmiðju, og þar sest hluti sets-
ins, afgangurinn rennur niður í
hraunið og er kominn eftir 7,14
daga niður í vatnið aftur. Setinu
úr þróinni er síðan dælt inn í verk-
smiðjuna hvern dag ársins, en í
leiðinni er blandað 100 tonnum á
ári af brennisteinssýru i setiö, sem
þar næst er síað á þar til gerðum
síudúk og affallið látið fara sömu
leið í Mývatn og fyrra grugg, en
nú að viðbættri sýrunni, af síud-
úknum fer svo setkakan áfram, og
er þá bætt í hana 27 tonnum á
viku af eitursóda, eða um 1400
tonnum á ári. Einhvern veginn fer
það að læðast inn í grun þeirra,
sem til vesalinga eru taldir, að
drykkurinn sé þarna tekinn að
verða lítt hollur. Eitt efni enn er
notað í verksmiðjunni og fer
þarna með. Þar á ég við olíueyðinn
Sator. í verksmiðjunni eru notað-
ar þó nokkrar tunnur af honum á
hverju ári, 200 lítrar
hver. En efni þetta gengur í sam-
band við vatn, og er þvf mörgum
sinnum hættulegra en olía, þar
sem allt vatn er kemst í snertingu
við efnið verður olíumengað. Þetta
efni er svo eitrað, að víða erlendis
er það bannvara, en þykir hér gott
fyrir lífríki Mývatns!
Því nefndi ég vesalinga, að við
sem álítum að nú þurfi að búa með
gát að lífríki vatnsins, höfum
stofnað með okkur samtök til
verndunar Mývatns. (Meðan það
er ekki um seinan.)
Ég hitti vin minn á förnum vegi.
Hann rekur upp stóran hlátur.
— Að hverju hlærð þú? spyr ég.
„Af því að þú ert búinn að
stofna samtök með eintómum ves-
alingum," segir hann.
— Það er von, sagði ég, því að
mér hafa alltaf sótt börn, hundar
og vesalingar. Svo mörg voru þau
orð.
Þann síðasta dag vetrar komu
hér fulltrúar Náttúruverndarráðs,
og héldu fund með sveitar-
mönnum. Fluttu þeir framsöguer-
indi og spunnust um þau fjörugar
umræður, en um það bil sem
sumardagsnóttin fyrsta gekk f
garð stóð Hákon Björnsson,
frkv.stjóri Kísiliðjunnar, upp úr
sæti sínu og hrópaði: Að sjálf-
sögðu fer Kísiliðjan i vatnið þar
sem hagkvæmast er!
Ekki aðeins einu sinni heldur
tvisvar. Fundi var slitið og menn
héldu heim með þessi lokaorð for-
stjórans út i hina fyrstu sumar-
nótt. Þvi nefni ég þetta hér, að
eftir því sem þessi orð eru aðgætt
betur, finnst manni að þau lfkist
herópi hvítra manna fyrri á öld-
um, er þeir voru að brjóta lðnd og
fólk frumbyggja Afríku undir sig
með viðlíka dólgshætti.
„Á það kannski fyrir
íbúum þessa byggðar-
lags að liggja að verða
þurfalingar, ráfandi um
eyðimörkina, firrtir
ættlandi, jörð og veiði-
dýrum?“
Á það kannski fyrir íbúum
þessa byggðarlags að liggja að
verða þurfalingar, ráfandi um
eyðimörkina, firrtir ættlandi, jörð
og veiðidýrum?
Ef þetta er það sem koma skal,
þá vil ég frekar falla með sæmd
meðal „vesalinga", en að kasta
mér í fang „hvfta mannsins", þótt
svo ég fengi völd og frama af um
stundarsakir.
Það hlýtur að vera orðið tíma-
bært, að láta þegar í stað fara
fram rannsókn á áhrifum starf-
semi Kísiliðjunnar á lífríki Mý-
vatns og umhverfis þess.
Beini ég orðum mínum fyrst og
fremst til menntamálaráðuneytis-
ins sem fer með yfirstjórn um-
hverfisverndunarmála landsins:
— Það hefur alltaf verið smánar-
blettur á íslensku þjóðinni að hafa
drepið síðasta geirfuglinn. Látum
ekki smánina verða enn meiri á
tuttugustu öld.
Höfundur er bóndi í Garði í Mý-
ratnssreit og formadur SjáifsUedis-
félags Suður-Þingeyjarsýshi.
Landsþing í nýj-
um húsakynnum
Frímerki
Jón Aöalsteinn Jónsson
Landssamband fslenzkra fri-
merkjasafnara heldur 18. lands-
þing sitt á morgun, laugardag 4.
maí. Eiga 19 fulltrúar rétt til
setu á þingi frá stjórn og fimm
aðildarfélögum og sjö vara-
fulltrúar. Tveir gestir Póst- og
símamálastofnunarinnar munu
væntanlega sitja þingið. Þing-
haldið fer fram í húsakynnum
sambandsins i Siðumúla 17.
Snemma á liðnum vetri festi
LÍF kaup á efri hæð f vestur-
hluta fyrrnefnds húss, og er hún
um 235 m'. Unnið hefur verið að
breytingu þessa húsnæðis eftir
þörfum frímerkjasafnara, og er
þeim að miklu leyti lokið. Hér
hafa unnið að ýmsir iðnaðar-
menn, en vinnuframlag nokkurs
samvalins hóps innan samtak-
anna hefur létt mjög undir. Á
slfkum stundum sem þessum
sést bezt, hvers virði það er
hverjum samtökum að eiga inn-
an sinna vébanda félaga, sem
búnir eru til þess að fórna bæði
tíma og peningum fyrir sameig-
inlegt áhugamál.
í þessu húsnæði eru tveir sal-
ir. Ánnar er leigður Félagi frí-
merkjasafnara fyrir starfsemi
þess, en hinn verður trúlega
leigður út til minni samkvæma
að vetri til, en á öðrum tíma
notaður til sýningarhalds og
annarrar kynningarstarfsemi á
vegum frímerkjasamtaka. Þá
hefur Landssambandið sjálft
rúmgott herbergi fyrir stjórn-
arfundi og aðra starfsemi sína.
Þetta nýja félagsheimili frf-
merkjasafnara liggur mjög vel
við öllum samgöngum borgar-
innar. Ættu þess vegna lítil
vandkvæði að vera á því að
sækja þangað fundi og sýningar
og koma í herbergi FF á opnun-
artíma til skrafs og skipta.
Frímerki 85
Um allmörg ár hefur verið
venja að hafa litla frimerkjasýn-
ingu f sambandi við landsþing
frímerkjasafnara. Er þetta
oftast gert á þann veg, að sýn-
ingin höfði verulega til hins al-
menna safnara. Svo er einnig
gert nú, og nefnist sýningin Frf-
merki 85 og verður að öllum lík-
indum i 44 römmum. Eitt safn er
erlendis frá. Er þar í þremur
römmum sýnd yfirprentunin í
GILDI ’02—’03. Norðlenzkir
safnarar senda efni f 17 ramma,
og er það af margvíslegum toga.
Mest er það vitaskuld íslenzkt,
t.d. frímerki frá konungsrikinu
og svo íslenzkir sérstimplar. Þá
koma margs konar burðargjöld
fram á heilum bréfum og bréf-
snyfsum f þremur römmum.
Viðhengi við íslenzk frímerki má
sjá f tveimur römmum, en það er
allsérstætt söfnunarsvið. Eitt
mótifsafn, fuglar, verður þarna í
tveimur römmum. Heimingur
sýningarefnis kemur annars úr
hinu þekkta Hals Halssafni, sem
íslenzka póststjórnin á. Úr því
safni verða valin aurafrímerki
frá 1876-1892.
Frfmerki ’85 verður opin
næstkomandi sunnudag, 5. maí,
kl. 10-22.
Af þessu tilefni verða gefin út
300 tölusett umslög með nýju
Evrópufrfmerkjunum á. Verður
annað þeirra stimplað með sér-
stimpli á útgáfudegi, en hann er
í dag, en hitt með venjulegum
dagstimpli á R-8. Að auki er
hliðarstimpill, sem notaður
verður á sunnudag til að minn-
ast á vigslu hinna nýju heim-
kynna frimerkjasafnara. Er þess
að vænta, að menn sýni þessum
sérstæðu umslögum verðskuld-
aða athygli. Að sjálfsögðu geta
menn fengið þennan hliðar-
stimpil á hvaða umslög sem er,
ef þau bera rétt burðargjald
undir prent hið lægsta, 6 kr., eða
6,50 undir almennt bréf innan-
lands eða til útlanda.