Morgunblaðið - 03.05.1985, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. MAl 1985
41
Þeir bítast um efsta sætið — Tékkinn Jansa og Daninn Hansen, til hægri.
Alþjóðlega skákmótið í Borgarnesi:
MorgunblaAið/ Louise Lombardy
Alþjóðlegur titill í sjón-
máli hjá Karli Þorsteins
Skák
Bragi Kristjánsson
Línur eru teknar að skýrast á
alþjóðaskákmóti tímaritsins
Skákar, sem nú stendur yfir i
Hótel Borgarnesi. Curt Hansen
og Vlastimil Jansa eru jafnir í
efsta sæti með 6 vinninga eftir 8
umferðir, en næstir koma Guð-
mundur Sigurjónsson, Karl
Þorsteins og Karel Mokry með 5
vinninga hver. Aðrir keppendur
eiga ekki lengur möguleika á
sigri í mótinu. Hansen og Jansa
standa mjög vel að vígi og hlýtur
annar hvor þeirra að verða sig-
urvegari mótsins.
Karl þarf aðeins að ná einum
vinningi í þrem síðustu skákun-
um til að verða alþjóðlegur
meistari í skák, og ætti honum
að takast það. Margeir missti
bæði af möguleika á stórmeist-
araáfanga og efsta sætinu, þegar
hann tapaði fyrir Karli í 8. um-
ferð. Um aðra keppendur er það
helst að segja, að Mokry virðist
hafa ofreynt sig í tveim fyrstu
umferðunum, því síðan þá hefur
hann gert sex jafntefli í jafn-
mörgum skákum, og flest í ör-
fáum leikjum!! Bandarísku
stórmeistararnir, Lombardy og
Lein, eru daufari en við mátti
búast. Sævar hefur enn veika
von um að ná alþjóðlegum meist-
aratitli, en til þess þarf hann 6
vinninga. Um önnur úrslit vísast
til meðfylgjandi töflu.
6. umferð:
Hvítt Anatoly Lein (Bandaríkjun-
um)
Svart: Vlastimil Jansa (Tékkóslóv-
akíu)
Griinfelds-vörn
1. d4 — Rf6, 2. c4 — g6, 3. Rc3 —
d5, 4. Rf3 — Bg7, 5. Bg5 — Re4, 6.
cxd5 — Rxg5, 7. Rxg5 — e6, 8.
Dd2 — exd5, 9. De3+ — Kf8, 10.
Df4 — Bf6, 11. h4 — h6, 12. Rf3
— Be6, 13. e3 — c6, 14. Bd3 —
Rbd7, 15. 0-0-0 — Kg7, 16. g4 —
Db8,17. Hdgl — Be7,18. Dxb8 —
Haxb8, 19. Bf5 — Bd6, 20. Kdl —
Hde8, 21. Hg2 — He7, 22. Hhgl
— h5, 23. Bxe6 — Hxe6, 24. g5 —
Rb6, 25. Rd2 — Rc8, 26. Rfl —
Re7, 27. Rg3 — Bxg3, 28. Hxg3 —
Rf5, 29. Hh3 — c5, 30. dxc5 —
Hc8, 31. Kd2 — Hxc5, 32. Kd3 —
Hd6, 33. Re2 — Hb6, 34. b3 —
Ha5, 35. Rc3 — Hb4, 36. Hghl —
d4, 37. Rd5 — Hxd5, 38. e4 —
Ha5, 39. exf5 — gxf5, 40. Hal —
Hxa2, 41. Hxa2 — Hxb3+, 42.
Kxd4 — Hxh3, 43. Hxa7 og Lein
gafst upp um leið og hann lék 43.
leik sinn, því staðan er gjörtöpuð
fyrir hann. .
7. umferd:
Hvítt: William Lombardy (Banda-
ríkjunum)
Svart: Margeir Pétursson
Sikileyjar-vörn
1. e4 — c5, 2. Rf3 — d6, 3. c3 —
Rf6, 4. Dc2 —
Lombardy og Lein hafa teflt
þessa uppbyggingu gegn Najd-
orf-afbrigðinu í mótinu, en ekki
hafa þessar tilraunir þeirra gef-
ið góða raun. Hvítur er í nokkr-
um vanda með að valda peðið á
e4. Hann getur leikið 4. Bd3 og í
framhaldinu leikið 0-0, h3, Hel,
Bc2 o.s.frv. Hann getur leikið 4.
e5 og svo getur hann leikið 4. Bc4
— Rxe4, 5. Da4+ — Rc6, 6. Bxf7+
— Kxf7, 7. Dxe4, en þessar leiðir
gefa honum lítið. Hann getur
einnig frestað ákvörðun með 4.
Be2!? (4. - Rxe4? 5. Da4+).
4. — Dc7, 5. Bb5+ — Rbd7
I skákinni Lombardy Jansa í 2.
umferð varð framhaldið 5. —
Bd7, 6. Bxd7+ - Rbxd7, 7. 0-0 -
e6, 8. d3 - Be7, 9. a4 - 0-0, 10.
Bg5 - h6, 11. Bh4 - b6, 12. h3
- a6,13. De2 - Hfe8,14. Bg3 -
Db7, 15. Rbd2 - Hac8, 16. Rh2
— b5,17. axb5 — axb5, jafntefli.
6. 0-0 — a6, 7. Be2 — g6, 8. c4 —
f skákinni Lein — Sævar
Bjarnason í 1. umferð varð
framhaldið 8. d3 — Bg7, 9. Rbd2
- 0-0, 10. Hel - b6, 11. b3 -
Bb7,12. Bb2 - d5,13. Bfl - e5,
14. exd5 - Rxd5,15. g3 - f5,16.
Bg2 - Hae8, 17. a3 - Kh8, 18.
He2 - Re7, 19. Hael - Rc6, 20.
b4 — Hc8, 21. bxcð — bxc5, 22.
Rc4 — Hb8, 23. Rfd2 jafntefli.
8. — Bg7, 9. Rc3 — e6, 10. d4
Lombardy eyddi miklum tíma
í byrjunina í þessari skák, og á
10. Ieikinn einan notaði hann
heila klukkustund. Staðan, sem
nú kemur upp, líkist Bro-
ddgaltar-afbrigðinu í Enska
leiknum, en hvítur er tveim
leikjum á eftir (Bfl-b5-e2 og c2-
c3-c4).
10. — cxd4, 11. Rxd4 — 04), 12.
Hdl — b6,13. a4 — Bb7,14. a5 —
Hac8, 15. Rb3 — b5!? 16. Bf4?
Eftir 16. cxb5 — Rxe4,17. bxa6
— Bd5 kemur upp flókin og tvís-
ýn staða, en frípeð hvíts á a6
gefur honum a.m.k. jafnt tafl.
16. — bxc4,17. Bxd6 —
Hvítur verður að fara í þessi
mannakaup, þvi annars tapar
hann peði bótalaust.
17. — cxb3, 18. Dxb3 — Dc6, 19.
Bf3 - e5, 20. Bxf8 - Bxf8, 21.
Rd5 —
1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12
1. Dan Hansson M ISL 2330 10.06/52 X O O 'II O 'L 0 0 Vi
2. A. Lsin G USA 2465 28.03/31 I X 'U 1 0 'II Vi Jl
3. Guömundur Sig. G ISL 2485 29.09/47 I 'lt X 1 V % 'h '/v
4. Haukur Angantýsson A ISL 2340 02.12/48 % 0 0 X 0 'h O 'k 0
5. V. Jansa G TÉKK 2465 27.11/42 I 1 'li 1 X 'h 'A 'U í
6 K. Mokry G TÉKK 2490 07.02/59 % V U X 1 1 Yc 1c 'II
7. Magnús Sólmundars. M ISL 2270 14.11/39 1 0 X 0 0 0 0 0
B Curt Hansen G DANM 2500 1809/64 1 Vt 0 1 X 1 J % I
9 W. Lombardy G USA 2500 04.12/37 Vb •u 1 0 X O V
10. Margeir Pétursson A ISL 2535 15.02/60 Vr 1 v+ % 1 0 1 X 0
11. Saevar Bjamason M ISL 2355 18.07/54 V4 7 » 7t 0 % 1 'II X
12 Karl Þorsteins M ISL 2400 13.10/64 Vt u 'h 1 1 0 'lí 1 X
Lombardy stefndi að þessari
stöðu, er hann lék 16. leikinn og
taldi stöðuna sér hagstæða.
Stöðumatið hefur þó sennilega
brugðist honum í þetta skiptið,
en næsti leikur Margeirs gefur
honum gott spil.
21. — Rc5?!
Tímatap. Betra var 21. — Ba8.
22. De3 — Rxd5, 23. exd5 — Dd6,
24. Hacl — He8, 25. b4 — Rd7,
26. Da7! — e4!?
Keppendur voru komnir í
heiftarlegt tímahrak, þegar hér
var komið. Lombardy átti aðeins
eftir 3 mínútur til að ná 40 leikja
markinu, en Margeir 15 mínútur.
27. Be2 - Hb8, 28. b5 — axb5, 29.
Hc6?
Betra var einfaldlega 29. Bxb5
— Re5, með flókinni og tvisýnni
stöðu. Ef svartur svarar 29. Bxb5
með Rc5 verður 30. Bc6 óþægi-
legt fyrir hann (ekki 30. Hxc5 —
Dxc5, 31. Dxb8 — Dxb5, 32. d6 —
De2 ásamt 33. — e3, og hvítur er
í vandræðum).
29. — Db4
Ekki 29. — Bxc6, 30. dxc6 —
Dc5, 31. Dxd7 og hvítu frípeðin á
a- og c-línunum verða svarti erf
ið.
30. a6 — Bc5!
Margeir þvingar fram unnið
endatafl.
31. Hxc5 - Dxc5, 32. Dxc5 -
Rxc5, 33. axb7 — Hxb7, 34. Hcl
— Rd7, 35. d6 — b4, 36. Hc7 —
Hxc7, 37. dxc7 — Rb6, 38. Bc4 —
Kf8, 39. Kfl - f5, 40. Ke2 — Ke7,
41. h4? —
Tímatap, en Lombardy lék
þennan leik strax, því hann vissi
ekki, að 40 leikir voru komnir.
Besti leikurinn, 41. Bg8, hefði þó
varla bjargað taflinu.
41. - Kd7
Biðleikur Margeirs.
42. Bg8 - Rc8!
Þessi leikur tryggir vinning-
inn.
43. g4 — Re7, 44. Bxh7 — b3, 45
Kdl — e3!, 46. fxe3 — fxg4 og
Lombardy gafst upp, því hann
ræður ekki við svörtu frípeðin á
b- og g-línunum.
Béttur
dagsM
Margrét Þorvaldsdóttir
Ég get staðist allt — nema freist-
ingu, var haft eftir O. Wilde. Góður
málsverður var þar vart undanskil-
inn. Hann hefði án efa látið freistast '
ef á borðum hefði verið
Fiskur með «
Parmesan-osti
800 gr ýsu- eða þorskflök
1 stk. sítróna
1 bolli vatn
lárberjalauf
4 piparkorn
hvitlauksduft
salt
2—3 msk. Parmesan-ostur
50 gr bræddur smjörvi
1. Fiskflökin eru roðflett, skorin
í hæfilega stór stykki og sett á
leirfat. Safi úr 'k sítrónu er settur
yfir fiskinn og hann látinn standa
í 5 mín.
2.1 bolli af vatni er settur í pott
ásamt lárberjalaufi (brjótið í
fernt til að fá bragðefnin fram),
piparkornum, safa úr xk sítrónu
og örlitlu salti og er suðan látin
koma upp. Fiskstykkin eru sett í
vatnið og eru þau soðin í 5 mín. við
vægan hita.
3. Ofninn er hitaður í 200 gráð-
ur. Fiskstykkin eru síðan færð upp
úr soðinu og sett í eldfast fat, ör-
litlu hvítlauksdufti er stráð yfir
fiskinn og að síðustu Parmesan-*—
osti. Fiskurinn er síðan bakaður í
ofni við 200 gráður í 10 mín.
4. Bræddur smjörvi er settur yf-
ir ostinn og fiskurinn borinn fram
með soðnum kartöflum.
Þetta er afbragðs fiskréttur.
Parmesan-ostur fæst hér í
nokkrum verslunum (SS). Ostur
þessi, sem er mjög bragðbætandi,
kemur upphaflega frá Parma á ít-
alíu. Hann telst til ákveðinnar
tegundar harðra osta og er rifinn
niður og settur í ýmsa rétti eða
rifinn niður yfir rétti eins og
spaghetti — eða fiskrétt sem
þennan.
Þeir sem njóta bragðgóðs matar ,
og ekki hafa smakkað Parmesan-*
ost ættu að kaupa minnsta
skammt og prófa hann í 1—2 rétti.
Ef ekki er hægt að fá Parmesan
má nota Maribó og setja yfir
fiskinn, hann verður ekki eins
bragðmikill en verður ágætur
samt.
Þar sem fiskrétturinn er ekki
svo hitaeiningaríkur, þá „freistar"
óstöðugra — einfaldur ábætir eins
og
Dönsk eplakaka
5stk. epli
1 bolli brauðmylsna
V* bolli púðursykur
1 tsk. kanill
50 gr smjörlíki
1. Eplin eru afhýdd, skorin
niður í bita og soðin í mauk.
2. Brauðmylsnu, púðursykri og *
kanil er blandað vel saman.
Smjörlíkið er hitað á pönnu, og er
brauðmylsnan sett út í og hún
„ristuð“ í smjörlíkinu þar til hún
hefur fengið ljósbrúnan lit.
3. Eplamaukið og brauðmylsnan
er síðan sett í skál, eitt lag yfir
annað, brauðmylsna og eplamauk
á víxl og á brauðmylsna að vera í
neðsta lagi.
Þeyttur rjómi er látinn efst og
er ábætirinn borinn fram heitur *
eða kaldur. Hann er mjög ferskur
á bragðið vel kaldur.
Verð á hráefni:
Fiskur (800) kr. 96.00
Sítróna kr. 7.00