Morgunblaðið - 03.05.1985, Page 30

Morgunblaðið - 03.05.1985, Page 30
30 MORGUNPLAÐIÐ, FOSTUDAGUR 8. MAÍ 1985 „Tilgangur minn var að sættast“ Helmut Kohl mælir með heimsókninni til Bitburg í hálfrar annarrar klukkustundar opinskáu viðtali við William McWhirter, yfirmann fréttastofu vikuritsins Time í Bonn, svarar Helmut Kohl, kanslari Vestur-Þýzkalands, gagnrýni á fyrirhugaða heimsókn hans og Ronalds Reagan forseta Bandaríkjanna til kirkjugarðs í Bitburg, þar sem grafnir eru þýzkir hermenn er féllu í síðari heimsstyrjöldinni með því að lýsa á áhrifaríkan hátt stöðu lands síns í dag og sambúðinni við Bandaríkin. ÞetU er eina formlega viðtali um heimsóknina sem kanslar- inn hefur átt við bandarískt blað og hann var mjög ákveðinn og fastur fyrir er hann útskýrði hvers vegna athöfnin yrði að fara fram. Sp.: Herra kanslari, hvers vegna Bitburg? Hvers vegna er þetta svo mikilvægt fyrir yður og þýzku þjóðina? Sv.: Ég hef sjaldan á ævi minni átt jafn erfitt og undan- farna daga. Ronald Reagan er vinur. Hann'er maður sem ég vil ekkert nema gott. Þegar forset- inn kemur til Bitburg verður tekið á móti honum með meiri hlýhug en hann á að venjast. Þetta getur verið mikilvægara en þær stöku ritstjórnargreinar, sem hann neyðist til aö lesa upp á síðkastið. Ef við förum ekki til Bitburg, ef við fylgjum ekki þeirri áætlun sem við gerðum i sameiningu, munum við valda þjóð minni miklum sárindum. A skrifborði mínu liggja bréf með átakanleg- um ásökunum. Kona nokkur skrifar um það þegar herstjóm- in lét sækja 17 ára gamlan bróð- ur hennar ásamt skólafélögum hans, og færa hann i einkennis- búning SS-sveitanna, en þannig var hann klæddur er hann féll nokkru síðar. Þjóðverjar eru ekki bara hugsuðir. Þeir hafa einnig mannlegar tilfinningar. Ég hef lika spurt sjálfan mig hvort samvinnan undanfarin 30 ár hafi ekki borið neinn árangur. Þetta á ekkert skylt við neina vegsömun á nasistum. Ég hef ekki þörf fyrir neitt slíkt. Þegar styrjöldinni lauk var ég 15 ára. Svo er Guði fyrir að þakka að ég átti ekki aðild að neinum afbrot- um. Þessvegna get ég verið hreinskilinn. Bróðir minn féll þegar styrjöldinni var að ljúka, en hann var þá 18 ára. Synir mínir eru nú í hernum. Við höf- um herskyldu. Hvað eiga ungu hermennirnir okkar að hugsa ef minningin um þá sem féllu er afskræmd nú 40 árum síðar þannig að hinir látnu fá ekki að njóta réttlætis? Um 2.000 fyrr- um hermenn eru grafnir í Bit- burg. Þeirra á meðal voru 49 úr sveitum Waffen SS. Meira en helmingur þessara 49 var undir tvítugsaldri. Ef þessir ungu menn hefðu lifað styrjöldina hefðu þeir hlotið sakaruppgjöf samkvæmt reglum Banda- manna. Tilgangur minn var að sættast yfir gröfum þess liðna. Við höf- um aldrei gleymt því hverju Marshall-hjálpin afrekaði hér. Þjóðverjar kynntust Banda- ríkjamönnum sem vinum. Þegar við vorum hálfsoltnir skóla- krakkar árið 1946, fylgdumst við með því þegar bandarískir flutn- ingabílar komu a hverjum morgni klukkan 11 inn á skóla- lóðina með matvæli. Ég kynntist konunni minni í dansskóla, og var ég þá í fötum sem kvekarar höfðu gefið. Konan mín var í allt of stórum kjól, sem einnig var gjöf frá Bandaríkjunum. Og svo var það nú í nóvember 40 árum seinna að ég var í Hvíta húsinu. Ég sagði (Reagan forseta) að 8. maí í ár gæti verið okkur erfiður þegar við litum til baka til lausnarinnar undan nasisman- um, en einnig til þeirra daga þegar þjóðarskömm okkar var opinberuð. Ég sagði að okkur langaði til að helga daginn minningunum, og síður en svo að draga úr hryðjuverkum nasism- AP/Símamynd Helmut Kohl, kanslari Vestur-Þýskalands, fagnaði Ronald Reagan, Banda- ríkjaforseta, er þeir hittust í Bonn í gær. ans, en gera allt til að sjá um að þau geti aldrei aftur gerzt. Sp.: Gagnrýnendur yðar hér og í Bandaríkjunum halda því fram að þetta sé ekki rétti tím- inn fyrir svona táknræna at- höfn, að svona sáttafundur verði aðeins til þess að ýfa gömul sár. Sv.: Ef til vill er þettft rétt. Bandaríkjamenn hafa önnur við- horf en Þjóðverjar, þar eru skoð- anir skiptar og finnst sumum þetta ekki rétti tíminn. En ég vildi bera fram eina spurningu. Við hér í þessu landi höldum ekki aðeins uppi vörnum fyrir Þjóðverja, heldur einnig fyrir Bandaríkjamenn. Innan skamms munum við lengja herskyldu ungmenna okkar úr 15 í 18 mán- aða þjónustu. Getið þér sagt mér hverju ég á að svara hermönnum okkar þegar þeir spyrja til hvers þeir eigi að færa þessar persónu- legu fórnir? Margir samborgara minna hafa sagt við mig að und- anförnu að við höfum gert rétt í að styja ákvörðun Bandaríkj- anna varðandi staðsetningu eld- flauga. En þeir hafa einnig spurt mig hvort það væri rétt að við stæðum einir uppi með okkar óskir. Sp.: Engu að síður hafið þér áhyggjur af því að þessi ágrein- ingur geti hafa skaðleg áhrif á væntanlegan leiðtogafund, og jafnvel á persónuleg samskipti Þjóðverja og Bandaríkjamanna? Sv.: Ég vona að svo verði ekki. Reynist þetta rétt, verðum við að spurja sjálfa okkur hvort við höfum verið að byggja á sandi undanfarna áratugi eða ekki. Ég held ekki. Þegar fellibylur nálg- Skoðanakönnun í Frakklandi: Hægri flokkarnir fengju meirihluta Paris, 2. mai. AP. FRÖNSKU hægriflokkarnir myndu snúa á Sósíalistaflokkinn og fá meiri- hluta á þjóðþinginu, ef þingkosningar færu fram nú, að því er fram kemur í skoðanakönnun, er birt var í dag. I skoðanakönnuninni, sem gerð var fyrir vikuritið Paris-Match, kemur fram, að hægriflokkarnir myndu fá 57,5% atkvæðanna, ef kosið væri nú; vinstriflokkarnir 37,5% og umhverfisverndarmenn 5%. Samkvæmt skoðanakönnuninni fengju stóru hægriflokkarnir tveir alls 43% atkvæðanna, hægri öfga- Framburður vitnis: Hermaður drap Aquino Manila, 2. mu'. AP. KONA ein sem sást grátandi ákaf- lega er stjórnarandstöðuleiðtoginn Benigno Aquino var myrtur við komuna heim úr útlegð 21. ágúst 1983, vottaði fyrir rétti í gær, að hún hefði séð hermann skjóta Aquino, það hefði ekki verið Rol- ando Galman sem það gerði, en hermenn á flugvellinum skutu Galman til bana í sömu andránni og Aquino hneig niður, sögðu Galman síðan hafa skotið Aquino. Konan, frú Quijano, neitaði í 20 mánuði að greina frá því opinberlega sem hún sá á hinum örlagaríka degi. Sjálf kom hún til Manila með sömu flugvél og Aquino. Hún sagði: „Ég sá einn hermann sem gekk fyrir aftan Aquino halda byssu að höfði hans og um leið heyrði ég hvell og Aquino féll til jarðar. Sfðan skutu þeir Galman, en hann gerði Aquino ekkert mein, það var hermaðurinn," sagði frú Qu- ijano. flokkurinn Þjóðarfylkingin 6,5% og óháðir hægriframbjóðendur 8%. Gengi þetta eftir í kosningunum vorið 1986 gætu stóru hægri flokk- arnir tveir hugsanlega myndað meirihlutastjórn án tilstyrks Þjóðfylkingarinnar. Það veltur þó mikið á því, hvernig „óháðu hægri frambjóð- endurnir" raðast á jötuna. Skoðanakönnunin gefur einnig til kynna, að Sósíalistaflokkurinn mundi tapa forystuhlutverki sínu í frönskum stjórnmálum og yrði ekki lengur stærsti flokkurinn, ef kosið yrði nú. Gaullistaflokkurinn fengi þá 25% atkvæðanna, en Sósíalistaflokkurinn 20,5%, sam- kvæmt könnuninni. Kommúnistar fengju 11% at- kvæðanna, að því er fram kemur f skoðanakönnun Paris-Match, frambjóðendur yst til vinstri 1% og óháðir vinstrimenn 5%. _ . /■ ■ • * AP/Símamynd Prmsessa 1 kappreiðum Anna prinsessa á Bretlandi hefur mikinn áhuga á útilífi og reið- mennsku, og á dögunum tók hún þátt í kappreiðum í Epsom á Englandi og lenti í fjórða sæti. Eftir keppnina lauk hún miklu lofsorði á klárinn sinn og sagði, að hann hefði verið „sannur herramaður“. Meint fómarlamb breytti framburði: Dæmdum nauðgara var sleppt gegn tryggingu > hk*go, 2. maí. AP. GARY Dotson, sem setið hefur í fang- elsi í Chicago í sex ár eftir að hafa verið fundinn sekur um að hafa nauðgað og rænt táningsstúlku að nafni Cathleen Crowell Webb, var sleppt úr prfsundinni gegn tryggingu f dag. Fvrir nokkru dró frú Webb framburð sinn til baka, sagði að Dotson hefði aldrei nauðgað sér, hún hefði spunnið söguna er hún varð hrædd um að vinur hennar hefði gert hana ófríska. Dotson var einnig látinn laus fyrir nokkru, einnig gegn trygg- ingu, en þá var honum stungið í steininn á ný aðeins viku síðar eftir að dómari kvað upp þann úrskurð að það væri engin ástæða til að ætla að frú Webb segði satt og það yrði að sanna það áþreifanlega að hún hefði borið ljúgvitni fyrir sex árum. Móðir Dotsons, Barbara, sagði í samtali við fréttamenn í dag, að hún fyndi á sér að allt myndi fara vel að þessu sinni. Barbara Dotson lagði fram til- skilda 10.000 dollara í reiðufé af 100.000 dollara tryggingu sem sett var sem skilyrði fyrir frelsun Dots- ons. Peningana fékk hún í banka. Von á reglum um medferð iðn- aðarúrgangs Peking, 29. nprfl. AP. YFIR 400 milljón tonn úrgangsefna koma ár hvert frá kínverskum verk- smiójum, og er mestu af þessum efn- um hent í sjóinn eða á sorphauga án frekari vinnslu, að því er yfirvöld greindu frá á sunnudag. Opinbera fréttastofan Xinhua sagði, að umhverfismálaráð lands- ins teldi nauðsynlegt að setja regl- ur um meðferð úrgangsefna og væri þeirra von á næsta ári. Xinhua kvað verksmiðjur fleygja 80% iðnaðarúrgangsefna, sem frá þeim kæmu, óendurunn- um, og söfnuðust þessi efni fyrir á sorphaugum fyrir utan borgir. Einnig lenti þó nokkurt magn úr- gangsefna í sjó, ám eða vötnum. Stríðsglæpa- maður framseldur Los Angeles, 2. nui. AP. BANDARÍSKUR saksóknari hefur fallist á kröfu stjórnvalda í Júgóslavíu að hinn 85 ára gamli Andrija Artuko- vic verði framseldur fyrir meinta stríðsglæpi í síðari heimsstyrjöldinni. Artukovic hefur barist gegn framsali í 40 ár, en allan þann tíma hefur hann dvalið í Bandaríkjunum. Er talið að hann kunni að bera ábyrgð á dauða 700.000 gyðinga, serba og tatara, en stjórnvöld í Júgóslavíu ætla að láta hann svara til saka fyrir 6000 til 7000 morð. Artukovic var innanríkisráð- herra í leppstjórn Adolfs Hitler í Króatíu, en flúði til Bandaríkjanna er veldi Hitlers hrundi. Verjandi Júgóslavans, Gary Fleischman, sagði að allar mögulegar áfrýjanir yrðu nýttar og það tæki trúlega þrjú ár fyrir málið að berast í gegn- um áfrýjunarstigin og fyrr yrði skjólstæðingur sinn ekki fluttur nauðugur til Júgóslavíu. Hann sak- aði stjórnvöld í Júgóslavíu um að hafa falsað margt í gögnum þeim sem notuð voru til að fá Artukovic framseldan.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.