Morgunblaðið - 03.05.1985, Page 36

Morgunblaðið - 03.05.1985, Page 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. MAÍ 1985 STUTTAR ÞINGFRÉTTIR Búnaðarþing kostar hálfa aðra milljón — Ar útflutnings- ins 1986 Kostnaður ríkissjóðs við Búnaðarþing Samkvæmt upplýsingum, sem fram koma í skriflegu svari Jóns ' Helgasonar, landbúnaðarráðherra, við fyrirspurn Guðmundar Ein- arssonar (BJ) var kostnaður við Búnaðarþing 1985 kr. 1.464.366.—, sem skiptist þannig: • Laun þingfulltrúa kr. 403.620,- • Ferðir þingfulltrúa kr. 113.571,- • Dagpeningar þingfulltrúa kr. 758.640.- • Annar kostnaður kr. 188.635.- Útflutningsráð — ár útflutn ingsins 1986 Gunnar G. Schram (S) spyr viðskiptaráðherra: Hvað líður undirbúningi að stofnun útflutn- ingsráðs til kynningar og mark- aðsleitar fyrir íslenzkar fram- leiðsluvörur erlendis? Hvernig er háttað undirbúningi að ári út- flutningsins 1986? Hver er ár- angur af störfum nefndar um verkefnaútflutning? Ratsjáreftirlitsstöð við Stokksnes í nágrenni Hafnar í Hornafirði. Tillaga um stöðvun byggingar ratsjárstöðva: Kolfelld 42:15 atkvæði Bandalag jafnaðarmanna og Framsókn- arflokkur klofin í afstöðu til málsins Tillaga Steingríms J. Sigfússonar (Abl.) og Kolbrúnar Jónsdóttur (BJ), þessefnis að stöðva byggingu rat- sjárstöðva á Vestfjörðum og Norð- austurlandi, var felld í Sameinuðu þingi í gsr með miklum atkvæða- mun. Fjörutíu og tveir þingmenn greiddu atkvæði gegn tillögunni, 15 með, 1 sat hjá og 2 vóru fjarverandi. Gegn tillögunni greiddu atkvæði allir viðstaddir þingmenn Sjálfstæðis- flokks og Alþýðuflokks, meirihluti þingmanna Framsóknarflokks og þrír af fjórum þingmönnum Banda- lags jafnaðarmanna. Með greiddu at- kvæði aliir viðstaddir þingmenn Alþýðubandalags og Kvennalista, auk eins þingmanns Bandalags jafn- aðarmanna og þriggja framsóknar- þingmanna. Eini þingmaður Fram- sóknarflokksins á höfuðborgarsvæð- inu, Haraldur Ólafsson, sat hjá. Frávísunartillaga felld Fyrst kom til atkvæða tillaga frá Haraldi Ólafssyni (F), þessefnis, að vísa tillögu Steingríms Sigfússonar og Kolbrúnar Jónsdóttur — um að falla frá byggingu ratsjárstöðva — til ríkisstjórnarinnar. Nafnakall var viðhaft. Tillagan var kolfelld. Fékk aðeins 13 atkvæði viðstaddra framsóknarþingmanna; einn var fjarverandi. Móti vóru þingmenn allra annarra þingflokka, 43 tals- ins; fjórir vóru fjarverandi. Steingrímur Hermansson, for- sætisráðherra, gerði grein fyrir meðatkvæði sínu, efnislega á þessa leið: Meðan starfrækt er eftirlits- stöð hér á landi í tengslum við að- ild okkar að Atlantshafsbandalag- inu og varnarsamstarfi vestrænna þjóða er rétt að þetta eftirlit sé sem bezt úr garði gert. Ég er hlynntur því að endurreisa rat- sjárstöðvar á Vestfjörðum og Norðausturlandi. Einnig að endur- byggja ratsjárstöð á Suðaustur- landi, en þá er hægt að flytja herlið úr stöðinni. Þar eð Alþingi þarf ekki að taka afstöðu til einstakra atriða innan varnarsamningsins Löndin á norðurslóðum Atlantshafs: Samofnir hagsmunir í sjávarút- vegs-, markaðs- og öryggismálum — segir Geir Hallgrímsson í utanríkismálaumræðu Geir Hallgrímsson utanríkisráðherra mælti í gær í Sameinuðu þingi fyrir þingsályktunartillögu til fullgildingar á hafréttarsáttmála Sameinuðu þjóð- anna. Jafnfram mælti hann fyrir árlegri skýrslu um utanríkismál, sem þing- mönnum var nú afhent fyrr en áður — og þingsíða Morgunblaðsins hefur áður gert efnislega grein fyrir. Ráðherrann kvað opinskáar umræður um utanrík- ismái mikilvægar. Þær eyddu misskilingi, sem ella kveikti ágreining og sundr- ungu. íStórveldin ræðast við á ný Geir Hallgrímsson utanríkisráð- herra gat þess m.a. í framsögu sinni að merkasti atburðurinn, er varðaði þróun alþjóðamála, væri sú ákvörðun stórveldanna að setjast að nýju að samningaborði um gagnkvæmar vopnatakmarkanir, sem Sovétmenn hafi yfirgefið f nóvember 1983, vegna ágreinings um kjarnaflaugar. SS-20-eIdflaug- ar Sovétríkjanna eru nú yfir 400 talsins með yfir 1200 kjarnaodda. Ríki Atlantshafsbandalagsins biðu í 4 ár með gagnráðstafanir. Utanríkisráðherra kvað allt kapp verða að leggja á það, í viðræðum stórveldanna, að ná fram gagn- kvæmri afvopnun, án þess að véikja varnaröryggi þeirra ríkja, sem byggju að lýðræði, þingræði og almennum þegnréttindum. Hafsbotnsréttindi Markvisst er unnið að því að tryggja hafsbotnsréttindi landsins utan efnahagslögsögunnar. Nú er staða mála sú að Bretar og írar hafa afmarkað landgrunn sín þannig að Hatton-Rockall-svæðið falli innan landgrunnsmarka þeirra. Færeyingar og Danir telja að svæðið sé í eðlilegu framhaldi af Færeyjum og falli undir þeirra yf- irráð. Hins vegar telur dr. Manik Talwani, ráðunautur fslenzkra stjórnvalda að því er varðar jarð- eðlisfræði, að Bretland og írland séu skorin frá svæðinu með Rock- all-torgi svokölluðu og dýpi Fær- eyjasundsins, sunnan og suðaustan eyjanna, raski réttindakröfum þeirra. ísland geti aftur á móti rak- ið landgrunn sitt til svæðisins, án þess að rekast á landgrunnshlfðar annars lands. Geir Hallgrímsson Atlantshafs: Noregs, Danmerkur, Færeyja, íslands, Grænlands og Kanada, enda eigi þau öll samofna hagsmuni á sviði fiskverndar, fisk- veiða, markaðsmála og ekki sízt ör- yggismála. Hann ræddi einnig um íslenzk- grænlenzka samvinnu á sviði sam- göngu-, sjávarútvegs- og mark- aðsmála og fyrirliggjandi hug- myndir um tilhögun samskipta ís- lenzkra og grænlenzkra stjórn- valda. Sendiráð í Japan Ráðherra fjallaði og um utanrík- isviðskipti, sem vegi þungt í þjóð- arbúskapnum. Mikilvægi þeirra mætti ráða af því að útflutningur vöru og þjónustu hafi verið um 50% af þjóðarframleiðslu sl. ár. Vægi íslenzkra sendiráða á þessum vettvangi sé vaxandi. Hann vék að samstarfi við Útflutningsmiðstöð iðnaðarins; sem og nauðsyn þess að stofna til nýrra sendiráða — og nefndi sérstaklega stofnun sendi- ráðs í Japan, sem gæti komið að verulegu gagni í milliríkjaviðskipt- um. Mikil umræða Mikil umræða varð um skýrslu utanríkisráðherra og tóku margir til máls. Var ýmsum fyrirspurnum beint til ráðherrans. Að þeim sem og svörum ráðherrans verður nán- ar vikið á þingsíðu Morgunblaðsins fljótlega. get ég hinsvegar fylgt því að vísa málinu til ríkisstjórnarinnar. Stöðvunartillaga felld Sfðan kom frumtillagan til at- kvæða, sem fól f sér þá viljayfirlýs- ingu Aiþingis, ef samþykkt hefði verið, að falla frá byggingu rat- sjárstöðva. Hún var felld með 42:15 atkvæðum. Með tillögunni greiddu atkvæði allir viðstaddir þingmenn Alþýðubandalags og Kvennalista, Kolbrún Jónsdóttir (BJ) og þrír þingmenn Framsóknarflokks: Páll Pétursson, formaður þingflokks framsóknarmanna, Guðmundur Bjarnason og Ingvar Gíslason. Gegn tillögunni greiddu atkvæði allir viðstaddir þingmenn Sjálf- stæðisflokks og Alþýðuflokks, tíu þingmenn Framsóknarflokks og þrír þingmenn Bandalags jafnað- armanna. Haraldur ólafsson (F) sat hjá. Tveir þingmenn Alþýðu- bandalags vóru fjarverandi. Stefán Valgeirsson (F) gerði þá grein fyrir mótatkvæði sínu að ratsjárstöðvar ykju stórlega á flug- öryggi innanlands, auk eftirlits- hlutverks. Guðmundur Bjarnason (F) gerði grein fyrir atkvæði þeirra þriggja framsóknarþingmanna, sem studdu tillöguna. Hann sagði hér um hernaðarmannvirki og raunar um útvíkunn þeirra að tefla, en ekki viðhald eða endurnýjun. Flest bendi til að verið sé að smíða hlekk í keðju umfangsmikilla hernað- armannvirkja, sem ætlað sé að festa ísland í sessi sem herstöð um ófyrirsjáanlega framtíð. Hér sé einnig gengið gegn vilja heima- fólks. Eg vil taka undir raddir þessa fólks með atkvæði mínu, sagði Guðmundur. Ragnar Arnalds (Abl.) sagði þingflokk Alþýðubandalagsins andstæðan „útþenslu yfirráða- svæðis bandaríska hersins á ís- landi og aukningu hernaðarmann- virkja með byggingu ratsjárstöðva á Vestfjörðum og Norðaustur- landi“. Einnig vilji hann láta kanna afstöðu heimamanna og taka fullt tillit til vilja íbúa á viðkomandi stöðum. Hinsvegvar sé ekki sæm- andi að Alþingi skjóti sér undan þeirri skyldu að taka stefnumark- andi afstöðu í þessu umdeilda máli með því að vísa því til ríkisstjórn- ar, „sem virðist þegar hafa tekið þá ákvörðun fyrir sitt leyti að upp- fylla óskir Bandaríkjastjórnar um aukinn vígbúnað á fslandi". Sjálfstætt mat á öryggishagsmunum okkar Hann lagði áherzlu á nauðsyn þess að efla þekkingu okkar á öllu því, er snerti varnar- og öryggis- mál, til þess að við gætum lagt sjálfstætt mat á öryggishagsmuni okkar. Tilurð sérstakrar varnar- málaskrifstofu í utanríkisráðu- neytinu væri spor til þeirrar áttar. Helztu verkefni hinnar nýju skrifstofu varða framkvæmd varn- arsamnings íslands og Bandarfkj- anna; herfræðileg og hertæknileg málefni, er lúta að upplýsingasöfn- un og rannsóknum; þátttöku í starfi hermálanefndar Atlants- hafsbandalagsins; sem og skýrslu- og ráðgjöf fyrir ríkisstjórnina og tengsl við almannavarnaráð og iandhelgisgæzlu. Ríkisstjórnin telur rétt að land- grunn íslands verði afmarkað með framangreint viðhorf í huga og verður sú afmörkun birt á næst- unni. Framhaldið verður síðan að fara eftir þjóðréttarreglum. Loönuveiöar Tilraunum til að ná samkomu- lagi um loðnuveiðarnar á fslands-, Jan Mayen- og Grænlandssvæðum hefur verið haldið áfram. Málið var rætt ítarlega á fundi fslendinga, Norðmanna og fulltrúa grænlenzku heimastjómarinnar. Ekki ber ýkja mikið á milli, en þó er torvelt að ná endum saman. Island — Grænland Ráðherra lagði mikla áherzlu á samvinnu Ianda á norðurslóðum Erlend sendiráð: Takmörkun á umsvifum Utanríkismálanefnd Sameinaðs þings hefur sameiginlega lagt fram tillögu til þingsályktunar um tak- mörkun á umsvifum erlendra sendiráöa, svohljoöandi: „Alþingi ályktar að leggja áherslu á að umsvif erlendra sendiráða séu jafnan innan hæfi- legra marka og felur ráðherra að fylgjast með því að svo sé og gera, ef þörf krefur, með samningum eða einhliða, ráðstafnir í þessu skyni á grundvelli laga nr. 16/1971, um aðild fslands að al- þjóðasamningi um stjórnmála- samband, og laga nr. 30/1980, um breytingu á lögum nr. 19/1966, um eignarrétt og afnotarétt fast- eigna, með sérstakri hliðsjon af íslenskum aðstæðum." Greinargerö „Utanríkismálanefnd hefur að undanförnu rætt talsvert um um- svif erlendra sendiráða hér á landi, m.a. með hliðsjón af þáltill. Hjörleifs Guttormssonar á þskj. 3. Við meðferð málsins komu fram af hálfu utanrikisráðuneyt- isins margháttaðar upplýsingar um stöðu þessara mála í öðrum ríkjum. Að vandlega athuguðu máli er nefndin sammála um að flytja tillögu þessa.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.