Morgunblaðið - 11.05.1985, Side 21

Morgunblaðið - 11.05.1985, Side 21
MORGUNBLADIÐ, LAUGARDAGUR 11. MAÍ 1985 21 Bænadagur Þjóðkirkjunnan Beðið fyrir börnum fæddum og ófæddum Nú á sunnudag er hin árlegi bænadagur kirkjunnar. Biskup hefur valið sem sérstakt fyrir- bænaefni dagsins: Bæn fyrir börn- um, fæddum og ófæddum og fram- tíð þeirra. Er það í samræmi við ár æskunnar, en á vegum Sameinuðu þjóðanna er nú gert átak til lið- sinnis og líknar uppvaxandi kyn- slóðum. Biskup hefur skrifað prestum landsins og óskað þess að á bæna- daginn fari messugjörð fram í sem flestum kirkjum landsins. Þar sem prestar komast ekki yfir það vegna fjölda kirkna i prestakallinu er þess óskað að leikmenn stýri þar guðsþjónustu og bænagjörð. Herra Pétur Sigurgeirsson segir ennfremur í bréfi sínu: Þrátt fyrir stórstígar framfar- ir tækni og vísinda til bættra lifskjara og öryggis virðist ábyrgð á velferð mannkyns og lotning fyrir lífinu ekki hafa vaxið að sama skapi. Hungurvof- an kemur harðast niður á börn- unum og miskunnarleysið i heiminum bitnar mest á þeim. Barn er ekki aðeins barn, þeg- ar það er í heiminn borið, heldur þegar konan verður barnshaf- andi. Vernd barnsins byrjar því í móðurkviði, þegar nýtt líf verður til. Sú þróun á sér nú stað, að réttur barnsins til lífs er eigi virtur sem skyldi. Það er ugg- vænlegt. Félags- og tilfinninga- legar ástæður, sem oft taka skjótum breytingum, mega ekki koma í veg fyrir það, að barnið fái að lifa. Þjóðfélaginu ber skylda til að taka á sig ábyrgð með móðurinni svo að hún standi ekki ein í þeim vanda á örlagastund, sem hún ræður ekki við. Helgi mannlegs lífs, að standa vörð um lífsrétt ófæddra barna, er öllum mönnum sam- eiginleg. Börn og unglingar eru í mikilli þorf fyrir, að njóta handleiðslu hinna eldri, að þeim sé miðlað af reynslu og visku genginna kyn- slóða. Það þykir sjálfsagt að fylgja barninu sínu i skólann er það byrjar skólagönguna og velja því bestu leiðina framhjá hættum í umferðinni. Eins og börnum er nauðsyn á að fá vegs- ögu í villigjörnum og hættufull- um heimi, mega þau síst vera afskipt í þeirri grein er sálar- heill þeirra varðar. Reynsla lífs- ins og trúarinnar hefur kennt okkur, það að á við hvert barn, sem skrifað stendur: „Fræð þú sveininn um veginn, sem hann á að halda og á gamals aldri mun hann ekki af honum víkja.“ (Orðskv. 22:6.) Eins og brum trjánna og blóm í varpa verða að fá birtu og yl til að vaxa þurfa börn á kærleika og umhyggju að halda til þess að þroskast og gera þeim kleift að standa af sér hret lífsins og mót- læti, sem allir verða að mæta. Leggjum ekki ofurþunga freist- inganna á óharðnaðar herðar. í þjóðfélagi allsnægta er hættan mest að ofbjóða unglingum með lystisemdum nautna og skemmt- analífs. t leit að hamingju verkar eftirsókn í þá hluti líkt og hjóm eða sápubólur, sem springa við minnstu snertingu og hjaðna sem blekking. Æ koma mein eftir munað. Leiðum ekki yfir ungu kynslóðina böl áfengis og eiturlyfja, freistingr, sem hún getur ekki staðist. Biðjum, að okkur takist að hlúa að dýrmæt- asta gróðri landsins, svo hér „verði gróandi þjóðlíf með þverr- andi tár, sem þroskast á guðsrík- isbraut". Með bestu kveðjum og sumar- óskum. Bróðurlegast, Pétur Sigurgeirsson. TOLVUTÆKNI ÁOKKARVALDI Tölvudeild okkar er í daglegu sambandi viö öflugustu tölvufyrirtæki veraldar. Við bjóðum aðeins það nýjasta og besta í tölvubúnaði, og þjónustuna annast stór hópur snjallra fagmanna. Við veitum alhliða ráðgjöf, aðstoðum við val á réttum búnaði, önnumst kennslu og leiðbeiningar, ásamt fullkominni tækni- og viðhaldsþjónustu. Við byggjum á bví besta sem tölvuheimurinn þekklr, og fylgjum þér farsællega inn í framtíðina. Auglysingaþjónustan

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.