Morgunblaðið - 11.05.1985, Blaðsíða 6
6
MORGUNBLADIÐ, LAUGARDAGUR 11. MAl 1985
ÚTVARP / S JÓN VARP
Kvenrembu-
svín
Fimmtudagsleikritið nefndist
„Kvöld í Hamborg" og ber þýðand-
inn Kristín Bjarnadóttir vafalaust
ábyrgð á þeirri nafngift. Var
raunar þýðing Kristínar lipur og
oft smellin, þannig man ég vart
eftir skemmtilegri mannlýsingu
en í eftirfarandi setningu: Maður-
inn þinn var væskill. Hann minnti
mig alltaf á sveittan ost (í hand-
ritinu stóð reyndar ... skríðandi
ost, en látum það liggja milli
hluta). En sá er þarna tekur til
orða nefnist Peter Andreas Hei-
berg, sannsöguleg persóna frá 19.
öld, víst þekktur rithöfundur og
þjóðfélagsgagnrýnandi í Dana-
veldi en ekki risti umbótavilji
manns þessa nú djúpt, því þegar á
hólminn er komið vill hann ekki
sleppa hendinni af konu sinni
Thomasine Heiberg, en sú frauka
er náttúrlega frelsisdýrkandi og
finnst reyndar fremur lágreist
asklokið á hugarheimi Heibergs
hins umbótasinnaða. Gengur
verkið síðan út á frelsiskjaftæði
konu þessarar sem náttúrlega hef-
ur alltaf á réttu að standa og inná
milli dynja innantómir frasar
herra Heibergs, sem gefur sér
jafnvel tíma til að ráðast á borg-
arastéttina.
Stagl
Ég verð að segja alveg eins og
er, að ég er orðinn hundleiður á
þessu kvenfrelsisstagli, sem dynur
á okkur karlmönnum ár og sið og
alla tíð. Það er eins og ákveðinn
hópur kvenna hafi breyst i frasa-
maskínur, sem hafa það eitt að
markmiði að niða niður hjóna-
bandið og hefja hina alfrjálsu
konu upp til skýjanna. Mér skilst
að þessi moldvörpustarfsemi hafi
breytt fjölda heimila i vighreiður
þar sem linnir ekki deilum um
hver eigi að vaska upp, hver að
þvo úr kúkableijunum, hver að
þurrka af, hver að steikja pylsurn-
ar (eða hamborgarana), hver að
pússa bingoggröndalpostulins-
hundana o.s.frv., o.s.frv. Og það
sem verra er að mér finnst eins og
þessi fimmta kvennaherdeild sé
nánast að ganga af öllu eðlilegu
samlifi dauðu. Eða hvernig á fólk
að njóta samlífs þegar i undir-
djúpunum hrærast óleystar
spurningar um hver eigi yfirleitt
að gera hvað og hvað um AIDS
þegar kvenfrelsiskonurnar eru
orðnar svo alfrjálsar að þær
hoppa bara uppí rúm hjá þeim
sem þær elska í það og það skipt-
ið? Það þarf ekki að diskútera
frekar að konur og karlar taki
sameiginiega í í lífsstríðinu. Slíkt er
sjálfsagður hlutur en þegar annað
kynið gengur nánast vopnað
mannréttindayfirlýsingu Samein-
uöu þjóðanna til móts vð hitt, þá
fer Ijóminn af ævintýrinu.
Formúluleikrit
Ég ætla annars ekki að eyða
fleiri orðum á þetta formúluleikrit
Stig Dalager um hina alfullkomnu
kvenfrelsiskonu Thomasinu Hei-
berg og hið þröngsýna, smá-
smugulega, siðblinda, smásálar-
lega karlrembusvín Peter Andreas
Heiberg sem Arnar Jónsson lék
náttúrlega af stakri snilld. Þetta
andlausa leikrit er samið sam-
kvæmt forskrift hinna alfull-
komnu, ástsjúku og frelsisleitandi
kaffihúsakvenfrelsiskvenna, sem
greinilega eru teknar að þrýsta
sér inní úthlutunarnefndir lista-
mannalauna. Það er synd að sjá á
eftir glæsilegum frjálshuga karl-
mönnum inní slíkar kvennaklíkur.
Á slíkum samkundum geta konur
og karlar ekki mæst á jafnréttis-
grundvelli fremur en í harðsvíruð-
um karlaklúbbum.
ólafur M.
Jóhannesson
„Hér og nú“
— fréttaþáttur í vikulokin
rásar 1
14.00 og
■■■■ Fréttaþáttur-
1 A 00 inn »Hér og nú“
— er á dagskrá
í dag klukkan
kennir þar ým-
issa grasa að vanda. Þátt-
urinn að þessu sinni er i
umsjá fjögurra frétta-
manna: Alberts Jónsson-
ar, Kára Jónassonar, Þor-
gríms Gestssonar og Mar-
grétar Jónsdóttur.
Albert sagði í samtali
bið Mbl., að ætlunin væri
að minnast loka heims-
styrjaldarinnar. „M.a.
tala ég við Þór Whitehead
um þau mál, en hann er
prófessor í sögu við Há-
skóla íslands og hefur
skrifað söguna „Ófriður í
aðsigi“ ásamt fleiri bók-
um.
Kári Jónasson verður
staddur í Grindavík í dag
í tilefni lokadags vetrar-
vertíðarinnar. Þorgrímur
og Margrét ætla í ferð
með fuglafræðingnum
Ævari Pedersen. Fyrst
fara þau niður að Tjörn-
inni í Reykjavík og síðan
á Álftanesið til að sjá
hvaða tegundir fugla er að
finna þar. Ég ætla að vera
með stutt viðtal við einn
forsvarsmanna átaks, sem
er í gangi, „Birta fyrir
blind börn“. íþróttapistill
verður í þættinum vænt-
anlega og síðan, ef timi
vinnst til, verður fundið
upp á fleiru.
„I sambandi við heims-
styrjöldina ætlum við að
velta því fyrir okkur hvort
Þjóðverjar hafi átt ein-
hvern timann möguleika á
sigri í styrjöldinni. Einnig
ætlum við að spá í hvort
veruleg hætta hafi verið á
þýskri innrás i ísland.
Síðar i þættinum mun ég
svo taka fyrir hvort hætta
sé á innrás hér, ef til
ófriðar kæmi nú,“ sagði
Albert Jónsson að lokum.
„Mærin og sígauninn“ - bresk bíómynd frá 1970
■i Bresk biómynd
10 frá 1970, „Mær-
in og sígaun-
inn“ (The Virgin and the
Gvosv). er fvrri biómvnd
sjónvarpsins i kvöld og
hefst hún klukkan 21.10.
Myndin er gerð eftir sögu
D.H. Lawrence og i aðal-
hlutverkum eru: Joanna
Shimkus, Franco Nero,
Honor Blackman, Mark
Burns, Fay Compton og
Maurice Denham.
Kvikmyndahandbókin
Mærín og sígauninn. Vvette prestsdóttir og sfgauninn: Joanna Shimkus og Franco Nero.
okkar góða gefur mynd-
inni þrjár og hálfa
stjörnu, en hæst gefur
bókin fjórar stjörnur.
Myndin ætti því að vera
vel þess virði að horfa á.
Myndin greinir frá
tveimur dætrum prests er
snúa heim til föðurhúsa
eftir námsdvöl i Frakk-
landi. Yvette, önnur systr-
anna, unir sér illa á
heimaslóðum, og hún kýs
sér sjálf vini, sem ekki eru
föður hennar að skapi.
Hún lætur engan segja
sér fyrir verkum.
Þýðandi myndarinnar
er Ragna Ragnars.
„Afgreitt mál“
— indversk bíómynd
■■ Sjónvarps-
45 áhorfendur fá
““ nú i kvöld að
sjá indverska bíómynd, en
lítið hefur sést af þarlend-
um bíómyndum i íslenska
sjónvarpinu í gegnum ár-
in, en Indverjar eru mjög
duglegir við framleiðslu
mynda.
Myndin, sem sýnd verð-
ur i kvöld, nefnist „Af-
greitt mál“ eða „Kharij“ á
máli innfæddra og er hún
n>jöK ný. eða frá árinu
1983. I aðalhlutverkum
eru Anjan Dutt og Mam-
ata Shanker. Leikstjóri er
Mrinal Sen.
Myndin snýst um ung
hjón í Kalkútta er taka í
þjónustu sina dreng sem
fljótlega deyr. Rannsókn
hefst til að kanna hvað
valdið hafi dauða drengs-
ins og hvort nokkur eigi
sök á. Myndin lýsir ind-
versku hversdagslífi og er
jafnframt ádeila á þá
barnaþrælkun, sem við-
gengst á Indlandi.
Þýðandi myndarinnar
er Veturliði Guðnason.
ÚTVARP
LAUGARDAGUR
11. maí
7.00 Veöurlregnir. Fréttir.
Bæn. Tónleikar. Þulur velur
og kynnir. 7.20 Leikfimi.
Tónleikar.
0.00 Fréttir. Oagskrá. Morg-
unorð — Helgi Þorláksson
talar.
8.15 Veðurfregnir.
8.30 Forustugr. dagbl. (útdr.).
Tónleikar. 8.55 Daglegt mál.
Endurt. páttur Valdimars
Gunnarssonar frá kvðldinu
áður.
9.00 Fréttir. Tilkynningar.
Tónleikar.
9.30 Úskalög sjúklinga. Helga
Þ. Stephensen kynnir.
(10.00 Fréttir. 10.10 Veöur-
fregnir.)
Oskalög sjúklinga, frh.
11^0 Eitthvaö fyrir alla
Sigurður Helgason stjórnar
þætti fyrir börn.
12.00 Dagskrá. Tónleikar. Til-
kynningar.
12J0 Fréttir. 12.45 Veður-
fregnir. Tilkynningar. Tónl-
eikar.
14.00 Hér og nú
Fréttaþáttur I vikulokin.
15.15 Listapopp — Gunnar
Salvarsson.
16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15
Veðurfregnir.
16.20 íslenskt mál
Guðrún Kvaran flytur þátt-
inn.
16.30 Bókaþáttur
Umsjón: Njðröur P. Njarðvlk.
174)0 Fréttir á ensku
17.05 A óperusviðinu
Umsjón: Leifur Þórarinsson.
18.15 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvðldsins.
19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar.
19J5 Þetta er þátturinn
Umsjón: örn Arnason og
Sigurður Sigurjónsson.
16J0 Enska knattspyrnan.
17A5 Iþróttir.
Umsjónarmaður Bjarni Fel-
ixson.
19.25 Teiknimyndasyrpa.
Betra er seint en aldrei, sov-
ésk teiknimynd og Tvær
sögur frá Kirjálalartdi, finnsk-
ar teiknimyndir, þýðandi
Kristln Mántylfl, sðgumaður
Sigrún Edda Björnsdóttír.
(Nordvision — Finnska sjón-
varpið).
19.50 Fréftaágrip á táknmáli.
20.00 Fréttir og veður.
20.25 Auglýsingar og dagskrá.
20.35 Hótel Tindastóll.
Fjóröi þáttur.
Breskur gamanmyndaflokk-
ur I sex þáttum um sein-
heppinn gestgjafa, starfslið
20.00 Útvarpssaga barnanna:
Ragnheiöur Gyða Jónsdóttir
les arabfskar sögur úr 1001
nótt I þýðingu Steingrlms
Thorsteinssonar.
20.20 Harmonikuþáttur
Umsjón: Sigurður Alfonsson.
20.50 .Verðfair
Smásaga eftir Jórunni
Olafsdóttur frá Sörlastöðum.
Höfundur les.
11. mal
hans og hótelgesti.
Aðalhlutverk: John Gleese.
Þýöandi Guðni Kolbeinsson.
21.10 Mærin og slgauninn.
(The Virgin and the Gipsy).
Bresk blómynd frá 1970,
gerð ettir sögu eftir D.H.
Lawrence.
Lelkstjóri Christopher Miles.
Aöalhlutverk: Joanna
Shimkus, Franco Nero, Hon-
or Blackman, Mark Burns,
Fay Compton og Maurice
Denham.
Tvær prestsdætur snúa heim
til fööurhúsa eftir námsdvöl (
Frakklandi. önnur þeirra,
Yvette, unir illa hðftum og
siöavendni á heimaslóðum.
Hún velur sér vini, sem ekki
eru föður hennar að skapi,
21.40 Kvöldtónleikar
Þættir úr slgildum tónverk-
um.
22.15 Veöurfregnir. Fréttir.
Dagskrá morgundagsins.
Orð kvðldsins.
22.35 Skyggnst inn I hugarh-
eim og sögu Kenya. 2. þátt-
ur. Skúli Svavarsson segir frá
og leikur þarlenda tónlist.
23.15 „Zarzuela"
og lætur engar tortölur hefta
sig.
Þýðandi Ragna Ragnars.
22.45 Afgreitt mál.
(Kharij).
Indversk blómynd fra 1983.
Leikstjóri Mrinal Sen.
Aöalhlutverk: Anjan Dutt og
Mamata Shanker.
Ung hjón I Kalkútta taka I
þjónustu slna dreng sem
snöggt verður um. Rannsókn
er hafin til aö kanna hvaö
valdið hafi dauöa drengsins
og hvort nokkur eigi sök á
honum. Myndin lýsir ind-
versku hversdagsllfi og er
jafnframt ádeila á þá barna-
þrælkun sem viðgengst á
Indlandi.
Þýðandi Veturllöi Guðnason.
00.25 Dagskrárlok.
Teresa Berganza og Ptacido
Domingo syngja arlur úr
spænskum sðngleikjum.
Rafael Frúbeck de Burgos
og Luis Garcia-Navarro
stjórna hljómsveitin sem
leika með.
24.00 Miönæturtónleikar
Umsjón: Jón örn Marinóss-
on.
00.50 Fréttir. Dagskrárlok.
Næturútvarp frá rás 2 tll kl.
03.00.
LAUGARDAGUR
11. maí
14.00—16.00 Léttur laugar-
dagur
Stjórnandi: Asgeir Tómas-
son.
16.00—18.00 Milli mála
Stjórnandi: Helgi Már Barða-
son.
Hlé.
24.00—00.45 Listapopp
Endurtekinn þáttur frá rás 1.
Stjórnandi: Gunnar Salvars-
son.
00.45—03.00 Næturvaktin
Stjórnandi: Kristln Björg
Þorsteinsdóttir.
(Rásirnar samtengdar aö
lokinni dagskrá rásar 1.)
SJÓNVARP
LAUGARDAGUR