Morgunblaðið - 11.05.1985, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. MAÍ 1985
47
mokkaskinnum. Þessi starfsemi
fór á stað í smáum stíl. Konur á
fimm bæjum í nágrenninu tóku
þátt í stofnun fyrirtækisins og
saumuðu flíkurnar. Fyrsta fram-
leiðslan fór í það að greiða upp
saumavélarnar, sem nú munu vera
skuldlausar.
Það er athyglisvert, að mokka-
flíkur frá þessu fyrirtæki, sem
sýndar voru á búvörusýningunni
sl. haust, seldust allar. Þarna virð-
ist því hafa verið byrjað á starfi
sem lofar góðu.
Sérvinnsla á dýrum
vörum úr þeli og togi
Tóvinnuhefð íslendinga er forn
og mikil. Það er vafalaust henni
að þakka að verulegu leyti, hve vel
rekstur á prjónastofum og sauma-
stofum, sem vinna ullarflíkur, hef-
ur gengið.
Það virðist ástæða til að staldra
við og athuga, hvort ekki megi
nýta tóvinnuhefð okkar enn betur
en gert hefur verið.
Gullfallegir munir hafa verið
unnir á öllum öldum íslands-
byggðar úr þeli og togi hvoru um
sig.
Tóvinnukonur, sem vinna úr ís-
lensku ullinni í dag, telja margar
hverjar, að sérkenni ullarinnar
skili sér þá fyrst vel, þegar búið er
að aðgreina hana í þel og tog og
hvort um sig er notað í þá hluti,
sem það hentar best í.
Fyrir hálfum öðrum áratug
voru gerðar umfangsmiklar til-
raunir með að aðgreina íslensku
ullina í þel og tog í vélum. Þær
tilraunir báru góðan árangur, en
vegna þess að þá var að hefjast
uppgangstímabil ullariðnaðar,
sem notaði ullina óaðgreinda, varð
ekki neitt um frekari þróun að
ræða á iðnaði, sem notaði að-
greinda ull.
Þess má geta, að sýnishorn af
varningi úr þeli og togi var sýndur
allvíða erlendis, og þar kom fram
verulegur áhugi hjá sérverslunum
í Bretlandi á að fá fallegar vörur
úr þeli til sölu. Það er ekki ólík-
legt, að slíkur áhugi sé víðar fyrir
hendi og að vinna megi slíkum
vörum góðan markað.
Þarna yrði um að ræða vörur,
sem krefðust tiltölulega mikillar
vinnu, en væru af svo sérstæðri
gerð, að þær gætu selst á mjög
góðu verði í sérverslunum. Þennan
möguleika þarf að kanna vel. Það
er nóg af konum með mjög góðan
smekk og mikla þekkingu á tó-
vinnu, sem hægt væri að fá til
samstarfs um verkefni á þessu
sviði, ef tekið væri á málinu af
áhuga.
f beinu framhaldi af þessu má
varpa fram þeirri spurningu,
hvers vegna tóvinnukonur í sveit
og við sjó taki sig ekki saman um
að efna til námskeiða í því að taka
ofan af ull í höndunum og vinna úr
þeli og togi af listfengi vel hann-
aðar vörur, sem settar yrðu á
sérmarkaði innanlands og erlend-
is.
Ef gangskör yrði gerð að því að
virkja þá þekkingu, sem til er í
landinu á þessu sviði, er vissulega
von um góðan árangur.
Höfundur er deUdarstjóri rið
Rannsóknastofnua landbúnaðar-
ins.
SVIPMYNDIR ÚR BORGINNI/Ólafur Ormsson
„Það tilheyrir upphafi sumars
að þrífa heimilisbílinn"
„Það tilheyrir upphafi sumars
að þrífa heimilisbílinn." Ekkert
varð úr þeirri frosthörku í lok apr-
ílmánaðar sem spáð var í veður-
fréttatíma sjónvarpsins næstsíð-
asta dag vetrar. Undanfarna daga
hefur verið samfelld veðurblíða í
borginni og hafa komið ágætir
dagar með gróðurskúrum. í Norð-
urmýrinni og víðast hvar í borg-
inni er gróðurinn að taka við sér
og varla er mjög langt þar til hann
skartar sínu fegursta. Sumarið er
komið með sólskinið í farangrin-
um og flokkar framhaldsskóla-
nema fara um stræti og torg í
skrautlegum klæðnaði og einn
slíkur fór einmitt niður Banka-
strætið síðasta dag aprílmánaðar
með ærslum og minnti viðstadda á
vorið og sumarið. Söluvagnarnir á
Lækjartorgi eru komnir á sína
staði og sumri er almennt fagnað.
Það birtir yfir mannlifinu og far-
fuglarnir eru að tinast til lands-
ins, þeir hittast þessa dagana við
Tjörnina og þinga um horfur á
nýbyrjuðu sumri.
í brekkunni við Bókhlöðustíg á
gatnamótum Bókhlöðustígar og
Laufásvegar, á leið frá Iðnaðar-
bankanum, kom ég auga á Þor-
stein skáld frá Hamri og
sambýliskonu hans, Laufeyju Sig-
urðardóttur, fiðluleikara í Sin-
fóníunni. Það er ávallt ánægjulegt
að hitta Þorstein og Laufeyju.
Þorsteinn er farinn að grána í
hökuskegginu enda kominn all-
nokkuð á fimmtugsaldurinn, hann
er samt alltaf jafn kvikur í hreyf-
ingum og eiginlega strákslegur og
Laufey er eins og blómi í eggi,
fríkkar með hverju árinu. Þor-
steinn er nýkominn frá Indlandi.
Þangað var honum boðið ásamt
Ninu Björk Árnadóttur rithöfundi
á heimsljóðahátíð „World Poetry
Festival", sem kennd er við ind-
verska skáldið Valmiki. Það var á
Þorsteini að skilja að þau Nina
Björk hefðu kynnst nýrri veröld á
Indlandi, Þorsteini varð tiðrætt
um dulvísindi, dulhyggju og þvi-
umlíkt og hann hvað ferðina hafa
verið eitt ævintýri. Skáldið er að
senda frá sér nýja ljóðabók þessa
dagana „Ný ljóð“ og aðdáendur
hans sem eru margir hafa hug á
að verða sér út um eintak sem
fyrst.
Ég rölti um Gunnarsbrautina
síðasta dag aprilmánaðar. Fyrir
framan hús við Skarphéðinsgötu
stóð japanskur fólksbill og þar
voru húsráðendur greinilega að
búa bilinn undir sumarið. Senni-
lega voru það hjón og þau voru
bæði með klút i hendi og struku
yfir bílinn hátt og lágt. Hann
hafði sett upp sólgleraugu og
strauk óhreinindin af bifreiðinni
af slikri nákvæmni og kunnáttu að
fagmenn hefðu ekki gert betur.
Það tilheyrir upphafi sumars að
þrífa heimilisbilinn hátt og lágt og
aka honum síðan út í sólskinið
gljáandi af bóni. Já, það þarf
margt að endurnýja og lagfæra
þegar veturinn er liðinn og sumri
er fagnað. Það var t.d. ös inni í
herrafataverslun Guðsteins Eyj-
ólfssonar við Laugaveginn, laug-
ardag í lok vetrar. Þar voru mest
karlmenn og flestir að kaupa á sig
alfatnað eða stakan jakka og bux-
ur og jafnvel menn af ólíkum lit-
arháttum. Ég var að máta stakan
jakka og buxur þegar inn í versl-
unina kom hávaxinn blökkumað-
ur, rúmlega tveir metrar á hæð.
Hann skoðaði fatarekkana, leit i
hillur, leist greinilega ekki illa á
litadýrðina en svo hristi hann höf-
uðið og á svip hans mátti greina
að þar var ekki að finna hans
stærð. Hann brosti, fór ofan í vasa
á blússu sem hann klæddist og tók
upp tyggjópakka, stakk upp i sig
tyggjóplötu, að svo búnu gekk
hann öruggum skrefum til dyra og
ég sá á eftir honum þar sem hann
tók stefnuna upp Laugaveginn,
hann hefur líklega haldið áfram
leitinni að sinni stærð og vonandi
fundið hana einhversstaðar i fata-
verslun við Laugaveginn.
Eldri Reykvíkingar og þeir sem
komnir eru á miðjan aldur muna
vel eftir Höfðaborginni, timbur-
húsahverfi sem borgin byggði á
fimmta áratugnum og stóð lengi
þar um slóðir þar sem nú eru til
húsa Sparisjóður vélstjóra og
heildverslunin PFAFF við Borg-
artún 18—20. Fyrir um það bil
áratug var síðasta húsið rifið og
þar er nú fátt að fínna sem minnir
á Höfðaborgina. Á síðari árum
hafa meðfram Borgartúni risið
mörg ný og myndarleg hús á veg-
um fyrirtækja og verslana. í húsi
við Borgartún 22 á slóðum gömlu
Höfðaborgarhúsanna er komin
myndarleg bygging sem hýsir
meðal annarra fyrirtækja heild-
verslunina Hildu hf., fyrirtækið
Útvarpsauglýsingar og þar eru
einnig skrifstofur Flugvirkjafé-
lags Islands og í húsi við Borgar-
tún 24 er Jón ólafsson, forstjóri
Skífunnar, til húsa, með hljóm-
plötuverslun og útgáfu og hinum
megin við götuna, við Nóatún, er
gamalt og gróið fyrirtæki, Hamar
hf., og gegnt því í húsi númer 29
við Borgartún er menningin til
húsa. Á efri hæð er hið fram-
sækna og merka útgáfufyrirtæki
„Svart á hvítu“ með starfsemi sína
og hefur rétt úr kútnum eftir erfið
ár. Hið margumtalaða og ágæta
verk „Nafn rósarinnar" í ágætri
þýðingu Thors Vilhjálmssonar
kom út á vegum fyrirtækisins
fyrir síðustu jól og seldist mjög
vel, var með söluhærri bókum á
jólabókamarkaðinum. í sama
húsi, á neðri hæð, er að finna hús-
gagnaverslunina CASA og á sömu
hæð er Líkams- og heilsurækt þar
sem mannslíkaminn fær full-
komna meðhöndlun að því að sagt
er. Innra f Borgartúni nær Sund-
laugavegi einhvers staðar ekki
fjarri veitingahúsinu Klúbbnum
rann eitt sinn fyrr á öldinni lækur
sem kallaður var „Fúlilækur" en
minjar um hann eru löngu horfn-
ar. Þegar farið er um Sundlauga-
veg er greinilegt að byggðin þar
um slóðir hefur lítið breyst sið-
ustu áratugi. Flest húsin eru íbúð-
arhús og byggð fyrir um það bil
tveim, þrem áratugum. Gömlu
sundlaugarnar settu svip á um-
hverfið hér áður fyrr, þær hurfu
fyrir allnokkru og þar er nú mal-
bik og gangstígur. Ekki langt frá
gömlu sundlaugunum við Sund-
laugaveg bjó eitt sinn fyrr á árum
kunnur sundkappi, Erlingur heit-
inn Pálsson, yfirlögregluþjónn.
Þegar komið er inn að Dalbraut,
skammt frá Laugarásvegi, blasa
við myndarleg hús sem vakið hafa
athygli innanlands sem utan. í
þeim byggingum er til húsa þjón-
ustumiðstöð aldraðra og beint á
móti hinum megin við götuna er
nýtt fokhelt hús á tveim hæðum
með stóru risi, Farfuglaheimilið
nýja, sem mun verða dvalarstaður
innlendra og erlendra ferða-
manna, „bakpokalýðsins" sem
ekki kýs að búa á hóteli við dýr-
indis veigar og hlaðin matarborð.
Stórhýsin við Austurbrún og
Vesturbrún, þrjár tólf hæða bygg-
ingar, sem byggðar eru um 1960—
’62 eru glæsilegar byggingar. Þar i
nágrenninu ris nú af grunni hverfi
einbýlis- og raðhúsa og útsýnið
ofan af hæðinni til suðurs og suð-
vesturs yfir Laugardalinn er
skemmtilegt og sérstætt og ekki
furða þó að þar vilji margir reisa
sín framtíðarheimili. Ný kirkja er
svo til frágengin og tilheyrir
Ásprestakalli. Hún stendur neðan
til við Vesturbrún, við Dyngjuveg,
og er athyglisverð bygging og
sómir sér vel þar sem hún stendur.
Mikið er byggt í borginni og fram-
kvæmdir svo örar að fyrr en varir
eru heilu íbúðarhverfin risin af
grunni. Það er viss upplifun að
skoða framkvæmdir í nýju hverf-
unum í borginni, þó tæplega sé
hægt að segja að það sé á við þá
reynslu sem Þorsteinn frá Hamri
og Nína Björk komust í kynni við
þegar þau heimsóttu Indland. Þar
eru íbúðarbyggingar með öðru
sniði. Hverfi nýrra einbýlis- og
raðhúsa við Austurbrún og Vest-
urbrún er gott dæmi um stórhug
nýrrar kynslóðar. Það hefði ekki
þýtt að bjóða þessari kynslóð ís-
lendinga timburhús og bragga
eins og forðum voru í gömlu Höfð-
aborginni við Borgartún. Hreint
ekki. Hennar híbýli gerast varla
fremri á byggðu bóli. Allt er þar
meira eða minna fjármagnað með
lánum en það er önnur saga...
5YIÍIIK5 A BAÐIMMRETTIMC3UM
UM HELC5IMA Í J1ÝJUM 5ÝMIMC5AR5AL
OPIÐ LAUQARDAQ OQ SUMhUDAG KL 13 - 18.00