Morgunblaðið - 11.05.1985, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 11.05.1985, Blaðsíða 52
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. MAÍ 1985 52 Mæðradagur á morgun Hvað er mæðradagurinn gamall? Annan sunnudag maímánaðar ár hvert er nú haldið upp á mæðra- daginn. Þá er annríki hjá blómasðlum, og börnin (einkum á dagheim- ilum) útbúa litlar gjafir eða telja vasapeningana aftur og aftur til að vita hvort nóg sé til fyrir litlum blómvendi fyrir mömmu. Að því er bezt er vitað á mæðradagurinn upptök sín í Englandi, en þar hefur fjórði sunnudagur í lönguföstu verið hátíðlegur haldinn sem mæðradagur, eða Mr ' hering Sunday, allt frá árinu 1607. Þá var það venja þar að böm. ,em bjuggu fjarri foreldrahúsum komu í heimsókn þennan þriðja sunnudag fyrir páska svo öll fjölskyldan gæti farið saman til kirkju. Seint og síðar meir breiddist þessi siður út til nýlendna Breta og þaðan til annarra landa. í Bandaríkjunum var dagsins fyrst minnst árið 1905. Þar var það Anna nokkur Jarvis sem eftir lát móður sinnar stakk upp á því að haldinn yrði sérstakur heiðursdagur fyrir allar mæður, eða Mothers Day. Þessum sið hefur verið vel tekið víða um heim, og frá árinu 1933 hefur það verið regla að halda upp á mæðra- ' daginn annan sunnudag í maí. Þrátt fyrir nokkra eftirgrennslan tókst mér ekki að komast að því hvenær mæðradagurinn var fyrst haldinn hér á landi, en vitneskja um það væri vel þegin. í tilefni dagsins ætla ég hér að birta tvær uppskriftir af mat, sem ég held að hver og einn geti lagað. Höfða ég þá sérstaklega til yngri kynslóðarinnar sem hefði ef til vill gaman af að gleðja mömmu á deginum hennar og sleppa henni við matseldina. Verzlanir eru opnar til kl. 4 í dag, svo það er engum vandkvæðum bundið að ná í hráefnið. Munið eftir blómum og servíettum á borðið. Og svo af stað. Góða skemmtun, og til hamingju með daginn mæður. „Schnitzel" Beinlausar sneiðar úr kálfa-, nauta- eða kindakjöti: 4 kjötsneiðar, um 150 gr. hver. 100 gr. hveiti, 1 egg, 3 mtsk. rasp, 2 mtsk. kókosmjöl, 3 mtsk. matarolía, 1 sítróna, kryddjurtir eftir smekk, lítill poki franskar kartöflur. Kjötsneiðarnar barðar flatar, kryddaðar vel báðum megin, og þeim síðan velt upp úr hveiti. Eggið hrært vel saman þar til freyðir, þá hellt á disk og hveiti-stráðum kjötsneiðunum velt upp úr eggjahrær- unni. Svo er kjötsneiðunum velt upp úr raspnum, sem kókosmjölinu er blandað út í, og sneiðunum þrýst vel ofan í báðum megin. Olían hituð á pönnu og sneiðarnar steiktar við miðlungs hita f um það bil 3 mínútur á hvorri hlið. Frönsku kartöflurnar meðhöndlaðar eins og segir til á pokanum. I » Sítrónan skorin í sneiðar og steinselju dreift yfír, síðan eru sítr- ónusneiðarnar lagðar ofan á kjötið. Salat er búið til úr einum litlum salathaus, 1 gulrót í sneiðum, eða nokkrum radísum, 1 litlum söxuðum lauk, 2 mtsk. olíu, 1 mtsk. ediki, salti og pipar. Öllu hrært saman í skál og aðeins kælt. Eftirréttur: Jarðarberjaís, Vi dós jarðarber (safínn látinn renna af, ekki notaður) 100 gr. flórsykur, safí úr einni sítrónu, lítið box jógúrt, 2 dl. rjómi. Allt sett í skál og hrært rösklega saman. Látið í frysti í eina klukku- stund. Afmæliskveðja: Einar Ólafs- son sextugur í dag er sextíu ára vinur minn Einar ólafsson verzlunarmaður, Borgarholtsbraut 51, Kópavogi. Á þessum tímamótum þykir mér rétt að líta til baka og fara laus- lega yfir þann kafla ævinnar sem að baki er við þessi tímamót um leið og ég árna honum heilla og þakka honum trygga samfylgd á liðnum árum. Einar er í beinni og óbeinni merkingu vormaður. Þeg- ar fyrstu rótarsprotar vorsins eru að boða komu sumarsins og yndis- legasti árstíminn fer f hönd á hann sinn afmælisdag. Að Einari standa traustir ætt- stofnar, en foreldrar Einars voru hjónin Guðrún Björg Ingvarsdótt- ir, Pálmasonar alþingismanns, Ekru, Neskaupstað, og Olafur H. Sveinsson, Ölafssonar alþingis- manns, Firði í Mjóafirði. Frá fæð- ingu til 10 ára aldurs dvelst Einar með foreldrum sínum eystra við umhyggju og mikið dálæti (hann er einn 12 systkina), þá fluttu þau búferlum til Reykjavíkur. Á leið- inni þangað á skipi með viðkomu á Hornafirði var drengnum komið til sumardvalar. Hér varð að vísu um lengri dvöl að ræða því hann ílentist þar og átti þar heimili meira og minna til 17 ára aldurs, hjá þeim sæmdarhjónum Valgerði Sigurðardóttur og Guðmundi Jóelssyni að Hoffelli í Nesjum. Oft hef ég heyrt Einar dásama þann tíma og þær minningar sem hann á frá þessum slóðum. Er gaman að geta þess hér að fyrir nokkrum árum fór Einar ásamt fleirum, sem áttu til fósturs að telja i Hoffelli, austur f Nes til að endurbyggja einkakirkju óðalsins með afkomendum þeirra Guð- mundar og Valgerðar, til minn- ingar um gott fólk og liðna tíð. Þannig held ég að Einari hafi fundist að best væru goldin fóst- urlaunin. Aftur lá leið Einars til Reykja- víkur og f foreldrahús að nýju. Hann hóf nám í Gagnfræðaskóla Austurbæjar 1941 og lauk prófi sem gagnfræðingur frá MR 1943. Seinna lá leiðin í Loftskeytaskól- ann. Burtfararprófi frá þeim skóla lauk hann 1948. Ef horft er til baka verður ljóst að það er fleira sem gerðist þetta ár og ekki ómarkvert, því að á þessu ári gerir hann ævisamning við sína ágætu eiginkonu, Hansínu Þorkelsdóttur, Sigurðssonar, skipstjóra, Siglu- firði, sem gefið hefur honum trygga fylgd gegnum lífið síðan og búið honum gott heimili. Börn þeirra eru 10 talsins, 6 synir og fjórar dætur þau 37 ár sem eru síðan þau stofnuðu heimili hafa þau lengst af átt heima í Kópavogi eða frá 1954. Fyrst í leiguhúsnæði, síðan fluttu þau í stórt einbýlishús sem þau byggðu við Fífuhvamms- veg en nú búa þau við Borgar- holtsbraut svo sem fyrr er að vik- ið. Þar er hátt til lofts og vítt til veggja og umhverfi allt hið ákjós- anlegasta. Aldei hefur Einar farið dult með stjórnmálaskoðanir sínar. Hann telur sig vera framsóknar- mann og hefur alla tíð dáð hug- sjónastefnu samvinnuhreyfingar- innar sem hefur að markmiði fé- lagslega samhjálp og uppbyggingu þeirra sem henni tengjast. Á ' Seoul^ Nýjung á Islandi! Kim og Tim bjóöa uppá 100 tegundir frábærra austurlenskra rétta. Höfum nú aftur hina Ijúffengu Kims stór- borgara. Sjáum um mat tyrir hvara konar •inkasamkvaami. Kóreskur veitingastaöur Síðumúla 3, •Imi 35708. Hvítir mávar 10. sýningarvika Nú sýnd í: Regnboganum Reykjavík Dalvíkurbíói Dalvík Egilsbúð Norðfirði, og á næstunni á Egilsstöðum, Eskifiröi, Reyðarfiröi, Fáskrúðsfiröi og Vopnafiröi. Senn fer sýningum aö fækka í Reykjavík en fjölga á lands- byggðinni. Missið ekki af þessari einstöku mynd. ........Skínandi— SUMARTÍMI Frá 13. maí til 15. september veröa skrifstofur okkar opnar frá 8.30 til 16.30. TRVGGINGAMIÐSTODIN P AÐALSTRÆTI 6-101 REYKJAVÍK - SÍMI 26466 ■■I ——————— Miöaverö 190 kr. r
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.