Morgunblaðið - 24.05.1985, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 24.05.1985, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. MAl 1985 Frá kynning&rfundinum á samtökunum. „Höfum þarft og mikið verk að vinna“ — segir Hulda Jensdóttir, formaður hinna nýstofnuðu samtaka Lífsvon LÍFSVON, landssamtök til verndar ófaeddum börnum, sem stofnuö voru í aprílmánuði sl., héldu á dögunum kynningarfund í íslensku óperunni. Af því tilefni tók blm. Huldu Jensdóttur, formann samtakanna, tali og innti hana fyrst eftir því hvert væri meginmarkmið samtakanna. „Markmið þeirra er að standa fræðilegum ástæðum. Rúmlega vörð um lífsrétt ófæddra barna jafnframt því að veita konum eða foreldrum, sem þurfa á hjálp að halda vegna barnsburðar, allan þann siðferðislega og félagslega stuðning sem samtökin geta veitt," sagði Hulda. „Ennfremur að beita sér fyrir því að Alþingi setji lög til verndar ófæddum börnum og að ný grein verði tekin upp í stjórnar- skrána, er kveði á um rétt hinna ófæddu til lífs.“ Hver var kveikjan að stofnun samtakanna? „Ýmsir hafa verið ósáttir við það hvernig lögin um fóstureyðingar frá 1975 hafa verið túlkuð í fram- kvæmd. Segja má að fóstureyðingar séu hér nánast frjálsar því sam- kvæmt skýrslum frá árinu 1983 voru aðeins 5,2% þeirra tæplega 700 fóstureyðinga, sem fram- kvæmdar voru á því ári, af læknis- 90% fóstureyðinganna voru því framkvæmd af félagslegum ástæð- um. Við sem stóðum að stofnun samtakanna teljum að það sé ríkis- valdsins og okkar að hjálpa til að leysa félagslegu vandamálin, svo konan geti gengið með sitt barn. Á fundinum vildum við kynna málefnið, hin ýmsu sjónarmið og hinar fjölmörgu leiðir sem hægt er að fara til úrbóta. Samkvæmt lög- unum um fóstureyðingar eiga heil- brigöis- og skólayfirvöld að halda uppi fyrirbyggjandi aðgerðum. Þetta ákvæði laganna hafa þau hins vegar vanrækt. Það hefur sýnt sig að þar sem fyrirbyggjandi aðgerð- um hefur verið beitt hefur árangur- inn orðið stórkostlegur. Því leggj- um við mikla áherslu á þennan þátt.“ Finnið þið hljómgrunn fyrir sam- tökin meðal margra? Hulda Jensdóttir „Já, það fer ekki milli mála. Það heyrist ef til vill meira í þeim sem vilja frjálsar fóstureyðingar hér á landi, en ég tel að það sé aðeins örlítill hópur miðað við þann, sem er andvígur þeim. Stofnfélagar Lífsvonar voru um fjögur hundruð en margir hafa bæst í hópinn og tel ég líklegt að félagar nálgist nú að vera eitt þús- und. Við stefnum að því að marg- falda félagatöluna í fimm til tíu þúsund, það er okkar styrkur. Ekki veitir af, við höfum þarft og mikið verk að vinna, enda augljóst að hvert mannslíf er dýrmætt. Við höfum ekki efni á að missa einn einasta af sonum okkar og dætr- um,“ sagði Hulda Jensdóttir. Slegið í gegn í fyrstu tilraun Hljómplötur Sigurður Sverrisson Drýsill Welcome to the Show Drýsill Þá er hún komin út, platan sem íslenskir þungarokksunn- endur hafa beðið eftir með eftir- væntingu allt frá því Drýsill hóf feril sinn. Ekki treysti neitt út- gáfufyrirtæki sér til að gefa plötuna út — þannig' er komið fyrir þeim „bransa" þessa dag- ana — en hljómsveitin gefur plötuna út á eigin kostnað. Welcome to the Show hefur fjöldamarga góða kosti sem þungarokksplata en hún er held- ur ekki gallalaus. Kostirnir eru þó miklu þyngri á vogarskálun- um. Það er kannski best að víkja að göllunum fyrst. Fyrir minn smekk er „sándið“ talsvert gall- að á plötunni, mér finnst vanta þar bæði meiri „topp“ og enn- fremur aukna fyllingu. Þetta má eflaust rekja að talsveröu leyti til misheppnaðs skurðar en þó ekki allt. Hinn megingallinn finnst mér vera enskir textar. Óneitanlega hefði verið skemmtilegra að heyra mergj- aða texta á móðurmálinu við mörg hinna góðu laga. Kemur kannski næst? Styrkur þessarar plötu Drýsils liggur að mínu mati fyrst og fremst í mörgum þrælgóðum lögum, sem höfuðpaurinn Eirík- ur Hauksson á að mestu heiður- inn af. Lögin eru í senn kraft- mikil, áreitin en umfram allt vel upp byggð og „lýrlsk“. Tónlistin er ekki tiltakanlega frumleg, þungarokk er það yfirhöfuð ekki, en það er kannski að Drýsil vanti eitthvert „eigið sánd“. Yf- irbragðið svipar á köflum til Whitesnake, stundum til Rain- bow. Ekki kannski leiðum að líkjast. Þeir fjórmenningar komast allir afar vel frá sínu á plötunni. Söngur Eiríks á köflum frábær, gítarleikur Einars Jónssonar góður og sólóum beitt af smekkvísi. Jón ólafsson leikur á bassa eins og menn eiga að gera í þessari tónlist og trommuslátt- ur Sigurðar Reynissonar er ör- uggur en umfram allt afar takt- fastur og drífandi. Þegar öllu er á botninn hvolft held ég að Welcome to the Show sé þungarokksplata, sem stenst samanburð við 90% af því sem verið er að gera á þessu sviði erlendis. Hafi menn einhvern tíma talið sig hafa heyrt íslenskt þungarokk fram að þessu er það áreiðanlega misskilningur. Allar fyrri tilraunir blikna í saman- burði við þennan frumburð Drýsils, sem er að mínu viti þrusugóð plata og ekkert minna. Punkturinn að hætti Martinique Kvikmyndir Árni Þórarinsson Sætabrauðsvegurinn — Rue Cas- es Negres ★★★ Martinísk. Árgerð 1983. Handrit og leikstjórn: Euzhan Palcy. Að- alhlutverk: Darling Legitimus, Gary Cadenat, Douta Seck. Martinique-búar fara ekki amalega af stað í kvikmynda- gerð með þessari bráðskemmti- legu æskusogu, Sætabrauðs- veginum. Leikstjórinn, Euzhan Palcy, er fædd og uppalin á þessari litlu eyju 1 Vestur- Indíum, en menntuð í Frakk- landi. Hún reisir myndina á umdeildri sögu eftir Joseph Zobel sem á sínum tíma var bönnuð vegna lýsingar hennar á fátækt blökkufólksins og mis- réttinu á eyjunni. Þeim mun eftirsóttari og vinsælli varð bókin meðal íbúanna. Þetta þjóðfélagsástand er í bakgrunni Sætabrauðsvegar- ins. í forgrunni er þroskasaga ungs drengs, José að nafni; hann er alinn upp hjá ömmu sinni og þrátt fyrir bág kjör kemur hún honum til mennta. Annar félagi hans er hinn vísi öldungur Medouze, tengiliður við fortíð og trú fólksins á eyj- unni. Við fylgjumst með José og jafnöldrum hans vaxa úr grasi í þessu umhverfi og sú saga, með gleði sinni og sorgum, er í kjarnanum ekki ósvipuð reynslu æskufólks hvar sem er í heiminum. Einhver líkti Sæta- brauðsveginum við Punktur punktur komma strik. Og sú samlíking á fullan rétt á sér. Þetta er falleg blanda af gáska- fullri unglingasögu, angur- værum söknuði og pólitískri ádeilu, gerð af áreynslulausri kunnáttu og tilfinningu fyrir viðfangsefninu. Sætabrauðs- vegurinn er úrvals skemmtun og fær vonandi verðskuldaða aðsókn á hátíðinni. Jósé og amma hans í Sætabrauðsveginum. í speglasalnum Le Bal — Dansinn dunar ★★★ Frönsk-alsírsk-ítölsk. Árgerð 1983. Handrit: Ruggero Maccari, Jean-Claude Penchenat. Leik- stjóri: Ettore Scola. Aðalhlutverk: Campagnole-leikhópurinn. Þótt Dansinn duni eigi í og með að spegla hin ýmsu tímabil í sögu frönsku þjóðarinnar frá fjórða áratugnum og fram á þennan dag þá er þessi maka- lausa mynd fyrst og fremst spéspegill fyrir tímaleysi mannlegs atferlis. I danssaln- um sem er leiksvið myndarinn- ar frá upphafi til enda hittast hinir margbreytilegustu full- trúar kynjanna, taka nokkur spor saman og sundur í takt við danstónlist ríkjandi tísku, kæt- ast og syrgja og skilja svo við siðasta vangadans. Tíðarand- inn breytist, búningarnir og tónlistin, en fólkið, breyskleiki þess og styrkleiki er ævinlega eins. Allt er þetta tjáð með orð- lausu látbragði, mikilli gam- ansemi og stílsnilld. Dansinn dunar minnir stundum á líkamskómíkina hjá Jacques Tati, stundum á hinar rosalegu karakterlýsingar Fellinis. En myndin er engu að síður ein- stök í sinni röð. Hún er ívið of löng, en hún er líka einhver skemmtilegasta og óvenju- legasta mynd sem gerð hefur verið á síðustu árum. Dansinn dunar í Le Bal, einhverri skemmtilegustu mynd Kvikmynda- hátíðarinnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.