Morgunblaðið - 24.05.1985, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 24.05.1985, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. MAl 1985 21 Tvíleikur Tónlist Jón Ásgeirsson Tveir danskir listamenn, Kim Sjö- gren riðluleikari og Lars Hannibal gítarleikari, stóðu fyrir skemmtileg- um tónleikum í Norrsna húsinu sl. miðvikudag og fluttu meðal annarra verka verk eftir Paganini, Bach, Handel, Ibert, Satie og Ferdinaud Sor. Á fyrri hluta tónleikanna voru þrjár svonefndar „Centone di Son- ata“ eftir Paganini. Centone mun merkja, bæði í tónlist og bók- menntum, að verkið sé samansett úr óðrum verkum eða sé einhvers konar samtíningur, samansaumað úr ýmsum ólíkum „pjötlum". Þessi „sónötu-samsetningur" Paganinis er ekki óáheyrilegur og var vel leikinn af Kim Sjögren, sem er mjög góður fiðlari. Eina einleiks- verkið sem gftarleikarinn flutti voru tilbrigði eftir Sor yfir þema eftir Mozart. Lars Hannibal er góður gítarleikari og sýndi tölu- verð tilþrif, þó þess gætti undir það síðasta að nokkrir „fingur- brjótar" stæðu í honum. Eftir hlé var efnisskráin sérkennilega samansett og var þar blandað saman hálfgerðri glensmúsík og alvarlegri, eins og einleikssónöt- unni í E-dúr eftir Bach. Á undan Bach léku flytjendur verk eftir Ibert og tvö lög úr Gymnopedie eftir Satie, en þetta nafn mun rekja sögu sína til Forn-Grikkja og átti við hátíð þar sem æskufólk dansaði nakið. Hugmyndafræði- lega var þessi tónlist andsvar Satie gegn rómantfkinni og átti að leika þessi verk hans án tilfinn- ingalegrar túlkunar. Leikur Kim Sjögren var hins vegar mjög þrunginn og þó hann væri vel framinn, var hann á skakk við stil verkanna. Kim Sjögren er góður fiðluleikari og lék E-dúr-einleiks- sónötuna eftir Bach á köflum vel en nokkuð án þeirrar alvöru sem þetta verk er þrungið af. Annað á tónleikunum var frekar lftilfjör- legt að innihaldi, eins t.d. verk Butch Lacy, sem hann kallar Opus Pocus og var frumflutt á þessum tónleikum. Slíkur samsetningur á ekki erindi á tónleika, svo sem eitt og annað á þessum tónleikum, sem hefði átt betur við á skemmtun, fólki til skemmtunar f stað fhug- unar. Kirkjur á landsbyggðinni BLÖNDUÓSKIRKJA: Hátíöarguðs- þjónusta hvítasunnudag kl. 11. Prestur sr Árni Sigurösson. ÞINGF YRAKIRK jA Hátíöarguös- þjónustc annar hvftasunnudag kl. 14. Prestur sr Árni Sigurösson. SEYDISFJARÐARKIRKJA: Hátfö- arguösþjónusta hvitasunnudag kl. 14. Organisti Sigurbjörg Helga- dóttir Prestur sr Magnús Björns- son. HVAMMSTANGAKIRKJA: Messa annan hvítasunnudag kl. 14. Sór- stök hátiöarguösþjónusta í tilefni af hinu nýja pipuorgeli kirkjunnar. Meöai gesta veröa sr. Siguröur Guömundssor vigslubiskup og Haukur Guöiaugssor söngmála- stjóri. Siöar um daginn heldur Ragnar Björnssor orgeltónleika í kirkjunni. Sr Guöni Þór Ólafsson sóknarprestur EGILSSTADAKIRKJA Hátiöarmessa kl. 11. Prestur sr Vigfús Ingvar ingvarsson VALLARNESKIRKJA: Ferminc kl 14. Prestur sr. Vigfús Ingvar Ingv- arsson. SIGLUFJARÐARKIRKJA: Hátíö- arguösþjónusta hvítasunnudag kl. 14. Hvítasunnutónverk sr. Bjarna Þorsteinssonar flutt. Guösþjón- usta á sjúkrahúsinu kl. 10.30. Organisti og stjórnandi kirkjukórs, Antony Raleye Prestur sr. Vigfús Þór Árnason. Sjómannadagurinn. Hátíöarguös- þjónusta kl. 11. Prestur sr Vigfus Þór Árnason. STÓRÓLFSHVOLSKIRKJA: Hátíö- arguösþjónusta á hvítasunnudag kl. 11 fyrir hádegi. Sr Stefán Lár- usson. ODDAKIRKJA: Hátiöarguösþjón- usta á hvítasunnudag kl. 14. Sr. Stefán Lárusson. FELLSMULAPRESTAKALL Há- tiöarguösþjónusta og ferming i Marteinstungukirkju í Holtum kl 14 SKARÐSKIRKJA í Landaveit Há- tíöarguösþjónusta kl. 14. Sókn- arprestur ÍSAFJARÐARKIRKJA Ferming hvítasunnudag kl. 13.30 og annan hvitasunnudac kl. 13.30 Prestur sr Jakob Ág. Hjáimarsson Skyrtur, peysur og buxur í sumarlitum Borð og 4 stólar. Beyki, króm eða hvítt króm. Verö kr. 10.800 settiö. Stakir stólar kr. 1.250. 2ja sæta sófi með innbyggðu rúmi. Verð kr. 21.700. Einnig fáanlegur sem hornsófi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.