Morgunblaðið - 24.05.1985, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 24.05.1985, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. MAÍ 1985 Bretland: Verður hernum beitt gegn eiturlyfjasölum? „Eiturlyfin eru skelfilegasta hætta, sem steðjar að þjóðinni,“ segir í skýrslu þingnefndar London, 23. maí. AP. EF BRESK yfirvöld vilja koma í veg fyrir, ad eiturlyfjavandamálið vaxi stórlega frá því, sem nú er, verða þau að beita heraflanum gegn eitur- lyfjasmyglurum og eiturlyfjasölum. Er þetta niðurstaða breskrar þing- nefndar, sem skipuð var fulltrúum allra flokka, og birt var í dag. I skýrslu nefndarinnar, sem unnin var að ósk stjórnarinnar, er því spáð, að undir lok þessa ára- tugar muni bandaríski eiturlyfja- markaðurinn verða orðinn mett- aður og að þá muni bandarískir eiturlyfjasalar snúa sér af aukn- um krafti að evrópska markaðn- um. „Við óttumst, að ef ekki verður tafarlaust gripið til þeirra ráða, sem duga, muni ástandið hér eftir fimm ár verða svipað og það er í Bandaríkjunum nú,“ segir í skýrslunni. „Hér er um að ræða skelfilegustu hættu, sem steðjað hefur að þjóðinni á friðartímum." Nefndin leggur til, að eftirlit lögreglu og tollvarða með höfnum Sovétmenn hjá SÞ: Endursendu tuttugu þúsund mótmælabréf New York, 23. mai. AP. ífTARFSMENN sovésku sendinefndarinnar hjá Sameinuðu þjóðunum báru á föstudag sjö póstpoka með tuttugu þúsund bréfum, þar sem hvatt er til þess að sovéski vísindamaðurinn Andrei Sakharov verði látinn laus, yfir í skrifstofur bandarísku sendinefndarinnar þar. Það var Jose Sorzano, aðstoðar- Moskvu. framkvæmdastjóri bandarísku sendinefndarinnar, sem skýrði frá þessu í dag. Kvað hann Sovétmenn hafa látið orðsendingu fylgja bréf- unum, þar sem þeir segjast ekki telja bréfin þess virði að koma þeim á framfæri við stjórnvöld í Bréf þessi voru rituð fyrir hvatningu tímaritsins Readers Digest og komu starfsmenn bandarísku sendinefndarinnar hjá SÞ þeim á framfæri við Sovét- menn á miðvikudag í fyrri viku. og flugstöðvum verði stóraukið og herinn, einkum flugherinn, verði notaður til að koma í veg fyrir smygl til landsins. Nefndarmenn voru allir sammála um, að ekki dugi að taka eiturlyfjasalana neinum vettlingatökum og að eina raunverulega ráðið sé að stór- herða refsingarnar. „Eiturlyfjasalarnir eru glæpa- menn og þeim ber að refsa án nokkurrar miskunnar," sagði í skýrslu nefndarinnar. Heróín- og kókaínneytendum í Bretlandi hefur stórfjölgað á síð- ustu árum og er nú talið, að aðeins heróínsjúklingarnir séu 60— 150.000 talsins. Á síðasta ári var lagt hald á eiturlyf fyrir 100 millj- ónir punda og þar af 306 kíló af heróíni. David Mellor, aðstoðar- innanríkisráðherra, sem m.a. fer með lögreglumál hyggst leggja fram á þingi í haust frumvarp um stórhert viðurlög við eiturlyfja- smygli til Iandsins en mest af þeim kemur frá Suðaustur-Asíu og Miðausturlöndum. AP/Símamynd Ufsagrýla í afmælisgjöf Jóhannes Páll páfi II. varð hálfsjötugur þegar hann var á ferð um Niöurlönd fyrir nokkrum dögum og af því tilefni færðu íbúar belgíska bæjarins Mechelen honum að gjöf afsteypu af ufsagrýlu einni, sem prýðir dómkirkju Heilags Rombouts þar í bæ. Bæjarbúar sungu svo auk þess „Hann á afmæli í dag ... “ og ekki aðeins á móðurmálinu, flæmsku, heldur einnig á ensku og pólsku. Sexburarnir eiga lífsvon Orange, Kaliforníu, 23. maí. AP. LÆKNAR á barnasjúkrahúsinu í Orange-héraði í Kaliforníu segjast vongóðir um, að litlu systkinin sex, sem þar fæddust fyrir tveimur dög- um, eigi sér lífsvon. Sjöunda barnið fæddist, sem kunnugt er, andvana. Börnin, fjórir drengir og tvær stúlkur, hafa verið í stöðugri meðferð lækna síðan þau fædd- ust. Sjöburarnir komu i heiminn tólf vikum fyrir tímann. Móðir þeirra er Patricia Frustaci, þri- tug kennslukona. „Ottó er nashyrningur“ á Kvikmyndahátíð: Drengur af íslenskum ætt- um fer með aðalhlutverkið Kristján Markensen sem Topper í myndinni Ottó er nashyrningur. myndarinnar, strákarnir Topp- er, sem Kristján leikur, og Viggó vinur hans. Þeir félagar eru ólíkir í útliti, en eitt af því sem sameinar þá er að báðir bera von í brjósti um að eignast venjulegan föður. Topper sakn- ar pabba síns, sjómannsins sem aldrei er heima, og Viggó reyn- ir allt til að halda í föður sinn, hinn þrætugjarna hr. Lowe. En dag nokkurn finnur Topp- er töfrablýant og þá fer margt undarlegt að gerast. M.a. kem- ur til sögunnar geysistór nas- hymingur, sem skyndilega birtist heima hjá Topper á ann- arri hæð. Og nashyrningurinn gerist umsvifamikill, þrammar um allt húsið og gerir sér dælt við íbúa þess. Ekki eru allir jafn hrifnir af honum og á tímabili lítur út fyrir að þetta ætli að enda með skelfingu. þarna siglir hann um höfnina f við danska blaðið Politiken, „en svo voru nokkrir valdir úr fyrir próftökur. Við þurftum að fara í gegn um fimm próftökur áður en við fengum að vita að við fengjum hlutverkin. Það er alveg stórkostlegt að taka þátt í þessu.“ Myndin gerist í litlum dönsk- um hafnarbæ þar sem sólin skín á bátana við bryggjurnar og mannlífið er kátt og litríkt. í sérkenniiegu húsi niðri við höfnina búa aðalpersónur Topper með föður sínum um borð í skipinu. Nashyrningurinn er ærið umsvifa- mikill og um síð- ir brotnar gólfið undan honum og hann fellur niður í krána. Það er ekki að undra þótt mönnum bregði í brún. Topper verður ekki ráðafátt — barnavagni. DANSKA barnamyndin „Ottó er nashyrningur“ sem nú er sýnd á Kvikmyndahátíð hefur vakið athygli. Aðalleikarinn í myndinni, Kristján Markersen 11 ára er íslenskur í aðra ætt- ina — móðir hans er íslensk en búsett í Danmörku. Börnin sem leika í myndinni voru val- in úr 40 barnaskólum í Danm- örku. „Allir drengirnir í bekknum urðu að standa upp, svo þeir gætu virt okkur fyrir sér,“ sagði Kristján í samtali
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.