Morgunblaðið - 24.05.1985, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 24.05.1985, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. MAÍ 1985 15 Réttur úagsins Margrét Þorvaldsdóttir Hverskonar málsverði bjóða mat- reiðslumeistarar upp á þegar þeir hafa aðra meistara til kvöldverðar? Aðspurður svaraði þekktur mat- reiðslumeistari (kona): „Þeir eru mun einfaldari en menn ætla.“ Hún lýsti kvöldverði hjá „gúrú“ franskr- ar matargerðar í París. Maturinn var ekki margbrotinn en matreiðslan frábær. í kvöldverðinum var full- komið samræmi milli fínustu bragð- efna hinna gómsætu rétta. Hið fína bragð kunna okkar „dómarar" heima fyrir einnig vel að meta eins og í þessum einstaka rétti sem er Kálfskjöt f viðhafnarsósu 700 gr úrbeinað kálfskjöt 1 ltr vatn 2 gulrætur 1 góð púrra 1 hvítlauksrif 2'k bolli kjúklingasoð 4 heil piparkorn 1 tsk sykur 'k tsk tímian 'k lárviðarlauf 1 grein steinselja 200 gr ferskir sveppir 1 msk sítrónusafi 3 msk smjörvi 3 msk hveiti 1 eggjarauða M bolli rjómi r Otrúlegt tilboö! kr. 1.500 og restin á 6 mánuðum Við bjóöum þér þessa glæsi- legu Oster-hrærivél meö 15% afslætti og einnig meö þessum frábæru greiöslu- kjörum. Henni fylgja: 2 skál- ar, hnoðari, þeytarar, hakka- vél og blandari Ath.: Takmarkaðar birgðir 1. Til að ná 700 gr af beinlausu kálfskjöti hér, þarf að kaupa 1 'h. kg af kjöti (læri). Kjötið er skorið í bita og sett í kalt vatn, suðan er látin koma upp og er kjötið látið sjóða í 2—3 mín. Það er tekið strax af hellunni og froðunni skol- að burtu undir köldu vatni. Vegna þess hve kjötið er óþroskað eru í því safar sem losna þarf við. 2. Gulrætur eru hreinsaðar og skornar í tvennt og því næst klofnar eftir endilöngu í fernt. Púrran er hreinsuð, græni hlutinn skorinn burtu og hún skorin í sundur eftir endilöngu. Laukurinn er einnig skorinn í bita og hvít- laukurinn er skorinn í tvennt. 3. Grænmetið ásamt kryddinu er sett i góðan pott ásamt kjúkl- ingasoðinu og kryddi, piparkorn- um, salti, sykri, lárviðarlaufi, steinselju og tímian. Forsoðnu kálfskjötinu er bætt út í, suðan er látin koma upp og er rétturinn lát- inn krauma í rúman klukkutíma eða þar til kjötið er vel meyrt. Fjarlægið froðu hafi hún myndast ofan á soðinu í pottinum. 4. Kjötið er tekið upp úr soðinu svo og gulræturnar ef þær eru ekki ofsoðnar. Síðan er vökvanum hellt í gegnum sigti og grænmetið og kryddið síað frá. Það ætti að verða um 1 'k bolli. 5. Sósan er bökuð upp, smjöriikið brætt og hveitinu bætt út í og hrært út með vökvanum þar til hún er hæfilega þykk. Niðurskorn- ir sveppir eru settir út í ásamt sítrónusafanum og soðnir með sósunni í 3—4 mín. Bætið kjötinu (og gulrótunum) síðan saman við sósuna. 6. Eggjarauða (1—2) eru hrærðar út með rjómanum og síðan örlitlu af heitri sósu. Þessu er síðan hrært varlega að suðu en gæta verður þess að sjóða ekki. Bætið við salti ef þurfa þykir. (í sósuna má einnig bæta soðnum gulrótum, litlum, heilum, soðnum perlulaukum ef meira er við haft). Berið fram sem meðlæti soðin grjón eða soðnar núðlur (noodles). Verð á hráefni I.V2 kg kálfskjöt (læri) kr. 280.00 1 púrra kr. 10.00 1 sítróna kr. 8.75 1 laukur kr. 4.70 1 egg kr. 9.00 200 gr sveppir 72.00 kr. 384.45 í tilefni af afmælinu oKKar: 5UMARTILBOÐ á teppum 30% út og afganginn á sex mánuðum V/AXTALAU5T. Með sérstahri afmaelishveðju frá ege-teppi Grensásvegi 11 - Sími 83500

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.