Morgunblaðið - 03.05.1985, Síða 32

Morgunblaðið - 03.05.1985, Síða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. MAÍ 1985 MORGUNBLAÐIÐ, FOSTUDAGUR 3. MAÍ 1985 33 Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aöstoöarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 330 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 25 kr. eintakiö. Viðhorfin 1. maí ví fer fjarri að viðmæl- endur Morgunblaðsins úr launþegastétt séu ánægðir með kaup og kjör, þegar þeir lýsa viðhorfum sínum á 1. maí. Athygli vekur, hve sam- mála þeir eru um leiðina sem ekki á að fara út úr vand- anum, þeir eru yfirleitt á móti verkföllum og vilja skatta- lækkunarleiðina frekar en verðminni krónur í launa- umsiagið. Hér skal nokkrum þeirra gefið orðið. Úlfar Sigurðsson, bifreiða- stjóri á Eskifirði, segir: „Ég er á móti, verkföllum. Þau hafa sýnt það að þau skila ekki kjarabótum til launa- fólks eins og þau í rauninni ættu að gera. Ég vil að það starfi samninganefndir allt árið til að fylgjast með verð- sveiflum og kaupgjaldi. Mér finnst að skattalækkunarleið- in margnefnda hljóti að skila mestum kjarabótum til fólks og nýtast betur en nokkrar krónur í beinar kauphækkan- ir sem síðan er búið að taka af fólki innan nokkurra vikna, eins og gerðist eftir verkföllin í haust, sem engum komu til góða og alla sköðuðu." Þorvarður Magnússon, inn- heimtufulltrúi á Akranesi, segir: „Skattaiækkunarleiðin hefði komið sér vel fyrir okkur í haust, hefði hún verið farin í samningunum. Þó eru ekki allir sem greiða skatta, en þá hefði komið til persónu- afsláttur til greiðslu á út- svari. Eins mætti hækka barnabætur, sem komið hefði sér vel sem kjarabót fyrir barnmargar fjölskyldur." Gestur Haraldsson, bifvéla- virki á Selfossi, segir: „Ég hefði viljað athuga skatta- leiðina miklu betur því krónu- töluhækkunin rýkur í burt um leið. Það verður að gera eitthvað annað en að hækka kaupið endalaust." Guðrún Hauksdóttir, versi- unarmaður í Garðabæ, segir: „Launin eru of lág og fólk þarf að vinna alla þá eftir- vinnu sem því býðst. Það er búið að sýna sig að beinar launahækkanir hafa ekki það gildi sem ætlast var til og ég tel að skattalækkanir hljóti að geta komið vel út.“ Erla Gísladóttir, starfs- maður leikskólans á Patreks- firði, segir: „Þjóðfélagið virð- ist vera orðið svo brenglað. Ég tel að betra hefði verið að fara skattalækkunarleiðina því prósentuhækkanir eru þannig að oft er búið að taka þær af áður en viðkomandi samningur tekur gildi." Hér skulu ekki rakin fleiri ummæli af þessu tagi. Sé litið til kjarasamninganna síðast- liðið haust með þau í huga er ljóst, að fulltrúar Alþýðu- sambandsins og Vinnuveit- endasambandsins voru mun nær þeim hugmyndum sem fólk gerir sér um raunhæfar kjarabætur en fulltrúar BSRB og ríkisvaldsins. Eins og menn muna varð niður- staða allra kjarasamn- inganna í október og nóvem- ber sú, að skattalækkunum samhliða hófsömum launa- hækkunum var hafnað, farin var hin gamalkunna leið að hækka launin um 20% eða þar um bil, fella síðan gengið og láta verðbólguhjólið snú- ast á meðan iaunahækkunin var tekin aftur. Nú standa launþegar jafnvel verr að vígi en fyrir samningana. Ekki fer fram hjá neinum að dýrtíð hefur vaxið og það kostar meira en áður að afla sér nauðsynja til daglegra þarfa. í þann mund sem BSRB- forystan hélt vígreif af stað með þá kröfu efst á blaði að hækka laun tafarlaust um 30% vakti Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokks- ins, máls á því í sjónvarpsvið- tali að afleiðingar þess, að undan svo háum kröfum væri látið, yrðu annaðhvort geng- isfelling og verðbólgualda eða atvinnuleysi. Kristján Thorl- acíus, formaður BSRB, taldi þessi ummæli svo freklega persónulega móðgun, að hann neitaði að koma til viðræðna í nokkra sólarhringa. Nú er hins vegar ijóst, að launþegar telja andstöðuna við skatta- lækkunarieiðina og kröfuna um háar prósentuhækkanir ekki aðeins móögun heldur sér beinlínis til tjóns. Því fer víðs fjarri að allir forystumenn í hópi launþega hafi enn áttað sig á því að fleiri verðlitlar krónur í launaumslagið er ekki það sem umbjóðendur þeirra telja sér fyrir bestu. Enn bíta menn í skjaldarrendurnar og vilja stöðva atvinnulífið til að ná sem hæstum prósentum. Enn telja menn sér trú um að verkföll, jafnvel langvinn, geti borgað sig. í íslenskum stjórnmálum er það eitt brýn- asta verkefnið nú á tímum og raunar hafið yfir venjulega flokkadrætti að sýna fram á og sanna í verki, að þá vegnar þjóðinni best þegar sanngirni ræður í samskiptum aðila vinnumarkaðarins. Breyttir viðskiptahættir og opnir markaðir krefjast róttækra breytinga Morgunblaðið birtir hér síðari hluta ræðu seðlabankastjóra, þar sem einkum er fjallað um peninga- mál og fjármál. Þróun peningamála og fjármála Á árinu 1983 hafði verið mjög mikill halli á ríkisbúskapnum, sem m.a. kom fram í mikilli skuldasöfnun ríkissjóðs við Seðla- bankann. Fyrstu mánuði ársins 1984 leit út fyrir, að enn yrði veru- legur halli á þvi ári. Voru því um vorið gerðar ýmsar ráðstafanir til þess að draga úr útgjöldum, jafn- framt því sem heimildir voru veittar til meiri erlendra lána til ríkissjóðs en gert hafði verið ráð fyrir í lánsfjáráætlun. Reyndin varð hins vegar sú, að fjárhagur ríkissjóðs fór batnandi á síðari helmingi ársins, og kom þar bæði til veruleg tekjuaukning vegna vaxandi innlendrar eftirspurnar og aukið aðhald að útgjöldum. Varð að lokum tekjuafgangur á árinu, er nam 783 millj. kr., sam- anborið við 2300 millj. kr. halla á árinu á undan. Lækkuðu útgjöld ríkissjóðs á árinu í 29% af þjóðar- framleiðslu, en þau höfðu numið 32,9% árið áður. Þessi breyting á rekstrarjöfnuði varð til þess, að greiðslustaða ríkissjóðs gagnvart Seðlabankanum batnaði verulega, og ef frá eru taldar gengis- og verðbótauppfærslur eldri lána bætti ríkissjóður stöðu sína gagn- vart bankanum um 446 millj. kr. á árinu. Árið áður hafði skulda- aukningin gagnvart Seðlabankan- um, reiknuð á sama hátt, numið 1258 millj. kr. Þótt mikilvægur árangur hafi þannig náðst í rekstri ríkisbú- skaparins á síðastliðnu ári, þurfti ríkissjóður og ríkisstofnanir enn á miklu lánsfé að halda til fram- kvæmda, en alls námu slíkar lán- tökur á vegum ríkissjóðs 2892 millj. kr. á síðastliðnu ári, sem er 53% hækkun frá árinu á undan. Jafnframt dró mjög úr innlendri lánsfjáröflun rfkissjóðs, einkum vegna áhrifa hærri raunvaxta af bankainnstæðum á sölu og inn- lausn spariskírteina. Leiddi þetta til þess, að erlendar lántökur til A- og B-hluta ríkissjóðs urðu mun meiri en upphaflega var áætlað, og nam hækkun þeirra milli ára 72% ef miðað er við sama gengi bæði árin. Ef litið er til þeirrar miklu samkeppni, sem er um lánsfé á innlendum lánamarkaði, og vaxandi erlendra skulda, er mjög mikilvægt, að hægt sé að halda áfram að bæta rekstraraf- komu ríkissjóðs og draga þannig úr lánsfjárþörf hans, en auka um leið framboð á fjármagni til arð- bærrar atvinnuuppbyggingar. Undanfarið ár hefur verið við- burðaríkt í peningamálum, hvort sem litið er til breytinga einstakra peningastærða eða aðgerða stjórnvalda. Eftir að verðbólgan tók að hjaðna haustið 1983 komst smám saman á betra jafnvægi milli vaxta og verðlagsþróunar og urðu þá vextir af óverðtryggðum spariinnlánum jákvæðir í heild í fyrsta skipti um langt árabil. Þessi hækkun raunvaxta hafði örvandi áhrif á þróun innlána á árinu, en í heild jukust innlán og peningamagn um 34% eða nærri 13% umfram verðbólgu. Leiddi þetta til þess, að heildarinnlán komust í árslok upp í 33,3% af verðmæti þjóðarframleiðslu, en það er hæsta hlutfall siðan 1972 og gefur út af fyrir sig til kynna endurbata bankakerfisins eftir langt tímabil neikvæðra raun- vaxta. Þessi mikla raunaukning inn- lána nægði þó ekki til þess að inn- lánsstofnanir gætu bætt lausa- fjárstöðu sína, þar sem aukning útlána reyndist mun meiri eða nálægt 46%. Leiddi þessi mikla útlánaaukning bæði til frekari rýrnunar á lausafjárstöðu inn- lánsstofnana gagnvart Seðlabank- anum og skuldasöfnunar við- skiptabankanna erlendis. Útlána- aukningin átti þannig drjúgan þátt í því að auka peningaþenslu í landinu og veikja stöðu þjóðarbús- ins út á við. Reynt var af hálfu Seðlabankans og stjórnvalda að hamla gegn þessari þróun með strangara aðhaldi og reglum bæði um erlenda skuldasöfnun við- skiptabanka og söfnun lausa- skulda við við Seðlabankann. Voru um haustið settar ítarlegar reglur um gjaldeyrisjöfnuð innlánsstofn- ana, en samkvæmt þeim er þeim óheimilt að vera í nettóskuld í erl- endum gjaldeyri og fjármagna al- menna útlánastarfsemi innanl- ands, aðra en viðbótarlán út á út- flutningsafurðir, með erlendum lánum. Einnig voru um svipað leyti settar hertar reglur um að- gang innlánsstofnana að fyrir- greiðslu Seðlabankans vegna laus- afjárerfiðleika, þar sem það var gert að meginskilyrði fyrir slíkri fyrirgreiðslu, að samið væri um tiltekin mörk um útlánaaukningu. Erfitt er að meta árangur þessara aðgerða síðustu mánuði ársins vegna þess mikla óróa, sem þá skapaðist á peningamarkaðn- um vegna ört vaxandi verðbólgu og gengisbreytingar í kjölfar þeirra launahækkana, sem þá urðu. Fyrstu mánuði þessa árs eru þó ákveðnari merki þess, að út- lánaaðhald hafi farið vaxandi og betra jafnvægi sé að komast á milli þróunar inn- og útlána. Ýmsar sérstakar ástæður lágu að baki hinnar miklu útlánaaukn- ingar innlánsstofnana á síðast- liðnu ári, þar á meðal miklir fjár- hagserfiðleikar fyrirtækja í sjáv- arútvegi og dráttur á fyrirhuguð- um aðgerðum til skuldabreyt- ingar, sem ekki komu til fram- kvæmda að ráði fyrr en mjög seint á árinu. Einnig er ljóst, að lántak- endur hafa verið lengi að átta sig á þeim breyttu aðstæðum, sem fól- ust bæði í minnkandi verðbólgu og hækkandi raunvöxtum. Almenn lánsfjáreftirspurn hélzt því mjög mikil lengst af á árinu, jafnframt því sem vanskil eldri lána jukust mjög. Væntanlega mun þetta hvort tveggja færast í eðlilegra horf, þegar jákvæðir raunvextir hafa staðið nógu lengi til þess, að lántakendur geri sér grein fyrir áhrifum þeirra og sækist ekki eft- ir lánum í þeirri von, að þeir geti endurgreitt þau í verðminni krón- um vegna verðbólgu og neikvæðra vaxta. Hvað sem þessu líður, er engu að síður Ijóst, að útlánaaukning síðastliðins árs er merki þess, að innlánsstofnanir hafi ekki, þegar á reynir, það vald á útlánastarf- semi sinni, sem nauðsynlegt er ef rekstur þeirra á að vera í eðlilegu horfi. Bæði virðist hér vera um að ræða innri stjórnunarvandamál, þar á meðal milli aðalbanka og útibúa, en þó ekki síður hitt, að innlánsstofnanir, og þá ekki sízt ríkisbankarnir, telji sér skylt að leysa úr fjárhagsvanda atvinnu- veganna, hvort sem ráðstöfunarfé þeirra leyfir það eða ekki. Allt að því sjálvirk útlánastarfsemi bank- anna langt út yfir sett mörk með alvarlegum afleiðingum fyrir jafnvægi á peningamarkaðnum. Jafnframt er hætt við því, að mörg fyrirtæki láti undir höfuð leggjast að gera nauðsynlegar breytingar á rekstri sínum og fjárráðstöfunum, á meðan þau þykjast geta treyst á greiðan að- gang að lánsfé úr bönkunum. Vandamálin i stjórnun útlána bankakerfisins eru dæmi um þann skipulagsvanda, sem lengi hefur verið við að glima í íslenzkum pen- ingamálum, og oft hafa verið gerð að umræðuefni á ársfundi bank- ans á undanförnum árum. Þessi skipulagsvandi varðar ekki ein- göngu innlánsstofnanir, heldur ekki síður fjárfestingarlánasjóði og fjármagnsmarkaðinn í landinu í heild. Rætur hans eru tvíþættar. í fyrsta lagi hefur íslenzki fjár- magnsmarkaðurinn um áratuga skeið, en þó sérstaklega á áttunda áratugnum, búið við mikið jafn- vægisleysi, sem stafað hefur af óraunhæfum ávöxtunarkjörum fjármagns, jafnvel þótt tekið sé tillit til skattfrelsis vaxtatekna. Langtímum saman hafa vextir verið neikvæðir, jafnvel sem nem- ur 10—20% á ári. Sparifjáreigend- ur og aðrir, sem lagt hafa þjóðar- búinu til fjármagn, hafa því verið rúnir eignum sínum, en lántak- endur hagnazt að sama skapi. Af- leiðingin hefur svo komið fram í þverrandi framboði á fjármagni, en óseðjandi lánsfjáreftirspurn. Til þess að koma í veg fyrir óhóf- lega aukningu útlána varð því að treysta á skömmtun fjármagns bæði innan bankakerfisins og á vegum fjárfestingarlánakerfisins. Jafnframt hefur vaxandi hluta af lánsfjáreftirspurn verið mætt með erlendum lántökum. Þetta skömmtunarkerfi lánsfjár er orðið svo rótgróið hér á landi, að margir Dr. Jóhannes Nordal flytur ræðu sína. Úr ræðu Jóhannesar Nordal, seðlabankastjóra, á 24. ársfundi Seðlabankans 30. apríl virðast líta á það sem nokkurs konar náttúrulögmál. í öðru lagi hefur skipulag fjár- magnsmarkaðsins mótazt af hinni hefðbundnu atvinnuskiptingu, þar sem sjávarútvegurinn var lengst af eini útflutningsatvinnuvegur- inn, landbúnaður naut sérstakrar verndar vegna byggðarsjónar- miða, en litið var á flestan annan atvinnurekstur, sem minni háttar atvinnustarfsemi eða i mesta lagi nytsamar hjálpargreinar við svo- kallaða undirstöðuatvinnuvegi þjóðarinnar. Það þótti því lengi vel sjálfsagt, að útlánastarfsemi bankanna og skipulag fjárfest- ingarlánasjóða og annarra opin- berra afskipta á lánsfjármarkaðn- um væri fyrst og fremst við það miðað að tryggja hagsmuni þess- ara meginmáttarstólpa efna- hagskerfisins. Þannig voru tekin upp afurðalán, fjármögnuð af al- mennri bindiskyldu fyrir milli- göngu Seðlabankans, sem voru lengi vel eingöngu veitt sjávarút- vegi og landbúnaði. Jafnframt var sjóðakerfið sérstaklega eflt þess- um atvinnuvegum í hag, og regl- um um veitingu ríkisábyrgða og leyfisveitingum til að taka lán er- lendis beint að sama marki. Áhrif þessa kerfis á þróun ís- lenzks þjóðarbúskapar síðustu áratugina eru djúptækari en svo, að þau verði greind í stuttu máli. Fyrir þær greinar, sem forrétt- inda njóta í slíku kerfi, kann hag- urinn af því að virðast sjálfgefinn, en svo er þó ekki. óeðlileg láns- kjör, er hvetja til offjárfestingar á tilteknum sviðum, en veita ekki eðlilegt aðhald um notkun láns- fjárins, eru oft verst þeim sem njóta eiga. Eru skipalánin, sem veitt voru takmarkalítið og án eðlilegs framlags eigin fjár á móti, gott dæmi um fyrirgreiðslu, sem bæði kemur lántakendum sjálfum og greininni í heild í koll. Alvar- legra er þó hitt, að skömmtunar- kerfi af þessu tagi hlýtur ætíð að hygla einum á annars kostnað. Um leið og tilteknar greinar hafa haft greiðan aðgang að lánsfé, hefur önnur vænleg efnahags- starfsemi i landinu komið að lok- uðum dyrum hjá flestum lána- stofnunum. Margt, sem aukið hefði getað fjölbreytni í íslenzku atvinnulífi, þ.á m. ýmsar nýjungar innan hinna hefðbundnu höfuð- atvinnuvega sjálfra, hefur því ekki getað fest rætur eða náð eðlilegum vexti. Það hefur vitaskuld ekki farið hjá því, að þetta skömmtunarkerfi hafi sætt gagnrýni af hendi þeirra, sem hafa talið sig vera þar utangarðs. Á þetta ekki sízt við um iðnaðinn, sem eftir niðurfell- ingu verndartolla á við óhefta samkeppni frá erlendum fyrir- tækjum að glíma eftir inngöngu fslands í EFTA. Þær breytingar, sem gerðar hafa verið á kerfinu, hafa þó frekar verið í þá átt að veita fleirum aðild að forréttind- um þessum en að breyta eðli þess eða uppbyggingu. Þannig var smám saman farið að auka fjár- magn til lánasjóða iðnaðarins og gefa honum aukna aðild að endur- kaupanlegum lánum eftir því sem tollverndin minnkaði og iðnaður- inn fór að hasla sér völl á útflutn- ingsmörkuðum. Slíkar breytingar á kerfi, sem í reynd byggir á skömmtun, geta þó aldrei höggvið að rótum vandans. Ef íslenzkt at- vinnulíf á að geta þróazt með eðli- legum hætti og öll tækifæri til aukinnar fjölbreytni verðmæta- sköpunar að nýtast sem skyldi, verður það að njóta þjónustu bankakerfis og fjármagnsmark- aðs, sem er óheftur af hvers konar skömmtun eða forgangi einstakra greina og þar sem lánskjör og þjónusta er hin sama fyrir alla, sem jafnfætis standa, um trygg- ingar og arðsemi. I þessu efni býr íslenzkur atvinnurekstur nú við mun lakari skilyrði en keppinaut- ar þeirra erlendis. Lánskjör ráöist af framboði og eftirspurn Mikilvægasta skilyrði þess, að hér eins og annars staðar nái að þróast öflugur fjármagnsmarkað- ur, sem allir eigi jafnan aðgang að, felst ótvírætt í því, að lánskjör ráðist af framboði og eftirspurn á markaði, þar sem eðlileg sam- keppni ríkir milli fjármálastofn- ana og annarra markaðsaðila. Þótt enn vanti mikið á, að því marki hafi verið náð hér á landi, hefur þróunin að undanförnu stefnt í þessa átt, og aldrei hraðar en á undanförnu ári. Rétt er þó að rekja gang þessara mála nokkuð lengra aftur. Eitt mesta áfallatímabil í þróun peningamála hér á landi var fyrir og eftir miðjan áttunda áratuginn, þegar verðbólga fór hér mjög ört vaxandi, en vöxtum var að miklu leyti haldið föstum, svo að ávöxt- un fjármagns varð neikvæð allt upp í eða yfir 20%. Afleiðingarnar létu ekki á sér standa, og á okkrum árum hrapaði raungildi innlána baknakerfisins um 45%, og verðgildi annarra sjóða, svo sem lífeyrissjóða og eigin fjár fjárfestingarstofnana, rýrnaði að sama skapi. Það var ekki fyrr en breyting verður á lánskjarastefn- unni og þá fyrst og fremst með víðtækri notkun verðtryggingar, einkum eftir 1979, sem þessi óheillaþróun fer að snúast við. ör- astur var batinn á síðastliðnu ári, en þá voru vextir af sparifé já- kvæðir í heild í fyrsta skipti síðan á sjöunda áratugnum, enda jókst raungildi heildarinnlána sem hlutfall af þjóðarframleiðslu um 15% á árinu. Þrátt fyrir þetta hef- ur mikið vantað á, að lánskjara- stefnan hafi náð tilgangi sínum og viðunandi jafnvægi náðst á fjár- magnsmarkaði. Meginástæðan hefur vafalaust verið sú, að vaxta- ákvarðanir hafa að verulegu leyti verið í höndum Seðlabankans og því undir stjórnmálalegum áhrif- um, og hefur því ófullnægjandi til- lit verið tekið til markaðsað- stæðna, en stundarhagsmunir lántakenda ráðið meiru en æski- legt hefði verið. Hefur þetta eink- um komið fram á kjörum á óverðtryggðum innlánum og út- lánum, sem ekki hafa af þessum ástæðum verið nægilega sveigj- anleg, t.d. með tilliti til breytilegr- ar verðbólgu. Þetta miðstýrða vaxtakerfi hefur þar að auki kom- ið í veg fyrir eðlilega samkeppni á lánsfjármarkaðnum, en innláns- stofnanir þess í stað keppt um viðskipti með fjölgun útibúa og kostnaðarsamri þjónustu við viðskiptavini sína. Á síðastliðnu ári voru tekin tvö mikilvæg skref í þá átt að opna vaxtakerfið og koma á meiri sam- keppni milli innlánsstofnana. Þannig var í janúar ákveðið, að innlánsstofnanir gætu ákveðið kjör á nýjum innlánsflokkum inn- an tiltekinna marka, en útláns- vextir voru enn bundnir af Seðla- bankanum. Leiddi þetta til nýrra innlánsforma, einkum í formi inn- lánsskírteina, þar sem sparendum voru boðin betri kjör en áður, enda nutu þessi sparnaðarform brátt verulegra vinsælda. f ágúst var síðan stigið mun stærra skref í sömu átt, og var það liður í ýmsum ráðstöfunum, sem ríkisstjórnin þá gerði bæði til að hamla á móti vaxandi peningaþenslu og bregð- ast við fjárhagsvanda sjávarút- vegsins. Var nú ákveðið, að inn- lánsstofnanir skyldu frjálsar um ákvörðun inn- og útlánsvaxta, en þeim bæri þó að tilkynna Seðla- bankanum allar breytingar með tilteknum fyrirvara, og tækju þær ekki gildi, ef Seðlabankinn hafn- aði þeim innan þess frests. Einnig hélt Seðlabankinn áfram að ákveða vexti af almennu sparifé, sem hækkaðir voru um 2%, svo og dráttarvexti. í kjölfar þessara ákvarðana hækkuðu bæði innláns- og útlánsvextir, og varð meðal- hækkun nafnvaxta á bilinu 3—4%. Jafnframt komu þessar breytingar miklu róti á fjár- magnsmarkaðinn, samkeppni milli innlánsstofnana jókst, og buðu þær margvísleg ný innláns- form, sem tryggðu innstæðueig- endum betri og sveigjanlegri kjör en áður. Ekki fékkst reynsla af áhrifum þessara vaxtabreytinga nema um skamman tíma, áður en kaup- hækkanir höfðu í för með sér verulega aukningu verðbólgu og óvissa um gengisþróun hafði í för með sér tímabundna spákaup- mennsku og mikinn óróa á fjár- magnsmarkaði. Þegar ljóst varð, að verðbólgan mundi um skamm- an tíma hækka um marga tugi prósenta, varð frekari vaxtahækk- un óhjákvæmileg, en ríkisstjórnin lagði áherzlu á, að henni yrði stillt í hóf, þótt það þýddi neikvæða vexti um nokkurra mánaða skeið. Tóku þessar vaxtabreytingar gildi um áramót, og voru þá almennir sparisjóðsvextir hækkaðir um 7%, en aðrir nafnvextir bankanna hækkuðu yfirleitt um svipaða pró- sentu. Jafnframt var ákveðin lækkun vaxta á vísitölubundnum skuldabréfum, sem eftir þetta máttu vera hæstir 5%, ef lánstími er yfir IVi ár. Þótt vextir af óverðtryggðum útlánum færu eftir þessar breyt- ingar yfirleitt upp í eða yfir 37% miðað við ársávöxtun, voru þeir neikvæðir allan fyrsta ársfjórð- unginn, og það er ekki fyrr en í þeim mánuði, sem nú er að líða, sem verðbólgan hefur að nýju far- ið niður fyrir þessi mörk. Um- skiptin hafa hins vegar orðið mjög snögg, og sýnir síðasta lánskjara- vísitala aðeins 15% verðbólgu- hraða í apríl. Allt útlit er fyrir, að verðbólguhraðinn verði ekki meiri en 20—22% að meðaltali næstu þrjá til fjóra mánuði. Vaxtalækk- anir virðast því orðnar tímabær- ar, enda hafa innlánsstofnanir þegar ákveðið nokkrar vaxtalækk- anir, er taka gildi nú um mánaða- mótin, en Seðlabankinn hefur ákveðið að lækka sparisjóðsvexti um 2% og mun það leiða til frek- ari vaxtalækkana hinn 11. maí nk. Þar sem þessar vaxtabreytingar eru að nokkru leyti að frumkvæði innlánsstofnana, verður ekki sagt nákvæmlega á þessu stigi, hve miklar þær verða, en útlit er fyrir, að ársávöxtun óverðtryggðra út- lána muni lækka um nálægt 5%. Hvert framhald verður á vaxta- þróuninni næstu mánuði mun að sjálfsögðu fara fyrst og fremst eftir verðlagsþróun. Meginfor- senda þess, að hægt sé að tryggja hvort tveggja í senn, jafnvægi á fjármagnsmarkaðnum og hóflega raunvexti, er að verðbólga fari áfram hjaðnandi og ekki komi til nýrrar kollsteypu verðlags, launa og gengis. Reynslan sýnir, að slík- ir atburðir mundu á skömmum tíma gera að engu það traust, sem aftur virðist vera að nást á fjár- magnsmarkaðnum eftir atburði síðasta hausts. Markaðsmyndun vaxta Ekki er nema eðlilegt, að nokk- ur ágreiningur hafi verið um þessa nýju stefnu í vaxtamálum og framkvæmd hennar. Sérstak- lega er umdeilanlegt, að hve miklu leyti Seðlabankinn eigi að hafa áhrif á vaxtaákvarðanir inn- lánsstofnana og , stýra þannig þróuninni í meginatriðum. Einnig finnst mörgum auglýsingastrið og samkeppni bankanna um ný inn- lánsform hafa gengið út í öfgar. Um þetta hvort tveggja má segja, eins og svo margt annað, að vand- ratað sé meðalhófið. Of mikil af- skipti Seðlabankans af vaxta- ákvörðunum innlánsstofnana myndu fljótlega eyða öllu frum- kvæði þeirra í þessum efnum og þá um leið hinum jákvæðu áhrif- um hins aukna frjálsræðis á sam- keppni og þjónustu bankanna. Á hinn bóginn virðist mér ljóst, að enn sem komið er vanti margt á, að skilyrði hafi skapazt til raun- verulegrar markaðsmyndunar vaxta, og því verði enn um skeið þörf nokkurrar leiðsagnar Seðla- bankans, bæði að því er varðar vaxtastefnuna í heild og til þess að koma í veg fyrir öfgar I vaxta- ákvörðunum og óhóflegt bil á milli útláns- og innlánsvaxta. Hitt er ekki að furða, þótt vart verði ým- issa barnasjúkdóma og öfga, t.d. i auglysingum og viðskipta- formum, á meðan innlánsstofnan- ir eru að koma fótunum fyrir sig á eigin spýtur, eftir að hafa ekki þekkt annað en miðstýringu og forsjá annarra um vaxtabreyt- ingar. Meginveikleiki þess nýja vaxta- kerfis liggur hins vegar í því, að hér á landi er hvorki fyrir hendi skipulagður peninga- né verð- bréfamarkaður, þar sem mark- aðsvextir ráðast beint af framboði og eftirspurn. Það er því brýnt verkefni að vinna að því að koma upp og þróa slíka markaði, en að því hefur verið unnið með ýmsum hætti að undanförnu. Að því eru peningamarkaðinn varðar, voru á síðastliðnu ári gerðar tilraunir með að koma á viðskiptum með ríkisvixla, svo og millibankamark- aði, þar sem innlánsstofnanir hafa veitt hver annarri fyrirgreiðslu. Enn sem komið er er reynslan af þessu hvoru tveggja takmörkuð, en mér virðist þó ljóst, að þróun bæði millibankamarkaðs og mark- aðs fyrir ríkisvíxla sé meðal þess, sem mesta áherzlu verður að leggja á í starfi Seðlabankans á næstunni. Hér er þó um að ræða flóknara mál en svo, að ég vilji reyna að gera því nokkur skil að þessu sinni. Verðbréfamarkaður Hinn þátturinn, sem lengra er á veg kominn, er að stofna til skipu- legs verðbréfamarkaðs, þar sem skráð væru reglulega bæði ríkis- skuldabréf og verðbréf fyrirtækja og opinberra stofnana, sem upp- fylla tilteknar lágmarkskröfur. Eins og kunnugt er hafa verð- bréfaviðskipti þróazt jafnt og þétt^ hér á landi á undanförnum árum, og þó sérstaklega síðastliðin tvö ár, fyrir forgöngu nokkurra verð- bréfamiðlara, sem þegar hafa öðl- azt allmikla reynslu á þessum markaði. Það er því orðið bæði tímabært og nauðsynlegt, að betra skipulag komist á þennan markað, þannig að hann geti þróazt örar en hann hefur gert hingað til og öðl- ast sem víðtækast traust fjár- magnseigenda. A vegum Seðlabankans hefur undanfarna mánuði verið unnið af kappi að undirbúningi stofnunar slíks verðbréfmarkaðs, og hefur þar verið stuðzt við ákvæði í lög- um bankans um, að hann taki for-( ustu í þessu efni. Tillögur bankans um reglugerð fyrir þennan mark- að eru nú að mestu tilbúnar og verða sendar viðskiptaráðherra til staðfestingar innan fárra daga. Rétt er að leggja áherzlu á það, að í þessum reglum verður lögð mikil áherzla á það, að markaðurinn verði sem sveigjanlegastur og að markaðsaðilarnir ráði sjálfir mestu um þróun hans og skipulag. Jafnframt þarf að sjálfsögðu að tryggja með skýrum starfsreglum og eftirliti, að markaðurinn starfi með heilbrigðum hætti, traustar upplýsingar liggi fyrir um við- skipti og starfshætti, þannig að sem bezt sé borgið öryggi þeirra, sem vilja ávaxta fé sitt fyrir milli- göngu hans. Ég er þeirrar skoðun- ar, að skilyrði séu nú fyrir hendi til þess, að verðbréfaviðskipti geti farið ört vaxandi á næstu árum og brátt orðið mikilvægur þáttur í fjármögnun atvinnurekstrar í landinu. Á síðara stigi mundi svo verða að því stefnt, að komið yrði á skráningu hlutabréfa, en fyrir því verða varla forsendur í upp- hafi. Ég hef nú gerzt nokkuð langorð- ur um lánskjör og fjármagns-. markað og get því aðeins litlu bætt við um aðrar breytingar, sem nú eru að gerast í skipulagi fjár- magnsmarkaðsins og eru þáttur í þeirri heildarþróun í átt til opnari fjármagnsmarkaðs, sem ég hef hér gert sérstaklega að umræðu- efni. Tvennt vildi ég þó ræða stuttlega í þessu sambandi. Afurðalánakerfið Hið fyrra er sú róttæka breyt- ing, sem gerð hefur verið á afurða- lánakerfi atvinnuveganna með því, að endurkaup Seðlabankans hafa verið felld niður og veiting þessara lána verið færð að öllu leyti í hendur innlánsstofnana. Þessi breyting, sem hefur verið í undirbúningi um langt skeið, kom til framkvæmda nú í þessum mán- uði, og samtímis henni hefur inn- lánsbinding verið lækkuð úr 28% I 18%. Jafnframt hafa innláns- stofnanir fengið heimild til þess að fjármagna verulegan hluta af- urðalána út á útflutningsfram- leiðslu á erlendum markaði, og er þar með tryggt, að útflutnings- greinar eigi áfram kost á slíkum lánum með sambærilegum kjörum og keppinautar þeirra erlendis. Þær lántökur, sem í þessu felasU munu þó ekki auka nettóskuld þjóðarbúsins við útlönd, þar sem lánsfénu verður varið til þess að lækka aðrar skuldir bankakerfis- ins erlendis, þannig að gjaldeyr- isstaða bankanna mun batna sem hinum nýju lánum nemur. Þótt í þessari kerfisbreytingu muni fyrst í stað ekki felast miklar breyt-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.