Morgunblaðið - 03.05.1985, Page 47
MORGUNBLAftlQ, FÓSTUDAGUR 3. MAt 1985
47
Minning:
Sveinn Ben
Aðalsteinsson
Fæddur 3. maí 1943
Dáinn 12. febrúar 1985
Á morgun kl. 10.30 verður hald-
in í Dómkirkjunni í Reykjavík
minningarathöfn um gamlan fé-
laga og vin, Svein Ben Aðalsteins-
son, sem drukknaði er fiskibátur
með sex mönnum á, fórst í ofsa-
veðri við Kodiakey í Alaska þann
12. febrúar sl.
Svenni Ben eins og hann var
jafnan kallaður var rétt liðlega
fertugur þegar helgreipar Ægis
læstu sig um skip hans við þessa
ókunnu strönd. Hann var fæddur
3. maí 1943 í Reykjavík, annar í
röðinni af sjö börnum hjónanna
Svöfu Stefánsdóttur frá Fá-
skrúðsfirði og Aðalsteins Snæ-
björnssonar frá Reykjavík, sem nú
er látinn.
Þessi athafnasami glókollur ólst
fyrst upp við Laugaveginn en síð-
an í Mjóstræti 4. Var því gamla
Grjótaþorpið, höfnin og miðbær-
inn með öllu sinu athafnalífi hans
aðalleikvöllur. Þar var hraðinn
mikill og mikið að sjá og gera
fyrir ungan svein á þessum árum.
Bar hann þess ætíð merki síðar
meir, því hann vildi jafnan vera
þar sem eitthvað líflegt var um að
vera og hann þá oftast í fremstu
röð. Vandamálin voru til að glíma
við og öllu tók hann með brosi á
vör. Hið létta skap hans, hnittin
tilsvör og dillandi hlátur, var öll-
um sem til hans þekktu ógleym-
anlegt. Sjálfir áttum við margar
góðar stundir saman — stundir
sem nú koma upp í hugann þegar
við kveðjum þennan hressa félaga
í hinsta sinn. Allar eiga þessar
stundir það sameiginlegt, hvort
sem það var þegar við vorum
strákar að skoða bæinn, ókum
saman á bílum af öllum gerðum og
stærðum og í misjöfnu ásigkomu-
lagi, eða hittumst á förnum vegi á
síðari árum, að bros og hlátur var
alltaf með hjá Svenna.
Alvara lífsins var þó að sjálf-
sögðu einnig fyrir hendi hjá hon-
um. Hann varð hennar snemma
var því ungur að árum kynntist
hann eftirlifandi eiginkonu sinni,
ólafíu Jónsdóttur, og hófu þau
búskap kornung. Þau eignuðust
þrjú börn, Svövu Björg, fædd 1961,
Jón Ben, fæddur 1963, og Pál Ben,
fæddur 1971. Fyrir fimm árum
kom svo fyrsta barnabarnið í fjöl-
skylduna, augasteinninn hans afa
síns, Sandra Dögg, en hún var
mikið uppáhald hjá honum.
Sveinn fluttist með fjölskyldu
sína til Stöðvarfjarðar árið 1967.
Þar hafði hann verið í sveit sem
strákur og var Stöðvarfjörður
honum ætíð hugleikinn eftir það.
Þar byggðu þau sér glæsilegt hús,
sem þau nefndu Draumaland.
Sveinn stundaði sjómennsku frá
Stöðvarfirði m.a. á Heimi SU,
Kambaröst og Hilmi SU. En hann
vildi freista gæfunnar á öðrum
miðum en við ísland. í mars 1984
flutti hann ásamt sínum til
Seattle í Bandaríkjunum, þar sem
hann réð sig á fiskiskip. Þar kunni
hann vel við sig og var staðráðinn
í því að dvelja þar til frambúðar.
En dvölin varð ekki löng hjá hon-
um þar. Ellefu mánuðum eftir að
hann kvaddi vini og ættingja á ís-
landi kom kallið mikla.
Án efa hefur hann þá á hinstu
stundu verið með hugann hjá konu
sinni, börnum, barnabarni, aldr-
aðri móður heima á íslandi og
systkinum og öðrum ættingjum.
Þar var hugurinn jafnan. Þau og
við hin sem þekktum þennan góða
dreng vitum að hann er þegar
kominn á fund þeirra sem guðirnir
elska. Þar situr.hann nú örugglega
við háborðið í hópi þeirra mörgu,
glöðu og fjörmiklu vina sem þegar
eru horfnir. Þar bíður hann
þeirra, sem fortjaldið mikla hefur
enn ekki fallið fyrir. Þegar þeir
koma vitum við að hann mun leiða
þá brosandi að háborðinu og
hjálpa þeim á alla lund, eins og
hann gerði meðan á hans stuttu
jarðvist stóð. klp
t
BJÖRN JÓNSSON,
f.v. forseti ASÍ,
veröur jarösunginn frá Dómkirkjunni föstudaginn 3. maí kl. 15.00.
Þórgunnur Sveinsdóttir,
Rannveig Björnsdóttir, Guömundur Karl Jónsson,
Hildur Björnsdóttír, Pélmar Guójónsson,
Björn Björnsson, Guöný Aöalsteinsdóttir,
Svava Björnsdóttir, Emil Gautur Emilsaon,
t
Þökkum inniiega auösýnda samúö viö andlát og útför móöur okkar,
tengdamóöur, ömmu og langömmu,
KARÍTAS BERGMANN KARLSDÓTTUR,
Háteig 14,
Kaftavlk.
María Bergmann, Kristján Pátursson,
Marta Bergmann, Thijs Hofman,
Guölaug Bergmann, Ellert Emanúelsson,
barnabörn og barnabarnabðrn.
Lokað
í dag frá kl. 9-13 vegna jaröarfarar
ÓSKARS BJÖRNSSONAR.
Sportvöruverslun
Ingólfs Óskarssonar,
Klapparstíg 40.
SVAR
MITT
eftir Billy (iraham
Ég veit, að fagnaðarboðskapurinn höfðar mjög til fólks, sem
hefur orðið hált á svellinu, en hvað um þá, sem hafa gætt sín vel?
I landi okkar er fjöldi fólks, sem á góð heimili. er í ágætri vinnu og
vill efla heill samfélagsins, en er ekki trúað, kristið fólk. Hvaða
. erindi á fagnaðarerindið til slíks fólks?
Það er mjög undir því komið, hvernig þér skilgreinið
hamingju og velferð. Eigum við að gera ráð fyrir, að þeir,
sem hafa forðazt ofdrykkju, fátækt og hjónaskilnað, séu
fullkomlega hamingjusamir í hjarta sér? Fagnaðarer-
indi Jesú Krists á vissulega jafnmikið erindi til „vel-
heppnaða mannsins", sem svo er kallaður, eins og til
hins sem hefur orðið fótaskortur. Það er eins og kunnur
maður sagði: „Margir leiðtogar eru einmana. Margir
valdamenn fyllast vonbrigðum. Margir þeirra, sem ná
markinu, er þeir hafa keppt að alla ævi, þjást af tóm-
leika.“
Sá, sem hefur farið illa að ráði sínu um dagana, getur
séð eftir því dag og nótt. En hitt er jafn víst, að þann,
sem hefur haft lánið með sér, að mati þessa heims, getur
skort innri fyllingu og gleði.
Jesús sagði dæmisögu, sem snertir þetta atriði. Hann
sagði frá gildum bónda, sem búnaðist svo vel, að hann
varð að rífa gömlu hlöðurnar og byggja nýjar. Hann
fann, að hann hafði unnið vel, og því sagði hann: „Sál
mín, hvíl þig nú!“
En sál hans fann enga hvíld, því að hann hafði látið
undir höfuð leggjast að safna raunverulegum auði í hlöð-
ur, auði andans, auði Guðs.
Biblian kennir, að í hjarta hvers manns, hvort sem
hann er ríkur eða fátækur, sé tómarúm, og enginn öðlist
sannan frið, fyrr en það hefur verið fyllt.
C V^ei*f)w\
Ert þú eins og ómálga barn í útlöndum?
eeeseesqedq n
Vel heppnuð ferð er ekki sjálfsögð. Það þarf undirbúning til. Ferðanámskeíð
Mímis eru sérsniðin fyrir ferðamanninn. Við kennum tungumál og hagnýta
ferðafræði. Markmið okkar er að þú lærir að bjarga þér á tungumálinu við
sem flestar aðstæður. Jafnframt færðu innsýn í líf og hugsunarhétt þjóðar-
innar sem þú heimsækir.
Viö bjóöum upp á kennslu í ensku, þýsku, dönsku,
frönsku, spænsku, ítölsku, serb-króatísku og grísku, —
átta tungumál — átta þjóölönd.
6.-17. maí
kl. 1830 —2100
Gríska
Spænska
Franska
ítaiska
ATHUGIÐ:
tínntMmit
■ ■
fluttur f ^
03!
húsnæði _
mtmuaví 1
Hjón
03 systkini
fé 20% afslétt
é öll némskeið Mímis
svo os allir félajsmenn
Stjórnunarfélags Islands. Ferðanámskeið Mímis er gott veganesti.
váimSm
Ánanaustum 15