Morgunblaðið - 24.05.1985, Side 24

Morgunblaðið - 24.05.1985, Side 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. MAÍ 1985 Bretland: Verður hernum beitt gegn eiturlyfjasölum? „Eiturlyfin eru skelfilegasta hætta, sem steðjar að þjóðinni,“ segir í skýrslu þingnefndar London, 23. maí. AP. EF BRESK yfirvöld vilja koma í veg fyrir, ad eiturlyfjavandamálið vaxi stórlega frá því, sem nú er, verða þau að beita heraflanum gegn eitur- lyfjasmyglurum og eiturlyfjasölum. Er þetta niðurstaða breskrar þing- nefndar, sem skipuð var fulltrúum allra flokka, og birt var í dag. I skýrslu nefndarinnar, sem unnin var að ósk stjórnarinnar, er því spáð, að undir lok þessa ára- tugar muni bandaríski eiturlyfja- markaðurinn verða orðinn mett- aður og að þá muni bandarískir eiturlyfjasalar snúa sér af aukn- um krafti að evrópska markaðn- um. „Við óttumst, að ef ekki verður tafarlaust gripið til þeirra ráða, sem duga, muni ástandið hér eftir fimm ár verða svipað og það er í Bandaríkjunum nú,“ segir í skýrslunni. „Hér er um að ræða skelfilegustu hættu, sem steðjað hefur að þjóðinni á friðartímum." Nefndin leggur til, að eftirlit lögreglu og tollvarða með höfnum Sovétmenn hjá SÞ: Endursendu tuttugu þúsund mótmælabréf New York, 23. mai. AP. ífTARFSMENN sovésku sendinefndarinnar hjá Sameinuðu þjóðunum báru á föstudag sjö póstpoka með tuttugu þúsund bréfum, þar sem hvatt er til þess að sovéski vísindamaðurinn Andrei Sakharov verði látinn laus, yfir í skrifstofur bandarísku sendinefndarinnar þar. Það var Jose Sorzano, aðstoðar- Moskvu. framkvæmdastjóri bandarísku sendinefndarinnar, sem skýrði frá þessu í dag. Kvað hann Sovétmenn hafa látið orðsendingu fylgja bréf- unum, þar sem þeir segjast ekki telja bréfin þess virði að koma þeim á framfæri við stjórnvöld í Bréf þessi voru rituð fyrir hvatningu tímaritsins Readers Digest og komu starfsmenn bandarísku sendinefndarinnar hjá SÞ þeim á framfæri við Sovét- menn á miðvikudag í fyrri viku. og flugstöðvum verði stóraukið og herinn, einkum flugherinn, verði notaður til að koma í veg fyrir smygl til landsins. Nefndarmenn voru allir sammála um, að ekki dugi að taka eiturlyfjasalana neinum vettlingatökum og að eina raunverulega ráðið sé að stór- herða refsingarnar. „Eiturlyfjasalarnir eru glæpa- menn og þeim ber að refsa án nokkurrar miskunnar," sagði í skýrslu nefndarinnar. Heróín- og kókaínneytendum í Bretlandi hefur stórfjölgað á síð- ustu árum og er nú talið, að aðeins heróínsjúklingarnir séu 60— 150.000 talsins. Á síðasta ári var lagt hald á eiturlyf fyrir 100 millj- ónir punda og þar af 306 kíló af heróíni. David Mellor, aðstoðar- innanríkisráðherra, sem m.a. fer með lögreglumál hyggst leggja fram á þingi í haust frumvarp um stórhert viðurlög við eiturlyfja- smygli til Iandsins en mest af þeim kemur frá Suðaustur-Asíu og Miðausturlöndum. AP/Símamynd Ufsagrýla í afmælisgjöf Jóhannes Páll páfi II. varð hálfsjötugur þegar hann var á ferð um Niöurlönd fyrir nokkrum dögum og af því tilefni færðu íbúar belgíska bæjarins Mechelen honum að gjöf afsteypu af ufsagrýlu einni, sem prýðir dómkirkju Heilags Rombouts þar í bæ. Bæjarbúar sungu svo auk þess „Hann á afmæli í dag ... “ og ekki aðeins á móðurmálinu, flæmsku, heldur einnig á ensku og pólsku. Sexburarnir eiga lífsvon Orange, Kaliforníu, 23. maí. AP. LÆKNAR á barnasjúkrahúsinu í Orange-héraði í Kaliforníu segjast vongóðir um, að litlu systkinin sex, sem þar fæddust fyrir tveimur dög- um, eigi sér lífsvon. Sjöunda barnið fæddist, sem kunnugt er, andvana. Börnin, fjórir drengir og tvær stúlkur, hafa verið í stöðugri meðferð lækna síðan þau fædd- ust. Sjöburarnir komu i heiminn tólf vikum fyrir tímann. Móðir þeirra er Patricia Frustaci, þri- tug kennslukona. „Ottó er nashyrningur“ á Kvikmyndahátíð: Drengur af íslenskum ætt- um fer með aðalhlutverkið Kristján Markensen sem Topper í myndinni Ottó er nashyrningur. myndarinnar, strákarnir Topp- er, sem Kristján leikur, og Viggó vinur hans. Þeir félagar eru ólíkir í útliti, en eitt af því sem sameinar þá er að báðir bera von í brjósti um að eignast venjulegan föður. Topper sakn- ar pabba síns, sjómannsins sem aldrei er heima, og Viggó reyn- ir allt til að halda í föður sinn, hinn þrætugjarna hr. Lowe. En dag nokkurn finnur Topp- er töfrablýant og þá fer margt undarlegt að gerast. M.a. kem- ur til sögunnar geysistór nas- hymingur, sem skyndilega birtist heima hjá Topper á ann- arri hæð. Og nashyrningurinn gerist umsvifamikill, þrammar um allt húsið og gerir sér dælt við íbúa þess. Ekki eru allir jafn hrifnir af honum og á tímabili lítur út fyrir að þetta ætli að enda með skelfingu. þarna siglir hann um höfnina f við danska blaðið Politiken, „en svo voru nokkrir valdir úr fyrir próftökur. Við þurftum að fara í gegn um fimm próftökur áður en við fengum að vita að við fengjum hlutverkin. Það er alveg stórkostlegt að taka þátt í þessu.“ Myndin gerist í litlum dönsk- um hafnarbæ þar sem sólin skín á bátana við bryggjurnar og mannlífið er kátt og litríkt. í sérkenniiegu húsi niðri við höfnina búa aðalpersónur Topper með föður sínum um borð í skipinu. Nashyrningurinn er ærið umsvifa- mikill og um síð- ir brotnar gólfið undan honum og hann fellur niður í krána. Það er ekki að undra þótt mönnum bregði í brún. Topper verður ekki ráðafátt — barnavagni. DANSKA barnamyndin „Ottó er nashyrningur“ sem nú er sýnd á Kvikmyndahátíð hefur vakið athygli. Aðalleikarinn í myndinni, Kristján Markersen 11 ára er íslenskur í aðra ætt- ina — móðir hans er íslensk en búsett í Danmörku. Börnin sem leika í myndinni voru val- in úr 40 barnaskólum í Danm- örku. „Allir drengirnir í bekknum urðu að standa upp, svo þeir gætu virt okkur fyrir sér,“ sagði Kristján í samtali

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.