Morgunblaðið - 24.05.1985, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 24.05.1985, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. MAÍ 1985 Vyerere Tanzaníuforseti í sjónvarpsviðtali: Viðurkennir „fjöl- mörg mistök“ í stjórnartíð sinni Bonn, Ventnr-Þýsknlnndi, 23. mni. AP. JULIUS Nyerere, forseti Tanzaníu, fór í dag frá Bonn áleiðis til Stokk- hólms. Þá hafði hann haft tveggja daga viðdvöl í Vestur-Þýskalandi og rætt við ráðamenn þar og forustumenn í iðnaði. I viðtali, sem fréttamaður norska útvarpsins átti við Nyer- ere, áður en forsetinn fór í Evr- ópuförina, kvað hann stjórn sína hafa gert „fjölmörg mistök", meðal annars þau að ganga allt of langt í þjóðnýtingu og mið- stýringu. „Við bönnuðum m.a. starfsemi samvinnuhreyfingarinnar," sagði hann. „Það hefðum við ekki átt að gera." Hann kvað spillingu og stöðn- un hafa þjakað samvinnuhreyf- inguna og bændur staðið undir þrældómsokinu með allsleysi sínu, en „ríkiseinokunin sem kom í staðinn var ekki hótinu betri", sagði Nyerere. N-Irak: Árás á orkuver NikÓHÍu, Kýpur, 23. mmí. AP. ÍRANSKAR herþotur létu í dag sprengjum rigna yfir vatnsorkuver í Norður- írak að því er segir í fréttum frá IRNA, írönsku fréttastofunni. Að sögn írana voru miklar skemmdir unnar á orkuverinu og kváðust þeir hafa gert árásina til að hefna árása íraka á mikilvæg mannvirki í fran sl. þriðjudag. I tilkynningu frá íraksher í dag sagði, að áfram yrðu gerðar árásir á efnahagslega mikilvæg mann- virki hvarvetna í íran. Var ekkert um árásina á orkuverið sagt nema hvað tvær herþotur írana hefðu verið hraktar á brott með loft- varnaskothríð. Okkar verð eru athualis Jaffa-appelsínur 49- ■ %# kr./kg. Kynning Agúrkur 661 Grænmetisverslunin kynnir grænmetis- og kartöflurétti Allt útigrillið Feröanesti Kynning— Pizzaland kynnir pizzur Matarbakkar, soöin sviö og grillaöir kjúklingar. Vörumarkaðurinn hl.í r Ármúla 1 A S.: 686111 Eiöistorgi 11 S.: 622200 1 AP/Simamynd RÉTTARHÖLD YFIR TILRÆÐISMÖNNUM PÁFA Á mánudag hefjast í Róm réttarhöld í máli manna, sem ákærðir eru fyrir að brugga Jóhannesi Páli páfa II banaráð árið 1981. Til vinstri er dómarinn í málinu, Severino Santiapichi, í miðið saksóknarinn, Antonio Marini, og loks til vinstri dómarinn sem hafði rannsókn málsins með höndum, Ilario Martella. Hafið ekki kynmök við ókunnugt fólk — segir í hvatningarorðum til sænskra ungmenna sem Stokkhólmi, 23. maí. Fri frétUriUra MbL HAFIÐ ekki kynmök við ókunnuga. Þessari hvatningu er nú beint til allra sænskra ungmenna, sem hafa í hyggju að leggjast í lestafiakk í sumar og ferðast um Evrópu á hinum vinsælu „inter-rail“-farmiðum. Fyrir áróðursherferð þessari að ungu fólki, enda þótt upplýs- stendur nýstofnuð deild félags- og heilbrigðismálastofnunar ríkisins, en hún á að annast upplýsinga- miðlun um alnæmi (AIDS). Hefur hún í fyrstu atrennu einbeitt sér ingarnar eigi erindi til allra, sem ferðast til útlanda í sumarfríinu. Ellefu manns hafa sýkst af al- næmi í Svíþjóð og hafa miklar umræður orðið í kjölfar þess. ætla til útlanda í sumar Varnaðarorðin beinast því ekki eingöngu til þeirra sem ætla að ferðast til útlanda. Hjá félags- og heilbrigðismála- stofnuninni er nú verið að leggja síðustu hönd á upplýsingabækling, sem ætlaður er öllum þeim, sem fara til útlanda. í honum er að finna ábendingar um, hvernig best sé að verjast alnæmi. Fiskurinn og lýsið rétta lyfið við hjartasjúkdómum Vinna auk þess gegn bólgum og liðagigt Sífellt kemur fleira fram um hollustu fisksins og sérstaklega fyrir hjarta og æðar. Auk þess vinnur hann gegn alls kyns bólgum og liðagigt. Stöðugt koma fram nýjar sann- anir fyrir því, að fiskurinn er margra meina bót og á það einkum við um hjartasjúkdóma. Vísinda- menn hafa einnig sýnt fram á, að fiskneysla vinnur gegn bólgum og þeir, sem hafa hann á borðum reglulega, sleppa fremur en hinir við þann erfiða sjúkdóm, sem gigt- in er. í síðasta hefti bandaríska læknatímaritsins „New England Journal of Medicine" er hvorki meira né minna en þrjár greinar um hollustu fisksins og segir I einni þeirra, að ef aðeins 30 gramma af fiski sé neytt daglega minnki líkurnar á hjartasjúk- dómum um helming. Það eru hollenskir vísinda- menn, sem komust að þessari niðurstöðu, en í 20 ár fylgdust þeir með heilsufari 852 manna í smábænum Zutphen og athug- uðu sérstaklega matarvenjur þeirra. Hófust þessar rannsóknir árið 1960 en árið 1980 höfðu 78 manns úr athugunarhópnum fengið hjartasjúkdóma og voru margir þeirra látnir. í ljós kom, að hjartasjúklingarnir voru langflestir meðal þeirra, sem höfðu boröað lítinn fisk eða eng- an. Hollensku vísindamennirnir halda því fram, að þótt fiskur sé aðeins á borðum tvisvar i viku geti það dregið verulega úr hjartasjúkdómum og það án til- lits til hvort viðkomandi er veik- ur fyrir, með háan blóðþrýsting eða mikla blóðfitu. Það vekur einnig athygli, að hollusta fisksins fyrir hjarta og æðar er ekki undir þvi komin, að mikils sé neytt af honum. Meðal- fiskneysla athugunarhópsins i Zutphen var 20 grömm á dag en 20% mannanna borðuðu hins vegar aldrei fisk. I annarri skýrslu segir frá rannsóknum, sem fram fóru á'20 manns í borginni Portland í Bandaríkjunum, sem allir höfðu mikla fitu í blóðinu. í fjórar vik- ur fengu mennirnir þann mat, sem þeir voru vanir, en auk þess tiltölulega stóra skammta af lýsi og hafði það þau áhrif, að blóð- fitan minnkaði um 27—79%. Það þótti ekki síst athyglisvert við þessa tilraun, að lýsið dró mest úr blóðfitu þeirra, sem höfðu hana mikla, en hafði lítil áhrif á þá, sem voru með eðlilega blóð- fitu. Þeir sem hafa mikla fitu í blóði eiga fremur á hættu að fá hjartasjúkdóma en aðrir en læknar hafa lengi deilt um að- ferðir til að minnka hana. Yfir- leitt er mönnum þó ráðlagt sér- stakt mataræði en hængurinn á því er sá, að það kemur þeim síst að gagni, sem verst eru staddir. Nýjustu rannsóknir benda hins vegar til, að hér geti lýsið og fiskurinn, t.d. feitur lax, riðið baggamuninn. Það sem vakti upphaflega áhuga vísindamanna á hollustu fisksins er, að meðal eskimóa á Grænlandi voru hjartasjúkdóm- ar óþekktir þar til þeir tóku upp lifnaðarhætti hvítra manna. Er það nú rakið til þess, að áður fyrr lifðu þeir nær eingöngu á fiski og öðru sjávarfangi. (Úr „Sveruska Dagbladet")
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.