Morgunblaðið - 11.05.1985, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 11.05.1985, Blaðsíða 14
' MÖEGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUil ll MAl 1985 Vesturlandabuar eru þeirrar skoðun- ar, að stjórnarhættir í Suður-Kóreu séu ekki til fyrirmyndar. Vegna þing- kosninga sem fram fórn í landinu í byrjun þessa árs bárust fréttir um heim allan af vandræðum stjórnar- andstæðinga. Einn foringja þeirra hafði verið landflótta í Bandaríkj- unum og sætti harðræði, þegar hann sneri heim rétt fyrir kjördag. Þá daga Skammt fyrir sunnan Seoul er Kóreska þorpið, eins og það er kallað, einskon- ar Árbær þeirra Kóreumanna. Þar mi sjá fornan húsbúnað og híbýli og auk þess menn eins og þi sem eru i myndinni og fagna niðurstöðu í fornum leik. sem ég dvaldi í landinu var hann__ frjáls ferða sinna og í blöðum birtust daglega fréttir af tilraun tveggja stærstu stjórnarandstöðuflokkanna til að sameinast. Daglega mátti einnig sjá forsíðumyndir af Chun Doo Hwan, forseta, þar sem hann kom fram við einhverja opinbera athöfn og gaf yfir- lýsingar um þjóðarhag, öryggismál og efnahagsframfarir. Þjóðarmetnaður endurreistur með gífurlegum hagvexti Hitækni er notuð hvar sem kostur er. Hér er unnið sð gæðamati í skipasmíöastöð. — eftir Björn Bjarnason Forsetahöllin i Seoul er falin á bak við gamlan hallargarð i mið- borginni. Ekki er ætlast til að óboðnir komi nálægt henni, lög- regla og hermenn standa á stræt- unum við bústað forsetans. Þar skammt frá er verið að breyta gamla þinghúsinu í safn, það er talið minna um of á nýlendutíma Japana. Forsetahöllin stendur við rætur hæðanna sem setja svip á borgina. Við ókum upp á þessa hæð. Sú hlið hennar sem snýr að höllinni er afgirt hernaðarsvæði og þar eru viðvaranir sem banna að ljósmyndir séu teknar af svæð- inu umhverfis höllina. Til skamms tíma var útgöngubann í Seoul frá miðnætti til klukkan 4 að morgni, en því hefur verið aflétt. Einn við- mælenda minna lét þess oftar en einu sinni getið, að mikil spenna væri í landinu, en ferðamaður verður hennar ekki var. Eftir aö herstjórn Bandaríkja- manna var úr sögunni, 1948, varð dr. Syngman Rhee forseti í Suð- ur-Kóreu. Undir lok ferils hans var litið á landið sem gjaldþrota og á framfæri Vesturlanda. Her- inn gerði byltingu 1961 og Chung Hee Park, herforingi, varð forseti. Hann stjórnaði til 1979 er hann féll fyrir kúlu úr byssu launmorð- ingja. Upplausnarástand skapað- ist og ekki komst aftur á ró fyrr en Chun Doo Hwan, herforingi, náði forsetavöldunum í sínar hendur í ágúst 1980. Stjórnarskránni var breytt og Hwan var endurkjörinn forseti samkvæmt nýjum stjórn- lögum í febrúar 1981. Hann hefur marglýst því yfir að hann ætli að hlíta þeim ákvæðum stjórnar- skrárinnar, að sitja aðeins i eitt kjörtímabil sem er sjö ár. Sam- kvæmt því verður efnt til forseta- kjörs í ársbyrjun 1988. Gífurlegur hagvöxtur Ég hitti enga stjórnmálamenn á ferð minni um Suður-Kóreu. En þeir embættismenn sem ég ræddi við lögðu einkum áherslu á tvennt: Mikilvægi kóreskrar menningar og hinar stórstígu framfarir sem orðið hafa í efnahags- og atvinnu- lífi landsins frá því að herforingj- ar komust til valda. Þá ræddi ég einnig við starfsmenn þeirrar stjórnarskrifstofu sem annast kóresk sameiningarmál, það er sameiningu Norður- og Suður- Kóreu. Þeir útskýrðu hugmyndir stjórnvalda um þróun mála í Norður-Kóreu, og þá einkum hve erfitt væri að átta sig á því hvað væri að gerast í lokuðu valdakerfi Kim 11 Sungs. Enginn gæti með nokkurri vissu sagt fyrir um það hvenær hann legði niður völd og hvort hann hefði afl til að fela syni sínum alræðisvald eftir sinn dag. Þegar herinn tók völdin var þjóðarframleiðsla á mann um 80 dollarar, eða um 3400 krónur, en er nú um 2000 dollarar, eða 84.000 krónur. „Eins og þú veist,“ sögðu embættismennirnir, „þá byggir menntun herforingja mjög á því, að þeir læra að gera áætlanir um stórt og smátt. Eftir að þeir kom- ust til valda hafa þeir beitt slíkum aðferðum við stjórn landsins. Það hefur skilað dágóðum árangri." Síðan 1962 hafa verið gerðar fimm-ára-áætlanir sem breytt hafa suður-kóresku þjóðfélagi úr bændasamfélagi í iðnaðarþjóð sem sækir nú fram á sviði há- tækni. Og stjórnarerindrekar benda á, að þetta hafi tekist þótt landið sé fátækt af auðlindum og miklum fjármunum hafi þurft að verja til landvarna. Á árunum 1%2 til 1983 var meðalhagvöxtur á ári 8,4%. Stjórnvöld í Seoul leggja mikla áherslu á að laða til sin erlent fjármagn og þá fáu daga, sem ég dvaldi í landinu, var skýrt frá heimsóknum fjölda erlendra gesta sem lögðu leið sína til höfuðborg- arinnar í því skyni að efla við- skipta- og efnahagstengsl. Má þar nefna Mats Hellström, utanríkis- viðskiptaráðherra Svía, sem hét þvf meðal annars að aðstoða Kóreumenn við að reisa kjarn- orkuver. Sömu sögu er að segja um Laurent Fabius, forsætisráð- herra Frakka, sem hét því að auki að franska stjórnin myndi ekkert aðhafast gagnvart Norður-Kóreu- mönnum nema eftir samráð við stjórnina í Seoul. Þá hefur Iac- occa, forstjóri Chrysler og ein skærasta stjarnan á himni banda- rísks viðskiptalífs, nýlega verið í Suður-Kóreu til að semja um sam- starf við Samsung-fyrirtækið um bílaframleiðslu. Enginn vafi er á því, að hinn gífurlegi hagvöxtur hefur breytt Suður-Kóreu úr landi á barmi gjaldþrots i segul fyrir þá sem vilja treysta sig efnahagslega i sessi. Áætlanabúskapurinn hefur markvisst miðast við það að ná í erlenda samstarfsaðila um leið og höft hafa verið lögð á eyðslu landsmanna sjálfra. Til skamms tima var til að mynda bannað að eiga litsjónvarp, einkabílaeign er takmörkuð og hömlur eru á ferða- lögum til útlanda í þvf skyni að spara gjaldeyri. í blöðum var skýrt frá þvi að embættismönnum sem eiga einkabíla væri bannað að nota þá einn dag í mánuði til að spara eldsneyti, þeir ættu að stilla utanferðum í hóf og ferðast á ódýrasta farrými nema staða og tilefni gæfi ástæðu til annars. Til marks um hinn öra vöxt í suður-kóresku efnahagslffi á sviði sem snertir okkur íslendinga má nefna úthafsveiðar kóreskra skipa. Þær hófust með ferð þriggja skipa á túnfiskveiðar á Indlandshafi 1957. Nú eru út- hafsveiðiskipin 615. Vöxtur flot- ans stöðvaðist á árinu 1978 þegar 200 milna efnahagslögsaga kom til sögunnar. Alls veiddu þessi skip 2,9 miiljónir lesta á árinu 1984. I þeirra hópi eru 234 úthafstogarar, sem veiddu 660.000 lestir árið 1984. Kóreumenn hafa heimild til að veiða 300.000 lestir af Alaska- ufsa í ár, en nýlega fengu íslend- ingar heimild til að veiða 6.000 lestir af þeim fiski. Kóreumenn gera út frá Argentínu og Kanarí- eyjum, svo aö dæmi séu nefnd, en alls hafa þeir gert fiskveiðisamn- inga við 12 ríki. Japanir eru stærstu erlendu kaupendurnir en Bandaríkjamenn næstir f röðinni, þannig að Kóreumenn eru keppi- nautar okkar á þessum mikilvægu fiskmörkuðum. öll útgerð er í höndum einkaaðila, sem skipta sjálfir á milli sin leyfilegum há- marksafla. Varðstaða um menningu Japanir gerðu harða hríð að kóreskri menningu á nýlenduár- unum 1910 til 1945. Siðan þeim lauk hafa tugir þúsunda banda- rískra hermanna dvalist í Suður- Kóreu, þeir reka eigið útvarp og sjónvarp sem nær til landsins alls. Eftir Kóreustríðið leituðu menntamenn til erlendra háskóla, einkum til Bandarfkjanna. Mér var sagt, að meira en 75% há- skólakennara f Kóreu væru menntaðir i Bandarikjunum. „Ef við hefðum haldið áfram á þessari braut hefðum við slitið tengslin við okkar eigin fortíð og menn- ingu,“ sagði einn forstöðumanna Akademíunnar um kóresk fræði. sem ég heimsótti i kyrrlátum fjalladal um 50 km fyrir sunnan Seoul. Akademiunni var komið á fót árið 1978. I stuttu máli er mark- miöið með starfsemi hennar þrf- þætt: 1) að endurreisa þjóðar- metnað; 2) treysta forsendur lýð- ræðis; og 3) efla trú manna á nauðsyn þess að standa vörð um fornar hefðir og menningu. Forstöðumennirnir sögðu, að á sjötta áratugnum hefði þjóðina skort allt sjálfstraust. Með bætt- um efnahag hefði það vaxið að nýju. Menntamenn væru almennt andvígir öllu þvi sem að her- mennsku lyti, en þeir yrðu að átta sig á staðreyndum og viðurkenna nauðsyn öflugra landvarna gegn yfirgangsöflunum f norðri sem vildu fórna öllu á altari kommún- ismans. Sérhver sjálfstæð þjóð yrði að standa vörð um grundvall- aratriði, hún þarfnaðist landvarna og stöðugleika. Þvi væri ekki að leyna, að stúdentar í Suður-Kóreu hefðu jafnan verið í broddi fylk- ingar þegar drægi til tfðinda á stjórnmálavettvangi og jafnvel stuðlað að upplausn. Ekkert þjóð- félag stæðist til lengdar, ef stúd- entaóeirðir næðu að magnast og þær leiða til stjórnleysis. Til að takast á við vandamál samfélags- ins þyrftu menn að hafa öðlast pólitiskan þroska. Voru þeir i akademfunni bjart- sýnir um að þeir hefðu erindi sem erfiði. Störfum hennar hefði verið tekið með varúð í fyrstu, en stofn- unin siðan áunnið sér traust bæði innan lands og utan sem eftirsótt fræðasetur. Væru Japanir til að mynda með ráðagerðir um að koma svipaðri stofnun á fót. Eitt helsta verkefni akademiunnar á fræðasviðinu er að semja og gefa út risavaxna kóreska alfræðiorða- bók. Hvert stefnir? Hér hefur í fjórum greinum ver- ið leitast við að fræða íslenska les- endur um fjarlæga þjóð sem sjálf lítur þannig á, að hún sé síður en svo metin að verðleikum. Þjóð sem byggir á fornum og glæstum menningararfi, en hefur mátt þola miklar raunir á þessari öld og ætl- ar nú á fáeinum áratugum að taka stökk sem skipar henni f fremstu röð. Hinni metnaðarfullu sókn verður að verulegu leyti fullnægt gangi ólympfuleikarnir 1988 að óskum. Eftir það munu Suður- Kóreumenn vafalaust telja sig hafa hlotið verðugan sess í sam- félagi þjóðanna. En þeir halda áfram að lifa f skugga öflugra nágranna, Kinverja, Japana og Sovétmanna. Á meðan ekki tekst að sameina þjóðina undir öðru stjórnskipulagi en hinu kommún- íska munu þeir óska eftir nærveru bandaríska hersins i landi sinu. Hingað til hafa þeir litið svo á, að Bandaríkjamenn séu i Kóreu tií að gæta pólitiskra hagsmuna hins frjálsa heims, en ekki beinlínis til að gæta bandariskra þjóðarhags- muna; á Kyrrahafi nái þeir tæp- Iega lengra en að eyjunni Guam. Jimmy Carter, forveri Reagans í Hvita húsinu, ætlaöi að fækka bandarísku hermönnunum i Suð- ur-Kóreu verulega en féll þó frá þeim áformum. Veruleg breyting er að verða í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.