Morgunblaðið - 03.05.1985, Síða 24

Morgunblaðið - 03.05.1985, Síða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. MAt 1985 Minning: Björn Jónsson Fæddur 3. september 1916 Dáinn 26. aprfl 1985 Björn Jónsson, einn af mínum nánustu vinum og samstarfs- mönnum í verkalýðsbaráttu og þjóó- málastarfl, er látinn. Með honum er horfinn af svið- inu gagnmerkur verkalýðsforingi og stjórnmálamaður. Málstaður íslenzkra erfið- ismanna var hans málstaður. Hann var verkalýðssinni af lífi og sál allt frá æskudögum til æfiloka. Að loknu stúdentsprófi gerðist hann verkamaður á Akureyri. Komst hann þá auðvitað ekki hjá því, að á hann hlóðust margvísleg trúnaðarstörf fyrir verkalýðsfé- lögin. Konj þar 1947, að hann var kosinn formaður Verkamannafé- lags Akureyrarkaupstaðar og í framhaldi af því formaður Verka- lýðsfélagsins Einingar, sem varð hei Idarfélag verkalýðshreyfingar- innar við Eyjafjörð. Eining er fyrir löngu orðið eitt af styrkustu verkalýðsfélögum landsins. Þar með var Björn Jónsson orð- inn aðalleiðtogi norðlenzkrar verkalýðshreyfingar ásamt með Tryggva Helgasyni, sem lengstum var forseti Alþýðusambands Norðurlands, en Björn þó jafnan með honum í stjórninni. Með tilliti til þessarar glæsilegu sögu Björns Jónssonar í norð- lenzkri verkalýðshreyfingu var því ekkert sjálfsagðara, en að hann yrði forseti Alþýðusambands ís- íands, þegar velja skyldi nýjan mann til þessa æðsta trúnaðar- starfs íslenzkrar verkalýðshreyf- ingar. Enda gegndi Björn Jónsson því starfi með miklum sóma. Það var hvorttveggja, að kjarni starfsins var hans hjartans mál, og eins hitt, að lífsreynsla hans og gáfur lögðust á eitt um að gera honum starfið auðvelt og kært. Björn var skarpgáfaður maður, gæddur stærðfræðilegri rökvísi og því ágætur samningamaður. Skýr í hugsun og kröfuharður, en kunni sér þó hóf sökum meðfæddrar réttlætiskenndar og tillits til þjóð- arhags. Er mér nær að halda, að naumast hafi íslenzk verkalýðs- hreyfing átt honum jafn snjallan mann á því sviði. Þegar ég átti hlut að því fyrir kosningar 1956 að velja frambjóð- anda fyrir Alþýðubandalagið á Akureyri, þótt mér sjálfgefið, að tefla fram Birni Jónssyni og eng- um öðrum. Sýndi reynslan líka, að það var vel ráðið. Björn fékk góða kosningu og varð landskjörinn þingmaður. Varð það upphafið að merkum þingferli hans. Eftir kjördæmabreytinguna varð Björn ávallt fyrir valinu til framboðs fyrir Alþýðubandalagið í Norðurlandskjördæmi eystra og náði þar ávallt kosningu við vax- andi kjörfylgi meðan hann bauð sig þar fram. Það var sama hvaða störf Birni Jónssyni voru falin, öll voru þau vel og samvizkusamlega af hendi leyst. Hann átti t.d. sæti í stjórn Fiskimálasjóðs um árabil. í stjórn Atvinnujöfnunarsjóðs átti hann sæti frá 1966—1970, í stjórn At- vinnuleysistryggingarsjóðs árið 1968. Erinfremur sat Björn í stjórn Framkvæmdastofnunar ríkisins á árunum 1972 til 1974 og í Norður- landaráði 1972 til 1973. Enn er það ótalið, að Björn Jónsson var forseti Efri deildar Alþingis frá 1971—1973 og gat sér það orð, að hann væri í hvívetna réttlátur, öruggur og röggsamur forseti. Af öðrum opinberum störfum, sem Björn Jónsson gegndi um lengri eða skemmri tíma, er að sjálfsögðu fjölda margt enn ótalið. T.d. var hann um langt skeið bæj- arfulltrúi í Bæjarstjórn Akureyr- ar og í fjölda ára ritstjóri viku- blaðsins Verkamaðurinn, sem að sjálfsögðu var að mestu eða öllu leyti ólaunað sjálfboðaliðsstarf. Loks er svo þess að geta, að Björn Jónsson var samgöngu- og félagsmálaráðherra 1973—1974. í sambandi við það hlýt ég að taka fram, að það er með öllu rangt, sem fullyrt hefur verið á prenti, að Björn Jónsson hafi sótzt eftir þeirri vegtyllu. Hið sanna er, að hann var mjög tregur til að taka það starf að sér. Enda hefði það verið næsta ólíkt Bimi Jóns- syni, sem enginn mun geta bendl- að við eigingirni eða hégómlegan metnað. Sannleikurinn er sá, að strax í stjórnarmyndunarviðræðunum eftir kosningarnar 1971, lagði ég fast að Birni að taka þá þegar að sér samgöngu- og félagsmálin, en til þess var hann ófáanlegur með öllu og bar við heilsubresti. Lofaði hann þó að taka það til athugunar síðar, ef úr rættist um heilsufar. Tók ég það því fram við Ólaf Jó- hannesson, sem myndaði stjórn- ina, að ég áskildi mér og Samtök- um frjálslyndra og vinstri manna rétt til mannaskipta í stjórninni af Samtakanna hálfu, ef til kæmi og á þyrfti að halda. Að hálfnuðu kjörtímabili fannst mér samkvæmt þessu rétt og skylt að taka málið upp að nýju við Björn. Gerði ég það, en það fór sem fyrr, að hann var mjög tregur til, þótt hann að síðustu léti að óskum mínum. Þetta er sannleikur málsins, enda á vitorði allra í miðstjórn og þingflokki Samtakanna. Ber í þessu máli sem öðrum að hafa heldur það, er sannara reynist. Það sýnir svo aðeins styrkan persónuleik Björns Jónssonar, að hann lagði hiklaust ráðherradóm sinn við, er honum fannst á rétt umbjóðenda sinna hallað og á rétti þeirra traðkað í stórmáli. Björn Jónsson var mikill gæfu- maður í einkalífi. Hann kvæntist árið 1941 eftirlifandi konu sinni, Þórgunni Sveinsdóttur, og áttu þau hjónin miklu barnaláni að fagna. — En svo kom reiðarslagið: Björn varð fyrir alvarlegu heilsu- farsáfalli og seinustu árin átti hann síðan við erfiðan heilsubrest að stríða. Ástvinum hans öllum votta ég dýpstu samúð mína. En sjálfur á ég á bak að sjá kærum vini, mik- ilhæfum samstarfsmanni og góð- um félaga. Blessuð sé minning hans. Hannibal Valdimarsson Nú erum við aðeins 10 eftir af 19 bekkjarsystkinum, sem lukum stúdentsprófi frá Menntaskólan- um á Akureyri 17. júní árið 1936. Það voru 18 piltar og ein gáfuð og mikilhæf stúlka, sem gengu glöð og fegin út í sólskinið með hvítu kollana sína þennan fagra sumardag. Þrátt fyrir krepputíma og margvíslega erfiðleika í ís- lensku þjóðlífi fannst okkur við eiga framtíðina skuldlausa. Þegar við kveðjum vin okkar og félaga, Björn Jónsson, koma þess- ar minningar frá bjartasta skeiði ævinnar upp í hugann. Hann var meðal þeirra yngstu í bekknum, prýðilega greindur, hugsandi al- vörumaður en jafnan glaður á góðri stund í vinahópnum. Vafa- laust hugði hann á frekara nám eins og fíest okkar hinna. En þá þegar var hugur hans mest hjá því fólki, sem erfiðast átti, verkafólk- inu á Akureyri og norðlenskum bændum. Hann var sprottinn upp úr jarðvegi þess. Það var hans fólk. Barátta þess var hans bar- átta. Það var því engin tilviljun að baráttan gegn fátækt og erfiðleik- um varð lífsstarf hans. Þótt hann væri róttækur í skoðunum var hann raunsær og sanngjarn. Hann naut trausts og vinsælda langt úr fyrir raðir þess fólks, sem hann helgaði störf sín fyrst og fremst. Örlögin höguðu því þennig að við Björn áttum langa samvinnu á Alþingi. Hann var mikill baráttu- maður en alltaf sjálfum sér sam- kvæmur. Ölí yfirborðsmennska var honum fjarri skapi. Sumum fannst hann dálítið dulur. Þó þurfti enginn að fara í grafgötur um skoðanir hans. Að hygginna manna hætti hafði hann manndóm og kjark til þess að skipta um skoðun ef samviska hans bauð honum. En hann var alltaf trúr æskuhugsjón sinni, að bæta kjör hinna fátæku, þeirra sem voru minni máttar. Þess vegna varð honum mikið ágengt í risjóttri stjórnmálabaráttu. Mun ekki ofsagt að hann hafi heilum vagni heim ekið, þótt veikindi steðjuðu að honum síðustu æviár hans. Við bekkjarsystkini hans kveðj- um hann nú með þakklæti fyrir tryggð og vináttu. Þórgunni Sveinsdóttur, eftirlifandi konu hans, börnum þeirra og skylduliði vottum við einlæga samúð. Far svo heill og sæll okkar gamli vinur og félagi. Sigurður Bjarnason frí Vigur Með Birni Jónssyni er fallinn frá einn mesti forustumaður, sem íslensk verkalýðshreyfing hefur átt. Verkalýðsbaráttan og hug- sjónir hennar áttu hug hans óskiptan. Hann skildi að stríðið stendur ekki aðeins um kaup og kjör og erjur við atvinnurekendur. Einnig verður að sinna hinni al- mennu þjóðmálabaráttu, þar sem svo mörg stór mál ákvarðast. Hvort tveggja verður að fara sam- an því eins og Björn orðaði það sjálfur í ræðu: „Barátta á tveimur vígstöðvum verður því aðeins að- skilin að árangurinn á öðrum víg- stöðvunum hafi ekki áhrif á það sem gerist á hinum." Björn Jóns- son samtvinnaði öflugt starf í verkalýðshreyfingunni virkri þátttöku á vettvangi stjórnmál- anna. Baráttan fyrir bættum kjör- um og auknum réttindum alþýðu, fyrir jöfnuði, jafnrétti og réttlæti háði hann á báðum vígstöðvunum. Hvar sem hann starfaði var Björn dæmdur til að fara fremst- ur. Með einstæðum forustuhæfi- leikum dró hann fram kjarna hvers máls, fann úrlausn og sam- einaði hópinn til að fylgja henni fram. Hann hafði til að bera út- sjónarsemi, fortöluhæfni, úthald og sannfæringarkraft, í stuttu máli þá blöndu sveigjanleika og skaphörku sem þarf til að koma málum í höfn. Formennska í Verkamannafélagi Akureyrar- kaupstaðar, Alþýðusambandi Norðurlands, kjör á þing og til forseta Alþýðusambands íslands voru óhjákvæmileg skref á vegferð Björns, ekki vegna persónulegs metnaðar, heldur þeirrar yfir- burða hæfni hans, sem allir sam- starfsmenn hans virtu og gerðu tilkall til að hann nýtti í þágu málstaðarins. Ég þekkti Björn aðeins af af- spurn þegar ég réðst til Alþýðu- sambandsins fyrir rúmum áratug. ökunnugum virtist hann stundum þungur og ómannblendinn og I reynd held ég megi segja að hann hafi verið dálítið feiminn við ókunnuga, þó aldrei hafi hann lát- ið það trufla sig við neitt sem hann þurfti að gera. Þegar maður kynntist honum nánar kom hlýjan betur fram og næmi hans fyrir samskiptum við annað fólk. Björn gat verið óvæginn í deil- um en hefnigirni réð ekki gerðum hans og hann átti gott samstarf við pólitíska andstæðinga sína, einnig þá sem áður höfðu verið samherjar, en einmitt það sýnist mér reynast flestum erfitt. Björn lagði ekki aðeins línur í önn dagsins. Hann markaði einnig stefnuna til lengri tíma. Þannig er sú stefnuyfirlýsing sem Alþýðu- sambandið býr að í dag að mestu hans verk. Málefnin réðu afstöðu hans á hverjum tíma. Hann fór sínar leiðir í samningum og í stjórnmálum fylgdi hann sínu fram, þó það kostaði nýjan stjórn- málaflokk eða afsögn hans sem ráðherra. Ég átti þess kost að vera náinn samstarfsmaður Björns Jónssonar síðustu árin sem hann starfaði. Ég á erfitt með að finna orð til að tjá það sem ég vildi. Með okkur tókst innileg vinátta og hann var mér jafnt félagi sem lærifaðir. Ég votta honum virðingu og aðdáun og þakka samstarfið við einlægan baráttumann. Forustustörf eins og þau sem á Birni hafa hvílt leggjast á fjöl- skylduna alla. Eiginkona Björns, Þórgunnur K. Sveinsdóttir, axlaði sinn hluta, tók þátt I hugsunum hans og gerðum og tryggði Birni það umhverfi sem nauðsynlegt var til að gefa honum styrk í þjóð- málabaráttunni og þá umhyggju sem hann þarfnaðist í erfiðum veikindum síðustu árin. Þórgunni konu Björns, Birni syni hans og aðstandendum öllum vottum við hjónin dýpstu samúð. Megi minningin vera ykkur hugg- un á erfiðri stundu. Ásmundur Stefánsson Björn Jónsson sýndist ekki mik- ill að vallarsýn. Samt hafði hann næga krafta í kögglum til að leggja að velli þá, sem meiri þóttu á lofti — ef á reyndi. Á því fengu ýmsir að kenna á yngri árum Björns, því að hann hafði stundum gaman af að láta reyna á kraft- ana. Það kenndi oflátum að van- meta ekki Björn Jónsson sem and- stæðing. Þá lexíu þurftu ýmsir að læra „the hard way“ eins og ensk- urinn segir. Og höfðu gott af. Persónuleiki Björns var ekki opin bók hverjum sem var, enda ekki auðlesin. Hann var flókin manngerð sem leyndi á sér, enda hæfileikarnir margbrotnir og ólík- ir. Þess vegna var einatt gaman að virða fyrir sér viðbrögð hans við mönnum og málefnum. Hann kom manni oft á óvart — eins og póli- tíkusar eiga að gera. Hins vegar var hann aldrei ólíkindatól; og undirferli átti hann ekki til, þrátt fyrir það yndi, sem hann hafði að snjöllum leikfléttum skákmanns- ins. Og þeim sem lærðu að þekkja hann duldist ekki, að í þessum margslungna persónuleika bjó eð- almálmur og skíragull. Hann var ekta. Kannski var hann bezti dreng- urinn af þeim öllum, sem undirrit- aður hefur átt að nánum pólitísk- um samherjum. Svo fölskvalaus, hjartahlýr og drenglundaður sem hann var, með öllum sínum kost- um og göllum. Að mörgu leyti var Björn manna ólíklegastur til þess að leita mannaforráða og forystu fyrir öðrum. Enda held ég hann hafi aldrei ætlað sér það, né sótzt eftir því. Hitt er líklegra að hann hafi ekki komizt hjá því. Á því er fyrst og fremst sú skýring, að hann var afburða greindur maður. Gáfnafar hans einkenndist af stærðfræðilegri rökvísi og undan- bragðalausum andlegum heiðar- leika. Hugsanaværð og sjálfs- blekking var hvort tveggja eitur í hans beinum. Samt var þessi vægðarlausi rökhyggjumaður einatt á valdi djúpra tilfinninga. Og óþarflega hörundsár, af pólitíkus að vera. Hann var ákaflega vandvirkur að upplagi, hneigður fyrir íhugun og fræðilega gerhygli. Oft á tíðum var hann þungt haldinn af efa- semdum um tilgangsleysi og fá- nýti flestra mannlegra athafna. Andstætt þessu hafði hann megna óbeit á náttúrulausum heilaspuna lærdómsmanna, sem aldrei gátu komizt að niðurstöðu um eitt né neitt. Og enduðu með því að velta vöngum fram í andlátið. Þess vegna agaði Björn sig til ein- beittra ákvarðana og var í reynd bæði skjótráður og ótvíráður. Og fylginn sér, þegar hrinda þurfti ákvörðunum í framkvæmd. Samt var hann seinþreyttur til vand- ræða og dembdi sér aldrei út í leikinn leiksins vegna eða ölvaður af bardagagleðinni, eins og fóst- bróðir hans, Hannibal. Þannig var þessi duli og sein- tekni maður samferðamönnum sínum talsverð ráðgáta. Hann var að upplagi fræðimaður. En harður skóli lífsins kenndi honum að hafna munaði hinnar óhlutdrægu skoðunar. Hann gat ekki setið óvirkur hjá, þegar hann fann að liðsinnis var þörf. I blóra við upplag sitt og skap- ferli gerðist hann vígamaður og mannaforingi. En naut sín þó aldrei til fulls í gleði leiksins. Og mikið lifandis skelfing leiddist honum framboðsfundir og kosn- ingar held ég líka. Það var af því að hann átti svo erfitt með að um- bera kjána. Samt hef ég fáum kynnst, sem voru jafn gersneyddir hroka og sjálfsupphafningu og Björn var. Við sem lærðum að þekkja hann vel vissum, að þessi duli og sein- tekni maður, maður íhyglinnar og efasemdanna, var einhver ærleg- asti baráttumaður fyrir málstað vinnandi fólks, sem við höfum kynnzt. Það var hans hjartans sannfæring. Um það efaðist eng- inn, þrátt fyrir allt, — allra sízt hann sjálfur. Og svo átti þessi al- vörugefni maður það til að finna upp á svo grallaralegum tiltekt- um, að manni hlýnaði um hjarta- ræturnar að taka þátt í þeim. Heilsubrestur þessa mikilhæfa manns er reyndar eitthvert mesta áfall, sem íslenzk verkalýðshreyf- ing hefur mátt þola. Ég kynntist Birni fyrst vorið 1964. Ég held þetta hafi verið á heimili foreldra minna. Ég var þá nýkominn heim frá námi og hafði ekki enn fundið mér starfa. Frem- ur en ég gerði ekki neitt ákvað Björn að senda mig norður á Ak- ureyri til þess að halda þar 3ja vikna námskeið um vinnumark- aðsmál á Norðurlöndum og skipu- lag og starfshætti verkalýðshreyf- ingar. Flestir nemenda minna nyrðra tóku kennaranum langt fram að þroska og lífsreynslu; margir hverjir hertir í eldi stéttabarátt- unnar á kreppuárum. Ekki veit ég hvort þeir gátu nokkuð lært af kennaranum. Hitt veit ég, að af þeim lærði ég margt. Það er aftur á móti dapurlegra, að þama var verið að reifa hugmyndir um skipulagsmál verkalýðshreyf- ingar, sem enn i dag, tveimur ára- tugum síðar, eru aðkallandi um- bótamál 1 islenzku þjóðfélagi. Hraði snigilsins er stundum óbærilega silalegur. Á árunum 1964—1971 varð sam- starf okkar smám saman nánara. Björn var þá þingmaður Alþýðu- bandalagsins gamla og nánasti samstarfsmaður Hannibals í póli- tík og verkalýðsmálum. Vinur minn, Bergur Sigurbjörnsson, fyrrv. þingmaður Þjóðvarnar, hafði þá lánað okkur Ólafi bróður mínum vikublaðið Frjálsa þjóð til þess að herja af síðum þess á Sov- éttrúboðið. Og berjast fyrir „sam- einingu vinstri manna“, eins og það hét í þann tíð. Við vorum ung- ir og fífldjarfir í þá daga og bár- um afar takmarkaða virðingu fyrir draugum fortíðarinnar og öðrum pólitískum forynjum, sem enn sátu á fleti fyrir. Þeir Finn- bogi Rútur og Björn reyndu sitt besta til að hafa vit fyrir okkur, en sóttist það stundum brösulega. Þegar litið er til baka til þess- ara tíma fyrir 20 árum er Ijóst, að viðfangsefnið var hið sama og nú, þótt margir hafi helzt úr lestinni, og aðstæður séu breyttar. Okkur sýndist þá, utan frá, sem Alþýðu- flokkurinn væri ekki til stórræð- anna, á seinni hluta viðreisnarár- anna. Allavega þurfti að leiða Héðins og Hannibals liðið aftur út

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.