Morgunblaðið - 24.05.1985, Side 14

Morgunblaðið - 24.05.1985, Side 14
14_________________MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24, MAÍ 1985_ í leit að höfundi Njálu — eftir Sigurð Sigurmundsson Eins og kunnugt er létu höfundar fornsagnanna ekki nafns síns get- ið. Það hefur valdið mörgum þeirra, sem við þau fræði hafa fengist, heilabrotum. Ýmsum hef- ur þótt slík leit engum tilgangi þjóna, því höfundarnir fyndust ekki svo viðurkennt væri. Margir höfundar Njálssögu hafa verið til- nefndir, þótt hér verði lítt upp taldir. Hér skal þó rætt um kenningu Barða heitins Guðmundssonar, að höfundurinn væri einn fyrirferð- armesti höfðingi og foringi leik- manna á síðari hluta 13. aldar, Svínfellingurinn Þorvarður Þórar- insson. Eru kenningar hans studd- ar svo þungum hugvísindalegum rökum, að þær standast, verða ekki hraktar, þótt sannaðar verði þær ekki. Ein þýðingarmesta að- ferð og undirstaða slíkra rann- sókna er staðfræðiþekking höf- undarins og áttamiðanir þær sem hann hefur notað. Það lét Barði ekki undir höfuð leggjast og birti ritgerðina: „Staðþekking og átta- miðanir Njáluhöfundar." Ritgerð- in stendur enn óhögguð og viður- kennt snilldarverk. Enginn annar hefur hafið rannsókn sína á svo sterkum grunni. Á síðasta ári kom út bók eftir Hermann Pálsson lektor: „Uppruni Njálu." Þar setur hann fram þá tilgátu, að Árni biskup Þorláksson gæti verið höf- undurinn. Matthías Johannessen skáld og ritstjóri hefur einnig slegið fram þeirri skoðun, að Sturla Þórðarson hafi skrifað söguna, og mun hann fjalla um það í kafla í væntanlegri bók um Bókmenntir. Báðir eiga þessir menn það sameiginlegt, að þeir ganga fram hjá öllum stað- fræðilegum rannsóknum, sem fyrri fræðimenn, Barði Guð- mundsson og Einar Ólafur Sveinsson, töldu óhjákvæmilegar. Hermann telur upp nokkra af þeim Njáluhöfundum, sem til- nefndir hafa verið, suma ræðir hann ekki um tímans vegna, en hinum hafnar hann öllum af ýms- um ástæðum. Og þó Hermann við- urkenni Barða og rannsóknarað- ferðir hans, þá hafnar hann samt Þorvarði Þórarinssyni sem höf- undi, telur að hann muni ekki hafa haft aðstöðu eða menntun til þess. Þetta er furðuleg ályktun og er enginn fræðilegur grunnur fyrir henni. Þótt ekki séu nú þekkt ritverk eftir Þorvarð Þórarinsson, þá má benda á bréf hans til konungs í Árnasögu biskups, s'em er sérlega kjarnyrt á meitluðu máli er minn- ir á Njálustíl. Ennfremur veit Hermann það, að Þorvarður var mjög handgenginn föðurbróður sínum Brandi biskupi Jónssyni, einum lærðasta manni þess tíma. En það er til heimild, sem ósenni- legt er, að Hermann þekki ekki. Hún tekur af allan vafa um það, að Þorvarður muni hafa verið einna best menntaður lands- manna, líklega gengið næst Sturlu Þórðarsyni. í formála Einars Ólafs Sveinssonar að Njálu Forn- ritaútgáfunnar segir: „Hann (Þor- varður) var í Noregi 1268—71, ein- mitt á þeim árum, þegar Járnsíða var samin. Það er engin dirfska aö geta þess til, að hann hafi verið við samningu hennar. En þetta er meira en getgátan einber. Arn- grímur lærði segir berum oröum, að þeir Þorvarður Þórarinsson og Sturla Þórðarson hafi samið Járns- íðu, og styðst hann þar sjálfsagt við Magnússögu lagabætis. Arngr- ímur víkur tvívegis að samningu laganna, svo að ekki er um að vill- ast, að hann þykist viss um það.“ Fátt virðist hægt að benda á því til stuðnings, að Árni biskup hafi skrifað söguna, nema að hann var lærður maður og tímans vegna gat hann gert það (d. 1298). Til þess að svo megi vera varð klerklærður maður að hafa verið þar að verki. Einar Ól. Sveinsson taldi hana vafalaust leikmannsverk. Minnast má líka þess, að Hermann Pálsson hefur talið Brand biskup Jónsson höfund Hrafnkels sögu og leitað hans eftir hugmyndafræði Barða Guðmundssonar og þess vegna skrifað um söguna margar bækur til þess að reyna að sýna fram á, að þar gæti kristinna áhrifa og sé hún því eftir klerklærðan mann þvert ofan í skoðanir fyrri fræði- manna. Hermann segir þjóðina hafa lifað í Njálulausu landi þar Sigurður Sigurmundsson „Fátt virðist hægt að benda á j>ví til stuðn- ings, að Arni biskup hafi skrifað söguna, nema að hann var lærður maður og tímans vegna gat hann gert það.“ til sagan var skrifuð. Hún sé því alger skáldsaga. Hvað sem því líð- ur, þá gerir hann enga tilraun til þess að rekja feril efnisins til ævistarfs og lífsreynslu Árna biskups Þorlákssonar, sem hann leiðir fram sem höfund. Matthías Johannessen hefur borið fram þá skoðun, að Sturla Þórðarson muni hafa skrifað Njálu. Honum hefur verið bent á, að stíll Sturlu væri gjörólíkur Njálustíl. Hann svaraði því til, að taka mætti til dæmis, að stíll Laxness á Gerplu og einhverju öðru riti hans væri gjörólíkur, enginn mundi þekkja það þegar tímar liðu, að væri eftir sama mann. Allt ber hér að sama brunni, ekki byggt á neinum stað- arathugunum. Sturla talinn höf- undur, enda þótt stærsta staðar- villa, upp til Þrándargils, sem til er í sögunni, sé í Dölum vestur, þar sem Sturla er upprunninn. Auk þess fara engar sagnir af Sturlu á aðalsögustöðvum Njálu, óvíst að hann hafi þangað komið. En Matthías slær einhvers staðar þann varnagla, að hann hefði allt- eins getað verið höfundurinn þrátt fyrir það. Svona geta skáld hugsað en ekki fræðimenn. Þá er það stíllinn. Nú virðist eiga að stíga yfir allar stílrann- sóknir, sem án efa er einn veiga- mesti þátturinn í höfundarleit- inni. Eins og kunnugt er hefur Peter Hallberg prófessor með um- fangsmiklum orðarannsóknum sýnt, að Njála eigi ekki samstöðu með neinu öðru riti síns tíma. Og Barði segir: „Finnst nú ekkert það rit á íslenskri tungu, er standi svo nálægt Njálssögu um málfar, að nokkrar líkur séu fyrir sama höf- undi.“ Matthías gat þess í viðtali, að Barði hefði talið Ljósvetningasögu níðrit um Þorvarð Þórarinsson í gervi Guðmundar ríka, en Njála ætti svo að vera varnarrit Þor- varðs með því að hefja upp Möðru- vallagoðann. — Þessari skoðun mótmælir hann með því að tilfæra umsögn Njáluhöfundar um Guð- mund, þar sem hann er nefndur til sögunnar, og telur þau ummæli benda á andúð höfundar og þar með ætti þessi kenning Barða að vera fallin. Á eftir langri ættfærslu segir höfundur Njálu þessi orð um Guð- mund Eyjólfsson ríka á Möðru- völlum: „Guðmundur var höfðingi mikill og auðugur, hann hafði hundrað hjóna. Hann sat yfir virðingu allra höfðingja fyrir norðan Öxnadalsheiði, svo að sum- ir létu bústaði sína, en suma tók hann af lífi, en sumir létu goðorð sín fyrir honum." — Þessi orð tel- ur Matthías að sýni andúð höfund- ar á Guðmundi ríka. — En setn- ingin er slitin úr sambandi og þeg- ar framhaldið kemur snýst merkingin við, þótt gallar Guð- mundar séu viðurkenndir, en framhaldið er: Og er frá honum komið allt hið mesta mannval á Íslandi: Oddaverjar og Sturlungar og Hvammverjar og Fljótamenn og Ketill biskup og Þorvarður Þór- arinsson stendur I Möðruvallabók og fleiri handritum, og er það ein- kennilegt, segir Einar Ól. Sveins- son, en Barði Guðmundsson telur vafalaust, að hér hafi afritari skotið inn nafni Þorvarðs, sem vit- að hafi hver söguna samdi. Svo sem kunnugt er reit Barði Guðmundsson langa ritgerð um Ljósvetningasögu, þar sem hann sýnir fram á með óhrekjanlegum rökum, að Ljósvetningasaga sé skáldsaga að miklum hluta, þar sem níðið um Guðmund ríka sé ekki einleikið, það sama kynvillu- níð birtist í háðritinu Ölkofra- þætti. Barði hélt því fram, að þarna væri átt við Þorvarð Þórar- insson í gervi Guðmundar ríka forföður síns. Þá er að athuga, hvers konar heildarmynd það er, sem Njálu- höfundur dregur upp af Guðmundi ríka og hvort hún verði ekki vörn eða andsvar gegn níðinu í hinum ritunum tveimur. Það verður ekki annað sagt en að Guðmundur komi fram í Njálu sem vel metnum höfðingja sæmdi. Höfundur segir fyrst frá valdi hans og ofríki. Að hans dómi var hann svo mikill höfðingi, að hann reis undir því. Síðan er allt mannval á íslandi frá honum komið. Þegar tólf dómendur sátu í lögréttu að dæma í vígsmáli Hösk- uldar Hvítanesgoða kvað Snorri goði upp það ákvæði að bæta skyldi Höskuld þrennum manngj- öldum, sem voru sex hundruð si- lfurs. Þetta átti að gjaldast á þinginu. Þá mælti Gissur hvíti: Þetta þykki mér varla vera mega, því að þeir munu lítinn einn hluta- hafa að gjalda fyrir sig.“ Þá mælti Guðmundur ríki: „Ég veit hvað Snorri vill. Hann vill, að vér gef- um til allir gerðarmenn, slíkt sem vor er drengskapur til, og munu þar margir eftir gera.“ Hallur af Síðu þakkaði honum og kveðst gjarnan vilja gefa sem sá er mest gæfi, játuðu því þá allir gerðarm- enn.“ Þegar Ásgrímur Elliða- Grímsson kom til Guðmundar og bað hann liðveislu í efirmálum Njálsbrennu svarar Guðmundur eins og sönnum höfðingja sómdi: „Næstum fór mér lítilmannlega, er ég var yður erfiður. Skal eg nú því skemur draga fyrir yður, er þá var eg torsóttari. Mun eg ganga til dóma með yður með alla menn mína og veita yður slíkt er eg má og berjast með yður, þótt þess þurfi við og leggja líf mitt við yð- vart Iíf.“ Það verður ekki annað séð, en að orð Möðruvallagoðans skipti sköp- um í tveimur stórmálum á alþingi og þar mun höfundur Njálu talið sig hafa goldið að fullu fyrir níð- ritin. Höfundur er bóndi og fræðimadur í Hrítárholti í Hrunamannahreppi. Sædýrasafnið — Uppbygging eða hrun? — eftir Brynjólf Þorbjarnarson Sú leiða frétt kom fram fyrir skömmu í nokkrum fjölmiðlum að til stæði að loka Sædýrasafninu við Hafnarfjörð vegna fjárhags- örðugleika. Þessi menningarstofn- un var sett á stofn að tilstuðlan nokkurra áhugasamra aðila árið 1969 í formi sjálfseignarfélags. Á þessum rúmlega 15 ára starfstíma safnsins hafa nokkur sveitarfélög hér á nærliggjandi svæðum tekið þátt í rekstri þess en með mismunandi fjárframlög- um þó. Sem dæmi má nefna að Reykjavíkurborg hefur ekki styrkt starfsemina nema í þrjú ár á um- ræddum starfstíma. Hins vegar ber að geta þess að ríkið hefur styrkt safnið með nokkrum fram- lögum alveg frá því starfsemi þess hófst, þótt ekki verði það talið að um stórfé hafi verið að ræða. Stofnun þessa fyrirtækis var vissulega tímabært og lofsvert framtak, enda leiddi reynslan það fljótlega í ljós að svona lifandi skóli um dýraríkið átti fullt erindi til almennings og sér í lagi til æskunnar og skólanna bæði hér á þéttbýlissvæðinu og utan af lands- byggðinni. Skólarnir efndu gjarn- an til árlegra skoðanaferða til að sjá dýrin í safninu. Því má ekki heldur gleyma að það hefur reynst mjög vinsælt hjá mörgum fjöl- skyldum að fara sunnudagstúrinn með börnin á góðviðrisdögum j dýragarðinn sunnan undir Hval- eyrarholtinu. Það má ætla að sá staður hafi flesta þá kosti, sem til þarf. Hann hentar vel fyrir vistun dýranna, enda þótt hann liggi innan þétt- býlissvæðisins. Sædýrasafnið er á kyrrlátum stað, út af fyrir sig en samt í alfaraleið. Þarna sýnast þó mikil verkefni óleyst, sem krefjast góðs skipulags svo sem gróður- setning trjáa og annars gróðurs auk margs annars til að gera um- hverfið meira aðlaðandi fyrir út- lenda túrista og heimamenn. Það skal viðurkennt að á því tímabili er Sædýrasafnið hefur starfað, kom fram hvatvís og réttmæt gagnrýni frá nokkrum aðilum um sitthvað, sem betur hefði mátt fara sbr. t.d um aðbún- að dýranna og slæma umgengni á staðnum. Ber að sjálfsögðu ávallt að gefa slíku gaum ekki síst við þær aðstæður, sem hér er um að tefla. Þó er ekki ósanngjarnt að benda á að hér var um frumraun að ræða, sem hlaut að fylgja byrj- unarerfiðleikar og þ.a.l. ætti að verða vandaminna að yfirstíga þá nú. Það er hin mikilvæga reynsla, sem þegar er fyrir hendi, sem seg- ir okkur hvers beri sérstaklega að Brynjólfur Þorbjarnarson „Þaö mætti teljast nöp- ur kveöja á ári æskunn- ar í landinu ef forráða- menn þessa máls sjá ekki aðra lausn en þá að þessum vísi að dýra- garði verði lokað á næstunni, þótt hann eigi milli 15 og 20 ára starfsferil að baki.“ gæta í hinum vandasama aðbún- aði og umhirðu dýranna. Það er deginum ljósara, að þessi starfsemi verður að vera undir eftirliti og umsjón sérhæfðra kunnáttuaðila, bæði er snertir hin daglega rekstur dýranna sem og allar fjárreiður. Það mætti teljast nöpur kveðja á ári æskunnar í landinu ef for- ráðamenn þessa máls sjá ekki aðra lausn en þá að þessum vísi að dýragarði verði lokað á næstunni, þótt hann eigi milli 15 og 20 ára starfsferil að baki. Það væri mérki um afturför, stöðnun eða jafnvel hrun. Það hlýtur að vera æskilegt að byggja upp þessa starfsemi á þeirri þekkingu og reynslu, sem fyrir er. Til þess eru vítin að var- ast þau. En þegar maður þekkir ekki vítin, þá er oft ekki hægt að komast fram hjá þeim klakklaust. Þess vegna má þessi reynsla ekki gleymast og falla í dá, — á henni verður að byggja til að hefja safn- ið aftur til vegs og virðingar. Það mun vera stór hópur fólks, sem vonar einlæglega að til þess komi ekki að safnið loki hliðum sínum á næstunni, og að sveitar- félög, ríki og aðrir aðilar sem hér eiga hlut að máli, finni leiðir úr vandanum. Einnig ber að koma þeirri ósk til forráðamanna Reykjavíkur- borgar, að þeir sjái sér fært að taka virkari þátt í umræddum rekstri en hingað til. Það má ef- laust fullyrða það að höfuðborgin hafi ætíð verið stærsta einingin, sem hefur notið góðs af Sædýra- safninu. Stöðvum hrunið — hefjumst handa um uppbyggingu. Hafnarfirði, 12. maí 1985. Höfundur er tyrrverandi bæjar-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.