Morgunblaðið - 24.05.1985, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 24.05.1985, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. MAÍ 1985 Hnattsigling Akra- nessins á 120 dögum — Skipst á gjöfum við komu skipsins að Grundartanga Akranesi 20. maí Ms Akranes, stsrsta skip íslenska kaupskipaflotans, kom í höfn á Grund- artanga miðvikudaginn 15. maí eftir að hafa fyrst íslenskra skipa siglt kringum hnöttinn. f tilefni þessarar merku ferðar bauð útgerð skipsins Nesskips hf. nokkrum gestum um borð í skipið í Grundartangahöfn og þar til- kynnti forstjóri fyrirtækisins Guðmundur Ásgeirsson að í tilefni þessarar ferðar skipsins hefðu þeir ákveðið að færa Byggðarsafn- inu að Görðum á Akranesi að gjöf fána skipsins, sem blakti við hún alla ferðina og eins alheimssjókort skipsins. Guðmundur sagði fyrir- tæki sitt ekki geta minnst þessar- ar merku ferðar betur. Gunnlaug- ur Haraldsson forstöðumaður Byggðasafnsins veitti gjöfunum viðtöku. Ingimundur Sigurpálsson bæj- arstjóri á Akranesi færi skip- stjóra skipsins Jóni Magnússyni stóra mynd af Akraneskaupstað, sem komið verður fyrir í skipinu og skipstjórinn færði kaupstaðn- um að gjöf mynd af skipinu. Pétur Baldursson flutningastjóri hjá Is- Morgunblaðið/Jón Gunnlaugsson Jén Magnússon, skipstjóri á Akranesi, afhendir Gunnlaugi Haraldssyni, forstöðumanni Byggðasafnsins í Görðum, fána þann sem blakti við hún alla ferðina. Akranesið við bryggju á Grundartanga. lenska Járnblendifélaginu afhenti skipstjóranum mynd af athafna- svæði Járnblendiverksmiðjunnar og kvað þá járnblendimenn vera hreykna af því að í þessari sögu- frægu ferð hefði skipið verið að flytja framleiðslu þeirra og hrá- efni til hinna fjarlægu landa. Ms Akranes fór frá Grundar- tanga 16. janúar sl. með 6300 tonn af kísiljárni áleiðis til Japan. Eig- endur farmsins voru Sumitom Corporation í Tókýó en þetta stór- fyrirtæki keypti sem kunnugt er 15% eignarhluta í íslenska Járn- blendifélaginu á síðasta ári og skuldbatt sig til að kaupa 20—25.000 tonn af kísiljámi á hverju ári. Skipið sigldi sem leið lá til Gíbr- altar, þar sem tekin var olía og vistir. 31. janúar var komið til Port Sait, rúmum sólarhring síðar var Suez-skurðurinn að baki og skipið sigldi í logni og blíðu suður Rauðahafið. í Singapore var tekin olía og vistir að nýju þann 17. febrúar og komið til Osaka í Japan 28. febrú- ar og hafði skipið þá verið 41 sól- arhring á leiðinni og siglt um 12.000 sjómílur. í Osaka var hluti farmsins losaður. Skipið kom ekki að bryggju í Osaka heldur var þvi latrt við staura oe kísiliárnið losað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.