Morgunblaðið - 11.05.1985, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 11.05.1985, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. MAl 1985 27 gerði sér grein fyrir að Cental var á tímamótum. „Við vorum farnir að fást við ýmiss konar sam- skipta- og fjarskiptatækni eins og kapalsjónvarp og videosendingar á texta, en yfirmenn fyrirtaekisins vissu ekki nægjanlega hver tækni- þróunin var.“ Þá voru fimm eða sex tölvur til i aðalstöðvum fyrir- tækisins. Einn notandinn var að- stoðarforstjóri í markaðsdeild- inni, en hann fór að sýna Reuss hvað hægt væri að gera með slíkri smátölvu. Reuss sá strax hvaða möguleika notkun þessara tækja bauð upp á og í dag eru um 100 örtölvur í aðalstöðvum fyrirtækis- ins, en þar vinna um 400 manns. Annars staðar í fyrirtækinu eru á milli 500 og 600 örtölvur sem verk- fræðingar og stjórnendur nota! Eins og margir aðrir stjórnend- ur notaði Reuss einkatölvu fyrst heima hjá sér, Apple II Plus. Eftir um mánaðar notkun var hann orð- inn sæmilega fær um að nota for- rit eins og töflureikninn Visicalc, heimilisbókhaldið Home Account- ant og ritvinnsluforritið Home Word. Síðan hóf hann að læra for- ritun í BASIC. Fljótlega fór hann að setja fjárhag fyrirtækisins í forritin sín heima. Þar með sá hann að nauðsynlegt var að hafa aðra tölvu á skrifstofunni til að hægt væri að vinna líkön á staðn- um og það á stundinni. Hann kynnti notkun sína ekki fyrir öðr- um stjórnendum fyrirtækisins en flestir tóku þó eftir Apple-tölv- unni á skrifstofunni. Reuss sýndi spurningum þeirra sllkan áhuga að einn þeirra fór strax og keypti Apple-tölvu. Annar pantaði slíka í jólagjöf frá konunni sinni. Hann fékk hana þó aldrei þannig því að Reuss lét fyrirtækið setja upp tölvur hjá öllum aðalstjórnendum þess. Reuss losnaði með þessu við þá áhættu að hugmynd hans um tölvunotkun yrði hafnað. Nú þegar er um þriðjungur þeirra sem hann fékk þannig í hendur tölvur, mun áhugasamari notendur en hann sjálfur og margir komnir mun lengra á veg en hann. Stefna fyrir- tækisins í tölvumálum hefur einn- ig breyst við þetta. Einu sinni voru stjórnendur heldur á móti slíkri notkun, en nú er öllum um- sóknum um öflun slíkra tækja tek- ið vinsamlega, en þó með aðgát. Notkun æðstu yfirmanna virðist oft hafa mikil áhrif á þá sem neð- ar eru staddir í stórfyrirtækjum. Notkun Stampers hjá Boeing hafði að visu ekki veruleg áhrif á heildartölvunotkun fyrirtækisins þar sem hún var það mikil fyrir. En áhugi hans dreif þó með ýmsa yfirmenn sem voru áður tregir til. Margir af yfirmönnum fyrirtækj- anna eru komnir á fimmtugsaldur og þeim finnst mörgum erfitt að hugsa sér sig sem notendur þess- arar nýju tækni. Þegar Stamper sagði einkaritara sínum að hann væri að fá einkatölvu, sagði hún: „Þú færð mig aldrei til að koma nálægt svona tæki.“ Eftir að leið- beinandi frá IBM kom til Stamp- ers og kenndi honum notkun tölv- unnar í nokkur skipti leið ekki á löngu þar til einkaritarinn var farinn að gægjast yfir öxlina á leiðbeinandanum og eitt sinn er Stamper var kallaður burtu í slík- um tíma, notaði einkaritarinn tækifærið og spurði sjálf leiðbein- andann. Hún hefur nú bitið á agn- ið ef svo má segja og notar einka- tölvu af miklum móð og er að sögn Stampers orðin liprari en hann. Flestir æðstu yfirmenn stórfyr- irtækja sem hafa gefið sér tíma til að læra á smátölvur, segja að áhrifin á fyrirtækið séu frá þeirra sjónarmiði ekki endilega númer eitt. Það séu áhrifin á framleiðni þeirra sjálfra sem eru þeim efst I huga. Allir tala um breytingu til batnaðar. Sumir telja að þeir hafi mun meiri sveigjanleika I starfi og betri yfirsýn. Aðrir mun nákvæm- ari og hraðari töku ákvarðana. Að lokum eru allir sammála að einka- tölvan sé geysilega öflugt hjálp- artæki þeim stjórnanda sem gefur sér tíma til að læra á hana. ...Og Myndbönd Sæbjörn Valdimarsson Englaryk (Desperate Lives) Leikstjóri: Robert Lewis. Aðahlut- verk: Diana Scarwid, Dough McKeon, Helen Hunt, William Windom, Art Hindle, Tom Atkins, Sam Bottoms, Diane Ladd. Banda- rísk frá Lorimar, gerð fyrir sjónvarp 1982. 100 mín. Það er rétt að vekja athygli á nýútkomnu myndbandi, sem nefn- ist á alhýra málinu Englaryk, (Desperate Lives). Því fer fjarri að um nokkra stórmynd sé að ræða, meira heldur fjallar hún á hreinskilinn hátt um efni sem brýn nauðsyn er að vakað sé yfir, hið ískyggilega eiturlyfjavandamál unglinga. Söguhetjurnar eru systkin, hann (McKeon), fimmtán ára, en hún Diane Ladd, tveimur árum eldri. McKeon er byrjaður að reykja mariuana af fullum krafti og sekkur æ dýpra í ýmsa vímu- gjafa uns hann brjálast af völdum englaryks. Ladd er svo gott sem farin sömu leiðina er hún hendir sér út um glugga í æðiskasti sök- um neyslu heimatilbúins engla- ryks unnustans. Hún nær að rífa sig út úr eiturlyfjaneyslunni á meðan litli bróðir stefnir hraðbyri eitur í átt til tortímingar. Myndin lýsir aðdraganda og af- leiðingum eiturlyfjaneyslu á óhugnanlegan hátt. Hún sýnir einnig áhuga- og grandvaraleysi foreldra og skólayfirvalda á þess- um bölvaldi, þau loka augunum fyrir honum og afsaka sig með þvi að segja að ástandið sé óviðráð- anlegt og sist verra í þeirra skóla en öðrum í Bandaríkjunum. Ein manneskja tekur þó á vandamálinu, nýráðin kennslu- kona sem misst hefur unnusta sinn í eitrið. Hún berst með oddi og egg, sérstaklega fórnar hún kröftum sínum í þágu McKeons, sem minnir hana á litla bróður hennar. En það er ekki fyrr en eftir ægilegar fórnir ungmenn- anna að augu foreldra, kennara og nemenda opnast fyrir þessu risa- vaxna vandamáli og eftirminni- legar aðgerðir kennslukonunnar. Líkt og tekið var fram í upphafi, þá er enginn stórmyndar glans yf- ir Englaryki. Sagan er sögð á lát- lausan en þó áhrifaríkan hátt. Ég er þess fullviss að á þennan beinskeytta hátt geti hún opnað augu unglinga sem foreldra þeirra fyrir þessum óhugnanlega vágesti sem þegar er farinn að höggva skarð i raðir okkar efnilegu ung- menna. Ég hvet því alla sem vilja halda vöku sinni gegn stórsókn eiturlyfja að gefa Englaryki gaum og gjarnan mætti sýna hana í sjónvarpi, þó enn frekar skólum. Minnumst þess að við vitum ekki hvenær háskinn knýr á okkar eig- in dyr. laugardag ffrá kl. 13 til 18 Viö kynnum fjóra OPKL bíla á bílasýning- unni í BILVANGSSALNUM á laugar- daginn: OPKL KADKTT, sem valinn hefur veriö sem bíll ársins 1985, OPKL ASCONA. sem fullnægir flestum kröfum bílaáhugamannsins, OPKL RKKOWD bílinn sem sker sig hvarvetna úr, og OPKL CORSA, smábílinn sem allir falla fyrir. OPKL bílarnir eru frábær hönnun frá ÞÝSKALANDI. Þeir eru traustir og þægilegir fyrir farþega og ökumann. Hiö straumlínulagaöa útlit þeirra eykur snerpu og sparar eldsneyti. Á bílasýningunni á Höföabakka 9 kynnum viö þessa bíla. Viö bjóðum þeim sem vijja upp á reynsluakstur. Svo erum viö einnig aö sjálfsögðu til viöræöu um viöskipti, og neynum aö koma til móts viö þarfir hvers og eins í þeim efnum. BiLVANGUR st= HÖFDABAKKA 9 5ÍMI 687300 J
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.