Morgunblaðið - 11.05.1985, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 11.05.1985, Blaðsíða 41
MORGUNBLAEHÐ, LAUCARDAGUR 11. MAl 1985 Leifur Dagur Ingi- marsson — Minning Fæddur 11. janú&r 1965 Dáinn 5. maí 1985 Við sviplegt fráfall æskun.anns, sonar vinkonu, vil ég festa nokkur kveðjuorð á blað. Lögmál lífs og dauða eru okkur skammsýnum mönnum hulin. Elskaður drengur, sem sá dagsins ljós við erfiðar að- stæður í lífi móður sinnar, er brottkallaður á sársaukafullan hátt. Tilgangslaust er að spyrja hvers vegna, aðeins taka því sem að höndum ber með æðruleysi. Eftir situr minning um góðan dreng sem varpaði birtu inn í líf sinna nánustu og vakti gleði þar sem hann fór. Mig setti hljóða er fregnin um slysið innan við þorpið á Þingeyri við Dýrafjörð barst mér síðastlið- inn sunnudag. Tveir ungir piltar höfðu snemma að morgni þess dags verið á vélhjóli skammt frá byggðinni, kastast út af veginum í grýtta fjöruna og annar þeirra, Leifur Dagur Ingimarsson, látist samstundis. Félagi hans, Sævar Guðmundsson frá Þingeyri, vann það afrek að komast illa brotinn drjúga leið til að gera viðvart um slysið. Hann er nú í sjúkrahúsi hér í borg á batavegi. Sævar hefur af þessum atvikum kynnst því, sem við raunar öll megum vita, að aldrei er nema hársbreidd á milU lífs og dauða. f minningunni sé ég Leif Dag fyrir mér á fyrstu æviárum hans hér í Reykjavík. Bráðfallegur drengur og greindarlegur, hrif- næmur og þá þegar eftirsóttur til leikja. Það fylgdi honum kraftur og dugnaður og hann hreyfði við umhverfi sínu. Við vini móður sinnar var hann djarfur í máli, gat haldið fast á sínu og verið spurull, því hann vildi einfaldlega vita hversvegna og varð þá stundum að vonum smátt um svör. Þó ég sæi hann lítt síðar veit ég að þessir voru eiginleikar hans alla tíð. Leifur Dagur fæddist á Sólvangi í Hafnarfirði 11. janúar 1965 son- ur hjónanna Rögnu Steinunnar Eyjólfsdóttur og Ingimars Guð- jónssonar, var hann þriðja barn þeirra. Elstur var Guðjón Yngvi + Faöir okkar og afi, GUÐMUNDUR ALBERT ÞÓRARINSSON, Sfangarholti 36, andaöist í Borgarspítalanum miövikudaginn 8. maf. Elfnborg Guömundadóttir, Ingimundur Eymundaaon, Þórarinn Guömundsson, Klemenz Guömundsson, börn og barnabörn. t SÓLVEIG SIGURBJÖRG SÆMUND8DÓTTIR, Kvöldúlfsgötu 11, Borgarnasi, lést í Sjúkrahúsi Akraness miövikudaginn 8. maf. Jón B. Ólafsson, Kristrún Jóna Jónsdóttir, 8asmundur Jónsson. + Móöir mfn, MARGRÉT EINARSDÓTTIR fré Noröurgaröi, Vastmannaayjum, lést á Elliheimilinu Grund 9. maí. Fyrir hönd vandamanna, Guöfinnur Jónsson. Móöir okkar. + ANNA JÓSEPSDÓTTIR, andaöist í Borgarspítalanum þrlöjudaginn 30. april sl. Jaröarförin hefur fariö fram. Helga Þoratainsdóttlr, Indriói G. Þorsteinsson. + Systir mín, LÓA INGA LEAVE, lést á heimili sfnu í Sedro Woolly, Washington, 7. maí sl. Fyrir hönd móður minnar og systkina, Hans Árnaaon. + Innilegar þakklr fœrum viö öllum þeim er sýndu okkur samúö og vinarhug viö andlát og mlnningarathöfn um son mlnn, fööur, tengdafööur, afa og bróöur, SVEIN BEN AÐALSTEINSSON. Svava Staf ánsdóttir, Jón Ban Sveinsson, Jóhanna Halldórsdóttir, Jónfna Kristal Jónsdóttir, Snœbjörn Aóalsteinsson, Þórdfs Aóalstainsdóttir, Kristborg G. Aöalstainsdóttir, Stafán Aóaleteinsson, Sassalja Aöalsteinsdóttir, Anna Aðalstainsdóttir. sem dó rúmlega ársgamall 1961. Þá var Kristvin Yngvi, fæddur 1962, nú til heimilis í Stykkis- hólmi en ólst að mestu upp hjá móðurforeldrum sínum. Tvö hálf- systkini áttu þeir bræður að föð- urnum, Láru sem er nær þrítugu og býr í Reykjavík og Gunnar sem á heima á Sauðárkróki. Um það leyti sem Leifur Dagur fæddist slitu þau Ragna og Ingimar sam- vistir. Hann var hljómlistarmaður að atvinnu en bjó við vanheilsu og lést árið 1978. Foreldrar Ingimars eru hjónin Elín Jónsdóttir frá Broddanesi og Guðjón Magnússon fyrrum bóndi að Miðhúsum í Fellshreppi en nú um langt skeið við smíðar í Reykjavík. Að Gillastöðum i Reykhólasveit var Ragna móðir Leifs Dags borin og barnfædd. Móðir hennar, Her- mína Ingvarsdóttir, var ættuð úr, Húnavatnssýslu en faðir hennar er Eyjólfur Sveinsson úrsmiður og bóndi á föðurleifð sinni, Gillastöð- um. í hinni undurfögru Reykhóla- sveit á heimili afa síns og ömmu og með Ingvari móðurbróður sín- um undu flest börn Rögnu á sumr- um. Á þeim slóðum áttu þau mest- an frændgarð og þar áttu þau dýpstar rætur. Hermína féll frá fyrir fáum árum en Eyjólfur dvelst á hjúkrunarheimili í Reykjavík á tíræðisaldri og Ingvar er fluttur suður. Það geta verið áhrifin frá sumrunum á Gillastöð- um sem ollu því að Leifur Dagur var lengst með hugann við að verða bóndi enda þótt líf hans tæki stefnu á önnur mið. Ragna giftist öðru sinni Hilm- ari Albertssyni sjómanni og eiga þau fimm börn, Albert 16 ára, Hjört 15 ára, Ásdísi Lilju 11 ára, Kára 9 ára og Hermínu Huld 4 ára. Heimili þeirra hefur staðið á nokkrum stöðum til sjávar og sveita. Lífsbaráttan getur verið hörð þegar barnahópurinn sem þarf að framfleyta er stór og iðu- lega verður að þræða staði þar sem atvinnu er að fá samhliða húsnæði fyrir fjölskylduna. Leifur Dagur fylgdi jafnan móður sinni og stjúpföður og voru þeir miklir mátar. Frá haustinu 1984 hafa þau verið búsett í Stykkishólmi og eiga þar hús á Skólastíg 13. I Stykkishólmi er fremur auðvelt um atvinnu bæði fyrir konur og karla, þar er gróin byggð og gott mannlíf. I litlu samfélagi eins og þar, verður gleðin jafnt sem sorg- in öllum sameiginleg. Ragna og Hilmar og börnin öll meta mikils þá samúð og aðstoð sem Stykkis- hólmsbúar hafa auðsýnt þeim undanfarna daga. Leifur Dagur lauk námi í grunnskóla og tók síðan 1. bekk í Vélskóla íslands. Hugði hann á frekara nám þar og miðaði að því að setjast í 2. bekk næsta haust. Hann hafði, milli tektar og tví- tugs, stundað tilfallandi vinnu við sjávarsíðuna i fiskiðnaði og við fiskveiðar. Fyrir tveimur árum vann hann slík störf á Þingeyri. Þar kynntist hann ágætri stúlku, Kristínu Sigurðardóttur, og 24. maí 1984 fæddist þeim dóttir. Þau tóku ekki upp sambúð en Leifur Dagur varð heimilisvinur hjá for- eldrum Kristínar, þeim Sigurðu og Sigurði Jónssyni á Þingeyri, þar sem mæðgurnar búa og litla telp- an, hún Sigurða Kristín Leifsdótt- ir, nýtur besta atlætis í móður- ranni. Litla dóttirin varð stolt föður sins. Sigurða Kristín er gjörvulegt og þroskamikið barn. Það er verð- ugt að geyma í minningunni hversu mikilli gleði hún veitti .inn í líf föður síns þann stutta tíma sem þau áttu samleið. Tilvist hennar breytti viðhorfum hans til manna og málefna. Hann varð fastari í rásinni og setti sér + Útför fööur okkar, afa og langafa, ■ EYJÓLFS FINNSSONAR, Rituhólum 4, veröur gerö frá Fossvogskirkju mánudaginn 13. maí kl. 15.00. Finnur Eyjólfsson, Bryndís Á. Siguróardóttir, Jón V. Eyjólfsson, Steina Hlín Aóalsteinsdóttir, Svanhildur Eyjólfsdóttir, Kjartan Guömundsson, Lilja Eyjólfsdóttir, Þórir Axelsson, Sigurgíslí Eyjólfsson, Ágúst fsfeld, Sigrfóur Júllusdóttír, Salbjörg Jeremíasardóttir, Siguröur Ágústsson, bamabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir sendum vlö öllum þeim sem sýndu okkur samúö og vinarhug viö andlát og útför eiginmanns míns, fööur okkar. tengdafööur og afa, GUÐMUNDAR EYSTEINSSONAR, Skriöustekk 15. Vigdia Ámundadóttir, Aöalsteinn Guömundsson, Sœvar Guömundsson, Dagný Guömundsdóttir, Eysteinn G. Guómundsson, Gráta Guömundsdóttir, Ásta Guómundsdóttir, Ragnheiöur Jóhannsdóttir, Ingólfur Jónsson, Auöbjörg Kristvinsdóttir, Friörik Jónsson, Jan Inge Lekve og barnabörn. + Hugheilar þakkir fyrir samúö og hlýhug viö andlát og útför móöur okkar, tengdamóöur, ömmu og langömmu, GUÐRÚNAR ERLINGSDÓTTUR Irá Skólavöllum 1, Selfossi. Sérstakar þakkir til lœkna og starfsfólks Sjúkrahúss Suöurlands og Ljósheima. Leifur Eyjólfsson, Ásdfs Guónadóttir, Erlingur Eyjólfsson, Bára Stefánsdóttir, Steinunn Eyjólfsdóttir, Gunnar Gunnarsson, barnabörn og barnabarnaböm. stefnumið. Líkt og Ragna móðir hans, sem er vel gefin kona og skáldmælt, hafði Leifur Dagur áhuga á þjóðmálum og þau ræddu oft af kappi auk annars jafnrétt- ismál sem fengu nýja vídd er hann tengdi þau tilveru og framtíð dótt- ur sinnar. *— Sumarið 1984 starfaði Leifur Dagur við Þörungavinnsluna á Reykhólum og gekk þá að matar- borði hjá afabróður sínum, ólafi bónda Sveinssyni á Grund. Hann sóttist eftir að ræða við hinn aldna frænda sinn, hlýða á atburði fyrri tíðar, fræðast um ættmenni sín, læra örnefni i átthögunum og glöggva sig á merkinu þeirra. Engu var líkara en hann væri að safna til sín arfleifð til að skila næstu kynslóð. En þó Leifur Dagur vildi tengjv . ast aftur í tímann var hann nú- tímamaður sem heillaðist af tækni og hraða. Han hafði stundað vél- hjólaakastur frá því hann hafði aldur til, farið í langferðir á hjól- inu og hann skildi það ekki við sig. Frá síðustu áramótum var hann ráðinn á togarann Framnes á Þingeyri. Þessa dagana voru breytingar á sókn togarans og Leifur Dagur notaði tímann á meðan til að undirbúa sig til meiraprófs í bifreiðaakstri. Ef ekki yrði af frekari veiðum vestra ætlaði hann að taka hjól sitt og halda til Stykkishólms og fá þar sumarvinnu. Á meðan eyddi hann ófáum stundum á hjólinu, léttur í skapi og bjartsýnn á lífið og tib " veruna, eftirsóttur sem fyrr af jafnöldrum og starfsfélögum því frá honum streymdi gleðin. Heima í Stykkishólmi var það tilhlökkunarefni að Leifur Dagur væri væntanlegur. Afi hans og amma i Reykjavík, en til þeirra varð honum tíðförult eftir að hann fór að fara ferða sinna á eigin spýtur, gátu átt þess von að hann skryppi snögga ferð suður. En á einni örskotsstund bregður sól sumri. ’C Stundum getur það sem virðist mestur missir borið í sér óbrot- gjarnan ávinning. Fátt er sárara en að sjá á bak æskufólki og þeim fyrirheitum sem því eru tengd. Á móti vegur að fegurstu minningar eru gjarnan um ungmennin. Megi það verða aðstandendum Leifs Dags huggun harmi gegn og lítil stúlka á Þingeyri vestur ná að skynja að nú getur faðir í sann- leika vakað yfir henni. Björg Einarsdóttir „í morgun sastu hér undir meiði sólarinnar og hlustaðir á fuglana * hátt uppí geislunum minn gamli vinur en veist nú, i kvöld hvernig vegirnir enda hvernig orðin nema staðar og stjörnumar slokkna*. (Hannes Pétursson) Við bekkjarsystkinin í Laugar- gerði kynntumst Dagga haustið 1979 er við hófum þar 8. bekkjar- námið. Daggi varð fljótt hvers manns vinur enda hress, glaður og gáskafullur drengur sem alltaf var til í gleðskap og fjör og skorti þá hvorki kjark né úrræðaleysí..- Hlutirnir voru einfaldlega fram- kvæmdir. Þannig var Daggi og eigum við margar góðar minn- ingar frá þessum tíma um góðan dreng. Vorið 1981 lauk svo Laug- argerði. Við tók lifsins skóli og leiðir skildu. Tuttugu ár eru ekki hár aldur en Daggi gaf mikið á þeim tfma og þó kynnin yrðu svo stutt varð það samt vinskapur sem ekki fyrntist þrátt fyrir að langur tfmi skildi oft að í seinni tíð að vinir gætu hist. Það er erfitt að sætta sig við að dagur sé kominn að kveldi þegar ungt fólk á í hlut. Fólk f blóma lífsins sem er að byrja lífið. í raun finnst manni að Dagur sé rétt að renna upp þegar kvöldið er svo skyndilega komið. Kæra móðir, bræður, litla dóttir og ástvinir. Megi Guð styrkja ykk- ur í sorginni. Gyða
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.