Morgunblaðið - 11.05.1985, Page 22

Morgunblaðið - 11.05.1985, Page 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. MAÍ1985 Á ári æskunnan Lífsvon — landssamtök tíl verndar ófæddum börnum — eftir Huldu Jensdóttur 13. apríl sl. var stofnfundur samtakanna Lífsvon. Tillaga und- urbúningsnefndar að stefnuskrá félagsins ásamt lögum þess var samþykkt og kosin fimm manna stjórn ásamt þremur í varastjórn. Allt frá árinu 1975, er ný fóstur- eyðingarlöggjöf tók gildi, hafa menn og konur látið til sín heyra í rituðu og mæltu máli og sitt sýnst hverjum, sem eðlilegt má teljast, enda viðkvæmt mál og vandmeð- farið. Einmitt þess vegna hefur það verið bagalegt, hvað umræðan hefur oft verið ómálefnaleg og dýpsti kjarninn sjaldnast snertur. A þeim tima sem liðið hefur frá árinu 1975 hafa einstaklingar, sem ekki hafa sætt sig við túlkun lag- anna í framkvæmd, rætt saman í stærri og minni hópum, þótt oft hafi liðið langur tími á milli. Sum- ir þessara einstaklinga hafa ekki haft hugmynd hver um tilvist annars, en eigi að síður staðið að málefninu á svipaðan hátt. Um- ræðan hefur þá gjarnan snúist um það, hvað hægt væri að gera til að styðja við bak þeirra fjölmörgu kvenna, sem samfélagið með af- stöðu sinni og hin frjálslsega um- fjöllun laganna hefur í raun þvingað til fóstureyðinga, á þeim blekkingargrunni, að slikt væri spor til frelsis og mannréttinda. Hins vegar hefur svo umræðan snúist um þá skyldu að standa vörð um lífsrétt hins ófædda og þá kaldhæðni að binda verði enda á líf barns í móðurkviði, því að vel- ferðarsamfélagið hafi engan samastað að bjóða litlu varnar- lausu manneskjunni, eða að litla manneskjan falli ekki að lífsáætl- uninni eða lífsmynstrinu, þar með talið skemmtanir, húsbyggingar, utanlandsferðir, menntabrautir svo eitthvað sé nefnt. Enda sé þessi litla manneskja hvorki eitt né neitt fyrr en miðtaugakerfið sé komið í gagnið — ekki þótt hjart- að sé farið að slá og litla mann- eskjan farin að hreyfa sig og finna til. Tilurð manneskju, þessa und- ursamlega sköpunarverks, er svo flókin og þvílíkt undur, að nútíma- vísindi vita, þrátt fyrir allt, harla litið enn, þótt þekkingunni á þessu sem og öðru hafi fleygt mjög fram nú hin síðari ár. Þegar fóstri er eytt, vitum við þvf mjög lítið, hvað verið er að gera, nema það aug- ljósa, að lff er hindrað og tekið fram fyrir hendur sköpunarverks- ins á freklegan hátt. Slfkt getur aldrei orðið til gæfu f neinni mynd, þótt fram hjá því verði ekki horft, að að þvf lifi, sem hér um ræðir og ber æðsti sess í lffs- framvindunni, er of oft staðið á óheppilegan hátt og ekki með þeirri reisn, sem því ber og því var og er ætlað. Fóstureyðingalögin frá 1975 hafa verið konum þung f skauti f orðsins fyllstu merkingu. Fram hjá því verður ekki komist, að þau eru þvingun á konur. Það er vitað, að stór hópur kvenna hefur farið og fer f fóstureyðingu beinlfnis vegna þrýstings frá vinum og vandamönnum, þar með talin fjöl- skyldan, foreldrar, eiginmaður, eldri börn, barnsfaðir ásamt fleir- um. Að leggja á herðar konunnar þá ábyrgð að hindra framgöngu þess lffs, sem með henni hefur kviknað, hlýtur að teljast rangt. Lög um frjálsar fóstureyðingar, eins og lögin eru framkvæmd á íslandi, eru móðgun við konur og Hulda Jensdóttir „Við viljum ekki missa sjónar á lífs- og mann- gildi. Við viljum ekki verða andleg vélmenni. Við erum af holdi og blóði og fínnum til. Við erum bræður og systur til að styðja hvert við annað.“ hrein svik samfélagsins við þær. Það frelsi, sem lögunum er ætlað veita, að mati einhverra, eru dul- búnir fjötrar. Hlutverk konunnar f lffsfram- vindunni hefur ávallt verið aug- ljóst og svo er enn. Fram hjá því verður aldrei komist. Þess vegna er það skylda löggjafarvaldsins, stjórnvaldsins og samfélagsins að veita nauðsynlegan stuðning. öll umræða um fóstureyðingu er út f hött, ef þessu er sleppt. Um leið og kona er barnshaf- andi, hefur hún skyldum að gegna gagnvart nýjum einstaklingi, þær sömu skyldur hefur barnsfaðir og samfélagið allt. Réttur barns til lífs í móðurlífi er skilyrðislaus. Sá réttur er eign barnsins. Barnið í móðurlífi á einnig rétt til verndar frá löggjafa, stjórnarfari og okkur, hinum almenna borgara. Því miður er svo komið, að hið heilaga lif, sem svo var kallað og eitt sinn átti sér f raun nær einn öruggan griðastað, móðurlffið, er nú þar orðið i hinni allra mestu hættu. Sá dvalarstaður er nú hættulegri en umferð stórborgar- innar, hættulegri en náttúruöflin, því flest eru nú mannslífin tekin f móðurlífi. Hvernig getum við, f landi alls- nægta sem raun ber vitni, verið svo fjandsamleg börnum? Hvers vegna fögnum við ekki hverju nýju lffi, bjóðum það velkomið og búum því stað með sæmd. Engin þjóð verður fátæk af þvf að leyfa börn- um sínum að lifa. Ekkert barn sem fær að lifa þarf að vera óvel- komið. Hendurnar eru margar sem vilja umvefja það, elska það, hlúa að þvf og búa þvf verðugan stað. Barnið í móðurlffi er þegar frá fyrstu byrjun lifandi einstakling- ur, ólíkur öllum öðrum, sem fyrr og sfðar munu dvelja þar og þaðan líta dagsins ljós. Barnið í móður- lífi er ekki hluti af öðrum lfkama, það er sjálfstæður einstaklingur, en að fullu og öllu háð þeim Iík- ama, sem geymir það. í árþúsundir hefur siðfræði lækna byggst á óskoraðri virðingu og lotningu fyrir lífinu. Hinn hippokratfski læknaeiður (Hipp- okrates d. 377 f.Kr.) kveður á um að vernda lff allt frá getnaði. Sá sami eiður var ftrekaður f Genf árið 1948 á ráðstefnu WHO (Al- þjóðaheilbrigðismálastofnunar). n... Ég heiti því að virða mannlíf öllu framar, allt frá getnaði þess, enda láta ekki kúgast til að beita læknisþekkingu minni gegn hug- sjón mannúðar og mannhelgi ..." Frá árinu 1959 höfum við yfir- lýsingu Sameinuðu þjóðanna um rétt barna á þessa leið: „ ... Vegna sálar- og líkamlegs þroskaleysis þarfnast börn sérlegrar réttar- verndar og umhyggju jafnt fyrir sem eftir fæðingu ... “ Á alheimsþingi lækna árið 1970, er allt þetta undirstrikað. Þar seg- ir að læknavisindin eigi að þjóna og vernda einstaklinginn frá getn- aði til grafar. Að þessu athuguðu er augljóst að fóstureyðing stríðir gegn sið- fræði og ætlunarverki lækna. Enda hafa læknar borið ótviræða virðingu fyrir lífinu og rétti manneskjunnar til lffs og lagt sig fram um að veita alla þá aðstoð sem mannlegt hyggjuvit hefur haft yfir að ráða og svo er enn. Þess vegna hlýtur það að teljast gróft brot gegn öllu velsæmi og mannréttindum þegar hið háa Al- þingi setur lög, sem f raun þvinga lækna og aðrar heilbrigðisstéttir til að vinna gegn betri vitund og heiti sem í þúsundir ára hefur ver- ið hornsteinn læknisfræðinnar. Lög hvers lands hljóta að hafa það að markmiði að styrkja og efla siðgæðis- og réttarvitund fólks, enda nauðsyn ef viðhalda á menningu og lífskrafti þegnanna. Lffið krefst réttlætis og virðingar, ef það er ekki fyrir hendi, er hrun á næsta leiti. Lög mega ekki brjóta niður siðgæðisvitund og þann þroska, sem því fylgir að takast á við vanda. Aðhald og að- stoð skapar tryggari og betri heim fyrir konur, fyrir börn, fyrir okkur öll. Samtökin Lffsvon vilja vinna að breyttu hugarfari. Vilja vinna að sameiningu fjölskyldunnar, að fjölskyldan með hjálp réttláts og víðsýns stjórnarfars öðlist þann Gísli Jónatans8on kaupfélagsstjóri í ræöustóli á aóalfundinum. HorgunblsðiS/Albert Kemp ByRging Kaupfélagsins á Fáskrúósfirói. FáskruðsQörðun 6,2 milljóna hagnaður á fyrirtækjum kaupfélagsins HAGNAÐUR af rekstri Kaupfé- lags Fáskrúósfiröinga árió 1984 nam kr. 83 þús., en hagnaóur Hraófrystihúss Fáskrúósfjarðar hf., sem er f eigu kaupfélagsins, varð kr. 6.114 þús. Samtals var því hagnaður fyrirtækja Kaupfélags Fáskrúðsfiróinga kr. 6,2 millj. árió 1984. Heildarfjármunamyndun fyrirtækjanna var kr. 13,2 millj. Þegar metin er afkoma ársins 1984 veróur aó hafa þaó í huga aó upp- haflegt stofnveró togaranna Ljósa- fells og Hoffells var aó fullu af- skrífaó í uppgjöri 1983 og er því fallinn út afskriftarlióur að fjár- hæó kr. 14 millj. skv. ársreikningi 1983. Fyrirtækin greiddu í vinnu- laun kr. 71,1 millj. til 478 manna sem komu á launaskrá. Velta fyrirtækjanna var kr. 356,1 millj. og hafði hækkað um 28% frá fyrra ári. Fjárfest var á árinu fyrir 9,2 millj. en helstu framkvæmdir eru þær að hafin er bygging 500 m* vélaverkstæðis og einnig er hafinn undirbúningur að endur- bótum á togurum félagsins. Sérmál aðalfundarins var þátttaka kvenna i Samvinnu- hreyfingunni. Framsöguerindi flutti Eygló Aðalsteinsdóttir og urðu góðar umræður um erindi framsögumanns. Ákveðið var að hefja útgáfu fréttabréfs og voru kosin í ritnefnd þau Eygló Áðal- steinsdóttir, Kristín Eide og Stefán Stefánsson. Úr stjórn átti að ganga Gunn- ar Jónasson en hann var endur- kosinn með öllum greiddum at- kvæðum. Gunnar er búinn að vera í stjórn félagsins í 15 ár, þar af formaður siðastliðin 10 ár. Eygló Aðalsteinsdóttir var endurkjörin varamaður í stjórn. Aðrir í stjórn eru Björn Þor- steinsson og Kjartan Sigurgeir- sson. Framkvæmdastjóri Kaup- félags Fáskrúðsfirðinga og Hraðfrystihúss Fáskrúðsfjarðar hf. er Gísli Jónatansson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.