Morgunblaðið - 11.05.1985, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 11.05.1985, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR II. MAÍ 1985 Jón Baldvin Hannibalsson, fyrsti flutningsmaður bjórfrumvarpsins: Ólafur með dylgjur í skjóli þinghelgi „ÉG STUNDA ekki umbods- eða eiga beinna fjárhagslegra hags- heildverzlun. Mitt eina umboð er frá fólkinu í landinu," sagði Jón Bald- vin Hannibalsson, fyrsti flutnings- maður bjórfrumvarpsins, er blm. Mbl. spurði hann í gær hvað hann vildi segja um þau orð sem Ólafur Þ. Þérðarson lét falla á þingi í fyrradag um hagsmuni ákveðinna þingmanna varðandi bjórfrumvarpið, mútu- þægni fréttamanna rfkisfjölmiðl- anna o.fl. Aðspurður hvort hann teldi að þingmenn ættu hagsmuna að gæta þegar bjórmálið væri annars veg- ar, sagði Jón Baldvin: „Ekki svo mér sé kunnugt um. Ásakanir Ó'.afs voru þrenns konar. Hann sakaði fréttamenn um að þiggja mútur, þingmenn almennt um að Fréttamenn mótmæla aódróttunum þingmanns: Rógur ÓLAFIJR Þ. Þórðarson alþingismað- ur hefur neitað að endurtaka utan Alþingis þau orð sín, að það hvarfli að mönnum vegna frétta af bjór- neyslu landsmanna, að fréttamenn ríkisfjölmiðlanna þiggi mútur. Ólaf- ur lét þessi orð falla í umræðum um bjórfrumvarpið á Alþingi í fyrradag. Stjórn Félags fréttamanna, sem í eru fréttamenn ríkisfjölmiðl- anna, samþykkti í gær svohljóð- andi ályktun: „Stjórn Félags fréttamanna mótmælir harðlega þeim aðdrótt- unum Ólafs Þ. Þórðarsonar al- þingismanns þegar hann segir að það hvarfli að sér að fréttamenn Ríkisútvarpsins þiggi mútur til að draga upp glansmynd af bjór- neyslu, væntanlega í þeim tilgangi að stuðla að framgangi bjór- frumvarpsins, sem nú er hart deilt um á Alþingi. Ólafi Þ. Þórðarsyni hefur verið gefinn kostur á að endurtaka þessi ummæli utan Alþingis, þar sem hann þarf að standa við þau. Því hefur hann hafnað. Það er rógur að drótta að fólki misferli í starfi án þess að finna þeim orðum stað, hvort sem þau eru látin falla á Alþingi eða ann- ars staðar. í því ljósi verður að skoða orð ólafs Þ. Þórðarsonar," segir í ályktun Félags frétta- manna. muna að gæta og flutningsmenn um að vera umboðsmenn ónafn- greindra aðila." Jón Baldvin sagði að Ólafur hefði farið með slíkar dylgjur í skjóli þinghelgi, að hefði hann lát- ið sömu orð falla utan þings hefði legið í augum uppi að krafist yrði rannsóknar, iafnvel farið í meið- yrðamál við Olaf. Ferming í Grindavík- urkirkju Fenning í Grindavíkurkirkju, sunnudaginn 12. maí, kl. 14. Fermd verða: Dagmar Björg Jóhannesdóttir, Borgarhrauni 5. Eydís Ármannsdóttir, Teigi. Erla Hjördts Ólafsdóttir, Baðsvöllum 8. Gerður Ólína Steinþórsdóttir, Mánasundi 5. Hjördís Guðmundsdóttir, Efstahrauni 18. Lilja Þórey Guðmundsdóttir, Staðarhrauni 14. Margrét Dögg Gylfadóttir, Hraunbraut 1. Rakel Erlingsdóttir, Leynisbrún 5. Sigríður Ragna Haraldsdóttir, Víkurbraut 14. Þorgerður Guðmundsdóttir, Vesturbraut 15. Þyrí Ásta Hafsteinsdóttir, Mánagötu 19. Elías Þór Pétursson, Leynisbrún 13. Eyjólfur Vilberg Gunnarsson, Heiðarhrauni 10. Garðar Sigurðsson, Borgarhrauni 8. Geirlaugur Blöndal Jónsson, Efstahrauni 2. Heimir Örn Hafsteinsson, Mánagötu 19. Hjalti Páll Sigurðsson, Selsvöllum 1. Hilmar Kjartansson, Borgarhrauni 15. Jóhann Þorgr. Hallgrímsson, Heiðarhrauni 30Á. Júlíus Magnús Sigurðsson, Austurvegi 45. Björg Örvar við eitt verka sinna. • • Björg Orvar sýnir í Nýlistasafninu BJÖRG Örvar heldur sýningu á mál- verkum í Nýlistasafninu við Vatnsstíg dagana 10.—19. maf, en sýningin opnauð föstudagskvöldið 10. maí. Þetta er önnur einkasýning Bjargar örvar hér á landi en síð- astliði haust sýndi hún mónóþrykk í Gallerf Borg. Björg nam við Myndlista- og handfðaskólann árin 1976—80 og síðan við listadeild Kaliforníuháskóla 1981—83. Öll verkin á þessari sýningu eru máluð með olíu og flestöll unnin á þessu ári. Sýningin verður opin daglega frá kl. 16-22. 37 Morgunblaðið/Árni Sæberg F.v. Guðvarður Gíslason, framkvæmdastjóri Gauks á Stöng, og Sigurþór Kristjánsson, Jónas Már Ragnarsson og Þorvaldur Óskarsson kokkar, sem sjá um matreiðslu saltfiskréttanna. Veitingahúsið Gaukur á Stöng: Saltfiskvika hefst á sunniidag Boðið verður upp á sérstakan saltfiskmatseðil auk hefðbundins matseðils VEITINGAHÚSIÐ Gaukur á Stöng hefur ákveðið að halda Saltfiskviku dagana 12. til 19. maf. Tilgangur með Saltfiskvikunni er að vekja áhuga á hráefninu, en fiskur hefur verið verkaður í salt síðan land byggðist. fslendingar eru þó aftarlega á merinni i mat- reiðslu þessa hráefnis, því salt- fiskur er yfirleitt alltaf borinn fram soðinn með kartöflum og floti hér á landi. Saltfiskur hefur verið ein af að- alútflutningsvörum íslendinga og hafa suðrænar þjóðir náð mun lengra en íslendingar í að mat- reiða hann. Gaukur á Stöng mun bjóða upp á sérstakan matseðil í tilefni Saltfiskvikunnar, auk hefðbund- ins matseðils. í forrétt verður hægt að velja um reyksoðinn saltfisk með piparrótarsósu og tarama-salat, sem er söltuð og reykt þorskhrogn. Aðalréttirnir verða fjórir: venjulegur íslenskur saltfiskur með floti eða smjöri, ofnbakaður saltfiskur, saltfiskur með skinku, lauk, tómat o.fl. og saltfiskur í tómat. Með þessu verð- ur boðið upp á vín frá Portúgal. Sölusamband íslenskra fisk- framleiðenda hefur látið prenta níu saltfiskuppskriftir og munu þær liggja frammi á Saltfiskvik- unni á Gauk á Stöng. Skeljungur hf.: Ný bensínstöð við Vestur- landsveg OLÍUFÉLAGIÐ Skeljungur hf. opnaði { gær nýja bensínstöð við Vestur- landsveg, rétt austan Höfðabakka. I frétt frá Skeljungi hf. segir m.a. að stöðvarhúsið sjálft sé tvídeilt, reist á sambyggðum kjallara. 1 öðr- um helmingi hússins er sjálf ben- sínstöðin, en i hinum svokallaður „akið-takið“ veitingastaður, þar sem boðið er upp á ýmsa smárétti. Þar verða einnig seldar vörur fyrir ferðamenn o.fl. Verslunin er rekin af Bæjarnesti og hefur verið ráðinn matreiðslumeistari til að annast starfsemi i eldhúsinu. Allar bensindælur eru undir stóru skyggni. Á stöðinni eru einnig rúm- góð þvotta- og þurrkstæði og verður hægt að fá ylvolgt vatn til bílaþvotta þegar kólnar. Snjóbræðsla er í hluta þvottastæðanna og einnig hefur ver- ið komið fyrir háþrýstidælu. Bæjarráð Húsavíkur og sýslunefnd Suður-Þingeyjarsýslu: Gáfu peninga til bókakaupa BÆJARRÁÐ Húsavíkur og sýslu- nefnd Suður-Þingeyjarsýslu komu saman til funda hinn 30. apríl sl. Á fundum þessum var samþykkt i tilefni aldarafmælis Jónasar Jónssonar frá Hriflu hinn 1. mai að heiðra minningu hans með því að gefa annars vegar Héraðsbóka- safninu á Húsavík og hins vegar Lestrarfélaginu í Kinn í Ljósa- vatnshreppi peningafjárhæðir til bókakaupa. 'SCI Nýja bensínstöðin við Vestnrlandsveg. Morgunbl«ði6/Árni s«berg Dregið í happdrætti hjálparsveita skáta DREGIÐ var í stórhappdrætti Hjálparsveita skáta fimmtudaginn 9. maí. Upp komu eftirtalin vinningsnúmer: Fiat Uno-bifreiðir. 0307-6105 4925-1807 6611-0346 7890-5018 1240-4883 5010-4907 6785-7178 8100-3971 3903-8587 5101-2526 6886-3880 9140-8368 4613-8708 5598-0136 7620-1846 Sharp Vc481 myndbandstæki 0065-0781 3071-8704 4288-2313 7619-7075 0396-1745 3096-5094 4802-9019 7623-4973 0502-4080 3367-8002 5434-2926 7882-0926 0846-2518 3375-5007 5912-4013 7949-4364 1146-0127 3451-3619 6113-3313 8048-0601 1789-8620 3585-7788 6320-3416 8123-9363 2605-2688 3910-2765 6527-9320 8515-3447 2910-3453 3922-4356 6779-5652 8764-6165 3056-4014 4089-6198 6933-0193 8842-9788 3066-6674 4117-2061 7614-7817 9999-0762 Sharp R 6200 örbylgjuofnar 0168-2911 3243-1658 5137-8059 7928-7539 0431-9656 3275-6549 5155-4906 8070-0032 0871-9209 3321-0051 5229-3553 8376-3248 0948-6992 4141-3107 5672-7159 9587-6021 1082-2483 4232-1273 5751-2822 9745-8243 1129-6963 4608-6392 6045-3837 9787-7505 1286-8650 4987-7617 6255-2484 9999-0759 2241-3864 5056-8768 6627-5205 9999-2160 3048-7818 5116-5918 6790-8953 9999-3382 3083-9935 5121-0204 7111-0877 9999-3403 (Birt án ábrrgáar)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.