Morgunblaðið - 11.05.1985, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 11.05.1985, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. MAÍ1985 59 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 14—15 FRÁ MÁNUDEGI 'i Til skammar fyrir alla sem hlut eiga að máli Reykvíkingur skrifar: Beint á móti skrifstofum borg- arstjórans í Reykjavík er hin virðulega bygging, Pósthúsið. Það hefur verið lengst af aðalpósthús landsmanna. Gn á síðasta ári lauk þessu mikilvæga hlutverki þess. Það var gert að póstafgreiðslu. Við því væri svo sem ekkert að segja ef þjónustunni þar hefði ekki síðan farið hrakandi. Er hún nú orðin svo léleg að með tilliti til staðsetningar er það ekki boðlegt. Þar er lokað klukkan 5 á föstudög- um og ekki opnað aftur fyrr en á mánudagsmorgni. Svona þjónustu mætti tæplega notast við fyrir svo sem 60 árum eða svo. Einkennilegt er það að enginn hefur haft í frammi nein mótmæli gegn þessu. Borgaryfirvöld virðast halda að þeim komi þetta ekki neitt við. En því er ekki þannig farið. Reykjavíkurborg er t.d. aðili að einhverjum ferðapésa fyrir út- lenda gesti í bænum, þar sem segir að póstafgreiðsla sé í miðbænum. Það ætti nú ekki að vera tiltöku- mál finnst mér. En þetta er ekki rétt því gamla pósthúsið er lokað á laugardögum og ekki opið sunnudaga, sem fyrr segir. Á laugardögum vísar póst- urinn á Umferðarmiðstöðina í Vatnsmýrinni. En Vatnsmýrin hefur bara aldrei verið talin til- heyra miðbænum. Af því sem hér hefur verið laus- lega rakið, má öllum ljóst vera að aldamótafyrirkomulagið á póst- þjónustunni í miðbæ Reykjavíkur er mál sem borgarstjóri og borg- arfulltrúar ættu að kynna sér. Þeir ættu að gera sitt til að bætt verði úr þessu ófremdarástandi. Fyrirkomuiagið, eins og það-er í dag, er hreint til skammar fyrir alla sem hlut eiga að máli. Krjússoff uppskar hveiti frá Banda- ríkjunum er hann sáði maísnum Húsmóðir skrifar: „Gnyðja mundu nú grísir ef þeir vissu hvat inn gamli þyldi," sagði Ragnar loðbrók þegar hermenn Ellu konungs voru að pynta hann, líkt og lögreglumenn gera við unga stúdenta í Póllandi í dag. Mér datt þessi samlíking í hug þegar ég las mótmæli við skrifum um drykkjusýkina í Sovétríkjun- um. Aldrei mátti minnast á það að eitthvað færi úrskeiðis í Sovét- ríkjunum svo allir kommúnistarn- ir rækju ekki upp kvein eins og væri verið að kvelja þá. Fyrst var allt Finnagaldur og Morgunblaðs- lýgi, sem sagt var um ráðs- mennsku Stalíns. Eftir opinberun Krjússoffs, átti Stalín alla sökina á öllum illverkunum, sem þjóðin hafði mátt þola og fagnaðarerindi Karls Marx átti að standa óflekk- að eftir. Nú var um að gera að hygla nýja valdhafanum eins vel og öll lýðræðisríki gátu best gert og vonda kalda stríðið skyldi úr sögunni. Þá gekk brandarinn í Rússlandi um þetta: „Veistu hað kom upp þegar Krjússoff sáði ma- ísnum? — Hann uppskar hveiti frá Bandaríkjunum.“ Lýðræðisríkin fengu aftur á móti lítið fyrir alla hjálpina því enginn friður var fyrir útþenslu- stefnu heimskommúnismans. All- ir þekkja örlög þessarra þjóða, sem notið hafa stuðnings frá Rússum. Maður sér í sjónvarpinu myndir frá hungrinu f þessum löndum og svo öll hryðjuverka- samtökin, sem öll fá vopn frá kommúnistaríkjunum. Hjálpin bætti ekkert úr skortin- um í Rússlandi og refsingar eru eina lækningin við drykkjuskapn- um. Læknisaðgerðir eru bara not- aðar í kapitalísku ríkjunum og þær stangast á við miskunnarleysi Marxismans. Refsingar eru það eina, sem valdhafarnir í kommún- istalöndunum nota til að laga hlutina. Herstjórn var sett á í Póllandi þegar almenningur Fjórar útivinnandi skrifa: Nú getum við ekki lengur orða bundist, í sambandi við fæðingar- orlof. í bréfi, frá jafnréttissinna, sem birtist í Velvakanda miðviku- daginn 24.4. og ber yfirskriftina: „Erum við konur að ganga of langt?“ stendur orðrétt: „Um nokkurt skeið hafa útivinnandi konur notið þeirra réttinda að fá 3ja mánaða barnsburðarleyfi í 6 mánuði á fullum launum og þykir mörgum, sjálfsagt framhald." Heimavinnandi konur hafa líka þriggja mánaða fæðingarorlof en fá ekki greitt nema Vi af fullu fæðingarorlofi. Já, við teljum að við konur sem vinnum úti séum að ganga of langt. Ef við viljum telj- ast jafnréttissinnar þá eigum við að berjast fyrir því að konur sem eru heimavinnandi fái fullt fæð- ingarorlof eins og sú sem vinnur úti. Á því heimili, þar sem konan er heimavinnandi, er kannski eigin- maðurinn eina fyrirvinna heimil- isins og allar Hkur á því að fleiri heimtaði mannsæmandi lífskjör og stjórnarhættirnir eru þannig í Marxistaríkjunum að kenna ætti þá við herstjórnir en ekki 'sak- lausa alþýðuna, sem er verkfalls- réttindalaus og hefur engin mannréttindi og getur þar af leið- andi ekkert viðnám veitt böðlum sínum. börn séu á heimili. Við gefum okur það, að þess vegna sé hún heima- vinnandi. Þessi kona fær einungis V6 af fullu fæðingarorlofi sem er frá 1. mars kr. 6.482.- en fullt fæð- ingarorlof er kr. 19.447.- frá 1. mars 1985. Það sjá allir hvílíkt óréttlæti þetta er. Því erum við hissa á Jafnrétt- issinna" er segir í niðurlagi bréfs síns. „Hvenær kemur að því að lit- ið verður á húsmóðurstarfið sem fullt, gilt og virðingarvert starf.“ Hann nefnir ekki, sama rétt fyrir allar konur. Það sem við getum gert, til að gera húsmóðurstarfið gilt og virð- ingarvert starf, er að standa sam- an um rétt húsmæðra, sem við er- um jú allar. Ekki 6 mánaða fæðingarorlof fyrir útivinnandi konur heldur 3ja mánaða fæðingarorlof fyrir allar konur og sömu upphæð hvort sem konan er heimavinnandi eða úti- vinnandi. Konur, stöndum saman, sama rétt fyrir allar konur. Heimavinnandi fái fæðingar- orlof á við útivinnandi Þad ber öllum saman um það austurlenskur matur er góöur Sem fyrr er NING viö kínversku pottana núna um helgina sem og aöra daga ... Hann mælir meö: Filippeiskum pottrétti m/grænmeti eöa súrsætum grís Þeir sem heimsækja okkur eru fljótir að komast • pp á bragöiö, enda er þaö gott. Gefiö hvort ööru frí fra pottum, pönnum og uppvaski og reynið ódýra, bragögóöa og nýstárlega rétti. Kópavogur á 30 ára afmæli í dag. Heimsækiö kaupstaöinn og boröiö í Monðarin Nýbýiavegi 20 Sfmi 46212 G0Ð HÚSGÖGN Á GÓÐU VERÐI MEÐ GÓÐUM KJÖRUM Já, þaö borgar sig aö llta inn í stærstu húsgagnaverslun í dag, laugardag, til kl. 4 (16.00). Sunnudag er sýning frá kl. 2—5 (14.00—17.00). BUS6A6NAH0LLIN BÍLDSHÖFDA 20 - 110 REYKJAVÍK* 91-81199 og 81410
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.