Morgunblaðið - 24.05.1985, Side 5

Morgunblaðið - 24.05.1985, Side 5
MORGUNBLADIÐ, FOSTUDAGUR 24. MAt 1985 5 verdi skoðað í alvöru í verkalýðs- hreynngunni," sagði Björn Þórhalls- son varaforseti ASÍ þegar álits hans var leitað á tilboði Vinnuveitenda- sambandsins. „Því er erfitt að svara núna,“ sagði Björn þegar hann var spurð- ur hvort hann teldi tilboð ASÍ geta verið grundvöll að nýjum kjarasamningi ASl og VSÍ. Hann sagði að ósamkomulag hefði verið innan ASÍ á því hvort fara ætti í samninga nú. Hvort tilboð VSÍ breytti þeim hlutum væri ekki hægt að segja um á þessari stundu. Hinsvegar sagði hann þetta tilboð vera að ýmsu leyti í takt við þær hugmyndir sem hefðu verið innan ASI, það er að stöðva kaupmáttarhrapið og snúa þróun- inni við, og það gerðist aldrei nema i áföngum. Hann sagði hugsanlegt að sum samböndin gengju til samninga nú en önnur ekki. „Það er vissulega óvenjulegt hvernig þetta ber að, en hugsan- lega hafa menn þó vitað hverjir af öðrum. Við erum auðvitað óvanir svona útspili, sem kemur án þess að menn séu búnir að þvælast í flóknum samningum í langan tíma. Ég tel þessi vinnubrögð til fyrirmyndar og þau ættu að geta auðveldað samningavinnuna og stytt hana,“ sagði Björn þegar hann var spurður að því hvort það væri ekki óvenjulegt hvernig til- boð VSÍ bar að. hátt verðlaunaveiting heldur að- stoð; viðurkenning ráðs sem er hluti af þingræðislegri hefð þess lýðræðis sem við höfum ræktað með okkur." Styrkþegar Eftirtaldir listamenn hlutu kr. 40.000 í dvalarstyrki: Benedikt Gunnarsson listmálari, Hjalti Rögnvaldsson leikari, Indriði Úlfsson rithöfundur, Jóhanna Bogadóttir myndlistarmaður, Pét- ur Jónasson gitarleikari, Vésteinn Lúðvíksson rithöfundur, Veturliði Gunnarsson listmálari og Þor- steinn Gauti Sigurðsson píanóleik- ari. Tveir tónlistarmenn hlutu svo- kallaðan „tónlistarstyrk", dr. Hall- grímur Helgason fyrrverandi dós- ent kr. 30.000 og Áskell Másson tónskáld kr. 20.000. Styrki tii utanfarar að upphæð kr. 12.000 hlutu eftirtaldir: Bríet Héðinsdóttir leikari, Brynhildur Þorgeirsdóttir myndlistarmaður, Erlingur E. Halldórsson rithöfund- ur, Friðrik Þór Friðriksson kvik- myndagerðarmaður, Gunnar Björnsson tónlistarmaður, Gunnar Þórðarson tónskáld, Guðlaugur Arason rithöfundur, Indriði Ind- riðason rithöfundur, Inga Bjarna- son leikstjóri, Ingólfur Arnarson myndlistarmaður, Jóhannes Helgi rithöfundur, Jón Gunnar Árnason myndlistarmaður, Jón M. Bald- vinsson listmálari, Jón frá Pálm- holti rithöfundur, Lára Rafnsdóttir píanóleikari, Sigurður Eyþórsson listmálari, Sigurður Karlsson leik- ari, Snorri Sigfús Birgisson píanó- leikari, Viðar Eggertsson leikari og Þórunn Elfa Magnúsdóttir rithöf- undur. Ellefu vísinda- og fræðimenn fengu kr. 8.000 hver. Þeir eru: Ein- ar H. Einarsson, Skammadalshóli, Friðrik Sigurbjörnsson héraðs- dómslögmaður, Guðmundur A. Finnbogason, Hvoli, Ingólfur Jóns- son frá Prestbakka, Jón Gíslason póstfulltrúi, Jón Guðmundsson bóndi, Fjalli, Skúli Helgason, Reykjavík, Torfi Jónsson fyrrver- andi lögreglumaður, Valgeir Sig- urðsson, Þingskálum, Þórður Jóns- son, Hveragerði, og Þórður Tóm- asson, Skógum. Andvari Þess má að lokum geta að Gunn- ar Stefánsson hefur verið ráðinn ritstjóri Andvara. I næsta hefti verður meðal annars grein eftir Sigurð Steinþórsson jarðt'ræðing um Sigurð Þórarinsson jarðfræð ing, en slíkar greinar err. hefð- » bundinn þáttur i þessu rit' Menn ■ ingarsjóðs og Þjóðvinafélagsins. Morgunblaðið/Július Rýmt fyrir nýbyggingu Þessa dagana er verið að brjóta niður og fjarlægja gamalt hús á horni Laugavegs og Snorrabrautar, en á lóðinni mun rísa nýbygging. Myndin var tekin í dag af niðurbrotinu. Athugasemd frá ísafold MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi athugasemd frá Isa- foldarprentsmiðj u. í Morgunblaðinu í dag, fimmtu- daginn 23. maí 1985, er sagt frá útkomu íslensku lyfjabókarinnar. Þar kemur fram að sú bók sé fyrsta íslenska lyfjahandbókin. Þetta er rangt, eins og Morgun- blaðinu er kunnugt, þar sem því hafði nokkrum vikum fyrr verið send Lyfjabókin, útgefin af ísa- foldarprentsmiðju hf., sem út kom á undan fyrrnefndu bókinni. Lyfjabókin fjallar reyndar ekki eingöngu um lyf á lyfjaskrá, held- ur einnig um lyf sem ekki eru á skrá en þó talsvert notuð, auk þess sem sjúkdómalýsingar og hvernig lyfin verka eru stór hluti bókar- innar. Æskilegt væri að Morgunblaðið sæi sér fært. að fjalla hlutlægt um bækur þessar, þar sem blað allra landsmanna gæti þar með veitt þeim lesendum sínum þjónustu sem standa frammi fyrir tveimur góðum kostum um val á Lyfjabók- um. Pr. ísafoldarprentsmiðja hf. Leó E. Löve.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.