Morgunblaðið - 24.05.1985, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. MAÍ 1985
27
Evrópsku flugfélögin:
Skuldlaus um
önnur áramót
Rnuwel, 23. maí. AP.
ÞAU 20 FÉLÖG, sem aðild eiga að Sambandi evrópskra flugfélaga,
gera ráð fyrir, að hagnaðurinn í ár verði samtals 650 milljónir dollara,
sá sami og í fyrra, en um 950 milljónir dollara á næsta ári. Kemur þetta
fram í skýrslu, sem nýkomin er út frá sambandinu, sem skammstafað
er AEA.
í skýrslu sambandsins segir,
að áriö 1984 hafi félögin 20 flutt
109 milljónir farþega og tvær
milljónir tonna af vörum og að
aukningin hafi verið hlutfalls-
lega 5,5% og 15% frá árinu áður.
í sérstakri skýrslu framkvæmda-
stjórans, Karl-Heinz Neumeist-
er, segir, að nú sé búist við, að
fyrir árslok 1985 muni verða buið
að greiða upp þær skuldir, sem
safnast hafi saman á árunum
eftir 1978. Árið 1982 voru þessar
skuldir orðnar samtals rúmlega
tveir milljarðar dollara.
Á síðasta ári jukust flutningar
á flestum flugleiðum, innan Evr-
ópu um 8,5% og yfir Atlantshaf-
ið um 7,7%. Á flugleiðum til
Austurlanda fjær og til Ástralíu
var aukningin rúmlega 5%.
Víetnamar hrakt-
ir frá Thailandi
Bmngkok, Thmilaodi, 23. mti. AP.
Víetnamska herliðið, sem fór inn
í Suðaustur-Thailand snemma í
þessum mánuði, hefur nú hörfað til
baka til Kambódíu. A.m.k. 17 lík
hafa fundist, þar sem herinn fór
yfir, að sögn talsmanns thailenska
flotans.
Sakchai Kaewjinda aðmíráll
kvað landgönguliða flotans hafa
lokið við á laugardag að hrekja
Víetnamana, sem voru 800—1000
að tölu, burt úr landinu. Kvað
hann Víetnamana hafa lagt jarð-
sprengjur áður en þeir yfirgáfu
dvalarstaði sina i Trat-héraði,
um 280 km suðaustur af Bang-
kok.
{ aðgerðum þessum létu átta
thailenskir hermenn lífið og 65
særðust, að sögn Sakchai.
Hann kvað ástandið á landa-
mærum Thailands og Kambódíu
nú aftur með eðlilegum hætti.
Filippseyjan
Aquin-réttar-
höldin hefjast
aftur 17. júní
Mmnila, Filippnejjum, 23. mmi. AP.
Ákæruvaldið lauk í dag sönnunar-
færslu í máli Fabians C. Ver, yfir-
manns herráðs Filippseyja, og 25
annarra manna, sem ákærðir hafa
verið fyrir morðið á stjórnarand-
stöðuleiðtoganum Benigno Aquino.
Ákveðið hefur verið að réttar-
höld í málinu hefjist að nýju 17.
júní, og munu varnaraðilar þá
leiða fram vitni.
Dómararnir, sem eru þrír, hafa
gefið yfirsaksóknaranum, Manuel
Herrera, frest til 3. júní til að
skila formlega af sér þeim 200
sönnunargögnum, sem lögð hafa
verið fram frá því að málaferlin
hófust 22. febrúar.
Kólumbus skip-
stjóri á íslandsfari
Frá Inguri (>uómundHHyni.
SAtiAN um að Kristófer Kólumb-
us hafi fengið staðfestar hugmynd-
ir sínar um lönd í vestri er hann
kom til íslands ungur að aldri og
beyrði um landafundi Leifs heppna
hefir skotið upp kollinum á ný og á
áhrifameiri hátt en fyrr.
Nýlega frumsýndi Columbia
Broadcasting System sex
klukkustunda þátt um æviferil
Kólumbusar. f upphafi þáttarins
er Kólumbus látinn vera skip-
stjóri á íslandsfari. Skipverjar
finna flak á reki og á því er lík af
manni með svip Ásíumanna.
Kólumbus er látinn segja: „Þetta
er nákvæmlega lýsing Marko
Polo á útliti Asíumanna." Þetta
á að hafa sannfært Kólumbus
um að það væru lönd í vestri og
að það væru Asíulönd. Þegar
Kólumbus kemur til íslands — i
sjónvarpsættinum — hlustar
hann á söguþul segja frá landa-
fundum fslendinga i Ameríku.
Ekki er þó Leifur heppni nefnd-
ur, né Bjarni Herjólfsson, en
sagnaþulurinn virðist tala á lat-
ínu og frásögn hans er þýdd
jafnóðum fyrir Kólumbus.
Sjónvarpsþáttur þessi var
auglýstur vel fyrir frumsýning-
una, sem var skipt á tvö kvöld á
Kristófer Kólumbus
besta sjónvarpstíma, svo millj-
ónir manna munu hafa horft á
þáttinn á skjánum. Þátturinn er
talin vera nákvæm ævisaga Kól-
umbusar og eftir bestu heimild-
um. Þátturinn var tekinn á
Möltu og í Suður-Ameriku.
Það er sagt, að IBM-tölvufé-
lagið hafi greitt 12 milljónir
dollara fyrir að hafa verið einka-
stuðningsaðili að sjónvarpsþætt-
inum.
Volvo-
þjónustuferö
1985
Eins og undanfarin ár veröa starfsmenn okkar (deildarstjórar varahluta- og
þjónustudeilda) staddir hjá eftirtöldum umboðsaóilum sem hér segir:
Selfossi Bifreiöaverkst. K.Á. himmtud. 23/5 kl. 10—12
Hvolsvelli Bifr. verkst. K.R. Fimmtud. 23/5 kl. 2—4
Akranesi Bifr.verkst. Guöj. og Ólafs Þriðjud. 28/5 kl. 11—2
Borgarnesi Bifr.verkst. B.T.B. Þriöjud. 28/5 kl. 3—6
Stykkishólmur Nýja Bílaveri Miövikud. 29/5 kl. 10— 12
Tálknafiröi Vélsmiöju Tálknafjarðar Fimmtud. 30/5 kl. 1—3
Bolungarvík Vélsmiöju Bolungarvíkur Föstud. 31/5 kl. 9—12
ísafiröi Bílaverkst. ísafjaröar Föstud. 31/5 kl.. 2—4
Suöurlandsbraut 16, sími 35200.
Jakkaföt, stakir jakkar
og blússur í miklu úrvali