Morgunblaðið - 24.05.1985, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 24.05.1985, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. MAÍ 1985 ÚT VARP / S JÓN VARP í dimmri ró... ví ber að fagna að nú hefir verið lagt fram frumvarp á hinu háa Alþingi þess efnis að allt hérlent sjónvarpsefni skuli skeytt íslensku tali eða texta. Er gott til þess að vita að á Alþingi sitji menn er láta sig miklu varða varð- veislu tungunnar og þar með þjóð- ernisins. Mér er raunar til efs að það tíðkist hjá erlendum menn- ingarþjóðum að varpa yfir lands- lýð sjónvarpsefni sem ekki tekur mið af þeirri þjóðtungu sem töluð er í viðkomandi landi. Eða hvað ætli erlendum mönnum fyndist nú um þá tiktúru að birta hér í blöð- um til dæmis íþróttafréttir á ensku? Ég er handviss um að þeim fyndist slík ráðabreytni engu furðulegri en sú að senda út á öld- um ljósvakans í íþróttaþætti blóðhráa úr smiðjum erlendra sjónvarpsstöðva. Og svo er bara að vona að breytingartillaga Árna Johnsen fái hljómgrunn í mennta- málanefnd. Hin hliðin Ég hefi oftlega í þessum pistlum mínum hamrað á nauðsyn þess að vandað sé til íslensks tals og texta sem skeytt er við erlent sjónvarps- efni. Finnst mér raunar jafn áríð- andi að vanda vel val þeirra er flytja slíkan texta og hinna er sjá um snörunina. En þar sem ég vil ekki þreyta lesendur frekar á vangaveltum um þessi mál, þá mun ég víkja fáeinum orðum að ranghverfunni sem er snörun af voru ástkæra máli yfir á tungur milljónaþjóðanna. Nú siglir hið nýja útvarpslagafrumvarp senn úr höfn og er þá von til þess að fjör- kippur færist í hina svokölluðu innlendu dagskrárgerð. Því miður er markaðurinn fyrir slíkt efni hérlendis afar smár og þykir mér því næsta fullvíst að það sjón- varpsefni er fæðist í listasmiðjum (stúdíó) hinna nýfrjálsu sjón- varpsstöðva verði í og með sniðið við hæfi hins ógnarstóra alþjóð- lega sjónvarpsmarkaðs er senn spannar heimsbyggðina. Eitt er fullvíst að þeir einir komast hænufet út á þann risamarkað er skeyta ensku tali og texta við þær myndræmur er þeir bjóða þar til sölu. Enskan er þegar orðin alls- ráðandi í heimi hinnar alþjóðlegu dægurtónlistar og því skyldi hún ekki sigra á sjónvarpssviðinu? Þar ráða nú þegar ríkjum engil- saxneskir þættir á borð við Dallas og Dýrasta djásnið ... Vel skal vanda .. . Vissulega höfum vér íslend- ingar þegar nokkra reynslu af því að setja enskt tal við hériendar kvikmyndir en samt held ég að hér sé mikið vandaverk óunnið. Fynd- ist mér eigi úr vegi að hóa í fær- ustu sérfræðinga til að skoða þessi mál í hópi þýðenda, leikara og annarra sjónvarpsmanna. Það er ekki svo lítils virði, að þær heims- bókmenntir er hér hafa verið rit- aðar nái í kvikmyndalíki til allra jarðarbúa í skammlausri þýðingu. í þessu sambandi er vert að hafa í huga fordæmi Marshalls Brement, fráfarandi sendiherra Bandaríkj- anna hérlendis, er nýlega lauk því stórvirki að snara ljóðum þriggja nútímaskálda yfir á ensku, en Brement hafði í fyrstu hug á að fella Tómas inní það verk: Við nánari athugun fannst mér varla koma annað til greina en að ljóð eftir hann yrðu í þessari bók. Við nánari aðgæzlu komst ég að raun um að það væri mjög erfitt að þýða ljóð hans — nánast óvinn- andi vegur (Lesbók 18. maí). í þessum ummælum finnst mér kristallast heilbrigt sjálfsmat og næmur skilningur á þanþoli tung- unnar. Mættu slik viðhorf lýsa okkur inná hina nýju öld frjálsrar fjölmiðlunar. Ólafur M. Jóhannesson Úr myndinni „Fjórtán stundir". Lögregian reynir ad tala um fyrir BasehearL „Fjórtán stundir“ — bandarísk bíómynd frá 1951 ^^■M Bandartsk OO 35 bíómynd frá ár- — inu 1951, „Fjórtán stundir", er á dagskrá sjónvarpsins klukkan 22.35 í kvöld. Leikstjóri er Henry Hathaway og með aðal- hlutverkin fara Richard Baseheart, Paul Douglas, Barbara Bel Geddes og Debra Paget. Söguþráðurinn er á þá leið að ungur maður, veik- ur á geðsmunum, hefur afráðið að stytta sér ald- stökkva af gluggasyllu á háhýsi einu í miðri Man- hattan í New York. Lög- regla, geðlæknar og ást- vinir reyna að tala um fyrir honum. Kvikmyndahandbókin segir að myndin sé þriggja stjörnu virði af fjórum mögulegum. Einn- ig segir þar að Baseheart fari mjög vel með hlut- verk þess er stytta ætlar sér aldurinn og Geddes leikur vel unnustu hans. Myndin er byggð á sannsögulegum atburð- um. „Mjór er mikils vísir“ — um starfsaðferðir Scotland Yard ■■■■ Bresk heim- 01 25 ildamynd um £ A — starfsaðferðir Scotland Yard rannsókn- arlögreglunnar „Mjór er mikils vísir" er á dagskrá sjónvarpsins í kvöld klukkan 21.35. í myndinni er einkum fylgst með starfi vísinda- deildar iögreglunnar þar sem rannsakaðar eru lík- amsleifar, blóð eða byssu- kúlur og annað það sem getur gefið vísbendingar um ódæðismenn og fórn- arlömb þeirra. Látinn eiturlyfjaneyt- andi er grandskoðaður og fylgst er með vísinda- mönnum er þeir leita að hvernig og hvers vegna hann dó. Einnig sjáum við hvernig hægt er að bera kennsl á lík þó gamalt sé orðið. í því sambandi sjá- um við greinilega á ung- um strák er hafði verið týndur í átta mánuði. Tækni nútímans inni- heldur margt og full- komnari tæki koma sífellt til sögunnar. Sherlock Holmes notaði stækkun- arglerið í sínum ráðgát- um, en nú gerir tæknin vísindamönnum kleift að finna meira og meira þó sönnunargögnin séu held- ur lítil. Milljónahluti úr lyfi getur verið rannsak- aður. En það er sambæri- legt við að maður á jörðu niðri líti til tunglsins og ætli sér að sjá mús á hlaupum á því. Þeir í Scotland Yard eru yíst hættir að nota stækk- unargler. „Úr blöndukútnum“ í sumarskapi í kvöld ■■■■ Þáttur Sverris OO 35 Páls Erlends- — sonar „Úr blöndukútnum" er á dagskrá útvarpsins í kvöld klukkan 22.35 og er þátturinn að venju frá ríkisútvarpinu á Akur- eyri. Sverrir Páll sagði í samtali við Mbl. að þátt- urinn yrði mjög ljúfur og sumarlegur. „Hann ein- kennist mjög af sumri, sól, hita og gróðri sem var hér hjá okkur norðan- mönnum um síðustu helgi. Ég var reyndar að tína saman efnið í þáttinn um helgina síðustu í um 20 stiga hita eða rúmlega það þannig að tónlistin verður sumarleg og sól- arleg, bæði söngur og hljóðfæraleikur. Eitthvað verður af nú- tímadjassi eins og verið hefur reglulega í þessum þætti. Einnig koma fleiri við sögu. Oscar Peterson ætlar að spila lagið „Sum- mertime" eins og hann spilaði það fyrir Rússa á sinum tíma á tónleikum þar í landi. Janis Joplin ætlar að syngja sama lag, en þó með sínu lagi. Garf- unkel ætlar að syngja tvö blíð og fögur lög um sumarið og manneskjurn- ar. Hér í Menntaskólanum á Akureyri eru nú að hefj- ast próf og kem ég svollit- ið inn á þau tímamót í mínu spjalli. Dimmission verður haldin hér á morg- un og í því sambandi hlustum við á lagið „Your Latest Trick" eða „Þitt síðasta uppátæki". Nem- endur taka upp á ýmsu á þessari hátíð og spjöllum við um það. Sverrir Páll Erlendsson UTVARP FÖSTUDAGUR 24. maí Fréttir. 7.00 Veðurfregnír. Bæn. A virkum degi. 7.20 Leikfimi. Tilkynningar. 7Æ5 Daglegt mál. Endurt. páttur Sigurðar G. Tómas- sonar frá kvöldinu áður. 8.00 Fréttir. Tilkynningar. Dagskrá. 8.15 Veðurfregnir. Morgunorð: — Sigrún Schneider talar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: ,Börn eru besta fólk" eftir Stefán Jónsson. Þórunn Hjartardóttir les (3). 9J0 Leikfimi. 9.30 Tilkynn- ingar. Tónleikar. 9.45 Þing- fréttir. 10.00 Fréttir. 10.10 Veður- fregnir. Forustugr. dagbl. (útdr.) Tónleikar. 10.45 .Það er svo margt að minnast á“. Torfi Jónsson sér um þáttinn. 11.15 Morguntónleikar. 12.00 Dagskrá. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veður- fregnir. Tilkynningar. Tón- leikar. 14.00 .Sælir eru syndugir" eftír W.D. Valgardson. Guörún Jörundsdóttir les þýðingu Slna (15). 14.30 A léttum nótum. Tónlist úr ýmsum áttum. 15J30 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16J0 Slðdegistónleikar. a. Trompetkonsert eftir John Addison. Leon Rapier og Sinfóniuhljómsveitin I Louisville leika; Jorge Mester stjórnar. b. Konsert fyrir tvo gltara og hljómsveit eftir Mario Cast- elnuovo-Tedesco. Sergio og Eduardo Abreu leika með Ensku kammersveitinni; Enr- ique Garcia Asensio stjórn- ar. 17.00 Fréttir á ensku. 17.10 Slðdegisútvarp. Tilkynn- ingar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. 19.45 Til- kynningar. Daglegt mál. Valdimar Gunnarsson flytur þáttinn. 20.00 Kvöldvaka. a. Sigurðar saga þögla. Matthew James Driscoll fjall- ar um Islenska riddarasögu. b. Frá reimleikum I Hvammi I Þistilfirði. Ævar R. Kvaran les frásögn Aðalbjarnar Arngrlmssonar frá Þórshöfn. Umsjón: Helga Agústsdóttir. 21.30 Frá tónskáldum. Atli Heimir Sveinsson kynnir .Sónans" fyrir hljómsveit eftir Karóllnu Eirlksdóttur. 22.00 Tónleikar. 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. SJÖNVARP 19.15 A döfinni. Umsjónarmaöur Karl Sig- tryggsson. 19J25 Krakkarnir I hverfinu. Kanadfskur myndaflokkur um hversdagsleg atvik I llfi nokkurra borgarbarna. Þýðandi Kristrún Þórðar- dóttir. 19.50 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20J0 Auglýsingar og dagskrá. 20.45 Kvikmyndahátlöin 1985. Umsjón og Stjórn: Siguröur Sverrir Pálsson og Arní Þór- arinsson. 20.55 Hættum aö reykja. Umsjónarmaður Sigrún Stef- ánsdóttir. FOSTUDAGUR 24. maí 21.10 Skonrokk. Umsjónarmenn Haraldur Þorsteinsson og Tómas Bjarnason. 21.35 Mjór er mikils vlsir. Bresk heimildamynd um starfsaðferðir Scotland Yard rannsóknarlögreglunnar. I myndinni er einkum fylgst með starfi vlsindadeildar hennar þar sem rannsakaöar eru Ifkamsleifar, blóö eða byssukúlur og annað það sem getur gefíð vlsbend- ingar um ódæðismenn og fórnarlömb þeirra. Þýðandi: Jón O. Edwald. 22.35 Fiórtán stundir (Fourteen Hours) s/h Bandarlsk blómynd frá árinu 1951. Leikstjóri: Henry Hathaway. Aðalhlutverk: Richard Base- heart, Paul Douglas, Barb- ara Bel Geddes, Debra Pag- et. Ungur maður hefur afráöið að stytta sér aldur. Hinn hik- ar þó við að stökkva af gluggasyllu á háhýsi einu. Lögregla, geðlæknar og ástvinir reyna að tala um fyrir honum. Þýðandi Björn Baldursson. 00.05 Fréttir I dagskrárlok. 22.35 Ur blöndukútnum _________ Sverrir Páll Erlendsson (RÚVAK.) 23.15 A sveitallnunni. Umsjón: Hilda Torfadóttir (RÚVAK.) 24.00 Fréttir. Dagskrárlok. Næturútvarp frá rás 2 til kl 03.00. FÖSTUDAGUR 24. mai 10.00—12.00 Morgunþáttur Stjórnendur: Páll Þorsteinsson og Sigurður Sverrisson. 14.00—16.00 Pósthólfið Stjórnandi: Valdls Gunnars- dóttir. 16.00—18.00 Léttir sprettir Stjórnandi: Jón Ólafsson. Þriggja mlnútna fréttir sagðar klukkan: 11.00, 15.00, 16.00 og 17.00. Hlé. 23.15—03.00 Næturvaktin Stjórnendur: Vignir Sveinsson og Þorgeir Astvaldsson. (Rásirnar samtengdar að lokinni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.