Morgunblaðið - 11.05.1985, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 11.05.1985, Blaðsíða 21
MORGUNBLADIÐ, LAUGARDAGUR 11. MAÍ 1985 21 Bænadagur Þjóðkirkjunnan Beðið fyrir börnum fæddum og ófæddum Nú á sunnudag er hin árlegi bænadagur kirkjunnar. Biskup hefur valið sem sérstakt fyrir- bænaefni dagsins: Bæn fyrir börn- um, fæddum og ófæddum og fram- tíð þeirra. Er það í samræmi við ár æskunnar, en á vegum Sameinuðu þjóðanna er nú gert átak til lið- sinnis og líknar uppvaxandi kyn- slóðum. Biskup hefur skrifað prestum landsins og óskað þess að á bæna- daginn fari messugjörð fram í sem flestum kirkjum landsins. Þar sem prestar komast ekki yfir það vegna fjölda kirkna i prestakallinu er þess óskað að leikmenn stýri þar guðsþjónustu og bænagjörð. Herra Pétur Sigurgeirsson segir ennfremur í bréfi sínu: Þrátt fyrir stórstígar framfar- ir tækni og vísinda til bættra lifskjara og öryggis virðist ábyrgð á velferð mannkyns og lotning fyrir lífinu ekki hafa vaxið að sama skapi. Hungurvof- an kemur harðast niður á börn- unum og miskunnarleysið i heiminum bitnar mest á þeim. Barn er ekki aðeins barn, þeg- ar það er í heiminn borið, heldur þegar konan verður barnshaf- andi. Vernd barnsins byrjar því í móðurkviði, þegar nýtt líf verður til. Sú þróun á sér nú stað, að réttur barnsins til lífs er eigi virtur sem skyldi. Það er ugg- vænlegt. Félags- og tilfinninga- legar ástæður, sem oft taka skjótum breytingum, mega ekki koma í veg fyrir það, að barnið fái að lifa. Þjóðfélaginu ber skylda til að taka á sig ábyrgð með móðurinni svo að hún standi ekki ein í þeim vanda á örlagastund, sem hún ræður ekki við. Helgi mannlegs lífs, að standa vörð um lífsrétt ófæddra barna, er öllum mönnum sam- eiginleg. Börn og unglingar eru í mikilli þorf fyrir, að njóta handleiðslu hinna eldri, að þeim sé miðlað af reynslu og visku genginna kyn- slóða. Það þykir sjálfsagt að fylgja barninu sínu i skólann er það byrjar skólagönguna og velja því bestu leiðina framhjá hættum í umferðinni. Eins og börnum er nauðsyn á að fá vegs- ögu í villigjörnum og hættufull- um heimi, mega þau síst vera afskipt í þeirri grein er sálar- heill þeirra varðar. Reynsla lífs- ins og trúarinnar hefur kennt okkur, það að á við hvert barn, sem skrifað stendur: „Fræð þú sveininn um veginn, sem hann á að halda og á gamals aldri mun hann ekki af honum víkja.“ (Orðskv. 22:6.) Eins og brum trjánna og blóm í varpa verða að fá birtu og yl til að vaxa þurfa börn á kærleika og umhyggju að halda til þess að þroskast og gera þeim kleift að standa af sér hret lífsins og mót- læti, sem allir verða að mæta. Leggjum ekki ofurþunga freist- inganna á óharðnaðar herðar. í þjóðfélagi allsnægta er hættan mest að ofbjóða unglingum með lystisemdum nautna og skemmt- analífs. t leit að hamingju verkar eftirsókn í þá hluti líkt og hjóm eða sápubólur, sem springa við minnstu snertingu og hjaðna sem blekking. Æ koma mein eftir munað. Leiðum ekki yfir ungu kynslóðina böl áfengis og eiturlyfja, freistingr, sem hún getur ekki staðist. Biðjum, að okkur takist að hlúa að dýrmæt- asta gróðri landsins, svo hér „verði gróandi þjóðlíf með þverr- andi tár, sem þroskast á guðsrík- isbraut". Með bestu kveðjum og sumar- óskum. Bróðurlegast, Pétur Sigurgeirsson. TOLVUTÆKNI ÁOKKARVALDI Tölvudeild okkar er í daglegu sambandi viö öflugustu tölvufyrirtæki veraldar. Við bjóðum aðeins það nýjasta og besta í tölvubúnaði, og þjónustuna annast stór hópur snjallra fagmanna. Við veitum alhliða ráðgjöf, aðstoðum við val á réttum búnaði, önnumst kennslu og leiðbeiningar, ásamt fullkominni tækni- og viðhaldsþjónustu. Við byggjum á bví besta sem tölvuheimurinn þekklr, og fylgjum þér farsællega inn í framtíðina. Auglysingaþjónustan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.