Morgunblaðið - 03.05.1985, Qupperneq 50

Morgunblaðið - 03.05.1985, Qupperneq 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. MAÍ 1985 fclk í fréttum Þessir glaðlegu krakkar á myndinni eru í 4. bekk Tycho Brahe í Krebsskóla í Hornung og Möller-flygill- inn sem var í eigu Emilíu Borg eftir að hann hafði verið notaður af Alexandr- ínu Danadrottningu. Kaupmannahöfn. Þegar mynd- in var tekin höfðu þau verið að hlusta á Guðrúnu Jakobsdóttur segja frá íslandi. Guðrún hefur verið búsett um árabil í Dan- mörku og eins og sagt hefur verið frá í Mbl. er nýkomin út bók í Danmörku með íslenzkum ævintýrum sem hún þýddi á dönsku. Guðrún sagði að hún hefði fengið með sér í heimsóknina í Krebsskóla prestsdótturina í Höfn, Maríu Ágústsdóttur, og var þeim mjög vel tekið. Það vakti eftirtekt þeirra að veggir skólastofunnar voru þaktir teikningum og upplýsingum um ísland. Samræður voru fjörug- ar og fróðleiksfýsnin mikil og ótal spurningar um ísland og íslendinga voru lagðar fyrir þær. Þegar kennari barnanna, Bodil Stegelmann, kvaddi ís- lenzku gestina, sagði hún að ólíkt væri fræðsla af þessu tagi lærdómsríkari og líflegri en þurrt stagl um borgir og fljót. Krebsskólinn í Kaupmanna- höfn er einn af elztu skólum þar og tók til starfa árið 1872. Auglýsingin sem birtist um síðustu helgi í Mbl. Merkur flygill á íslandi Allforvitnilega auglýsingu gat að líta hér í Morgunblaðinu um helgina, þar sem drottn- ingarhljóðfæri var auglýst til sölu. Til að fá nánari vitneskju um söguna að baki þessa grips var Ragnar Borg tekinn tali, en hon- um er málið skylt: „Þegar Kristján konungur 10. kom hingað til lands árið 1921, ásamt drottningu sinni Alexandr- ínu, þá var það ósk drottningar að gott hljóðfæri væri til reiðu þar sem hún gisti í Menntaskólanum í Reykjavík og var þá fiygillinn sem nú er til sölu keyptur af ríkis- stjórninni. Þess má geta að Friðrik krón- prins var með í för þessari ásamt Knúti bróður sínum. Alexandrína átti trúlega stærstan þátt í að kenna Friðriki að meta góða tónlist, enda varð hann kunnáttusamur á því sviði og stjórnaði gjarnan sinfóníu- hljómsveitum við hátíðleg tæki- færi.“ — En hvaðan Iiggur leið þessa hljóðfæris um þínar hendur, Ragnar? — Svo er mál með vexti að Em- jlía Borg föðursystir mín fór í boði Vestur-íslendinga til Kanada og Bandaríkjanna ásamt frú Stef- aníu Guðmundsdóttur, Önnu Borg systur sinni og föður mínum, Óskari, árið 1920. Þar fluttu þau og kynntu íslensk ljóð, sögur og leikrit. Þær Anna og Emelía ílengdust nokkuð ytra og komu ekki til baka fyrr en 1924. Þá var svo komið að Emelía hafði ráð á að kaupa sér gott hljóðfæri sem hana hafði lengi munað í. Hún festir nú kaup á umræddum flygli, lærir í tónlist- arskólanum og verður síðan pí- anókennari um langt skeið. Kenndi hún fjölmörgum á þennan flygil- Eins og ýmsum er kunnugt lést Emelía hinn 24. desember sl. og hefur nú komið í minn hlut að ráðstafa þessu merka hljóðfæri.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.