Morgunblaðið - 03.05.1985, Side 63

Morgunblaðið - 03.05.1985, Side 63
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUÐAGUR 3. MAl 1985 63 Heimsmeistarakeppnin í knattspyrnu í gær Fyrsta tap Frakka síðan haustið 1983 BÚLGARIR sigruðu í gær Evrópu- meistara Frakka í knattspyrnu í undankeppni heimsmeistarak- eppninnar með tveimur mörkum gegn engu. Leikurinn fór fram í Sofia í Búlgaríu. Þetta var fyrsti tapleikur Evrópumeistaranna síð- an í september 1983 er liöið tap- aði vinóttuleik gegn Dönum 1:3 Frakkar duttu niöur í þriöja sæti í riölinum viö tapiö, Búlgarir eru í ööru sæti meö jafn mörg stig en hagstæöari markatölu og Júgó- slavar eru á toppi riöilsins eftir 1:0 sigur á Lúxemborgarmönnum í fyrrakvöld. 60.000 áhorfendur uröu vitni aö þessu tapi Frakkanna. Mörk Búlg- aranna skoruöu Dimitrov á 11. mín. og Sirakov á 63. mín. Dimitr- ov lék frábærlega vel í leiknum — hann hélt Michel Platini algjörlega niöri. Bæöi mörk Búlgara komu eftir skyndisóknir en Frakkar sóttu meira í leiknum. Þeir nýttu hins vegar ekki færin. UOIN: BÚLGARiA: Mihallov, Nlkolov, Arabov. Petrov, Dimitrov, Zdravkov, Qetov (Pashev), Sirakov, Velichkov (Zhelyazkov). Sadkov, Mladenov. FRAKKLAND: Bats, Aysche, Amoros, Specht, Bossis, Fernandez (Tussaud), Toure, Tigana, Stopyra, Platini, Bellone Stadan er nú þannig í ridlinum: Júgóslavia 5 3 2 0 5:2 8 Búlgaría 5 3 1 1 7:1 7 Frakkland 5 3 1 1 7:2 7 A-Þýskaland 4 1 0 3 7:6 2 Lúxemborg 5 0 0 5 0:15 0 Leikdögum breytt — í fyrstu og annarri umferð 1. deildar LEIKDÖGUM fyrstu og ann- arrar umferöar íslandsmóts- ins í knattspyrnu hefur nú verið breytt lítillega vegna beinna útsendinga knatt- spyrnuleikja í sjónvarpinu. Mótiö átti aó hefjast þriöjudag- inn 14. maí, en fyrsti leikurinn veröur daginn áöur, mánudag 13. maí, en þá eigast viö KR og Þrótt- ur. Leikur þeirra hefst kl. 20 og veröur aö öllum líkindum á gervi- grasvellinum í Laugardal. Daginn eftir, þriöjudag 14., fara fram þrir leikir sem upphaflega áttu aö vera á miövikudaginn: Víkíngur — Val- ur, Víöir — FH og Þór — ÍA. Fram og ÍBK leika síöan á fimmtudaginn. önnur umferöin hefst svo strax föstudaginn 17. maí meö leikjum iA og Víöis annars vegar og FH og KR hins vegar. Laugardaginn 18. mætast svo Valur og Þróttur og á sunnudaginn, 19. maí, leika ÍBK og Þór annars vegar og Vikingur Fram hins vegar. Sovétmenn burstuöu Svisslend- inga 4:0 í 6. riöli heimsmeistara- keppninnar í gær i Moskvu. Oleg Protasov og Georgi Kondratyev skoruöu tvö mörk hvor, og voru mörkin öll gerð í fyrri hálfleik. Þrátt fyrir tapiö eru Svisslendingar á toppi riöilsins. UCNN: SOVÉTRÍKIN: Renat Dasaev. Tenlz Sulakvell- dze, Ivan Vishnevsky, Anatoly Demianenko. Ivan Larionov, Sergei Aleinlkov, Sergei Gotsmanov, Gennady Lltovchenko (Igor Bel- anov), Yurl Gavrllov, Oleg Protasov, Georgi Kondratyev (Fedor Cherenkov). SVISS: Kart Engel. Heinz Luedi, Charty In- Albion, Andy Egll, Roger Wehrli. Heinz Her- mann, Alain Gelger, Umberto Barberls (Christian Matthey). Jean Paul Brigger. Georg- es Bregy (Manfred Braschler), Marco Schaelli- baum. Staðan I riótinum: Sviss Danmörk Sovétrikin Noregur Irtand 4 2 1 1 4:6 5 3 2 0 1 4:1 4 4 1 2 1 7:4 4 5 1 2 2 2:3 4 4 1 1 2 1:4 3 Sigurbergur þjalfar kvennalandsliðið í knattspyrnu í sumar SIGURBERGUR Sigsteinsson hetur verið ráðinn þjálfari kvennalandsliösins ( knatt- •pymu í sumar. Sigurbergur er kunnur íþóttamaöur — iék knattspyrnu og handknattleik með Fram í fjölda ára. Nokkur verkefni eru framund- an hjá kvennalandsliöinu t sumar, í júní kemur hingaö í heimsókn félagsliö frá Bandarikj- unum sem leikur einu sinni gegn úrvalsliöi íslands. Vestur-þýska landsliöiö kemur í heimsókn í júlí og leikur tvo landsleikí og í ágúst fer landsliöiö stöan til Sviss og leikur einn landsleik, og ef til vili einnig við félagsliö. • Sigurbergur Sigsteinsson Havlik ráðinn til KA TÉKKINN Rudolf Havlik hsfur vsrið ráðinn þjáNari hand- knattleiksliðs KA á Akursyri til eins árs, en KA sigraði ssm kunnugt er í 2. deild í vor og leikur því í 1. deild á ný næsta keppnistímabil. Havlik þjálfaöi HK í vetur en hann kom hingaö til lands fyrst haustiö 1983. Var þá ráöinn til Víkings en hætti meö liðið á miöju keppnistímabili. Var þá ráöinn til HK þar sem hann hef- ur starfaö þar til nú. Havlik er fyrrum þjálfari tékkneska landsliösins í hand- knattleik og hann lék á sínum tíma 147 iandsleiki fyrir Tókkó- slóvakíu er hann lék fyrir hiö frábæra félagsliö Dukla Prag. KR-ingar í 5. sæti KR-INGAR tryggöu sér { gær- kvðldi 5. sætið i Reykjavíkurmót- inu í knattspyrnu með 54) sigri á Ármanni á gervigrasvellinum. Bjöm Rafnsson (2), Ásbjöm Bjömsson, Hálfdán Örlygsson, Willum Þórsson og Siguröur Indr- iöason skoruöu mörk liósins. Vik- ingur sigrsöi ÍR-inga ( leiknum um 7. sætiö í mótinu i fyrrakvöld 2:1. Á sunnudag leika Þróttur og Fylkir um 3. sætiö á mótinu og þriðjudaginn 7. maí loika Fram og Valur til úrslita. • Ragnar Margeirsson er hár (þriöji frá hssgri) á astingu hjá Bieletsld. Hann dvaldi þar i vikutíma viö æfingar og kannaói aöstæöur. Ragnar Margeirsson knattspyrnumaður úr Keflavík: „Mjög ánægður með hjá Bielefeld“ dvölina RAGNAR Margeirsson, knatt- •pyrnumaöur úr Keflavík, kom til landsins í gær eftir aö hata veriö erlendis aö kanna aöstæöur hjá v-þýska knattspyrnuliöinu Arm- inia Bielefeld. Þaö kemur ( Ijós •ftir 14 daga hvort af samningum verði. .Ég var mjög ánægður meö dvölina hjá Bielefeld og þeir virtust vera ánægöir með mig. En það er eitt vandamál í þessu. Liöiö er með tvo útlendinga í liöinu, Finna og Japana, sem þeir vilja losna viö. Liöin í v-þýsku Bundesligunni mega aöeins hafa tvo útlendinga í liöum sinum. Nú, svo er spurning hvort liöið heldur sér í deildinni; ef þaö fellur veröur ekki af neinum samningum hjá mér,“ sagöi Ragn- ar í samtali viö Morgunblaöið í gær. .Ef af þessu veröur fer ég út í haust og kem þvi til meö aö leika meö Keflavík í sumar. Liöinu hefur fengiö mjög illa aö skora í vetur og vantar þeim tilfinnanlega marka- skorara. Japaninn hefur ekki komiö vel út í vetur, Fortuna Dússeldorf, sem Atli Eövaldsson leikur meö, haföi á tímabili í vetur áhuga á aö fá þennan leikmann, en af því hefur ekki oröiö. Þaö er þvf ekkert annaö aö gera en biöa og sjá til hvaö skeöur í þessum mál- um. Ég rasa ekki aö neinu,* sagöi Ragnar aö lokum. Bielefeld er nú í þriója neösta sæti í deildinni og er í bullandi fall- hættu, þegar aöeins sex umferöir eru eftir. Bangor City í Evrópukeppni bikarmeistara! BANGOR City, utandeildarliö í ensku knattspyrnunni, hefur þtg- ar tryggt sér sæti í Evrópukoppni bikarhafa næsta keppnistímabil. Liöiö er frá Wales og leikur til úrslita í bíkarkeppni landsins viö Shrewsbury, sem leikur í ensku 2. deildinni. Þaö er nú Ijóst hvernig sem úrslitaleikurinn fer aó Bangor leikur í Evrópukeppninni. Reglur knattspyrnusambands Wales segja nefnilega til um aö liö geti ekki tekið þátt i Evrópumótunum fyrir hönd landsins nema aó heimavöllur þeirra sé í Wales. Shrewsbury er sem sagt í Eng- landi, þannig aö utandeildarliöiö gæti fengiö Manchester United, Juventus eöa eitthvert af öörum stóriiöum Evrópu i heimsókn á Bangor Ground, sem tekur 9.000 áhorfendur. Þess má geta aö áriö 1962 lék Bangor í Evrópukeppni bikarhafa og mætti þá ítalska liöinu Napoli, sem Diego Maradona leikur nú meö. Bangor vann heimaleikinn 2:0 en tapaði úti 1:3. Þá giltu ekki reglurnar um tvöfalt vægi útimarka og Bangor tapaöi þriöja leiknum 2:1. Víðavangs- hlaup íslands á Hvammstanga VÍÐAVANGSHLAUP islands verður haldiö á Hvammstanga á morgun, laugardaginn 4. mai nk., og hefst kl. 14.00. Ksppt verður f eftirtöldum flokkum: Konur kl. 14.05, drongir ki. 14.25, steipur kl. 14.45, strákar kl. 15.00, tslpur kl. 15.15, piltar kl. 15.30, karlar og öldungar kl. 15.45. Þrír fyrstu í hverjum fiokki hljóta verölaun. Einnig er fimm manna sveitakeppni í hverjum fiokki nema öidungaflokki (35 ára og eldrl), þar sem er um þriagja manna sveitir aö ræöa. A þriöja hundraö þátttak- endur eru skráöir til leiks. Nán- ari upplýsingar veitir Fiemmlng Jessen í síma 95—1367 eöa 1368. (FréttatNkynnéng)

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.