Morgunblaðið - 24.05.1985, Blaðsíða 6
6
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. MAÍ 1985
ÚT VARP / S JÓN VARP
í dimmri
ró...
ví ber að fagna að nú hefir
verið lagt fram frumvarp á
hinu háa Alþingi þess efnis að allt
hérlent sjónvarpsefni skuli skeytt
íslensku tali eða texta. Er gott til
þess að vita að á Alþingi sitji
menn er láta sig miklu varða varð-
veislu tungunnar og þar með þjóð-
ernisins. Mér er raunar til efs að
það tíðkist hjá erlendum menn-
ingarþjóðum að varpa yfir lands-
lýð sjónvarpsefni sem ekki tekur
mið af þeirri þjóðtungu sem töluð
er í viðkomandi landi. Eða hvað
ætli erlendum mönnum fyndist nú
um þá tiktúru að birta hér í blöð-
um til dæmis íþróttafréttir á
ensku? Ég er handviss um að þeim
fyndist slík ráðabreytni engu
furðulegri en sú að senda út á öld-
um ljósvakans í íþróttaþætti
blóðhráa úr smiðjum erlendra
sjónvarpsstöðva. Og svo er bara að
vona að breytingartillaga Árna
Johnsen fái hljómgrunn í mennta-
málanefnd.
Hin hliðin
Ég hefi oftlega í þessum pistlum
mínum hamrað á nauðsyn þess að
vandað sé til íslensks tals og texta
sem skeytt er við erlent sjónvarps-
efni. Finnst mér raunar jafn áríð-
andi að vanda vel val þeirra er
flytja slíkan texta og hinna er sjá
um snörunina. En þar sem ég vil
ekki þreyta lesendur frekar á
vangaveltum um þessi mál, þá
mun ég víkja fáeinum orðum að
ranghverfunni sem er snörun af
voru ástkæra máli yfir á tungur
milljónaþjóðanna. Nú siglir hið
nýja útvarpslagafrumvarp senn úr
höfn og er þá von til þess að fjör-
kippur færist í hina svokölluðu
innlendu dagskrárgerð. Því miður
er markaðurinn fyrir slíkt efni
hérlendis afar smár og þykir mér
því næsta fullvíst að það sjón-
varpsefni er fæðist í listasmiðjum
(stúdíó) hinna nýfrjálsu sjón-
varpsstöðva verði í og með sniðið
við hæfi hins ógnarstóra alþjóð-
lega sjónvarpsmarkaðs er senn
spannar heimsbyggðina. Eitt er
fullvíst að þeir einir komast
hænufet út á þann risamarkað er
skeyta ensku tali og texta við þær
myndræmur er þeir bjóða þar til
sölu. Enskan er þegar orðin alls-
ráðandi í heimi hinnar alþjóðlegu
dægurtónlistar og því skyldi hún
ekki sigra á sjónvarpssviðinu? Þar
ráða nú þegar ríkjum engil-
saxneskir þættir á borð við Dallas
og Dýrasta djásnið ...
Vel skal vanda .. .
Vissulega höfum vér íslend-
ingar þegar nokkra reynslu af því
að setja enskt tal við hériendar
kvikmyndir en samt held ég að hér
sé mikið vandaverk óunnið. Fynd-
ist mér eigi úr vegi að hóa í fær-
ustu sérfræðinga til að skoða þessi
mál í hópi þýðenda, leikara og
annarra sjónvarpsmanna. Það er
ekki svo lítils virði, að þær heims-
bókmenntir er hér hafa verið rit-
aðar nái í kvikmyndalíki til allra
jarðarbúa í skammlausri þýðingu.
í þessu sambandi er vert að hafa í
huga fordæmi Marshalls Brement,
fráfarandi sendiherra Bandaríkj-
anna hérlendis, er nýlega lauk því
stórvirki að snara ljóðum þriggja
nútímaskálda yfir á ensku, en
Brement hafði í fyrstu hug á að
fella Tómas inní það verk: Við
nánari athugun fannst mér varla
koma annað til greina en að ljóð
eftir hann yrðu í þessari bók. Við
nánari aðgæzlu komst ég að raun
um að það væri mjög erfitt að
þýða ljóð hans — nánast óvinn-
andi vegur (Lesbók 18. maí). í
þessum ummælum finnst mér
kristallast heilbrigt sjálfsmat og
næmur skilningur á þanþoli tung-
unnar. Mættu slik viðhorf lýsa
okkur inná hina nýju öld frjálsrar
fjölmiðlunar.
Ólafur M.
Jóhannesson
Úr myndinni „Fjórtán stundir". Lögregian reynir ad tala um fyrir BasehearL
„Fjórtán stundir“
— bandarísk bíómynd frá 1951
^^■M Bandartsk
OO 35 bíómynd frá ár-
— inu 1951,
„Fjórtán stundir", er á
dagskrá sjónvarpsins
klukkan 22.35 í kvöld.
Leikstjóri er Henry
Hathaway og með aðal-
hlutverkin fara Richard
Baseheart, Paul Douglas,
Barbara Bel Geddes og
Debra Paget.
Söguþráðurinn er á þá
leið að ungur maður, veik-
ur á geðsmunum, hefur
afráðið að stytta sér ald-
stökkva af gluggasyllu á
háhýsi einu í miðri Man-
hattan í New York. Lög-
regla, geðlæknar og ást-
vinir reyna að tala um
fyrir honum.
Kvikmyndahandbókin
segir að myndin sé
þriggja stjörnu virði af
fjórum mögulegum. Einn-
ig segir þar að Baseheart
fari mjög vel með hlut-
verk þess er stytta ætlar
sér aldurinn og Geddes
leikur vel unnustu hans.
Myndin er byggð á
sannsögulegum atburð-
um.
„Mjór er mikils vísir“
— um starfsaðferðir
Scotland Yard
■■■■ Bresk heim-
01 25 ildamynd um
£ A — starfsaðferðir
Scotland Yard rannsókn-
arlögreglunnar „Mjór er
mikils vísir" er á dagskrá
sjónvarpsins í kvöld
klukkan 21.35.
í myndinni er einkum
fylgst með starfi vísinda-
deildar iögreglunnar þar
sem rannsakaðar eru lík-
amsleifar, blóð eða byssu-
kúlur og annað það sem
getur gefið vísbendingar
um ódæðismenn og fórn-
arlömb þeirra.
Látinn eiturlyfjaneyt-
andi er grandskoðaður og
fylgst er með vísinda-
mönnum er þeir leita að
hvernig og hvers vegna
hann dó. Einnig sjáum við
hvernig hægt er að bera
kennsl á lík þó gamalt sé
orðið. í því sambandi sjá-
um við greinilega á ung-
um strák er hafði verið
týndur í átta mánuði.
Tækni nútímans inni-
heldur margt og full-
komnari tæki koma sífellt
til sögunnar. Sherlock
Holmes notaði stækkun-
arglerið í sínum ráðgát-
um, en nú gerir tæknin
vísindamönnum kleift að
finna meira og meira þó
sönnunargögnin séu held-
ur lítil. Milljónahluti úr
lyfi getur verið rannsak-
aður. En það er sambæri-
legt við að maður á jörðu
niðri líti til tunglsins og
ætli sér að sjá mús á
hlaupum á því.
Þeir í Scotland Yard eru
yíst hættir að nota stækk-
unargler.
„Úr blöndukútnum“ í
sumarskapi í kvöld
■■■■ Þáttur Sverris
OO 35 Páls Erlends-
— sonar „Úr
blöndukútnum" er á
dagskrá útvarpsins í
kvöld klukkan 22.35 og er
þátturinn að venju frá
ríkisútvarpinu á Akur-
eyri.
Sverrir Páll sagði í
samtali við Mbl. að þátt-
urinn yrði mjög ljúfur og
sumarlegur. „Hann ein-
kennist mjög af sumri,
sól, hita og gróðri sem var
hér hjá okkur norðan-
mönnum um síðustu helgi.
Ég var reyndar að tína
saman efnið í þáttinn um
helgina síðustu í um 20
stiga hita eða rúmlega
það þannig að tónlistin
verður sumarleg og sól-
arleg, bæði söngur og
hljóðfæraleikur.
Eitthvað verður af nú-
tímadjassi eins og verið
hefur reglulega í þessum
þætti. Einnig koma fleiri
við sögu. Oscar Peterson
ætlar að spila lagið „Sum-
mertime" eins og hann
spilaði það fyrir Rússa á
sinum tíma á tónleikum
þar í landi. Janis Joplin
ætlar að syngja sama lag,
en þó með sínu lagi. Garf-
unkel ætlar að syngja tvö
blíð og fögur lög um
sumarið og manneskjurn-
ar.
Hér í Menntaskólanum
á Akureyri eru nú að hefj-
ast próf og kem ég svollit-
ið inn á þau tímamót í
mínu spjalli. Dimmission
verður haldin hér á morg-
un og í því sambandi
hlustum við á lagið „Your
Latest Trick" eða „Þitt
síðasta uppátæki". Nem-
endur taka upp á ýmsu á
þessari hátíð og spjöllum
við um það.
Sverrir Páll Erlendsson
UTVARP
FÖSTUDAGUR
24. maí
Fréttir.
7.00 Veðurfregnír.
Bæn.
A virkum degi. 7.20 Leikfimi.
Tilkynningar.
7Æ5 Daglegt mál. Endurt.
páttur Sigurðar G. Tómas-
sonar frá kvöldinu áður.
8.00 Fréttir. Tilkynningar.
Dagskrá. 8.15 Veðurfregnir.
Morgunorð: — Sigrún
Schneider talar.
9.00 Fréttir.
9.05 Morgunstund barnanna:
,Börn eru besta fólk" eftir
Stefán Jónsson. Þórunn
Hjartardóttir les (3).
9J0 Leikfimi. 9.30 Tilkynn-
ingar. Tónleikar. 9.45 Þing-
fréttir.
10.00 Fréttir. 10.10 Veður-
fregnir. Forustugr. dagbl.
(útdr.) Tónleikar.
10.45 .Það er svo margt að
minnast á“. Torfi Jónsson
sér um þáttinn.
11.15 Morguntónleikar.
12.00 Dagskrá. Tilkynningar.
12.20 Fréttir. 12.45 Veður-
fregnir. Tilkynningar. Tón-
leikar.
14.00 .Sælir eru syndugir" eftír
W.D. Valgardson. Guörún
Jörundsdóttir les þýðingu
Slna (15).
14.30 A léttum nótum. Tónlist
úr ýmsum áttum.
15J30 Tilkynningar. Tónleikar.
16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15
Veðurfregnir.
16J0 Slðdegistónleikar.
a. Trompetkonsert eftir
John Addison. Leon Rapier
og Sinfóniuhljómsveitin I
Louisville leika; Jorge Mester
stjórnar.
b. Konsert fyrir tvo gltara og
hljómsveit eftir Mario Cast-
elnuovo-Tedesco. Sergio og
Eduardo Abreu leika með
Ensku kammersveitinni; Enr-
ique Garcia Asensio stjórn-
ar.
17.00 Fréttir á ensku.
17.10 Slðdegisútvarp. Tilkynn-
ingar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Kvöldfréttir. 19.45 Til-
kynningar.
Daglegt mál. Valdimar
Gunnarsson flytur þáttinn.
20.00 Kvöldvaka.
a. Sigurðar saga þögla.
Matthew James Driscoll fjall-
ar um Islenska riddarasögu.
b. Frá reimleikum I Hvammi
I Þistilfirði. Ævar R. Kvaran
les frásögn Aðalbjarnar
Arngrlmssonar frá Þórshöfn.
Umsjón: Helga Agústsdóttir.
21.30 Frá tónskáldum.
Atli Heimir Sveinsson kynnir
.Sónans" fyrir hljómsveit
eftir Karóllnu Eirlksdóttur.
22.00 Tónleikar.
22.15 Veðurfregnir. Fréttir.
Dagskrá morgundagsins.
Orð kvöldsins.
SJÖNVARP
19.15 A döfinni.
Umsjónarmaöur Karl Sig-
tryggsson.
19J25 Krakkarnir I hverfinu.
Kanadfskur myndaflokkur
um hversdagsleg atvik I llfi
nokkurra borgarbarna.
Þýðandi Kristrún Þórðar-
dóttir.
19.50 Fréttaágrip á táknmáli.
20.00 Fréttir og veður.
20J0 Auglýsingar og dagskrá.
20.45 Kvikmyndahátlöin 1985.
Umsjón og Stjórn: Siguröur
Sverrir Pálsson og Arní Þór-
arinsson.
20.55 Hættum aö reykja.
Umsjónarmaður Sigrún Stef-
ánsdóttir.
FOSTUDAGUR
24. maí
21.10 Skonrokk.
Umsjónarmenn Haraldur
Þorsteinsson og Tómas
Bjarnason.
21.35 Mjór er mikils vlsir.
Bresk heimildamynd um
starfsaðferðir Scotland Yard
rannsóknarlögreglunnar. I
myndinni er einkum fylgst
með starfi vlsindadeildar
hennar þar sem rannsakaöar
eru Ifkamsleifar, blóö eða
byssukúlur og annað það
sem getur gefíð vlsbend-
ingar um ódæðismenn og
fórnarlömb þeirra.
Þýðandi: Jón O. Edwald.
22.35 Fiórtán stundir
(Fourteen Hours) s/h
Bandarlsk blómynd frá árinu
1951.
Leikstjóri: Henry Hathaway.
Aðalhlutverk: Richard Base-
heart, Paul Douglas, Barb-
ara Bel Geddes, Debra Pag-
et.
Ungur maður hefur afráöið
að stytta sér aldur. Hinn hik-
ar þó við að stökkva af
gluggasyllu á háhýsi einu.
Lögregla, geðlæknar og
ástvinir reyna að tala um
fyrir honum.
Þýðandi Björn Baldursson.
00.05 Fréttir I dagskrárlok.
22.35 Ur blöndukútnum _________
Sverrir Páll Erlendsson
(RÚVAK.)
23.15 A sveitallnunni.
Umsjón: Hilda Torfadóttir
(RÚVAK.)
24.00 Fréttir. Dagskrárlok.
Næturútvarp frá rás 2 til kl
03.00.
FÖSTUDAGUR
24. mai
10.00—12.00 Morgunþáttur
Stjórnendur: Páll Þorsteinsson
og Sigurður Sverrisson.
14.00—16.00 Pósthólfið
Stjórnandi: Valdls Gunnars-
dóttir.
16.00—18.00 Léttir sprettir
Stjórnandi: Jón Ólafsson.
Þriggja mlnútna fréttir sagðar
klukkan: 11.00, 15.00, 16.00
og 17.00.
Hlé.
23.15—03.00 Næturvaktin
Stjórnendur: Vignir Sveinsson
og Þorgeir Astvaldsson.
(Rásirnar samtengdar að lokinni