Morgunblaðið - 24.05.1985, Side 21

Morgunblaðið - 24.05.1985, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. MAl 1985 21 Tvíleikur Tónlist Jón Ásgeirsson Tveir danskir listamenn, Kim Sjö- gren riðluleikari og Lars Hannibal gítarleikari, stóðu fyrir skemmtileg- um tónleikum í Norrsna húsinu sl. miðvikudag og fluttu meðal annarra verka verk eftir Paganini, Bach, Handel, Ibert, Satie og Ferdinaud Sor. Á fyrri hluta tónleikanna voru þrjár svonefndar „Centone di Son- ata“ eftir Paganini. Centone mun merkja, bæði í tónlist og bók- menntum, að verkið sé samansett úr óðrum verkum eða sé einhvers konar samtíningur, samansaumað úr ýmsum ólíkum „pjötlum". Þessi „sónötu-samsetningur" Paganinis er ekki óáheyrilegur og var vel leikinn af Kim Sjögren, sem er mjög góður fiðlari. Eina einleiks- verkið sem gftarleikarinn flutti voru tilbrigði eftir Sor yfir þema eftir Mozart. Lars Hannibal er góður gítarleikari og sýndi tölu- verð tilþrif, þó þess gætti undir það síðasta að nokkrir „fingur- brjótar" stæðu í honum. Eftir hlé var efnisskráin sérkennilega samansett og var þar blandað saman hálfgerðri glensmúsík og alvarlegri, eins og einleikssónöt- unni í E-dúr eftir Bach. Á undan Bach léku flytjendur verk eftir Ibert og tvö lög úr Gymnopedie eftir Satie, en þetta nafn mun rekja sögu sína til Forn-Grikkja og átti við hátíð þar sem æskufólk dansaði nakið. Hugmyndafræði- lega var þessi tónlist andsvar Satie gegn rómantfkinni og átti að leika þessi verk hans án tilfinn- ingalegrar túlkunar. Leikur Kim Sjögren var hins vegar mjög þrunginn og þó hann væri vel framinn, var hann á skakk við stil verkanna. Kim Sjögren er góður fiðluleikari og lék E-dúr-einleiks- sónötuna eftir Bach á köflum vel en nokkuð án þeirrar alvöru sem þetta verk er þrungið af. Annað á tónleikunum var frekar lftilfjör- legt að innihaldi, eins t.d. verk Butch Lacy, sem hann kallar Opus Pocus og var frumflutt á þessum tónleikum. Slíkur samsetningur á ekki erindi á tónleika, svo sem eitt og annað á þessum tónleikum, sem hefði átt betur við á skemmtun, fólki til skemmtunar f stað fhug- unar. Kirkjur á landsbyggðinni BLÖNDUÓSKIRKJA: Hátíöarguðs- þjónusta hvítasunnudag kl. 11. Prestur sr Árni Sigurösson. ÞINGF YRAKIRK jA Hátíöarguös- þjónustc annar hvftasunnudag kl. 14. Prestur sr Árni Sigurösson. SEYDISFJARÐARKIRKJA: Hátfö- arguösþjónusta hvitasunnudag kl. 14. Organisti Sigurbjörg Helga- dóttir Prestur sr Magnús Björns- son. HVAMMSTANGAKIRKJA: Messa annan hvítasunnudag kl. 14. Sór- stök hátiöarguösþjónusta í tilefni af hinu nýja pipuorgeli kirkjunnar. Meöai gesta veröa sr. Siguröur Guömundssor vigslubiskup og Haukur Guöiaugssor söngmála- stjóri. Siöar um daginn heldur Ragnar Björnssor orgeltónleika í kirkjunni. Sr Guöni Þór Ólafsson sóknarprestur EGILSSTADAKIRKJA Hátiöarmessa kl. 11. Prestur sr Vigfús Ingvar ingvarsson VALLARNESKIRKJA: Ferminc kl 14. Prestur sr. Vigfús Ingvar Ingv- arsson. SIGLUFJARÐARKIRKJA: Hátíö- arguösþjónusta hvítasunnudag kl. 14. Hvítasunnutónverk sr. Bjarna Þorsteinssonar flutt. Guösþjón- usta á sjúkrahúsinu kl. 10.30. Organisti og stjórnandi kirkjukórs, Antony Raleye Prestur sr. Vigfús Þór Árnason. Sjómannadagurinn. Hátíöarguös- þjónusta kl. 11. Prestur sr Vigfus Þór Árnason. STÓRÓLFSHVOLSKIRKJA: Hátíö- arguösþjónusta á hvítasunnudag kl. 11 fyrir hádegi. Sr Stefán Lár- usson. ODDAKIRKJA: Hátiöarguösþjón- usta á hvítasunnudag kl. 14. Sr. Stefán Lárusson. FELLSMULAPRESTAKALL Há- tiöarguösþjónusta og ferming i Marteinstungukirkju í Holtum kl 14 SKARÐSKIRKJA í Landaveit Há- tíöarguösþjónusta kl. 14. Sókn- arprestur ÍSAFJARÐARKIRKJA Ferming hvítasunnudag kl. 13.30 og annan hvitasunnudac kl. 13.30 Prestur sr Jakob Ág. Hjáimarsson Skyrtur, peysur og buxur í sumarlitum Borð og 4 stólar. Beyki, króm eða hvítt króm. Verö kr. 10.800 settiö. Stakir stólar kr. 1.250. 2ja sæta sófi með innbyggðu rúmi. Verð kr. 21.700. Einnig fáanlegur sem hornsófi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.