Morgunblaðið - 24.05.1985, Blaðsíða 39
39
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. MAÍ 1985
Minning:
Jón Einarsson í
Vestri-Garðsauka
Það var Kristján á Felli, sem
leiddi okkur saman á vordögum
árið 1956, kempan með austrænu
höfðingsbragði, mikilúðlegur, og
röddin dökk og dálítið hrjúf, en
þeim mun fegurri í söng. Eitthvað
dró hann austur á bóginn eins og
fleiri. Þar að auki þekkti hann
nauðsyn þess, að sveitaprestur
ætti góðan hest.
Jón hafði brugðið sér frá, en
Þorvaldar á Skúmsstöðum, móð-
urbróður síns, hafði hann getið við
Kristján. Var því brugðið á það
ráð að finna Þorvald að máli. Og
satt var orðið. Folar hans voru
geðfelldir og einhver óskráð
ævintýri í augum þeirra. Þó voru
þeir svo sem ekkert hjá mannin-
um sjálfum. Hávaxinn, en grann-
holda, dökkur á brún og brá, ábúð-
armikið yfirskegg, augun þó
svipmest, dökk, fögur og einarð-
leg, eins og óræðir brunnar, fullir
harðra lífsrauna og mildrar,
djúprar vizku, — lýstu þó þeim
stálvilja sem öllu býður birginn.
Hann kom til dyranna, eins og
hann var búinn, alúðlegur og
skrumlaus, þurfti engar kúnstir til
að halda reisn sinni. Hún var þar,
sem hann var. Og einsætt var,
hversu hann hefði komið fyrir
sjónir prúöbúinn á mannþingum.
Margorður var hann ekki, en tal
hans allt líkt því, sem lesa mátti
úr augunum. Það var stór stund að
vera gestur hans og líkast sögu
eftir H.C. Andersen að sjá hann og
heyra gæla við fola sína í hesthúsi.
Þar varð öldurmannlegur höfðing-
inn að barnagælu. Síðast fund-
umst við af hendingu á Hellu.
Ekki löngu síðar varð hann fyrir
slysi og lét lífið af þeim meiðslum.
Það voru döpur tíðindi.
1 fám orðum að segja, þá þótti
mér mikið til þeirra frænda koma,
beggja, þegar við fyrstu fundi. Jón
fundum við í heimleið, og hvorug-
um hefði ég gleymt, þótt ég hefði
lítið séð til þeirra síðar. Ekki tók
Jón svo mjög fast í hendi, en hann
kvað þeim mun fastar að orði og
sleppti öllum hégóma, og ekki síð-
ur þótt prestur ætti í hlut. En það
fannst á tali hans, að honum var
umhugað, að presturinn yrði ekki
fyrir prettum, og það eins, þótt
hann kynni að vera auli á hesti.
Það fór svo, að við Jón bundum
með okkur kunningsskap, sem
löngu var orðinn nokkuð sérstæð
vinátta. Löngum lét hann að vísu
svo, sem honum þætti lítils vert
um erindi það, sem prestar væru
að reka, en naumast held ég, að
hann hafi nokkurn tima látið hjá
líða að minnast á trú eða kristinn
dóm, þegar fundum bar saman.
Gjarna lét hann þess einnig getið,
að hann hefði verið uppalinn við
biblíufræði og trúrækni. Grunur
minn er sá, að hann hafi haft
meiri skömm á hræsni og yfir-
drepsskap en sannri trú. Hins veg-
ar þótti honum nokkur skemmtun
í að storka málkunningjum og
erta þá, sem einhvers staðar báru
snöggan blett. Stundum þyrlaði
hann upp nokkru moldviðri af
þeim sökum, enda var lognmollan
ætíð fjarri honum. Hann fór aldr-
ei með veggjum, var skorinorður
og talaði fullum rómi, sindrandi
mælskur í samræðum, tungutakið
ósvikið og íslenzkt, stundum nokk-
uð hrjúft af ásetningi, — en aldrei
hálfkveðnar setningar á vörum
hans.
Sjó hafði hann stundað framan
af ævi og siglingar, — kvaðst hafa
verið frábitinn búskap á þeim ár-
um. Hygg ég, að hann hafi talið
sjóinn bezta skóla sinn, og aldrei
gat hann þess, að menntavegur
hefði staðið honum opinn. Þó mun
svo hafa verið. Auðsætt var aftur
á móti, að sjómennskan hafði sett
nokkurt mark á hann. Þá vini mat
hann einna mest, er hann hafði
kynnzt á sjó, hélt við þá tryggð og
dáði hreysti þeirra og drengskap.
Sjálfur mun Jón hafa verið
hraustmenni á yngri árum. Mun
hann hafa líkzt móðurfrændum
sínum, vörpulegur á velli, fríður
og svipmikill. Var ekki laust við,
að yfirsvipur hans minnti á mynd
Sæmundar Hólms af Sveini Páls-
syni, lækni. Á mannfundum sóp-
aði að honum.
Þar kom um síðir, að hin ramma
taug dró Jón heim til föðurtúna.
Þau Sóley settust að í Garðsauka
og hófu búskap þar. Og nú kemur
að því, sem ósagt er og þó sannast
Nýtt apótek
í Breiðholti
Nýtt apótek var opnað 17. maí sl.
að Drafnarfelli 14—16 í Breiðholti
III. Apótekinu hefur verið valið
nafnið Lyfjaberg og er það »ótt í
Eddukvæði, Fjölsvinsmál.
Opnunartími apóteksins er frá
klukkan 9.00 til 18.00 mánudags
til föstudags. Við apótekið starfa
tveir lyfjafræðingar auk aðstoð-
arfólks. Stofnandi apóteksins er
Guðmundur Steinsson lyfsali.
Frá vinstri: Kristín G. Guðmunds-
dóttir lyfjafræðingur, Ágústa Svans-
dóttir í afgreiðslu, Guðmundur
Steinsson lyfsali og eigandi apóteks-
ins, Erna Kristjánsdóttir lyfjafræð-
ingur og Guðfinna Benjamínsdóttir í
afgreiðslu.
Uorgunblaöið/Bjarni
sagna. Jón reyndist flestum bænd-
um ólíkur í samtíð sinni. Einhver
skáldaæð eða sköpunargáfa var
það ef til vill, sem olli því. Hann
hóf að rækta íslenzkt gæðingakyn
af méiri stórhug og dirfsku en
gerðist, á þeim árum, er aðrir
bændur tóku að drepa niður hross
sín. Engan mann hef ég þekkt,
sem hefði gleggra auga á eðli
hrossa, né kynni betur að meta
kosti þeirra að óreyndu. Frið
hross, háreist, fasmikil, framsæk-
in og framtakssöm voru hugsjón
hans. Svo fjörvandur var hann, að
þar þurfti allt að vera á yztu
mörkum. Viðkvæmni, fjör og mik-
ið næmi hlaut að fylgja slíku.
Hross hans gátu því aldrei orðið
við hvers manns hæfi.
Þakkarskuld mín við Jón í
Garðsauka er ógoldin. Ef til vill
dreymdi okkur báða um bók. Hún
hafði komið til orðs, — í hálfkær-
ingi, eins og fleira. Héðan af verð-
ur hún ekki skrifuð, — ekki með
þeim hætti, sem ég hefði kosið.
Hitt er mér ljóst, að ég á Jóni
fleiri gleði- og dýrðarstundir að
þakka en flestum mönnum mér
óskyldum. Vinátta okkar varð mér
að gæfu. Við fráfall hans varð ég
vini fátækari.
Sóleyju, börnum þeirra Jóns, og
fjölskyldu allri sendum við hjónin
samúðarkveðjur, þökkum marga
góða stund í Garðsauka og biðjum
þeim blessunar um alla framtíð.
„Ég þakka fyrir."
Guðm. Óli Ólafsson
/StTJlichael /
MIMSFRÆG
GÆÐAVARA"
FRÁ
Marks &
Spencer
Við bjóðum fjölbreytt úrval D U US| I í ? STEINAVERKSMIÐJA:
af gangstéttarhellum og Söluskrifstofa, sýningarsvæði
skrautsteinum. Breiðhöfða 3,
Skoðaðu sýningarsvæði okkar að
Breiðhöfða 3 og fáðu þér bækling.
110 Reykjavík
Sími: (91) 68 50 06
AMERÍKA
POBTSMOUTH/NORFOLK
City of Perth 31. maí
Laxfoss 11. júní
City of Perth 21. júni
Bakkafoss 25. júni
NEW YORK
City of Perth 29. mai
Laxfoss 10. júní
City og Perth 24. júni
Bakkafoss 24. júni
HALIFAX
Laxfoss 14. júní
BRETLAND/MEGINLAND
IMMINGHAM
Eyrarfoss 26. mai
Alafoss 2. júni
Eyrarfoss 9. júni
Alafoss 16. júní
FEUXSTOWE
Eyrarfoss 27. maí.
Alafoss 3. júni
Eyrarfoss 10. júní
Alafoss 17. júní
ANTWERPEN
Eyrarfoss 28. mai
Alafoss 4. júní
Eyrarfoss 11. júni
Álafoss 18. júní
ROTTERDAM
Eyrarfoss 29. mai
Alafoss 5. júní
Eyrarfoss 12. júní
Alafoss 19. júni
HAMBORG
Eyrarfoss 30. mai
Alafoss 6. júní
Eyrarfoss 13. júni
Álafoss 20. júni
GARSTON
Fjallfoss 3. júní
USSABON
Skeiðsfoss 13. júni
PtNATAR
Skeiösfoss 19. júní
NORÐURLÖND/-
EYSTRASALT
BERGEN
Reykjafoss 24. mai
Skogafoss 31. mai
Reykjafoss 7. júní
Skogafoss 15. júní
KRISTIANSANO
Reykjafoss 27. maí
Skógafoss 3. júní
Reykjafoss 10. júní
Skógafoss 17. júni
MOSS
Reykjafoss 27. mai
Skogafoss 4. júni
Reykjafoss 11. júni
Skógafoss 81. júní
HORSENS
Reykjatoss 29. maí
Reykjafoss 13. júnf
GAUTABORG
Reykjafoss 28. mai
Skógafoss 5. júni
Reykjafoss 12. júni
Skógafoss 19. júní
KAUPMANNAHÖFN
Reykjafoss 30. mai
Skógafoss 7. júni
Reykjafoss 14. júni
Skógafoss 20. júni
HELSINGBORG
Reykjafoss 31. mai
Skógafoss 7. júni
Reykjafoss 14. júní
Skógafoss 21. júni
HELSINKI
Lagarfoss 14. júni
GDYNIA
Lagarfoss 17. júní
ÞÓRSHÖFN
Reykjafoss 3. júní
Skógafoss 9. júni
RIGA
Lagarfoss 16. júni
UMEÁ
Lagarfoss 12. júni
EIMSKIP