Morgunblaðið - 24.05.1985, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 24.05.1985, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. MAÍ 1985 Hvad segja verkalýdsforingjar um tilboð vinnuveitenda? Ásmundur Stefáns- son, forseti Alþýðu- sambands íslands: Of snemmt aö meta tillöguna „ÞAÐ þarf frekari umræður um þessa tillögu í aðildarsamböndunum áður en hægt er að meta hana á nokkurn hátt. Það varð niðurstaða formannaráðstefnu okkar á mánu- daginn, að málin fengju frekari um- fjöllun í samböndunum áður en lengra yrði haidið og nú þykir mér eðlilegt að þessi tillaga VSÍ verði tekin inn í þá umræðu og rædd ásamt öðrum atriðum,“ sagði Ás- mundur Stefánsson, forseti ASÍ. Hann minnti á að á formanna- ráðstefnunni hefðu ekki einasta komið fram mismunandi áherslur um efnisatriði heldur einnig um hvernig bæri að haida á málum og hvenær ætti að hefja samninga- viðræður. „Þessi mál eru að gerjast í sam- böndunum þessa dagana og ég tel líklegt, að formenn þeirra hittist fljótlega eftir helgina, þannig að línur gætu verið farnar að skýrast þegar líður á næstu viku,“ sagði Ásmundur. Morgunblaðið/Júlfus Forystumenn Alþýðusambands fslands og landssambanda innan þess ræða við Víglund Þorsteinsson, og Gunnar J. Friðriksson, formann Vinnuveitenda- sambands íslands, við upphaf fundarins í gærmorgun. Karl Steinar Guðnason, vara- formaður VSÍ: Ábyrgðar- leysi að ræða ekki mögulega samninga „MÉR finnst full ástæða til að ræða þessa tillögu Vinnuveitendasam- bandsins cnda væri mikið ábyrgðar- leysi að sitja aðgerðarlaus og ræða ekki mögulega kjarasamninga á meðan kaupmáttarhrunið heldur áfram,“ sagði Karl Steinar Guðna- son, alþingismaður og varaformaður Verkamannasambands íslands. Hann sagði að innan Verka- mannasambandsins væru „viss fé- lagsleg vandamál", sem brýn þörf væri á að leysa. Hann kvaðst reikna með að málið yrði rætt vandlega á framkvæmdastjórn- arfundi Verkamannasambandsins á þriðjudaginn. Guðmundur Þ. Jónsson, formaður Landssambands iðnverkafólks: „Meiri kaup- hækkanir en ég átti von á „JÁ, MÉR finnst ekki hægt að hafna viðræðum með þetta tilboð í höndunum. Niðurstöður eru auðvit- að ekki gefnar og svo er þarna ekki tekið á ýmsum atriöum sem við þurf- um að fá leiðréttingu á,“ sagði Guð- mundur Þ. Jónsson, formaður Landssambands iðnverkafólks, þeg- ar hann var spurður hvort tiann teldi tilboð VSÍ raunhæfan samnings- grundvöll. „Það hefur ekki enn verið rætt í okkar hópi hvernig við eigum að bregðast við tilboðinu, en ég verð að segja fyrir mig að í tilboðinu er gert ráð fyrir meiri kauphækkun- um en ég átti von á,“ sagði Guð- mundur einnig. Hann sagði að af- staða Landssambands iðnverka- fólks á formannafundi ASÍ hefði verið sú að freista þess að ná samningum sem næðu upp kaup- mættinum og tryggðu hann en giltu í mesta lagi út árið. í tilboð- inu væri að vísu nokkuð annað uppi á teningnum varðandi samn- ingstímann og menn hefðu ekki fyllilega glöggvað sig á ákvæðun- um um kaupmáttartryggingu, en full ástæða væri til að skoða það nánar. „Ég á von á því að það verði gert, hvort sem það verður gert sameiginlega eða ekki,“ sagði Guð- mundur. „Þetta er mjög óvanalegt. Ég hef aldrei upplifað það áður að at- vinnurekendur væru farnir að bjóða nýja samninga á samnings- tímanum og áður en verkalýðs- hreyfingin hefur lagt fram kröf- ur,“ sagði Guðmundur um stöðuna og tilboð ASÍ. Björn Þórhallsson, varaforseti ASÍ: „Þess virði að skoöa í alvöru“ „FLJÓTT á litið sýnist mér kaup- hækkanir samkvæmt aessu tilboði tæplega duga til pess að viðhalda kaupmætti 3. ársfjórðungs 1983 eins og að mun stefnt. En mér finnst til- boðið þó vera vel oess virði að það Styrkjum úthiutað úr Menningarsjóði: Ekki síður hlutverk einkarekstrar en ríkis- ins að styrkja listamenn — sagði Matthías Johannessen formaður Menntamálaráðs í ræðu sinni, en hann taldi hlut einkarekstrar rýran á þessu sviði Hhiti þeirra styrkþega sem fengu dvalarstyrki að upphæð kr. 40.000 og tónlistarmennirnir fveir sem nlutu tónlistarstyrkinn. Efri röð frá vinstri: Hjalti Rögnvaldsson leikari, Indriði Úlfsson rithöfundur, Veturliði Gunnars- son listmálar. dr. Hallgrímur Helgason tónskáld og Áskall Másson tónskáld. Neðri röð frá vinstri: Vésteinn Lúðvíksson rithöfundur, Benedikt Gunnars- son listmálari og Guörún Birna Hannesdóttir, móðir Þorsteins Gauta Sig- urðssonar oíanóleikara, en hún tók við viðurkenningunni fyrir hans hönd. ÚTHLUTAÐ var í gær styrkjum úr Menningarsjóði, svo sem árlega er siður, til listamanna, vísinda- og fræðimanna, að upphæð tæpiega 700 þúsund krónum, sem skiptist niður á 41 umsækjanda. Alls sóttu tæplega 90 manns um styrk. Hæstu styrkina, sem veitir eru til dvalar erlendis, hlutu átta ein- staklingar, 40 þúsund krónur hver. Tveir tónlistarmenn hlutu 20 og 30 þúsund króna styrki, 20 listamenn 12 þúsund króna styrk hver til utanfarar og 11 vísinda- og fræði- menn fengu hver í sinn hlut átta þúsund krónur. Formaður Menntamálaráðs, Matthias Johannessen ritstjóri, sagði í ræðu sinni að þótt hér féllu ekki háar upphæðir í hlut hvers og eins, liti ráðið svo á að þessi styrkveiting væri eins konar viður- kenning, sem vonandi yrði styrk- þegum ekki síður uppörvun og hvatning í starfi en nokkur fjár- hagsleg aðstoð. Matthías gerði grein fyrir hlutverki Menntamála- ráðs og Menningarsjóðs sérstak- lega, sem lögum samkvæmt ber að styrkja og styðja við bakið á lista- og menningarstarfsemi, kynna ís- lenska menningu innan lands sem utan, efla þjóðleg fræði og athug- anir á náttúru landsins og stunda bókaútgáfu. Hann sagði að margt hefði áunnist sem sannaði það að Menntamálaráð hefði mikilvægu hlutverki að gegna, en á hinn bóg- inn hefðu einkarekstrarmenn eng- an veginn staðið sig í stykkinu og sýnt því lítinn áhuga að styrkja lista- og menningarstarfsemi, „og stuðla að eflingu hennar og fjöl- breytni með framlögum sem komið gætu listamönnum að einhverju gagni". Hér fer á eftir sá kafli úr ræðu Matthíasar, þar sem hann gerir þessi mál að umræðuefni: Ríki og menning „Nú á dögum er mikið talaö um hvers vegna ríkið skiptir sér af alls kyns menningarstarfi og sýnist sitt hverjum. Ég er þeirrar skoðunar að Menntamálaráð hafi hlutverki að gegna. Aðrar stofnanir hafa ekki með höndum sams konar stuðning við listsköpun í landinu og fram fer innan Menntamálaráðs. Öllu því fé sem varið er til menningar og lista á íslandi er vel varið. Við þurfum á öllu okkar að halda í hörðum heimi til að standast þann útlenda þryst- ing sem alls staðar er merkjanleg- ur í lífi samtíðar okkar og eykst frekar en að úr honum dragi. Efl- ing íslenzkrar menningar og fs- lenzkrar 'istar hlýtur að vera í verkahring ríkisins en að sjálf- sögðu á það að hafa mikið og sterkt aðhald. Það er til að mynda mikil- vægt að því fé sem ríkið lætur af hendi rakna til menningarstarf- semi sé vel varið enda skylda okkar að hafa innbyggða varkárni þegar fjármunum rikisins er eytt því að þeir eru sóttir til skattborgaranna, stundum með harla umdeildum að- ferðum. Skattborgararnir eiga kröfu á því að ríkið sói ekki fjár- magni sínu heldur verji því í upp- örvandi og arðbæra starfsemi hvort sem er í atvinnulífi eða á lista- og menningarsviði. Útgáfustarfsemi Menningarsjóös Á vegum Menntamálaráðs er einnig útgáfustarfsemi og hefur Menningarsjóður gefið út mörg mikilvæg rit sem kunnugt er. Um þá starfsemi vil ég einungis segja að hún getur átt rétt á sér meðan hún hefur sterkt aðhald af mikilli samkeppni á frjálsum markaði. Að mínu viti væri ekki hægt að rétt- læta útgáfustarfsemi Menningar- sjóðs ef um væri að ræða einhvers konar einokun eða forréttindi á markaðnum. Svo er ekki. Menning- arsjóður verður að haga starfsemi sinni eins og hvert annað einkafyr- irtæki og huga vel og rækilega að útgáfu sinni, taka mið af markaðn- um og samkeppni á honum. Ef svo er tel ég útgáfustarfsemi Mennta- málaráðs geta aukið fjölbreytni í íslenzku menningarlífi. Hún getur verið örvandi og jákvæð og hef ég þá trú að svo hafi verið. Hlutur einkafyrirtækja rýr Hitt er annað mál að oft hefur mig undrað hversu lítinn áhuga einkarekstrarmenn hafa á því að styrkja lista- og menningarstarf- semi og stuðla að eflingu hennar og fjölbreytni með framlögum sem komið gætu listamönnum að ein- hverju gagni. Ég er þeirrar skoðun- ar að það sé einnig og ekki sfður hlutverk einkarekstrar að hvetja listamenn til dáða með framlögum úr sjóðum sínum en á því hefur verið minni áhugi en ætla mætti. Það er hverju fyrirtæki til mikils sóma að veita íistamönnum viður- kenningarstyrki og efla þá þannig í þeirri oft erfiðu og vanþakklátu baráttu að finna kröftum sínum viðnám og sköpunarþrá sinni við- hlítandi farvegar Ég tel að for- maður Menntamálaráðs hafi fulla heimild til að vekja athygli á því aíl hann telur að hlutur einkafyrir- tækja sé eftir, þegar rætt eru am framlög til lista og menningar ’iér á landi. Þaö er ekki nóg að reisa sér bautastein heldur er bað mikilvæg- ara að taka bátt í þeirri gleði sem fullnægju sköpunarþrár er -tam- fara, á hvaða sviði sem er. Verðlaunaveitingar eigin- gjarnar í eöli sínu Ragnar f Smára átti bessa gleði öðrum atvinnurekendum 'remur. Þeir ættu að iaka hann tér til fyr- irmyndar, líf hans og starf. Þá fyrst er starfsemi opinbers aðila eins og Menntamáiaráðs tilgangs- rík viðleitni þegar annt er að hafa mið af hvetjandi uppbyggjngar- starfi einkarekstrarmanna eins og Ragnars í Smára. Það yrði fyrir- tækjum aldrei nema til framdrátt- ar og virðingarauka að láta eitt- hvað af arði sinum af hendi rakna til þess fólks sem er útvörður menningar- og lista i landinu. Hér á ég ekki við verðlaunaveitingar því að þær eru eigingjarnar í eðli sínu, krefjast athygli og taka til sfn vald sem getur verið ógeðfellt á stundum. Ég legg áherslu á að út- hlutun Menntamátaráðs er á engan Matthías Johannessen ifhendir Veturliða Gunnarssyni dvalarstyrkinn. í baksýn er Hrólfur Halldórsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.