Morgunblaðið - 24.05.1985, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. MAÍ 1985
29
„Sko, svo verður hann ástfang-
inn af gulum kanarífugli..."
Ég hafði gaman af The Purple
Rose of Cairo eftir Woodie Allen,
en samt ekki nógu gaman til að
ástæða sé til málalenginga. f þess-
ari mynd birtist Woodie ekki
sjálfur, og það er út af fyrir sig
kostur, þó ekki væri nema af til-
breytingunni sem i því felst, en
stíllinn er auðþekkjanlegur og
vissulega margt skondið að ske.
Mér hefur fundist það megin-
styrkur Woodies hvernig honum
hefur tekist að kcrtleggja líf nú-
tímafólks í stórborg, t.d. í mynd-
unum Annie Hall og Manhattan,
einhvern veginn verður viðfang-
sefnið rýrara þegar komið er aftur
á margumfjallaða krepputíma.
Kvikmyndatökumaður Woodies er
enn sem fyrr Gordon Willis, sem
filmar svarthvíta búta úr „gam-
alli“ ævintýravellu af umtalsverðu
öryggi, og Mia Farrow leikur hér
jafnvel enn betur en í Broadway
Danny Rose.
Ég varð fyrir vonbrigðum með
Mishima, fannst einhvern veginn
efniviðurinn kalla á magnaðri og
afdráttarlausari útfærslu en boðið
var upp á. Ramminn utan um
verkið er frægt sjálfsmorð sögu-
hetjunnar með harakiri og að-
dragandi þess, en uppistaða verk-
sins eru bútar úr skáldsögum Mis-
hima, færðir í leikbúning. Bútum
þessum er væntanlega ætlað að
varpa Ijósi á ævilok skáldsins, en
það ljós var einfaldlega ekki nógu
bjart. Handritshöfundur og
stjómandi er Paul Schrader, sem
líklega er frægastur fyrir handrit-
ið að Taxi Driver.
Claude Chabrol sýndi ágæta
glæpamynd, Poulet au Vinaigre, í
gamla góða stílnum (sem meðal
annars hafði greinileg áhrif á
Morðsögu). Mynd þessi nær að
vísu ekki upp á sama stall og bestu
myndir höfundar síns, svo sem Le
Boucher, Que la bete meure eða La
femme infidele, en hlýtur samt að
teljast meira en ánægjuleg af-
þreying, og átti vafalaust erindi í
keppnina. Sama verður væntan-
lega ekki sagt um Pale Fire eftir
Clint Eastwood, án þess að þar
með sé sagt að hasarmyndin sú
standi ekki fyrir sínu. Þarna leyfi
ég mér að halda, án þess að geta
sannað eitt né neitt, að Mammon
eigi hlut að máli. Hátíðin vill um-
fram allt ekki missa ameríska
spóninn úr aski sínum.
Að lokum er rétt að geta Grím-
unnar, Mask, eftir Peter Bogdano-
vich, mynd sem er í ætt við Fíla-
manninn fræga og fjallar um
ljónamann, dreng sem hefur sjald-
gæfan sjúkdóm sem afmyndar
höfuðiag og andlitsdrætti. Þarna
var oftar en einu sinni farið yfir
leyfileg væmnismörk, enda má
segja sem svo að efniviðurinn kalli
á slík brot. Reyndar fékkst ég ekki
til að trúa því að sagan væri í einu
og öllu sönn, jafnvel þó að móðir
fyrirmyndarinnar væri í salnum
og tæki við velútilátnum fagnað-
arlátum í lok sýningar. Þar er
reyndar komið að merkilegu um-
ræðuefni: hversu nálægt
raunveruleikanum er hægt að
komast í kvikmynd sem hefur á
sér öll einkenni draumaverksmiðj-
unnar víðfrægu? Hvað er sann-
leikur og hvað er skáldskapur? Og
hvaöa máli skiptir sannleikurinn
ef skáldskapurinn er hrífandi?
Skiptir hann bara nokkru máli?
Hvað sem um það má rífast var ég
nokkuð sáttur við það að Cher
skyldi fá verðlaun fyrir túlkun
sína á móðurinni (þær sátu þarna
saman og horðu á sig, tvær per-
sónur að horfa á sig í líki einnar
persónu ...)
Öngþveiti
Enn sem fyrr var allt of margt
fólk á staðnum, ekki þverfótað
fyrir frönskum túristum sem áttu
þá ósk heitasta að fá að sjá kvik-
myndastjörnu berum augum (og
fengu mestmegnis að sjá fólk eins
og mig í staðinn). Öll hótel voru
yfirfull, allt á uppsprengdu verði
að vanda, jafnt húsnæði sem fæði,
en samt var það allt saman þess
virði. Canneshátíðin er engri ann-
arri lík og hún er ótvírætt sú mik-
ilvægasta í veröldinni. Og það má
líka finna ánægjuauka í öllu amr-
íska skruminu, eins og t.d. þegar
25 flugvélar flugu yfir svæðið með
auglýsingaborða til að vekja at-
hygli á kvikmyndinni um jóla-
sveininn (sem ég er sannfærður
um að er léttvæg mynd og jafnvel
léleg). Tilgangurinn er væntan-
lega sá sami og hjá stúlkunni sem
háttaði sig á gangstéttinni fyrir
framan veitingastaðinn þar sem
ég var að borða hádegisverð: að
vekja á sér athygli. Og á því hafa
þau báeði fullan rétt: jólasveinninn
og sú bera.
Og þá ekki síður ég sjálfur með
dreifibréfin mín.
Höfundur er krikmyndagerðar-
maður og leikstjóri.
ígildi skattalækkunar hlutfalls-
lega meira en hækkun fram-
færsluvísitölu umfram leyfileg
frávik skal telja að samningarnir
hafi aðlagast breyttum forsend-
um.
Hafi forsendur brugðist á ann-
arri hvorri ofangreindra dagsetn-
inga og samningarnir ekki aðlag-
ast breyttum forsendum, skulu
Alþýðusamband íslands og vinnu-
veitendasamband íslands hafa
frest fram til 29. sama mánaðar til
að ná samkomulagi um úrbætur.
Komi til slíkra samningavið-
ræðna skal taka mið af breyttum
efnahagslegum forsendum s.s.
viðskiptakjörum, aflabrögðum og
útflutningsframleiðslu.
Náist ekki samkomulag um úr-
bætur getur Alþýðusamband ís-
lands sagt samningnum upp með
eins mánaðar fyrirvara og koma
þá ekki frekari launahækkanir
skv. samningi þessum til fram-
kvæmda.
5. gr. Gildistími.
Samningur þessi gildir frá und-
irskriftardegi, enda hafi samn-
ingsaðilum borist tilkynning um
staðfestingu innan þriggja vikna
frá undirskrift. Hafi tilkynning
ekki borist innan umrædds frests,
öðlast samningurinn fyrst gildi
frá staðfestingardegi.
Samningur þessi gildir til 31.
desember 1986 og er uppsegjanleg-
ur miðað við þann dag af hálfu
beggja aðila með eins mánaðar
fyrirvara. Sé honum ekki sagt upp
framlengist hann um þrjá mánuði
í senn með sama uppsagnarfresti."
AF ERLENDUM VETTVANGI
eftir Guðm. Halldórsson
Ógnarstjórn á
Austur-Tímor
INDÓNESÍSK yfirvöld á Austur-Tímor hafa staðið fyrir skyndiaftökum
og fjöldahandtökum, ef trúa má skýrslu frá kaþólskum presti þar, Carlos
Ximenes Belo.
Gífurlegt og hörmulegt umrót á sér stað og þjóðin á þaö á hættu að
henni verði útrýmt, segir hann.
Hann segir að Indónesíuher
standi fyrir stöðugum aðgerðum
gegn miðstöðvum andspyrnu-
hreyfingarinnar, að ungt fólk sé
neytt til að ganga í hjálparsveit-
ir og taka þátt í hernaðaraðgerð-
um, að fjöldi bænda hafi verið
handtekinn og að sú hætta vofi
sífellt yfir að karlmenn í þorp-
um, sem eru á bandi andspyrnu-
hreyfingarinnar, verði líflátnir.
Indónesar hafa lengi ráðið
vesturhluta eyjunnar Tímor,
sem getur orðið mikilvæg vegna
olíu út af ströndinni. Austur-
Tímor var portúgölsk nýlenda til
1975.
Það ár ætluðu Portúgalar að
efna til þjóðaratkvæðagreiðslu
um framtíð nýlendunnar. En
borgarastríð brauzt út milli
stuðningsmanna Indónesa og
Fretelin-hreyfingarinnar, sem
er vinstrisinnuð og nýtur víð-
tæks stuðnings meðal íbúanna,
sem eru kaþólskir.
Fretelin lýsti einhliða yfir
sjálfstæði Austur-Tímor í nóv-
ember 1975. Indónesar gerðu
innrás í desember og stuðn-
ingsmenn þeirra komu þingi á
laggirnar á yfirráðasvæði sínu
og lýstu yfir sameiningu við
Indónesíu.
Indónesar neituðu að leyfa er-
lendum fulltrúum að koma til
Austur-Tímor eftir innrásina, en
samkvæmt upplýsingum flótta-
manna, alþjóðlegra hjálpar-
stofnana og kaþólsku kirkjunnar
létust 150.000 manns af völdum
styrjaldarátaka, hungurs og
sjúkdóma á fyrstu árum stjórn-
ar Indónesa.
Indónesar hafa verið sakaðir
um þjóðarmorð á A-Tímor.
Þjáningar íbúanna hafa þótt
minna á hörmungarnar í Kamb-
ódíu.
Sumir sögðu að 250.000 manns
hefðu látizt í kjölfar innrásar-
innar. Indónesískir hermenn
eyðilögðu uppskeru svo að
skæruliðar fengju ekki matvæli
og margir dóu úr hungri. íbúar
Austur-Tímor voru 650.000 um
1970.
Portúgalar neituðu að viður-
kenna innlimun Austur-Tímor í
Indónesíu og sögðu að íbúarnir
yrðu að fá að ráða framtíð sinni.
Allsherjarþing SÞ samþykkti
ályktun 1977 og neitaði að viður-
kenna innlimunina, þar sem íbú-
arnir hefðu ekki fengið eð neyta
sjálfsákvörðunarréttar síns.
Javier Perez de Cuellar, fram-
kvæmdastjóri SÞ, hefur umboð
frá Allsherjarþinginu til að
stuðla að samkomulagi.
Sendiherrar Indónesíu og
Portúgals hjá SÞ hafa átt fundi
um Austur-Tímor í New York
síðan í júlí 1983. Portúgalar hafa
ekki viljað að Fretelin taki þátt í
viðræðunum, en de Cuellar hefur
staðið í sambandi við hreyfing-
una.
Fretelin segir að Tímorbúar
muni ekki sætta sig við tvíhliða
samkomulag Portúgala og Indó-
nesa, ef sjálfsákvörðunarréttur
Tímorbúa verði ekki virtur.
Fretelin óttast afstöðu Portú-
gala. Portúgalar virðast orðnir
leiðir á deilunni og telja að þeir
geti lítil áhrif haft. Orðrómur
hefur verið um að þeir vilji við-
urkenna yfirráð Indónesa gegn
því að Austur-Tímor fái sjálf-
stjórn að nafninu til og að menn-
ingar- og trúfrelsi verði tryggt.
Indónesar lýstu því yfir 1983
að Austur-Tímorbúar hefðu
neytt sjálfsákvörðunarréttar
síns á frjálsan og lýðræðislegan
hátt og að hvers konar umræður
SÞ um Austur-Tímor jafngiltu
afskiptum af innanríkismálum
Indónesíu.
Leynilegar friðarviðræður
Fretelin og Indónesa fóru út um
þúfur 1983. Lýst var yfir bráða-
birgða-vopnahléi 23. marz 1983
og skæruliðar fengu að fara til
þorpa sinna.
Friður komst á og sveltandi
íbúar Austur-Tímor gátu sáð í
fyrsta skipti síðan 1975. En
Indónesar vildu ekki leyfa þjóð-
aratkvæði og vopnahléð fór út
um þúfur.
Skæruliðar Fretelin
Fretelin sakaði Indónesa um
að rjúfa vopnahléð í maí 1983
með því að fella tvo skæruliða-
foringja og sjö skæruliða í fyrir-
sát í þorpinu Ribeira de Laleia.
Sendimaður Fretelin, Sahe Nir-
iki, sem fór á fund Indónesa í
júní, var handtekinn og myrtur.
Indónesar sökuðu hins vegar
Fretelin um að hafa rofið vopna-
hléð þegar skæruliðar felldu 16
indónesíska hermenn í þorpinu
Caralas í ágúst 1983. Að sögn
flóttamanna myrtu indónesískir
hermenn 200 til 300 borgara í
hefndarskyni.
Indónesar kvöddu 20.000 menn
í herinn á Austur-Tímor og hófu
mikla sókn til að útrýma Fretel-
in í eitt skipti fyrir öll. Aðgerð-
um átti að ljúka í desember, en
enn er barizt.
„Hermönnum hefur fjölgað að
undanförnu og bardagar geisa
annan eða þriðja hvern dag,“
sagði ónefndur flóttamaður í
fyrrasumar. „Hermenn hafa
brennt hús til ösku, 300 á einum
stað. Réttarhöld fara oft fram og
æ fleira fólki er varpað í fang-
elsi. Portúgali nokkur var
dæmdur til dauða fyrir að skrifa
Fretelin."
Hann sagði að indónesísku
hermennirnir kæmu illa fram
við Tímorbúa, tækju frá þeim
matvæli og misþyrmdu þeim.
í handbók indónesískra her-
manna, sem var stolið, eru ráð-
leggingar um hvernig bezt sé að
hafa stjórn á íbúunum. Þar sem
fjallað er um yfirheyrslur segir:
„Ef beita þarf ofbeldi skal
þess gætt að ekkert fólk sé ná-
lægt og sjái hvað gerist. Forðizt
að taka ljósmyndir, sem sýna
pyntingar."
Flóttamenn hafa sagt frá eyði-
leggingum á landsbyggðinni,
hungri. kóleru, blóðkreppusótt
og fleiri sjúkdómum, pyntingum
og mannáti, ofsóknum og frels-
isskerðingu.
Fólk, sem hefur verið grunað
um að standa í sambandi við
Fretelin, hefur verið stungið til
bana eða barið í hel fyrir framan
nágranna sína.
Þúsundir indónesiskra borg-
ara hafa flutzt til Austur-Tímor
og gegna mikilvægustu störfum í
stjórnkerfinu og viðskiptalífinu.
Að Indónesum meðtöldum munu
íbúar Austur-Tímor vera nú um
500.000.
Tunga Timormanna er ekki
notuð í skólum og portúgalska
aðeins kennd í skóla kirkjunnar.
Leitað hefur verið í skólum og
nemendur yfirheyrðir.
Flestum kirkjum hefur verið
lokað. Prestar hafa verið ofsótt-
ir.
Á síðustu mánuðum hafa
Indónesar skorið upp herör gegn
hungri og fátækt, reynt að bæta
lífskjörin og lokka skæruliða til
byggða.
Hungur virðist ekki lengur al-
varlegt vandamál í bæjum. Alls
hefur verið varið 258 milljónum
dala til að reisa sjúkrahús og
skóla, leggja vegi og efla land-
bunað. í ár verður 60 millj. dala
varið í sama skyni, 20% meira
en 1984.
Þessi viðleitni hefur borið
nokkurn árangur. Indónesar
hafa treyst yfirráð sin, en eiga
enn í höggi við skæruliða. Vegið
hefur verið að rótum menningar
Tímorbúa og baráttan heldur
áfram.