Morgunblaðið - 24.05.1985, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. MAÍ 1985
„Fegurðardrottning íslands 1985**:
Stúlkurnar þrettán
kynntar í kvöld
Rod Stewart og Kelly Emberg gestir
á krýningarhátíðinni á mánudagskvöldið
STÚLKURNAR þrettán, sem keppa
til úrslita um titlana Fegurðardrottn-
ing íslands og Fegurðardrottning
Reykjavíkur í ár, koma fram á kynn-
ingarkvöldi fegurðarsamkeppninnar
í veitingahúsinu Broadway í kvöld.
Þar velja Ijósmyndarar Ljósmynda-
fyrirsætu ársins 1985 og stúlkurnar
sjálfar velja þá vinsælustu úr sínum
hópi. Jafnframt verður gerð skoð-
anakönnun meðal gesta um hug
þeirra til sigurvegara í keppninni, að
sögn Baldvins Jónssonar, uraboðs-
manns keppninnar hérlendis.
Fegurðardrottningarnar verða
krýndar í Broadway á mánu-
dagskvöldið og verður það breski
rokksöngvarinn Rod Stewart, sem
krýnir Fegurðardrottningu ís-
lands. Stewart kemur hingað til
lands á mánudag ásamt vinstúlku
sinni, Kelly Emberg — sem mun
Söngsveitin Fílharmónía 25 ára
Um þessar mundir eru liðin 25 ár frá fyrstu tónleik-
um Söngsveitarinnar Fflharmóníu. Afmelisins verður
minnst með ýmsum hætti og fyrst og fremst með
tónleikum þann 30. maí nk. í Háskólabíói. Á tónleik-
unum flytur Söngsveitin oratóríuna Judas Maccabæus
eftir G.F. Hándel með Sinfóníuhljómsveit íslands.
Einsöngvarar eru Sigrún Hjálmtýsdóttir, Sigríð-
ur Ella Magnúsdóttir, Jón Þorsteinsson og Robert
Becker. Stjórnandi er Guðmundur Emilsson.
Þessir tónleikar eru jafnframt framlag Söng-
sveitarinnar Fílharmóníu og Sinfóníuhljómsveit-
arinnar til 300 ára afmælis G.F. Hándels, sem
minnst er á þessu ári.
Gefinn hefur verið út afmælisbæklingur í tilefni
afmælis söngsveitarinnar. Þar er m.a. getið allra
verka sem söngsveitin hefur flutt á starfsferli sín-
um og ýmissa atriða í starfi og sögu söngsveitar-
innar getið í máli og myndum.
Starfi vetrarins lýkur með veglegu afmælishófi,
sem haldið verður á Hótel Esju þ. 31. maí nk.
Gamlir félagar eru minntir á tónleikana og einnig
hvattir til að taka þátt i afmælishófinu.
(Úr frétutilkjnninffu)
Rod Stewart krýnir fegurðardrottn-
ingu íslands.
vera ein af tíu launahæstu sýn-
ingarstúlkum Bandaríkjanna um
þessar mundir — og fleiri kunn-
ingjum. Rokkarinn fylgist með
landsleik íslands og Skotlands á
Laugardalsvellinum á þriðjudags-
kvöldið en heldur síðan rakleiðis
til Englands með einkaþotu.
Kynningarskemmtunin hefst
með borðhaldi kl. 19 í kvöld og
verður dansað til kl. 03 að dagskrá
lokinni. Stúlkurnar þrettán munu
koma tvívegis fram, í baðfötum og
í samkvæmiskjólum, sem flestir
eru sérsaumaðir fyrir þetta kvöld.
Af skemmtiatriðum á kynning-
arkvöldinu má nefna að þau Ást-
rós Gunnarsdóttir og Cornelius
Carter dansa við „Stef um fegurð"
eftir Gunnar Þórðarson, félagar
úr Dansstúdíói Sóleyjar sýna nýj-
an dans eftir Sóleyju Jóhannsdótt-
ur, hljómsveitin Rikshaw kemur
fram, sýnd verður nýjasta tíska og
Björgvin Halldórsson syngur
nokkur lög, sem Rod Stewart hef-
_____________________________7_
ur gert vinsæl víða um heim, við
undirleik hljómsveitar Gunnars
Þórðarsonar. — Verð aðgöngu-
miða á kynningarkvöldið er kr.
1.200 en inn á úrslitakeppnina á
mánudagskvöldið kostar kr. 2.400.
Uppselt er á þá skemmtun.
Erlendir fjölmiðlar hafa sýnt
keppninni talsverðan áhuga, eink-
um vegna þess að Rod Stewart
skuli koma hingað ásamt frk.
Emberg til að krýna fegurðar-
drottningu íslands á Broadway, að
því er Baldvin Jónsson sagði í
samtali við Mbl. Sjónvarpsmenn
frá BBC, breska ríkisútvarpinu,
munu væntanlega kvikmynda
krýninguna og fleiri hafa óskað
eftir myndum og fregnum $f at-
burðinum.
Bresk frei-
gáta í
Sundahöfn
BRESKA freigátan ('leopatra verður
í Sundahöfn í Reykjavík yfir hvíta-
sunnuna, frá 24. til 27. maí. Síðdegis
á laugardag frá klukkan 14 til 17
verður skipið opið almenningi til
skoðunar.
Cleopatra er 3200 lestir og um
borð eru 267 manna áhöfn, þar af
17 foringjar undir stjórn R.T.
Newmans, kafteins. Skipið var
smíðað 1964 en endurnýjað 1975
meðal annars með Exocet-flug-
skeytum. Cleopatra er sérstaklega
vel búin til gagnkafbátaaðgerða
og loftvarna. 1982 var skipið hið
fyrsta í breska flotanum sem var
búið nýju sónar-kerfi til kafbáta-
leitar.
Einkunnarorð freigátunnar
Cleopötru eru „invicta ut olim“
eða „óbuguð að vanda".
Forsalan
er i
Bonaparte Austurstræti
í dag kl. 11.30—18.00
Miðasala á morgun
Í Laugardal kl. 17—17
Heimsmeistarakeppnin í knattspyrnu
ísland
Skotland
á Laugardalsvelli
28. maí kl. 19.00.
Nú fara allir á völlinn og hvetja
okkar menn í hörkubaráttu í jafnri
keppni.
Aðgöngumiðaverð: Stúka kr. 400, stæöi kr. 250, börn kr. 100
THIOIP ®°n|Mrte LoBft°i;.ka’ Smiðjan
oa hotel Akureyri
Einhvern tíma
veröa öll úr
SEIKO
FLUGLEIDIR
HB