Morgunblaðið - 24.05.1985, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 24.05.1985, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. MAÍ1985 „Éj ie-lc venjule^a. Zoo kr. ■R/rir.-en þú öleppar rne^ hálft gjald." Ast er... ... að lána henni sjónaukann á kappreiðunum. TM Reg. U.S. Pat. Off — all rights reserved «1985 los Angeles Times Syndicate Augnablik. Hvað er það sem ég drekk er ég a-tla að gleyma öllu? Er ekki smápláss fyrir mig? HÖGNI HREKKVÍSI „ HAKJM HE.FUK STÓfíFURÐUL BGA KfMNlGÁFU Nokkur orð um Njálu- draum Hermanns Jónas- sonar frá Þingeyrum Þorkell Hjaltason skrifar: Á þessu ári eru rétt 92 ár liðin frá því að Hermann Jónasson dreymdi þennan merkilega draum um Njálu. Óhætt er að fullyrða að Hermann er einn draumspakasti Islendingur sem lifað hefur og starfað hér á landi á þessari öld. Er hann dreymdi Njáludrauminn var hann skólastjóri Búnaðarskól- ans að Hólum í Hjaltadal. Um draumlíf sitt hefur Hermann ritað merkilega bók er hann nefnir „Dulrúnir" og kom hún út á árun- um milli 1920 og 1930. Um sannleiksgildi bókarinnar þarf enginn að efast því draum- arnir komu allir nákvæmlega Hlustandi skrifar: Kæri Velvakandi. Nokkur orð vegna útvarpsefnis. Nýlega hlustaði ég á þátt Bjargar Einarsdóttur um íslenskar konur og var hún að segja frá systrunum Ingibjörgu og Marfu Claessen frá Sauðárkróki. Um þessar konur fram í vökunni eins og hann dreymdi þá sofandi í rúmi sínu. Hér á eftir er tekið atriði beint úr Njáludraumnum: „Draumamaðurinn sagði mér að ég hefði miklar mætur á Njáls- sögu og væri henni kunnugur. Ennfremur sagði hann að ég rengdi margt í henni og benti hann á allmörg atriði, sem ég hirði eigi að telja upp. En mig vantaði að vita hvað væri hið sanna. Þá tók hann það fram að ég áliti sum atriði röng er rétt væri skýrt frá í sögunni. Tók hann t.d. fram að ég áliti að sagan hallaði allmjög á Hallgerði langbrók, en það væri að mestu rangt skoðað hafði ég aldrei heyrt neitt, vissi ekki að þær hefðu verið til. En mér fannst lýsingin á þeim svo lif- andi og skýrt dregin að ég sá þær fyrir mér ljóslifandi. Áreiðanlega er töluverður vandi að semja slík- ar persónulýsingar og það er trúa mín að þarna hafi snilldarlega tekist. hjá mér. Það var töframagn brjálseminnar í augum hennar er Iæsti þeim helfjötrum að þótt hann vissi að hún réði sér Loka- ráð gat hann þó ekki spornað á móti því að ríða þegar í stað vest- ur í Dali og láta Hrút drepa sig án þess að „vígamaðurinn og ofstop- inn“ veitti nokkra verulega vörn. En eftir þetta var Hallgerður alla æfi aldrei með fyllilega réttu eðli og því virðist svo erfitt að skilja hana.“ Á öðrum stað í draumnum segir svo: „Höskuldur kom snemma morguns á akurinn. Hann hafði yfir sér skykkjuna Flosanaut. Vopn sín bar hann í annarri hendi, kornkippu í hinni. Þá spratt Skarphéðinn undan garðinum og mælti: „Nú skulum vér ljúka mál- um vorum Höskuldur." „Vel er það,“ svaraði Höskuldur, „og er ég þessa tilbúinn." Tekur hann þá vopn sín og börðust þeir djarflega og var Höskuldur hinn vígfimasti. Eigi skipti þó mörgum höggum áð- ur en Skarphéðinn höggur í höfuð Höskuldi með öxinni Rimmugýgi svo að í heila stóð. Féll Höskuldur þegar dauður niður. Þeir hittust þá Njálssynir og Kári og Mörður. Skarphéöinn lýsti viginu á hendur sér. Þá mælti Mörður: „Nú skulum vér allir særa Höskuld sínu sárinu hver. Mun þeim þá þykja erfiðara að leita hefndanna og verður þá auðveldara að koma á sættum." Þeir féllust á þetta og særðu Hös- kuld fjórum djúpum sárum auk banasársins er Skarphéðinn hafði veitt honum. „Hér tel ég lokið Höskulds sögu Hvítanessgoða eða eigi er þörf að segja hana lengri," mælti draummaður minn. Ég vil svo að lokum hvetja yngri kynslóðina til þess að kynna sér vel og lesa rækilega allan Njálu- draum Hermanns. Hann er vel þess virði og einnig er gaman að bera hann saman við söguna því draumurinn er í allmörgum atrið- um öðruvísi en Njálssaga greinir frá, eins og dæmin sýna, er hér eru tilfærð. Fimmtugasti þáttur Bjargar Einarsdóttur um ævi og störf íslenskra kvenna var á dagskrá í byrjun maí sl. og í tilefni afmælisins fengu tæknimenn og höfundur sér konfekt. Frá vinstri: Astvaldur Kristinsson, Magnús Hjáim- arsson, Þórir Steingrímsson, Óskar Ingvarsson og Björg Einarsdóttir. Lifandi lýsing Aðdáendur erlendra hljómsveita ættu að ganga í aðdáendaklúbba úti Prince-aódáandi og útvarpshlust- andi skrifar: Kæri Velvakandi: Það hafa komið hér fram óskir um að stofna aðdáendaklúbb með söngvaranum Prince. Ég vildi að- eins koma með tillögu í þeim efn- um. Ég held að það yrði alrangt að hafa hann í Traffic. Maður sér hvernig Duran Duran- og Wham- aðdáendaklúbbarnir starfa. Þetta er ekkert nema peningaplokk og lítið sem aðdáendur fá fyrir sinn snúð. Bróðir minn er í Duran Duran- aðdáendaklúbbnum og er mjög óánægður. Ég held að best væri fyrir Prince-aðdáendur, sem hafa áhuga á að stofna klúbb, að gera það þá með öðrum hætti eða hreinlega ganga í aðdáendaklúbb hans úti. Eg er t.d. í aðdáenda- klúbbi Michael Jacksons í Amer- íku og hef fengið heilmikið sent þaðan gegn vægu verði t.d. sér- staka plötu, sem Jackson bræður tóku upp í heimastúdíói og á þeirri plötu tala þeir beint til aðdáenda sinna. Ef einhverjir hafa áhuga á að skrifa út og athuga málið, læt ég hér fylgja með heimilisfang: Prince and the Revolution at: P.O. Box 858, Old Chelsea Station, New York, N.Y. 10113. Að lokum langar mig að biðja gott útvarpsfólk á rás 2 að spila meira með Prince. Það er undan- tekning ef plötur hans eru spilað- ar. Nýlega var gefin út plata með honum — plata sem bókstaflega hefur farið með ljóshraða um bandariska vinsældalistann. Lög af þessari plötu hafa varla heyrst á rásinni þrátt fyrir fjölmarga að- dáendur, sem biða spenntir eftir að heyra lögin af henni. Ég bið ekki um að fá Prince í hverjum þætti heldur aðeins stað- festingu á því að rásarmenn viti hver Prince er. Einnig mætti sjónvarpið sýna meira með Prince. Það ætti að vera hægt. Svona allra síðast langar mig að þakka fyrir þáttinn „Gullhálsinn", sem er á rás 2. Pét- ur Steinn stendur sig vel þar og hefur greinilega áhuga á efninu og vona ég að hann haldi áfram á sömu braut. Takk fyrir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.