Morgunblaðið - 03.05.1985, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 03.05.1985, Qupperneq 31
MORGUNBLADIÐ, FÖSTUDAGUR 3. MAÍ 1985 31 ast skyndilega með hótun um að leggja umhverfið í eyði, vil ég ekki viðurkenna að það sem ég hef verið að gera og trúað á und- anfarna áratugi hafi verið rangt. Það sem mér ber að gera er að leggja mig fram um að hafa hemil á fellibylnum og vernda sjálfan mig. Ég veit að þetta er erfið staða, en ég er sannfærður um að hafa gert rétt. Sp.: Minnist þér þess að ein- hvern tíma fyrr hafi reynt jafn mikið á sambúð Þjóðverja og Bandaríkjamanna? Sv.: Nei. Ágreiningurinn snýst um fleira en hvað sé skynsam- legt. Ágreiningurinn um stað- setningu eldflauganna hefur- einnig sínar tilfinningalegu hlið- ar. Ég minnist þess að ég fór eitt sinn á laugardegi í þyrlu frá kanslarabústaðnum og flaug yfir 300.000 manna mótmælagöngu gegn ákvörðun minni um stað- setningu Pershing-flauganna. Eins og allir aðrir stjórnmála- menn verð ég alltaf að spyrja sjálfan mig hvort ég hafi gert rétt. En það er ekki hægt að láta fjöldann stjórna. Þá mætti eins láta skoðanakannanir taka við embætti kanslara. Ég álít það mitt mikilvægasta verkefni að stuðla að því að tengsl Sam- bandslýðveldisins við vestrænar þjóðir verði ævarandi og grund- völlur stjórnmálastefnu okkar. Það má líta á þetta sem nokk- urskonar kærleiksyfirlýsingu í garð Bandaríkjanna. En gallinn er sá, eins og við rekumst á í daglega lífinu, að einhliða kær- leiksyfirlýsingar geta valdið vonbrigðum. Sp.: Þér hafið kallað sjálfan yður fyrsta vestur-þýzka kansl- arann af eftirstríðskynslóðinni. Má líta á þetta sem tilraun til að flýja dóm sögunnar? Sv.: Af hverju segi ég þetta? Til að benda á að það hafa orðið kynslóðaskipti hér f landi. Tveir þriðju þjóðarinnar voru ekki fæddir í maí 1945, og þetta hlýt- ur að hafa þýðingu. Þegar ég var lítill drengur sá ég og heyrði hryllilega hluti. Eins og venjan var þá, vann ég ásamt mörgum öðrum að þvð að slökkva elda í húsum eftir loftárásir. Ég get enn sýnt yður húsið þar sem ég vann 13 ára gamall að því að grafa lík upp úr rústunum. Hús- ið hefur verið endurreist, en ég hugsa til baka til þess dags í hvert sinn sem ég ek þar fram- hjá. Þegar ég var 15 ára, aðeins 18 dögum áður en Þjóðverjar gáfust upp, var ég spurður hvort ég vildi ekki ganga í SS. Vegna þess hve ungur ég var gat ég neitað. En þeir hengdu pilt, sem var sennilega aðeins tveimur ár- um eldri en ég, upp í tré og settu á hann spjald með áletruninni svikari, vegna þess að hann hafði gerst liðhlaupi. Ég sé hann enn fyrir mér. Sp.: Bandaríkjamenn hafa orðið varir við það að iðrun og lítillæti hafa ríkt i Þýzkalandi eftir styrjöldina. Nú virðast komar upp áleitnari raddir sem krefjast réttar Þýzkalands til að vera tekið í sátt og veitt fyrir- gefning. Sv.: Þetta er alveg rétt. Er þetta ekki í rauninni algjörlega eðlileg þróun mála, sérstaklega meðal vina? Og það sem meira er, er þetta ekki sönnun þess að við séum að komast út úr myrk- viði nasistatímans? Sp.: Hvaða mál eru mikils- verðust fyrir ríkisstjórn yðar á leiðtogafundinum ? Sv.: Okkur ætti öllum að vera ljós nauðsyn frjálsrar alþjóða- verslunar. Þetta er ekkert einCá'- vandamál Þjóðverja og Banda- ríkjamanna. Það eru Japanir sem þurfa að opna markaði sfna. Ég hef stungið upp á því við vin minn (forsætisráðherra Japans Yasuhiro) Nakasone að við tök- um upp ósvikna samkeppni. Ég er ekki hræddur við Japanina. Þeir hafa ekkert fleiri heila- frumur en við. Það getur haft hörmulegar afleiðingar ef aftur verður gripið til verndartolla. Að því er varðar SDI (Strategic Defence Intiative, varnaráætlun Regans forseta, oft nefnd „Stjörnustríð"), er ég mjög fylgj- andi hugmyndinni. Eg verð þó að setja tvö grundvallarskilyrði: að þar verði ekki um neina ein- stefnu að ræða, og að það sem við gerum sameiginlega komi okkur öllum til góða. Rannsóknir sem gerðar eru í þessu sambandi hafa ekki aðeins hernaðarlegt gildi, þrír fjórðu rannsóknanna koma almenningi til góða. Við höfum margt til málanna að leggja í þessu sambandi, til dæmis á sviði háþróaðrar ljós- eðlisfræði. Ég vidi að aðrar Évr- ópuþjóðir hefðu samvinnu við okkur um þetta, eins og Frakkar, Bretar og Italir. Sp.: Ef samdráttur verður í bandarískum efnahagsmálum, hver ættu viðbrögð Evrópu að vera? Sv.: Að sjálfsögðu valda sveifl- ur i bandarískum efnahagsmál- um áhyggjum. Það þarf ekki annað en líta á gengi dollars. Við verðum að halda þeirri stefnu sem við fylgjum nú: treysta fjár- hagsstöðuna og ná vöxtunum niður til að draga úr verðbólgu, og leysa efnahagskerfið undan hömlum ríkisvaldsins. Vð erum að lækka skattaálögur um 20 milljarða marka, og er það liður í þróuninni til að bæta efna- hagsstöðuna. Sp.: Að lokum, finnst yður að þér getið sjálfur gert eitthvað meira til að draga úr ágrein- ingnum vegna athafnarinnar í Bitburg? Sv.: Nei. Ég vil ekki hætta við hugmyndina. Hún er frá mér komin. Ég held fast við hana. Tónlistin flutt af Bonnie Pointer, The Dazz Band, Sparks, Aerobics o.fl. Aðalhlutverk: Cynthia Dale, Richard Rebiere, Laura Henry og Walter G. Alton. Sýnd kl. 5,7,9,11. Sími78900 Evrópufrumsýning Dásamlegir kroppar Proclucers Sales Organization Presents a Robert Lantos/Stephen J. Roth Protíuction “Heavenly Bodies'’-Cynthia Dale Richard Rebiere-Laura Henry-WalterGeorge Alton Ditector ot Photogrephy Thomas Burstyn-Choreography ny Brian Foley Featuring Music by The Dazz Band- Cheryl Lynn Bonnie Pointen Sparks- The T ubes- Dwight Twilley.md more Scrempiay py Lawrence Dane ana Ron Base producMby Robert Lantos «i Stephen J. Roth*Dj<ítccipy Lawrence Dane Executive Producersof fhc Soundtraclt Album The Guber-Peters Company . From^j-Enten.iinmentCorpofenon CtT Vr P'M'P - Aib..- ...... „Takk fyrir boðið. Hvert er tileftiið?”
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.